Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 a11 fortíðina? Það er mikið talað um fortíðarvanda og viðskilnað síðustu stjórnar. Er ekki stór hluti af vanda ríkissjóðs eldri en vinstristjórn Steingríms Hermannssonar? Það er ekki langt síðan bæði formaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Alþýðuflokksins sátu í fjármála- ráðuneytinu og þingflokkar beggja hafa samþykkt mál, sem fólu sjálf- krafa í sér útgjaldaaukningu ríkis- ins. „Þetta er miklu eldra vandamál en frá valdatíma síðustu ríkisstjórn- ar, en hjá henni kastaði fyrst tólfun- um. Hún setti nýtt met í þessum efnum. Eitt af því, sem við erum að fást við núna, er að breyta starfs- háttum okkar þannig að á sama tíma og ákvarðanir eru teknar um útgjöld, sé gert ráð fyrir að greiða skuldbindingar, sem útgjöldunum fylgja. Þannig er ekki sífellt verið að skuldbinda skattgreiðendur framtíðarinnar." - Ein hugmynd í þessu efni er að á Alþingi verði þingmenn skyld- aðir til að gera grein fyrir tekjuöfl- unarmöguleikum í hvert sinn sem þeir leggja fram mál, sem hefur aukinn kostnað í för með sér, og að þetta eigi við bæði um stjórnar- og þingmannafrumvörp. Gæti þetta komið til greina? „Ef löggjafarvaldið vill binda hendur þingmanna með þessum hætti verður að ræða það á Al- þingi, en það er lágmark að ríkis- stjórnin og meirihlutinn á þingi fari að lögum. í lögum segir að skylt sé að reikna út hvað stjórnarfrum- vörp kosti ríkissjóð, og að útreikn- ingar frá fjármálaráðuneytinu eigi að fylgja hverju slíku frumvarpi. Núverandi ríkisstjórn áréttaði þetta á fundi sínum í sumar og það verð- ur eftir því gengið að slíkir útreikn- ingar liggi fyrir þegar frumvörpin verða lögð fram. En ég átti eftir að koma að þeim ytri aðstæðum, sem við búum við. Til viðbótar þessum vanda erum við að sigla inn í enn meiri efnahags- samdrátt á næsta ári. Við höfum staðið í þeirri meiningu að við höf- um náð botninum á þeirri efnahags- legu lægð, sem þjóðin hefur verið í, en nú er ljóst að því miður er hægt að komast enn dýpra. Það liggur fyrir að á næsta ári verður samdráttur í sjávarútvegi og Þjóð- hagsstofnun gerir ráð fyrir lakari viðskiptakjörum. Því er spáð að á næsta ári verði viðskiptahallinn 17 milljarðar, eða 4,596 af landsfram- leiðslunni. Þetta er upphæð, sem jafngildir öllum opinberum útgjöld- um til mennta- og menningarmála á íslandi og sýnir auðvitað hversu risavaxinn efnahagsvandinn er hér á landi." Brýnast að bæta verð- skyn almennings - Hvernig á að bregðast við þess- um vanda að þínu mati? Hvaða ráð sér ríkisstjórnin til að snúa af þess- ari braut, sem þú hefur verið að lýsa? „Þegar þú spyrð svona dettur mér í hug að í gær kom til mín sendiherra Perú hér á landi. Við áttum tal saman og ég spurði hann frétta úr heimalandi hans. Hann lýsti fyrir mér.þeim ógnarlegu efna- hagserfiðleikum, sem Perúmenn standa frammi fyrir. Hann sagði, kannski meira í gamni en alvöru, að þeir hefðu verið svo heppnir að fyrir nokkrum áratugum hefðu flutt til landsins japönsk hjón og eignazt þar son, Alberto Fujimori, sem nú er orðinn forseti landsins. Sendi- herrann taldi að það hefði verið verk Fujimoris að snúa óheillaþró- uninni við. Það væri fyrst og fremst vegna þess að hann væri alinn upp við allt annan hugsunarhátt en landar hans, sem eru af öðru bergi brotnir og aldir upp við annan hugs- unarhátt. Þannig hefði honum tek- izt að rjúfa vítahringinn og brjótast úr viðjum vanans. Eitt allra stærsta vandamál Perú hefur veríð erlendar skuldir þjóðarinnar og svo var kom- ið að engin alþjóðleg peningastofn- un vildi koma nálægt Perú. Nú hefur þessu