Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 48
MORGUNBLADIÐ, ADALSTRÆTI 6. 101 REYKJA VÍK TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTIIÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTR/ETI 85 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. LÖGREGLA í Hafnarfirði lagði í fyrradag hald á 50-60 grömm af hassi og um 10 grömm af amfet- amíni og handtók 6 manns á aldr- inum 20 til 28 ára. Á einum hinna grunuðu fannst einnig stolið ávís- anahefti. Tveir hinna handteknu höfðu falið fíkniefni í endaþarmi sínum. Á sjötta tímanum á föstudag var stöðvaður bill í Hafnarfirði og við leit í honum fundust um 10 grömm af hassi. Við leit á ökumanni og far- þega fundust einnig 10 grömm af amfetamíni sem farþeginn hafði falið í endaþarmi og stolið ávísanahefti. I framhaldi af þessu voru fjórir aðrir handteknir og húsleitir gerðar. Þegar upp var staðið hafði rann- sóknarlögreglan í Hafnarfirði, sem vann að málinu ásamt lögreglunni og í samráði við fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík fundið 50-60 grömm af hassi og tól sem tengjast neyslu þess. Ólafsvík: Bæjarsjóðurinn kaupir út- gerðarfélag togarans Más Fyrirtækið leitar leiða til að kaupa þrotabú Hraðfrystihúss Ólafsvíkur BÆJARSJOÐUR Olafsvíkur hef- ur keypt rúmlega 90% hlutafjár í útgerðarfélaginu Utveri hf. á 01- afsvik sem gerir út togarann Má og hefur bæjíirstjórn samþykkt að kaupa allt fyrirtækið en bærinn átti fyrir 40% hlut í því. Að sögn Stefáns Garðarssonar bæjarstjóra mun bærinn auk þessa leggja fram 90 millj. í útgerðarfélagið. Stefnt er að því að togarinn Már landi afla á fiskmarkaði sem verði kom- ið á fót í Ólafsvík. í framhaldi af þessu mun fyrirtækið kanna leiðir til að kaupa eignir þrotabús Hrað- frystihúss Ólafsvíkur og kveðst Stefán bjartsýnn á að þar verði hægt að hefja rekstur í síðasta lagi í lok nóvember. Stefán viídi ekki greina frá kaup- verði bréfanna en sagði að skuldir bæjarsjóðs ykjust úr 175 millj. í 280 millj. við þessar ráðstafanir. „Það er stefnt að því að reka Útver sem sjálf- stætt fyrirtæki en togarinn landi á fiskmarkaði sem væntanlega verður stofnaður hér,“ sagði Stefán. Kvaðst Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Kjarasamningar verði til 2 eða 3 ára án hækkana á næsta ári FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, að hann telji að gera eigi kjarasamninga til tveggja eða þriggja ára og reyna að ná verðbólgunni niður, en al- mennar launahækkanir komi ekki til á næsta ári. Frekar verði stefnt að raunverulegum lífskjarabata á síðari hluta samningstímans. „Við gerð kjarasamninganna verða menn að hafa í huga að það liggur fyrir — og því verður því miður ekki breytt — að kaupmáttur dregst saman á næsta ári vegna minni afla og minni framleiðslu," segir íjármálaráðherra. „Þess vegna er ekkert til skiptanna á næsta ári. Við slíkar aðstæður, þar sem menn þurfa í raun að skipta byrðunum á milli sín, tel ég eðlilegt að kjarasamningarnir taki fullt til- lit til þess og séu gerðir til tveggja eða þriggja ára með það að mark- miði að ná verðbólgunni niður í það, sem gengur og gerist í ná- grannalöndunum, og helzt niður fyrir það. Með þeim hætti þarf að freista þess að ná fram raunveru- legum kjarabótum á síðari liluta samningstímabilsins." Fjármálaráðherra varar við því að menn reyni að skipta á milli sín því, sem ekki er tii, slíkt verði að- eins til þess að kynda verðbólgubál- ið. „Eg sé því fyrir mér að kjara- samningarnir geti ekki snúizt um almennar launahækkanir á næsta ári, heldur bætt lífskjör og meiri kaupmátt þegar til lengri