Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FÖLK I FRETTUIV/I SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 5 BREFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. 5 5 Múlalundur 'I SÍMI: 62 84 50 o Magnús Jónasson t.v. um- boðsmað- ur Orvis, Salóme Rúnars- dóttir dóttir sögnhetj- unnar, og Bjarni Ei- rikur Sig- urðsson semfékk fegurðar- verðlaun í keppninni. Morgunblaðið/RAX VEIÐISÖGUR SKELLIHLÓGU BÆÐI - KONAN ÞÓ SÝNU MEST Veiðisagnasamkeppni hefur staðið yfir í sumar á vegum Rásar 2 og Orvisumboðsins á Islandi. Sögumenn hafa slegið á þráðinn og sagt misjafnlega mergjaðar veiðisögur, en dómnefnd hefur síðan bætt hverri sögu í sarpinn og nú hefur verið valið úr sagnabankanum. Dómnefndina skipuðu Rásar 2- mennirnir Stefán Jón Haf- stein, Sigurður G. Tómasson og Þröstur Elliðason, allir illa haldnir af veiðibakteríunni og Magnús Jón- asson umboðsmaður Orvis. Sigur- launin hreppti veiðigarpur að nafni Jón Sigurðsson sem sagði veiðisögu af félaga sínum Rúnari Óskarssyni. Morgunblaðið sló á þráðinn til Rún- ars, en hann gat ekki vinnu sinnar vegna tekið við sigurlaununum fremur en sagnameistarinn Jón Sig- urðsson, en sendi þess í stað dóttur sína til að taka við vinningnum. „Það kom nú kannski ekki almenn- ilega fram í sögunni hjá Jóni, en það var ég sem lenti í þessu,“ sagði Rúnar um málið, og hélt svo áfram: „Við Jón vorum að veiða í Hellu- vatni f sumar. Eiginkona mín Lára Sigurðarðóttir var þarna einnig, en eitt sinn er ég var með fluguna í bakkastinu hljóp Collie hundur fyrir og flugan festist í honum. Hund- greyinu brá illa við þetta og þaut af stað og ég sá að flugan hlyti að vera framarlega í honum. Þetta var einhver „Dog“-fluga sem ég not- aði, kannski Collie Dog! Eg var þarna í vöðlum og fullum skrúða, en mátti til að reyna að ná hund- greyinu og þarna gat að líta mig hlaupandi um alla móa með þanda stöngina og hvínandi hjól, því ég hafði ekki við hundinum og dró heldur á milli okkar heldur en hitt. Þau hlógu gífurlega að þessu konan mín og Jón og þó alveg sérstaklega konan mín. Hundgreyið skyldi ekki neitt, hann fann til í hausnum, fann að eitthvað togaði og svo var brjál- aður maður á hælunum á honum að auki. Ætli honum hafi ekki ver- ið innanbijósts eins og laxinum þegar hann er búinn að bíta á agnið? „Eftir dágóða stund var ég sprunginn af mæði, en kona mín og Jón af hlátri. Þá gerðist það að taumurinn slitnaði og hundurinn hvarf út í buskann. Ég náði tali nokkru síðar af eiganda hundsins sem hafði þó misst af viðuréigninni og eftir nokkurt þóf náðist hundur- inn. Þá kom úr kafinu að taumurinn hafði slitnað við öngulaugað, en flugan var í öðru eyranu á hundin- um. Ég held að honum hafi orðið lítið meint af, aðallega farið á taug- um um tíma. Svona var nú sagað og síðan hafa mínir veiðifélagar ekki mátt sjá hund á árbökkunum án þess að benda á hann og gala til mín, hvort ég vilji ekki setja í þennar.....!“ sagði Rúnar Óskarsson. Bjarni Eiríkur Sigurðsson fékk sérstök fegurðarverðlaun fyrir sögu sem var sérstaklega hugljúf og sögð á góðu máli. Fjallaði sagan um lít- inn dreng sem dvelur í sveit hjá ömmu sinni og afa. Hann leggur mikinn metnað og mikla vinnu í að vitja um netin fyrir afa sinn. Elnn morguninn er stórlax í netinu en ekki silungur sem vant er og lýsir sagan viðskiptum drengsins við stórlaxinn. Það er tvísýn glíma, en drengurinn hefur betur á endanum og hann færir afa sínum stoltur stórfiskinn. PENINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.