verið snúið við, að sögn sendiherrans með því að innleiða japanskan hugsunarhátt; þann nýja þankagang að láta ekki reka á reið- anum heldur sýna ráðdeild og spar- semi. Það má draga lærdóm af þessari sögu. Ég er ekki að segja að við eigum að koma okkur upp einhverj- um japönskum hugsunarhætti, né heldur að sækjast eftir valdamönn- um af öðru bergi en okkar, heldur segir þetta okkur að það skiptir afar miklu máli að breyta hugsunar- hættinum. Það fyrsta, sem þarf að gerast, er að koma því þannig fyrir að þjóðin skilji vandamálin, sem við stöndum frammi fyrir. Eitt af því allra brýnasta er að bæta verðskyn almennings. Þegar um er að ræða vöru og þjónustu heldur verðskyn almennings vöruverði niðri, af því að fólk neitar að borga fyrir of dýra vöru. En þegar kemur að þeirri þjónustu, sem hið opinbera býður upp á, hefur þess verið vandlega gætt að koma í veg fyrir að verð- skyn og verðvitund almennings fái ## I stað þess að tak- ast á við vandann var allt skrifað á framtíðina, og nú er svo komið að árlegir vextir og afborganir þjóðarinnar eru um 35 milljarðar. Það jafngildir nánast öll- um virðisaukaskatt- tekjum ríkissjóðs/1 notið sín. Á meðan enginn veit hvað hlutirnir kosta, fá stjórnmálamenn- irnir hvorki það aðhald né þann stuðning, sem þeir þurfa til að tak- ast á við þessi vandamál. Vandinn er sá að það er ekki lengur hægt í þessu landi að gera allt fyrir alla, burtséð frá því hvað hlutirnir kosta og hver þörfin fyrir þá er. Tæknileg- ir möguleikar eru nánast óþrjót- andi. Opinber þjónusta getur auð- veldlega kostað miklu meira en öll þau verðmæti, sem þjóðin skapar. Þess vegna skiptir svo miklu máli að almenningur, og þeir sem fara með opinbert fé, viti nákvæmlega hvað hlutirnir kosta. Þetta erum við að reyna að gera núna með því að auka kostnaðarþátttöku almenn- ings í opinberri þjónustu, skapa þannig umræður um þessi mál, en jafnframt að fá nýja fjármuni til að viðhalda þjónustunni og koma í veg fyrir að hún leggist af, en slíkt myndi bitna verst á þeim, sem lak- asteru settir. Ég er hér að tala um velferðar- kerfið í heild; mennta-, heilbrigðis- og félagsmál, sem erulangstærstu útgjaldaliðir ríkisins. Ég efast um að foreldrar og skólafólk hafi hug- mynd um hvað kostar að halda úti skólakerfinu, og því miður vita kennararnir það ekki heldur. Skóla- ganga barns frá sex til fimmtán ára aldurs kostar um 1,2 milljónir. Að mennta framhaldsskólanema í fjögur ár kostar átta til níu hundruð þúsund. Hjartaaðgerð á spítala kostar nærri 700 þúsund krónur. Legudagur á spítala kostar 20-40 þúsund krónur. Hugmynd um að láta fólk, sem er á fuilum launum eða tryggingum, greiða 5.000 krón- ur á ári fyrir að leggjast á spítala var hent út af borðinu í fjárlaga- vinnunni, að mínu mati af hreinum misgáningi. Þetta var eingöngu hugsað til að koma í veg fyrir þá freistingu lækna að leggja fólk inn Tveirdagm\fiug oggisting. íEdinborg fyrir aðeins 14,900 kr. á mann. Úrval - Útsýn býður tveggja daga skotveislu í Edinborg á hreint ótrúlegu verði. Flogið er með nýjum Boeing þotum Flugleiða í beinu leiguflugi til Edinborgar. 26 -27. nóvember l4.9§t kr* FLUGLEIDIRa ¦illFARKBRT FIF Tryggðuþér strax sœti á veisluveréi! #ÚRVAL-ÚTSÝN / MjwUt: sími 60 30 60; vio Austuwötl: simi 2 69 00; i Hafnarjirði: simi 65 23 66; n7) Háðhústorg á Aftureyii; sími 2 50 00 — og kjá umbotl.smönnum um land attt. *m.v. gistingu i'Jja manna herbergi og staðgreiðslu ferdakastti(ið(it\flugva-ðoggengisskránifígu20.9.}991. b'lugvallarskattur ogforfallafryggittg ekki itmifa/Ín. \\\\\\\\ú\m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.