Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLADIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991
HVER VERÐURIHVITA
HÚSINU EFTIR 1992?
eftir írisi Eriingsdóttur
Stjórnmálaskýrendur í Banda-
ríkjunum velta nú vöngum yfir
hvorir muni hrósa sigri í forseta-
kosningunum í nóvember 1992
repúblíkanar eða demókratar.
Margir telja sigur demókrata
óhugsandi þar sem Bush nýtur
mikilla vinsælda almennings eft-
ir sigurinn yfir Irökum í Flóa-
bardaga. Aðrir eru ekki eins sig-
urvissir og telja að ýmsir draug-
ar úr fortíðinni, svo sem óleystar
gátur i Iran-Contra-málinu ;og
ásakanir um landráðasamninga
gegn Jimmy Carter árið 1980,
geti spillt fyrir möguleikum
Bush á endurkjöri. Þegar hafa
þrír þjóðkunnir demókratar boð-
ið sig fram til útnefningar og
fleiri yfirlýsingar eru; væntan-
legar.
Paul E. Tsongas, fyrrum
þingmaður frá Massa-
chusettes, bauð sig
fram í apríl; Douglas
Wilder, ríkisstjóri í
Virginíu, og Tom
Harkin, þingmaður frá Iowa, til-
kynntu báðir í síðustu viku að þeir
hefðu ákveðið að gefa kost á sér.
Fleiri óska eftir útnefningu.
Búist er við að Bill Clinton, ríkis-
stjóri í Arkansas; Bob Kerrey, þing-
maður frá Nebraska, og Edmund
G. (Jerry) Brown, fyrrum ríkis-
stjóri í Kaliforníu, muni allir innan
skamms gefa yfirlýsingu um fram-
boð sitt. Mario M. Cuomo, ríkis-
stjóri í New York-fylki, hefur verið
nefndur sem mögulegur frambjóð-
andi, sem og Jesse Jackson en óvíst
er hvort þeir muni gefa kost á sér.
George Bush nýtur mikilla vin-
sælda hjá löndum sínum, sem enn
eru í sigurvímu eftir Flóabardaga.
Nýleg skoðanakönnun sýndi að
væri gengið til kosninga nú, myndi
hann sigra Mario Cuomo (óska-for-
setaefni demókrata), hljóta 60%
atkvæða, en Cuomo 30%. En allt
er í heiminum hverfult og skoðanir
almennings eru jafnhvikular og
veðurfar 'á Fróni. „Það er ómögu-
legt að spá um hvað muni gerast,"
segir Roger Ailes, ímyndarsmiður
George Bush í samtali við Time
tímaritið. „Ef 75 ára gamalt komm-
únistastjórnkerfi getur hrunið á
þremur dögum, þá getur allt gerst."
Þó staða Bush sé sterk telja
stjórnmálaskýrendur að ýmis mál
geti komið Bush í klípu í kosninga-
baráttunni:
• Ásakanir á hendur Bush, Reag-
an og yfirmönnum CIA (þ.á m.
Robert Gates sem Bush hefur út-
nefnt sem yfirmann leyniþjón-
ustunnar) þess efnis að þeir hafí
bæði vitað af og samþykkt hina
ólöglegu vopnasölu til Iran.
• Sannað þykir að William Casey,
fyrrum yfirmaður CIA, ásamt fleiri
fulltrúum úr Reagan-Bush-kosn-
ingahópnum hafi árið 1980 samið
við írönsku byltingarstjórnina um
að halda bandarísku gíslunum í
haldi þar til forsetakosningarnar
væru um garð gengnar, til að
tryggja að Carter yrði ekki endur-
kjörinn. Ef þingið lætur rannsaka
þetta mál ofan í kjölinn eru Bush
og nánustu samstarfsmenn hans í
slæmum málum.
Bush forseti nýtur mikilla vinsælda almennings eftir Persaflóastríðið.
LIKLEGIR FRAMBJOÐENDUR?
PAUL TSONGAS, fyrrum öld-
ungadeildarþingmaður fró
Massachusetts. Hann gaf kost á sér
! apríl sl. en fremur lítið hefur þó
borið á honum enn sem komið er.
BILL CLINTON, rikisstjóri í Arkans-
as, þykir fremur hægri sinnaður og
gæti því ótt erfitt uppdráttar meðai
demókrata á viristri væng flokksins.
JERRY BROWN, fyrrum ríkisstjóri
! Kaliforníu, hefur gagnrýnt spíllingu
í bandariskum stjórnmálum.
ROBIRT KIRREY, öldungodeild-
arþingmaóur frá Nebraska og fyrr-
um ríkisstjóri fylkisins. Honn hlaut
heiðursorðu fyrir frammistöðu sína
! Víetnamstríoinu, þar sem hann
missti hægri fótinn ! bardaga.
TOM HARKIN, öldungadeildar-
þingmaður frá lowa. Hann nýtur
mestrar hylli meðal flokksmanna
og er sá frambjóðandi sem repúbl-
ikcinar hafa mestar áhyggjur af.
DOUGLAS WILDIR, rikisstjóri í
Virginiu, fyrsfi svertingi í Bandaríkj-
unum til að gegna embætti ríkis-
stjóra. Hann boðar samdrótt í ríkis-
fjármálum til að létta byrðor hins
almenna skattborgara.
• Ef Hæstiréttur Bandaríkjanna
breytir ákvörðuninni í Roe v. Wade,
málinu sem lögleiddi fóstureyðing-
ar í Bandaríkjunum, er möguleiki
á að konur sem kosið hafa repúblík-
ana muni hverfa frá flokknum.
• Bush þykir ekki hafa staðið sig
nægilega vel í utanríkismálum. Það
þykir hálfskömmustulegt hversu
fáir sáu fyrir valdaránið í Sovétríkj-
unum — CIA kom af fjöllum.
• Margir hafa áhyggjur af heilsu-
fari Bush og því meiri áhyggjur
af (van)hæfni varaforsetans.
• Er slunginn og ákveðinn barátt-
umaður innan vébanda demókrata?
Að Mario Cuomo aðskildum er Tom
Harkin, þingmaður frá Iowa, sá
frambjóðandi sem repúblíkanar
hafa mestar áhyggjur af.
• Slæmt efnahagsástand í
Bandaríkjunum. Aðilar innan
stjórnar Bush hafa viðurkennt að
þeir hafi ekki hugmynd um hvernig
efnahagsástandið verði árið 1992.
En ráðgjafar Bush hafa ekki
áhyggjur. „Forsetinn mun horfa
beint í sjónvarpsmyndavélina,"
sagði einn þeirra í viðtali við Time-
tímaritið, „og minna fólkið á að
ástandið í heiminum sé afar brot-
hætt", og að hann, en ekki hinn
gæinn, hefur sýnt fram á að hann
getur tryggt öryggi Bandaríkjanna.
Það ætti að vera nóg."
Er það nóg? Framtíðin mun leiða
það í ljós. En hvað hafa demó-
kratar upp á að bjóða í næstu kosn-
ingum? Geta þeir komið sér saman
um einn sterkan frambjóðanda
gegn George Bush? Það er óvíst,