Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991 43 NYOLD í 4 < 1) EF BRE YTA A HEIMINUM ÞARF AD BYRJA A SJALFUM SER" Fyrir nokkrum mánuðum voru formlega stofnuð Nýaldarsamtðk- in á fjölmennum fundi. Samtök þessi eru eins og nafnið bendir til samtök þeirra einstaklinga sem vUja lifa samkvæmt þeirri sann- færingu að í gangi séu miklar breytingar á öllu lífi mannaá jörð- inni. Kominn sé timi til að „læra af meisturunum en ekki að dýrka þá", eins og Guðlaugur Bergmann verslunarmaður og einn stjórnar- manna samtakanna sagði í sam- tali við Morgunblaðið í vikunni. N ýaldarfólk segir að framundan tímabil mikilla breytinga, enda séu allir spádómar frá Opin- berunarbókinni og fram á þennan dag um þær miklu breytingar sem framundan eru. Nefnilega nýöldina margumtöluðu. Samkvæmt skilningi nýaldarfólks eru miklar líkur á að Island eigi stóru hlutverki að gegna í framtíðinni. Hér á að vera upp- spretta mikillar andlegrar vakningar, en tíminn leiðir í ljós hversu hratt eða hægt slíkt gengur eftir. Og hvort það gengur eftir yfirleitt. Guðlagur var spurður hvernig á því stóð að nýaldarfólk hafí talið nauðsynlegt að stofna samtök af þessu tagi. „Þessi samtök urðu til af nauðsyn. Þær breytingar sem spað hefur verið eru þegar byrjaðar og munu stig- magnast á þessum áratug. Margir spádómar tala um heimsendi en við teljum að svo verði ekki heldur verði heimsbreytingin svo mikil að fyrir marga verði það sem heimsendir. Flest eða ðll erum við mjög trúuð . Hjá mörgum okkar er píramídinn ákveðið tákn og við segjum að það skipti ekki máli hvar þú byrjar að klýfa píramídann því þó við séum langt hvort frá öðru í upphafi ferð- ar, þá nálgumst við hvert annað meira og meira eftir því sem ofar •dregur og endum á sama stað í óskil- yrtum kærleika og ljósi. Það að kh'fa píramídann er að þroska sjálfan sig til þess að komast aftur til uppruna síns, til guðs. Gífurlega margir telja sig vita hvar eigi að klífa píramídann og telja sína leið þá einu færu. Marg- ar bækur, margar ræður, mörg nám- ,skeið, kvikmyndir og fleira hafa ver- ið búin til um það hvernig klífa eigi píramídann. Fæstir þeir sem telja sig Morgunblaðið/kga Sljórn Nýaldarsamtakanna og starfsfólk, sitjandi f.v. Guðmundur Einarsson verkfræðingur, Guðrún G. Bergmann verslunarmaður, Guðný M. Heiðarsdóttir starfsmaður samtakanna, Jose Stevens sálfræð- ingur og fyrirlesari, og Ólöf Davíðsdóttir nuddari. Aftari röð f.v., Einar Aðalsteinsson tæknifræðing- ur, Guðlaugur Bergmann verslunarmaður, Guðrún Óladóttir reikimeistari, Finnbjörn Gislason bankamað- ur og Jörundur Guðmundsson bókaútgefandi. vita um eina réttu leiðina eru raunar að klífa píramídann. Við teljum það ekki skipta neinu máli hvort þú ferð leið Jesú Krists, Múhameðs, Búddá eða annarra meistara, ef þú aðeins klífur píramídann, því við endum öll á sama stað. Svona hreyfmg á alls staðar undir högg að sækja. Kirkjun- armenn sumir hverjir reyna eins og þeir geta að grafa undan henni og sömuleiðis sumir innan heilbrigðis- yfirvalda. Einstaklingar sem við get- um kallað þekkingarpostula eru einn- ig á fullri ferð með andóf gegn þessu. A íslandi er landlæg virðing fyrir þekkingu. Fellur þar undir lög, ljóð, form o.s.frv., en það er stór munur á þekkingu og visku. Umsvif þessara aðila voru orðinn slík og skrumskæl- ingin svo mikil, svo mikil firra komin í það