tíma er litið. í því sambandi er það auðvit- að von okkar að við fáum erlenda samstarfsaðila í stóriðju, sem myndi að sjálfsögðu hjálpa okkur í þessum þrengingum." Friðrik iýsir sig andvígan þeirri hugmynd að fella gengið til að rétta hag fiskvinnsiunnar. Með því muni innflutningsverðlag aðeins hækka, verðbólgan æða af stað og erlendar skuldir verða óhagstæðari. Fjár- máiaráðherra segir að menn verði að ræða opinskátt um að aukin hagkvæmni, sameining fisk- vinnslufyrirtækja og fækkun fiski- skipa hljóti að kalla á breytingar á byggð í landinu, þar sem stærri byggðaeiningar styrkist. Sjá „Þörf á breyttum hugsun- arhætti" á bls. 10 hann telja að stofnun fiskmarkaðar yrði að veruleika í næsta mánuði. Stefán sagði að endanlega yrði gengið frá kaupunum um miðja næstu viku þegar bæjarsjóður yfír- tæki félagið og tilnefndi nýja stjóm þess. „Næsta skref er að þetta nýja fyrirtæki leiti leiða til að kaupa þrotabú Hraðfrystihúss Ólafsvíkur og heiji þar rekstur ef það er arð- bært, en það er ekki fullkannað. Ég er bjartsýnn á að það takist og að finna megi rekstrarflöt svo við getum hafið þar rekstur í síðasta lagi í lok nóvember," sagði Stefán. Hann sagði sterkar líkur á að fleiri aðilar kæmu inn sem eignar- aðilar í félaginu. Bæjarstjórn vill gera félagið að almenningshlutafé- lagi og væntir þess að útgerðaraðilar á svæðinu sameinist um að kaupa hlut í félaginu sem leiði hugsanlega til sameiningar, að sögn hans. Stefán sagði ljóst að skuldastaða bæjarins þyngdist við þessar aðgerð- ir. „Við teljum að við getum frekar greitt niður skuldir bæjarins ef hér verður áfram 1.200 manna bæjarfé- lag en ef fólksflótti vegna hráefniss- korts leiðir til þess að bæjarbúum fækkar niður í 700,“ sagði hann. Stefán sagði að Landsbankinn tæki þessum tillögum bæjarins vel þótt eftir væri að ganga frá því við bankann hvernig fjármögnun færi fram. „Við erum með ákveðnar hug- myndir í þeim efnum og reiknum ekki með að Landsbankinn þurfi að lána viðbótarfé. Það er verið að leita framtíðarlausna fyrir Ólafsvík og það er algjör einhugur innan bæjarstjórn- ar í þessu máli,“ sagði Stefán. ÓPERAN Otello eftir Verdi verð- ur tekin til sýninga í íslensku óperunni í byijun næsta árs. Um er að ræða afmælissýningu í til- efni þess að tíu ár eru liðin frá því að íslenska óperan tók til starfa í húsnæði Gamla bíós í Ing- ólfsstræti. Þórhildur Þorleifsdótt- ir verður leikstjóri sýningarinnar og Robin Stapleton hljómsveitar- sljóri. Garðar Cortes mun syngja titil- hlutverkið í óperunni og verður þetta jafnframt kveðjuhlutverk hans en að sýningum loknum mun hann halda til Svíþjóðar þar sem hann tekur við starfi óperustjóra í Gautaborg. Ekki hefur verið gengið endanlega frá öðrum hlutverkum en fyrirhugað er að Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngi hlutverk Desdemónu. Enn á eftir að ákveða hver fari með hlut- verk Iagos, sem er þriðja stóra hlut- verkið í óperunni. Otello er gerð eftir leikriti Shake- speares og var næstsíðasta óperan sem Verdi samdi. Hafnarfjörður: Fundu hass og amefetamín Islenska óperan: Otello á fjöl- uiium í byrj- un næsta árs Mokka-kaffi á Skólavörðustíg er einn af þessum stöðum sem segja hafi. Þá er það til að þriðji ættliður fastagesta sé farinn að sækja má að sé orðin stofnun í bæjarlífinu. Mokka hefur nú verið opið í rúm staðinn reglulega. 32 ár og til mun í dæminu að fólk hafi verið fastagestir þar frá upp- Mjúkar línur á Mokka Grunnur Landsbanki íslands Banki allra landsmanna BöðQlapóstur um ollt lond PÓSTUR oe sfM|

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.