Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 ÍS Iiður ótrulega vel - SEGIR VILHELMÍNA R. ÓLAFSSON FIMM TÍMUM EFTIR GALLBLÖÐRUAÐGERÐINA SÍÐARIHLUTA Þess dags sem ég fylgdist með gallblöðrubrott- námi með kviðsjártækni arka ég uppá Landakotsspítala til að hitta að máli sjúklinginn, Vilhelmínu R. Ólafsson, sem gefið hefur góðf úslegt leyfi til viðtals og myndatöku. „Mér líður ótrú- lega vel," segir hún, þar sem hún situr upp við dogg í rúmi sínu á gjörgæsludeild. „Það tekur að vísu aðeins í naflann, þar sem eitt gatið var gert, en það er ekkert sem heitir. Einnig er ég með „vindverki" í öxlunum, það kemur af loftinu sem blásið var inn í kviðinn." Vilhelmína R. Ólafsson Vilhelmína kveðst hafa vaknað vel. „Ég kveið fyrir svæfingunni, en maður finnur ekki neitt, bara sofnar. Það er mikill léttir að þetta er búið, Gallsteinaköstin voru_ búin að ergja mig í mörg ár. í sumar ágerðist þetta og köstin urðu örari. Slík köst eru sárari en allt sem sárt er, fæð- ingarhríðar eru. barnaleikur hjá þeim. Ég var ekki hrædd við þessa nýju aðgerðartækni, henni var vel lýst fyrir mér. Ólafur Gunn- laugsson, læknirinn minn, spurði mig hvort ég væri tilbúin að fara í þess konar aðgerð, ég jánkaði" því en átti ekki von á að það yrði svona fljótt. Ég var heima í nótt sem leið og kom fastandi og fæ að fara heim á morgun, sjúkrahúsvistin er því í raun rúmur sólarhringur. Eg neita því ekki að ég fékk aðeins sting í magann í gærkvöldi við að hugsa um að fara í eitthvað sem ég vissi ekki hvað væri, en sú hugs- un hélt ekki fyrir mér vöku. Það er mikill munur að vera laus við kvalirnar. í síðasta kastinu lá ég upp í sófa og gat engan veginn verið, tárin trilluðu niður kinn- arnar á mér, sársaukinn var svo mikill. Núna líður mér bara vel, það er meira að segja búið að bjóða mér uppá kaffi og brauð sem ég ætla að fara að gæða mér á. Starfsfólkið sem gerði aðgerðina, f.v.: Sigurgeir Kjartansson, Þóra Guðjónsdóttir, Tom McGill, Soffía Níelsdóttir, Víðir Óskarsson, Þorvaldur Ingvarsson og Sjöfn Arnórsdóttir. Meðvitundarlausa stúlkan á skurðar- borðinu kemur ekki til með að sakna gallblöðr- unnar sinnar. Hún hefur verið henni til stórra vand- ræða að undanförnu, í henni eru steinar sem hafa valdið henni miklum kvölum. Þar við bætist að gallblaðran virðist vera eins konar forsögulegt líffæri sem ekki skipt- ir lengur máli í lífi nútímafólks. Hún var hins vegar nauðsynleg í árdaga mannkyns þegar fólk borð- aði kannski ekki nema annan hvern dag, og þá kannski mjög mikla fitu. Þessar upplýsingar hef ég frá Sigurgeir Kjartanssyni lækni, sem ásamt starfsfólki sínu býr sig nú undir að fjarlægja hina dauðadæmdu gallblöðru sem ekki uggir að sér í fylgsni sínu innan kviðveggja stúlkunnar. Nú dregur til tíðinda, Menn hnappast í kringum skurðarborðið, grænt klæði er dregið yfír neðri hluta sjúklingsins og annað klæði strengt fyrir framan höfuð hans og handleggi. Slöngur og tæki eru munduð, nál að grófleika lík stopp- unál stungið inn í kviðinn og kol- tvísýringi dælt í gegnum hana inn í kviðinn, til þess að þenja hann vel upp. Það liggur eftirvænting í loftinu, verið er að fara með nýst- árlega tækni sem hversdagurinn hefur ekki enn lagt gráma sinn yfir. Fjórir læknar eru við skurðar- borðið, einn þeirra er læknir á Keflavíkurflugvelli, Tom McGill. Læknarnir fjórir stjórna tækjunum sem rennt er niður í kviðinn gegn- um granna hólka sem komið hefur verið fyrir í kvið stúlkunnar. í gegnum eitt kviðgatið er búið að þræða