Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 GLIMAN VIÐ VANDANN RIKISFJARMALU • • ÞOKFA BREYTTUM HUGSUNÁRHÆm - segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra eftir Ólof Þ. Stephensen FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra dregur ekki upp bjarta mynd af ríkisfjármálunum, þrátt fyrir að ríkisútgjöldin hafi verið skorin niður um fimmtán milljarða í fjárlagavinnunni. í viðtali við Morgunblað- ið kallar ráðherrann á almenning sér til liðsinnis í sparnaðinum og segir að verðskyn almennings skapi það aðhald og stuðning, sem stjórnmálamenn þurfa til að ná tökum á ríkisútgjaldaþursinum, sem sífellt vaxa ný höfuð. Ráðherrann vill ekki frekar venju ræða einstök atriði fjárlagafrumvarpsins, sem lagt verður fram á næstu dögum, en var spurður um al- mennt útlit í ríkisfjármálunum. Ríkisstjórnin hefur vindinn í fangið og ástæðurnar eru tvær," segir Friðrik. „Annars vegar er það viðskilnaður fyrrverandi ríkisstjórnar og hins vegar erfíðar ytri aðstæður í efna- hagsmálum. Hvað aðkomuna varð- ar, þá blasir það núna við að þessir svokölluðu björgunarsjóðir fyrrver- andi ríkisstjórnar eru tómir. Fyrir- tækin, sem nutu fyrirgreiðslu úr þessum sjóðum ramba á barmi gjaldþrots. Heilu atvinnugreinarn- ar, sem hafa fengið verulega fj'ár- muni frá hinu opinbera, standa mjög illa, til dæmis fískeldi og ulla- riðnaður, og miklum peningum hef- ur verið varið í landbúnaðinn. Hall- inn á ríkissjóði hefur verið mjög mikill. Ríkissjóðshallinn, ásamt örl- átu lána- og styrkjakerfi bygging- arsjóðanna, Lánasjóðs námsmanna og fleiri slíkra, hefur leitt til feíki- legrar lánsfjárþarfar ríkissjóðs, sem aftur hefur þýtt að raunvextir eru mjög háir og verða það á meðan þessi gífurlega eftirspurn er eftir fjármagni. Þannig eru ríkisfjármál- in orðin mjög stórt efnahagslegt vandamál, og það má því segja að lausn á vanda ríkissjóðs og fyrir- tækja á vegum ríkisins sé um leið tæki til að ráðast á efnahagsvanda þjóðarinnar. Nú hvíla gífurlegar skuldbinding- ar á ríkissjóði, sem hann verður að greiða á næstu árum, vegna ákvarðana, sem hafa verið teknar um fjárútlát án þess að samtímis hafi verið gert ráð fyrir að leggja fjármuni til hliðar, Ég er þarna til dæmis að tala um útgjöld sam- kvæmt sjöttu grein fjárlaga, sem heimilar ríkisstjórninni að kaupa ýmsar eignir. Á fjárlögum eru ætl- aðar 300 milljónir til eignakaupa ríkisins á þessu ári, og búið er að eyða tæplega 400 milljónum á ár- inu, sem er ekkert mjög mikið fram yfir það, sem fjárlög leyfa. Hins yegar þýðir þetta að við erum að kaupa eignir fyrir 1.100 milljónir og þegar eignirnar voru keyptar, var vitað að þyrfti að breyta fast- eignunum fyrir um 760 milljónir. Þarna eru komnar um 1.850 millj- ónir, búið er að borga innan við 400, og þá standa eftir 1.500 millj- ónir, sem einhverjum er ætlað að borga í framtíðinni, en engin inn- stæða er fyrir. Þetta sýnir hvernig vinnubrögðin hafa verið. Vandinn skrifaður á framtíðina í þessu samhengi er líka um að ræða erlenda lántöku til Atvinnu- tryggingasjóðs, Framkvæmdasjóðs, Byggingarsjóðs verkamanna, Lána- sjóðs íslenzkra námsmanna og Líf- eyrissjóðs opinberra starfsmanna. Þessir sjóðir hafa verið að ausa út peningum þannig að minna en ekk- ert er eftir í sumum þeirra. Nú er komið að skuldadögunum og nú þarf að fara að borga lánin til baka. I sumum tilvikum, til dæmis í At- vinnutryggingasjóði, sem nú er kall- aður Atvinnutryggingadeild Byggðastofnunar, er staðan sú að í upphafi lofaði fyrri ríkisstjórn að leggja fram verulegt fé úr ríkis- sjóði, en sveik þau loforð og tók að nokkru marki lán í staðinn. Rík- isstjórnin hafði þar að auki áhrif á ráðstöfun fjárins í Atvinnutrygg- ingasjóði; breytti afstöðu sjóðs- stjórnarinnar og gaf í skyn að sjóðn- um yrði bætt upp tapið af ákvörðun ríkisstjórnarinnar, en það var h'ka svikið. Nú standa menn frammi fyrir vandanum. Þessir „björgunar- sjóðir", sem ríkisstjórnin sagði að ættu að þjarga fyrirtækjunum og hefðu haft úrslitaáhrif á hag þeirra, eru tómir og nú lendir það á skatt- greiðendunum að greiða þá fjár- muni, sem stjórnin sveikst um að leggja í sjóðina. Vandamálin voru þannig skrifuð á framtíðina. Kannski er alvarlegast af öllu að þessir menn, sem stóðu fyrir þessu, hafa að undanförnu farið um land- ið, hælt sér af því að þeir hafi stað- ið fyrir þessum björgunaraðgerðum og lýst yfir andstöðu við núverandi ríkisstjórn af því að hún sé að breyta um stefnu. Sannleikurinn er sá að þessir menn tóku lán til þess að fresta uppgjöri á vandamálum fyrir- tækjanna og skildu eftir skuldir, sem núverandi ríkisstjórn þarf að greiða, en staða fyrirtækjanna er því miður lítið betri en áður. Það er líka alvarlegt að þessir herra- menn framkvæmdu þessar „björg- unaraðgerðir" sínar í nafni byggða- stefnu og komu þar með óorði á byggðastefnuna, sem margir líta nú á sem einhvers konar skammar- yrði. I stað þess að takast á við vand- ann var sem sagt allt skrifað á framtíðina, og nú er svo komið að árlegir vextir og afborganir þjóðar- innar erd um 35 milljarðar. Það jafngildir nánast öllum virðisauka- skatttekjum ríkissjóðs. Til að bera þetta saman við aðrar stærðir má geta þess að þessi upphæð jafngild- ir fjórðu hverri krónu af útflutn- ingsverðmæti landsmanna og þriðj- ungi af heildarverðmæti sjávar- afla." Hætt að skuldbinda skattgreiðendur framtíðarinnar - Þú talar um að síðasta ríkis- stjórn hafi skrifað vandamálin á framtíðina. Eruð þið í þessari ríkis- stjórn ekki að skrifa vandann á L r > +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.