Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 12
*2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 á sjúkrahús í stað þess að gera rannsóknir og sinna fólkinu á göngudeildum eða utan sjúkrahúss- ins, sem er miklu ódýrara. En þrátt fyrir að sjúkrahúslegan sé margfalt dýrari, var algert bannorð að taka einhverja peninga fyrir hana. Þetta sýnir bara á hvers konar villigötum umræðurnar eru. Það skiptir gífurlega miklu máli að ná jafnvægi í ríkisbúskapnum. Það verður að vera skilningur á því að ríkið er nákvæmlega eins og heimili og fyrirtæki. Það er ekki hægt að reka það endalaust með tapi; það verðurað stilla útgjöldin eftir tekjunum. í þessu ætlum við að ná árangri á næstu tveimur árum. Þarf aðgerðir strax til að forðast atvinnubrest Mig langar til að minna á að fyrir um tuttugu árum stóðu Danir í þessum sporum, sem við erum í núna. Þeir börðu höfðinu við stein- inn, héldu áfram að safna skuldum erlendis og reka ríkissjóð með halla í um það bil áratug. Þá loksins sneru þeir af þeirri braut og byrj- uðu að takast á við vandamálin. Það gerðu þeir meðal annars með því að ná verðbólgunni mjög mikið niður, jafnvel niður fyrir verðbólgu- stigið í nágrannalöndunum. Nú er svo komið að það er afgangur á yiðskiptum Dana við útlönd. Allir íslendingar þekkja hugtakið við- skiptahalli, en ég man ekki eftir að orðið viðskiptaafgangur sé til í íslenzkri orðabók. Við afsökuðum okkur lengi vel með því að benda á Dani og íra sem stóra skuldara erlendis, en nú gengur það ekki lengur. Ég held að því fyrr, sem við áttum okkur á að auðlindir okk- ar í hafinu eru takmarkaðar, og lántökum erlendis eru takmörk sett, þeim mun betra sé það fyrir okkur. Danir voru of seinir að átta sig. Það kostaði þá mikið atvinnuleysi, og ef við hefjumst ekki handa strax um að snúa þessari þróun við, gilda nákvæmlega sömu lögmál hér. Ef ekki á að yerða verulegur atvinnu- brestur á íslandi er mjög mikilvægt að tekið sé á þessum málum strax. íslendingar hafa verið vanir því að geta alltaf aukið vinnuframlag sitt. Nú er því ekki lengur að heilsa, því að auðlindirnar eru takmarkaðar." Skattlagning kemur ekki í stað niðurskurðar - Sumir hafa gagnrýnt ríkis- stjórnina fyrir að ganga ekki nógu hart fram í að skera niður stærstu útgjaldaliði ríkisins, heilbrigðis-, mennta- og félagsmálin. Annars konar gagnrýni er sú að á meðan níðzt sé á sjúklingum og náms- fólki, sleppi fjármagnseigendur. Með þessu er væntanlega átt við að leggja eigi skatt á fjármagns- tekjur. Hverju svararðu þessari gagnrýni? „Við munum í vetur leggja fram frumvarp um skattlagningu eigna- tekna, þar á meðal fjármagnstekna. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir að hún telji að það eigi að samræma skatt- lagningu eignatekna og vinnu- tekna. Við komumst ekki hjá því að aðlaga okkur því, sem gerist í helztu nágranna- og viðskiptalönd- um, en þar eru fjármagnstekjur skattlagðar eins og aðrar tekjur. Menn verða hins vegar að hafa í huga að frjáls sparnaður er tiltölu- lega nýtt fyrirbæri á íslandi og við megum ekki ganga svo langt í þess- um efnum að fólk hætti að spara. Ráðdeild og sparnaður eru grund- völlur þess að okkur takist að kom- ast út úr vandamálunum. Ef enginn fæst til að spara er hvorki hægt að reka hið opinbera né atvinnulífið á lánum. Við erum ekki komnir að landi í þessari vinnu, en við munum væntanlega draga verulega úr eignaskattinum, sem er í mörgum tilfellum tvísköttun. í staðinn mun- um við skattleggja raunverulegar tekjur af eignum og fjármagni. Það er ekki ætlunin að ríkið græði á þessari breytingu, en hún er nauð- synleg af einni ástæðu til viðbótar. í mörgum tilvikum eru framlög rík- isins til einstaklinga tekjutengd. Það er auðvitað ósanngjarnt að þá sé eingöngu miðað við launatekjur eða lífeyrissjóðsgjöld, en ekki tekj- ur, sem margir hafa af eignum sín- um. En þessi skattlagning mun