ljósleiðara og myndavél sem nemur hvað eina sem fyrir ber og varpar myndinni upp á sjónvarps- skerm. Gott útsýni er yfir innihald kviðarins vegna þess hve þaninn hann er af koltvísýringnum. Griparmar úr stáli Víðir Óskarsson aðstoðarsvæf- ingarlæknir býður mér að standa við hlið sér. Þar er mjög gott út- sýni yfir kvið sjúklingsins og á sjónvarpsskjáinn, sem sýnir gang aðgerðarinnar. Af og til meðan á aðgerðinni stendur skoðar Víðir augu sjúklingsins, sem liggur al- gerlega hreyfingar- og svipbrigða- laus bak við græna tjaldið. Auga- steinarnir stækka ef sjúklingur merkir eitthvað af því sem fram fer. Engu slíku er hér til að dreifa. Á fímm mínútna fresti mælir Víð- ir blóðþrýsting og púls og hagar lyfjagjöfinni eftir þeim upplýsing- um. Nú er búið að dæla fjórum lítr- um af koltvísýringslofti inn í út- þaninn kvið sjúklingsins, með han- skaklæddri hendi er nálin dregin út og örlítið blóðvætl þurrkað úr litla gatinu eftir nálina. Allt er með ró og spekt. Stálhólk er ýtt inn í gegnum kviðvegginn og ljós leitt inn í hólkinn, eftir það tekur sjónvarpsskjárinn alla athygli manna. Furðulegt landslag kviðarins blasir við á skerminum. Bak við lifrarlappa sést í gallblöðruna sem nú á ekki náðuga daga í vændum. Griparmar úr stáli grípa í hana og toga hana upp. Sífellt er verið að stilla myndavélina betur og skyndilega verður myndin í sjón- varpinu blá í halógenljósinu. Gall- blaðran er nú rifin með töng frá nærliggjandi vefjum. Til að kom-. ast betur að er kroppað með töng- inni í vefina í kring um gallblöðru- ganginn. Fyrren varir er hinn rétti staður fundinn og settar eru snarlega stálheftíklemmur til að loka fráfærslugangi frá gallblöðr- unni og slagæðinni til hennar. Klemmt og klippt Svæfingarlæknirinn fylgist grannt með hjartslætti sjúklings- ins. Koltvísýringurinn fer út í blóð- ið úr kviðnum og þaðan til lungn- anna svo hraðari öndun er nauð- synleg til að hreinsa betur. Öndun- arvélin andar fyrir stúlkuna því allar öndunarstöðvar hennar eru lamaðar með lyfjum meðan á að- gerðinni stendur. Aðgerðin þokast áfram. Myndin skýrist á skermin- um svo líffærin sjást mjög greini- lega. Furðulegt að hugsa til þess fjölbreytilega landslags sem er innan í fólki, menn eru greinilega ekki allir þar sem þeir eru séðir hversdagslega. Haldið er áfram að klemma æðar sem er greinilega mikil nákvæmnisvinna. Nú er klukkan orðin 10.40, 30 mínútur liðnar af aðgerðinni. Mis- kunnarlaus stálkló birtist á sjón- varpsskjánum og grípur um gall- blöðruganginn, síðan koma skærin til sögunnar, fita sem truflar er klippt frá. Síðan er klippt á slagæð og fráfærslugang gallblöðrunnar. Allt gengur þetta mjög vel, það er stórkostlegt að sjá þetta gert gegnum fjögur göt á stærð við litl- ar neglur með tækjunum sem stjórnað er eftir mynd á sjónvarps- skjá. Enn eitt tækið kemur fram á sjónarsviðið, brennari sem brennir litlar æðar milli lifrarinnar og gallblöðrunnar og losar þær smám saman í sundur. Það blæðir lítilsháttar úr gallblöðrubeðnum, þar sem gallblaðran lá áður í grandaleysi. Það tekur að að verða reykmettað inni í kviðnum og myndin í skerminum verður óljós- ari. „Fáum við reykta gallblöðru," segir Óli Hjálmarsson svæfíngar- læknir um leið og hann lítur yfír sjónarsviðið. En reykurinn sogast út og brátt blasir gallblaðran við í stálklónum, fagurblá í halógen- ljósinu. Meðan þessu vindur fram heyrist reglubundið hljóð frá önd- unarvélinni og digur, svört, harm- ónikkulöguð gúmmipumpa gengur stöðugt upp