aldrei koma í stað niðurskurðar á stærstu útgjaldaliðum ríkisins. Það er gjörsamlega út í bláinn. Ríkis- stjórnin ætlar sér ekki að hækka skatta. Við höfum margfalda reynslu fyrir því að þegar skattar hækka, hækka útgjöldin í kjölfarið og yfirleitt meira en skattarnir. Þessa þróun viljum við stöðva. Við beinum sjónum okkar frekar að því að notendur þjónustunnar greiði meira fyrir þjónustuna en hingað til, afla þannig tekna og draga úr útgjöldunum." - Sumir kalla þetta skatta líka. Hugmyndir um skólagjöld og þjón- ustugjöld á sjúkrahúsum eru til dæmis kallaðar sjúklingaskattur og námsmannaskattur. „Almennir skattar eru lagðir á eignir, tekjur og viðskipti, og sá, sem greiðir skattinn, hefur engin áhrif á það, í hvað skattpeningarn- ir hans fara. Þjónustugjöldin eru hins vegar tekin af notendum tiltek- innar þjónustu og andvirðið rennur að sjálfsögðu til að halda uppi þeirri þjónustu. Á þessu er grundvallar- Þekkingarskortur gósenland sérhagsmunahópanna - Þú leggur mikla áherzlu á að efla verðskyn almennings. Þarft þú sem fjármálaráðherra ekki líka að gera átak í að efla verðskyn stjórn- málamanna? Undanfarið hafa oft heyrzt þau orð af vörum ýmissa þingmanna að þeir taki ekki þátt í að skera niður hinn eða þennan útgjaldaliðinn eða skerða hlunnindi „k meðan enginn veit hvað hlutirnir kosta, fá stjórnmála- mennirnir hvorki það aðhald né þann stuðning, sem þeir þurfa til að takast á við þessi vanda- mál" „\ þessum frum- skógi, sem við lifum í, þar sem allt verð- skyn er falið, fá ein- stakir sérhagsmuna- hópar bezt notið sín. Þá er stutt í að stjórnmálamennirnir kjósi að standa við hliðina á sérhags- munahópunum, qeqn almenniSgshei"- „Menn verða að átta sig á því að breyttfiskvinnsla, sem hefur flutzt í stórum stíl út á sjó, getur ekki haft í för með sér annað en breytingarábyggð í landinu." ýmissa hópa, án þess að þeir ræði um kostnaðinn, sem um ræðir, og hvernig eigi að finna peninga til að halda áfram að borga. „í þessum frumskógi, sem við lifum í, þar sem allt verðskyn er falið, fá einstakir sérhagsmunahóp- ar bezt notið sín. Þá er stutt í að stjórnmálamennirnir kjósi að standa við hliðina á sérhagsmuna- hópunum, gegn almenningsheill. Það að menn skilji hvað hlutirnir kosta og fólk átti sig á því á hvers kostnað sérhagsmunirnir eru greiddir, er bezta leiðin til að fá stjórnmálamenn til að breyta um stefnu. Stjórnmálamenn fylgja oft því, sem er kallað almenningsálit. Slíkt álit er ekki til hvað ríkisfjár- málin snertir, á meðan fólk veit ekki hvað hlutirnir kosta. Þekking- arskorturinn er auðvitað gósenland og gróðrarstía sérhagsmunahóp- anna." - Einn sérhagsmunahópurinn er stjórnmálamenn og embættismenn ríkisins. Ætlar ríkisstjórnin að sýna gott fordæmi og skera niður sín eigin hlunnindi? „Við hljótum að taka á ýmsum stærri og smærri liðum, sem snúa að ráðuneytunum sjálfum — bíla- kostnaði, risnukostnaði, ferða- kostnaði og þess háttar. Núna er unnið að því að gera tillögur um þetta, og í fjárlagatillögunum er sérstaklega hugað að því að minnka þennan kostnað. Þetta eru ekki stórar upphæðir, en hafa auðvitað sálrænt gildi og okkur ber að sjálf- sögðu að koma í veg fyrir bruðl." Ekkert til skiptanna á næsta ári - Nú standa fyrirdyrum almenn- ir kjarasamningar. I grein, sem þú skrifaðir í sumar, sagðir þú að ekki væri raunhæft við þessar efnahags- aðstæður að ætlast til þess að nokk- ur kjarabati gæti orðið. Um hvað verður hægt að semja í næstu samn- ingum að þínu mati? „Við gerð kjarasamninganna verða menn að hafa í huga að það liggur fyrir — og því verður því miður ekki breytt — að kaupmáttur dregst saman á næsta ári vegna minni afla og minni framleiðslu. Þess vegna er ekkert til skiptanna á næsta ári. Við slíkar aðstæður, þar sem menn þurfa í raun að skipta byrðunum á milli sín, tel ég eðlilegt að kjarasamningarnir taki fullt tillit til þess og séu gerðir til tveggja eða þriggja ára með það að markmiði að ná verðbólgunni niður í það, sem gengur og gerist í nágrannalöndun- um, og helzt niður fyrir það. Með þeim hætti þarf að freista þess að ná fram raunverulegum kjarabótum á síðari hluta samningstímabilsins. Það er alveg ljóst að ef menn ætla að reyna að skipta á milli sín meiru en því, sem til skiptanna er,tendr- um við verðbólgubálið aftur. íslend- ingar þekkja það af langri viðkynn- ingu við verðbójguna að hún sóar verðmætum og kemur alltaf verst við þá, sem lakast eru settir. Ég sé því fyrir mér að kjarasamning- arnir geti ekki snúizt um almennar launahækkanir á næsta ári, heldur bætt lífskjör og meiri kaupmátt þegar til lengri tíma er litið. í því sambandi er það auðvitað von okk- ar að við fáum erlenda samstarfsað- ila í stóriðju, sem myndi að sjálf- sögðu hjálpa okkur í þessum þreng- ingum. Byggðaeiningar hljóta að stækka Ég held að verst af öllu í þeirri stöðu, sem við stöndum frammi fyrir, væri að fella gengið og hækka þannig innflutningsverðlagið. Það myndi hleypa verðbólgunni af stað með þeim afleiðingum sem við þekkjum. Auk þess hefur gengis- felling lítið upp á sig þegar erlend- ar skuldir nema 50% af landsfram- leiðslu, því að ekki lækka skuldirnar við gengisfellingu. Þess vegna verð- um við að takast á við vandamál útflutningsgreinanna með öðrum hætti. Menn verða að átta sig á því að breytt fiskvinnsla, sem hefur flutzt í stórum stíS út á sjó, getur ekki haft í för með sér annað en breytingar á byggð í landinu." - Meinarðu að fleira fólk flytji til Reykjavíkur og hraðar? „Það er óhætt að segja að byggðaeiningarnar hljóti að stækka til að njóta hagkvæmni af samruna fyrirtækja í fiskvinnslu vegna sam- dráttar í veiðum og vinnslu. Menn mega ekki fela þessa staðreynd, heldur ber okkur að ræða hana hreinskilið og opinskátt. Ef við ætl- um að halda uppi lífskjörum í land- inu, gerist það ekki með því að ekkert tillit sé tekið til þess, sem hefur gerzt í atvinnulífinu, en þess sé krafízt að byggðin sé nákvæm- lega eins og hún var áður. Þegar við ákveðum að dregið sé úr fisk- veiðum um 30% og leyfum að fisk- urinn sé unninn úti á sjó, þegar við segjum að fyrirtæki verði að sam- einast til að njóta hagkvæmni og að fiskiskipaflotinn þurfi að minnka til að draga úr sóknargetunni, getur það ekki gerzt nema með einhverj- um breytingum á byggð í landinu." - Sérðu þá fyrir þér að enn fækki í minni plássunum eða þau leggist jafnvel af? „Það er að minnsta kosti hætt við að mjög erfitt verði í vissum byggðum, þar sem kvótinn er lítiil og skuldirnar miklar. Auðvitað þarf ríkið að koma til aðstoðar að ein- hverju marki, en verst af öllu er að stinga höfðinu í sandinn og þykj- ast ekki sjá neitt. Það er alls ekki svo að skilja að allt sé kolsvart framundan. Ég er sannfærður um að ef gott og víðtækt samstarf tekst milli ríkisstjórnarinnar, aðila vinnu- markaðarins og annarra ábyrgra afla í þjóðfélaginu um að vinna að þeim markmiðum, sem stjórnin hef- ur sett sér, eigum við bjarta fram- tíð í vændum." V i > 0 SlGUNGR- OG FISKILEITARTÆKI B RADARTÆKI, S & X BAND. DÝPTAR- OG HÖFUÐLÍNUMÆLAR. SÓNARTÆKI OG PLOTTERAR. GPS-OG LORAN STAÐSETNINGARTÆKI. NAVTEX OG VERÐURKORTAMÓTTAKARAR. VHF OG SSB TALSTÖÐVAR. MÓTTÖKUTÆKI OG HITAMÆLAR. DOPPLER LOGG OG MIÐUNARSTÖÐVAR. GÝRÓKOMPÁSAR OG SJÁLFSTÝRINGAR. í ALLAR GERÐIR BÁTA OG SKIPA. Skiparadió hf. Fiskislóð 94,101 Reykjavík pósthólf 146, sími 620233, fax: 620230. - ¦>*-¦'-_______;_____________ MMMMMI ^____, Umhverfisvæn efni leggöu þitt af mörkum til umhverfisverndar ! Þvottaefni sem eru X3*^| Y\**% ekki rri^ó fosfati.w; 1111 Brinr Brim A \KKilliUW1' ¦ ÆM >> i«. 11 . M.J I t ' 4.-'" ll*»» mcgtm í Kaupmannahöf n * FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐiíMNl, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI *S22mJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.