og niður. Eg virði fyrir mér granna hönd sjúklings- ins, með mjóum gullhring á baug- fingri. Það snertir mig hve hún liggur fullkomlega hreyfmgarlaus. Skrítið að það skuli vera hægt að taka fólk svona algerlega „úr sam- bandi", fólk sem alla jafna talar og hlær og hefur hinar ýmsu skoð- anir á öllum fyrirbærum hins dags- lega lífs. Gallblaðran dregin út Þegar ég lít aftur á sjónvarps- skerminn er gallblaðran laus. Stál- töngin grípur með heljarklóm sín- um í háls hennar og dregur hana miskunnarlaust uppúr hólknum og upp í dagsljósið. í björtu skurðstof- uljósinu er hún dumbrauð en ekki blá eins og á sjónvarpsskerminum. Linsan á myndavélinni er dregin út og hreinsuð og rennt inn á ný til að kíkja eftir hvort nokkuð blæði. Þar er ekkert blóð að heita má. „Þetta er allt mjög þurrt og fínt," segir einn læknirinn. Það reynist ekki einu sinni þörf á að skola kviðarholið. Að lokum er sjúklingnum steypt svo höfuðið vísar mun neðar en fæturnir og linsu myndavélarinnar beint niður í grindarholið til að líta þar í leiðinni eftir ástandi mála. Þar reynist allt vera í fín- asta lagi svo tækin eru að því lo- knu dregin út. Það heyrist hviss- hljóð þegar loftinu er hleypt út úr kviðnum með því að þrýsta þétt á hann. Eitt litlu gatanna er saumað, ekki reynist þörf á að setja plástur á hin, þau lokast af sjálfu sér. Ljósin eru kveikt og menn anda léttar. Aðgerðin hefur tekið 45 mínútur, sem er metr Sjúklingnum er ekið fram í stofu þar sem hann mun innan tíðar vakna. Hjúkrunarliðið vindur sér úr aðgerðarsloppunum og slakar á í skamma stund, en ekki lengi, því næsti sjúklingur bíður tilbúinn í aðgerð. Sjúkraleyfi styttist um alil ;að 4 vikur í stuttu spjalli við Sigurgeir Kjartansson lækni kemur fram að aðgerð sem þessi fækkar legudóg- um sjúklings sem gallblaðra er tekin úr um fimm daga að meðal- tali. í stað allt að 15 sm holskurð- ar eru bara gerð 3 til 4 stungugöt um 1 sm að lengd. Þetta minnkar sársauka frá kviðvegg svo varla er yfírleitt þörf á verkjalyfjum. Þarmar verða síður fyrir hnjaski og_ meltingartruflanir verða því minni. Skjúklingar fara að nærast að kvöldi aðgerðardags, sem ekki gerist fyrr en á þriðja degi ef um holskurð er að ræða. Frá fjár- hags- ogþjóðfélagslegu sjónarmiði er hér um verulegan sparnað að ræða, þar sem sjúkraleyfí er yfir- leitt um 15 dagar miðað við 4 til 6 vikur eins og annars tíðkast. Tæki til kviðsjárrannsókna kosta um 3 milljónir króna, en tæki til gallsteinbrots kosta 100 milljón krónur. Sé gallblaðran tekin er það endanleg lækning en þó steinar séu brotnir þá vilja þeir koma aft- ur. Auk þess sem aðeins er hægt að gera slíka aðgerð í 15 prósent tilvika. 50 milljón króna sparnaður Legudagur hvers gallblöðru- sjúklings kostar 25 þúsund krón- ur. Fimm daga sparnaður er þá 125 þúsund krónur á hvern sjúkl- ing. Ef miðað er við að gerðar séu um 400 slíkar aðgerðir á ári á íslandi gæti sparnaður orðið um 50 milljónir króna. Það er hins vegar ekki hægt að taka allar gallblöðrur úr sjúklingum með þessum hætti. I stöku tilvika er gamla aðferðin nauðsynleg. Sem dæmi má nefna að á sjúkrahúsi einu í Edinborg voru gerðar 11 hundruð slíkar aðgerðir frá því snemma árið 1990. Af þeim voru aðeins 43 gerðar á gamla mátann, hinar voru kviðsjáraðgerðir. Einn- ig má á þennan hátt fjarlægja botnlanga, losa samvöxt vefja, loka sprungum á skeifugarnarsár- um. Áuk þess nýtast tækin við speglunaraðgerðir á þvagfærum og liðholum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.