sem skrifað var og sagt, að við sem aðhyllumst nýaldarstefnuna töldum áríðandi að stofna þessi sam- tök. Við höfum notað síðustu mánuði til að búa til markmið og finna leiðir til að vinna að þeim." En hvers vegna telur nýaldarfólk að fólk úr fyrr- greindum hópum" séu að ráðast á hina nýju hugmyndafræði? „Meginástæðan er sú, að gangi nýaldarhugmyndafræðin eftir verður mikið að breytast. Þeir sem eru staðnaðir í kerfmu sætta sig sjaldan við breytingar og þær breytingar sem fram undan eru, eru svo miklar að öll kerfi munu riðlast á einn eða annan hátt. Við trúum á betri heim, nýja öld, " segir Guðlaugur. En hver eru markmiðin? „Markmið samtakanna eru fjórþætt og eru skráð í lög þeirra. Markmiðin eru í fyrsta lagi að stuðla að þroska einstaklingsins, í öðru lagi að efla virðingu fyrir sjálfum okkur, öðrum, og lífínu í heild. I þriðja lagi að leita leiða til þess að umburðarlyndi, sam- hygð og óskilyrtur kærleikur verði í fyrirrúmi í öllum samskiptum. Og í fjórða lagi að auka skilning manna á þeirri staðreynd að til þess að breyta heiminum til hins betra verð- ur hver einstaklingur að byrja á sjálf- um sér og vilji hann skapa persónu sem er heil og í jafnvægi þá þarf hann að rækta líkamann, þroska hugann og næra andann. " En hvern- ig stendur til að ná markmiðunum er spurt að lokum og Guðlaugur seg- ir: „Með margvíslegum hætti. Til dæmis með því að stuðla að stofnun andlegra Thiðstöðva og styðja við bakið á þeim sem fyrir eru, þar sem staðið er m.a. fyrir ráðstefnum, nám- skeiðum, fræðslufundum, hugleiðslu, bænahringum og fleiru þess háttar. Við höfum til dæmis tekið í notkun fyrstu andlegu miðstöðina, á þriðju hæð Laugavegs 66. Þar hafa samtök- in aðsetur og aðstöðu til sinnar starf- semi. Svo er á döfinni að stuðla að stofnun einskonar skóla sem byði t.d. upp á eftirfarandi námsefni: mataræði, líkamsþjálfun, heilun, sið- fræði, vistfræði, andleg fræði af mörgum toga eða með öðrum orðum allt það sem gæti stuðlað að fram- gangi markmiða samtakanna. -Nefna má einnig sameiginleg út- breiðslumál í fjölmiðlum og stofnun útgáfu nýaldartímarits. Þá munum við stuðla að skilningi á markmið- unum í öllum sviðum þjóðlífsins svo sem í stjórnmálum, menntamálum, trúmálum, heilbrigðismálum og fleira þess háttar. Tengingar við er- lend félög, samtök og einstakling verða einnig mikils virði. -Það er erfitt að koma í veg fyrir að einstaklingar geri ógagn í nafni nýaldar eins og menn hafa gert í gegn um aldirnar í nafni frelsis, lýð- ræðis, trúar og friðar svo eitthvað sé nefnt og því kemur til greina að athuga hvort hægt sé að koma á hæfnismati af einhverju tagi á starf- semi leiðbeinenda í málefnum nýald- ar. Fleira í þessum dúr mætti nefna, það eru margar dyr opnar og rétt að reka nefið í gættina á þeim öllum og vita hvert þær liggja," sagði Guð- laugur Bergmann að lokum. OPERA Magnúsi Baídvinssyni hælt í hástert Magnús Baldvinsson bassi fékk I stoltir af Magnúsi. hann stæði sig rífandi góða dóma fyrir hlut - frábærlega vel. sirin i verki eftir Smetana sem ber | Marylin Tucker, óperugagnrýn- á ensku heitið „The Bartered Bride". Magnús söng hlutverk hjónabandsmiðl- arans Kecal, en verkið var flutt í Stern Grove tón- leikahöllinni í Kaliforníu. Magnúsar var sérstaklega get- ið í nokkrum dagblöðum á svæðinu og Morgunblaðinu hefur borist úr- klippur úr tveim- ur þeirra, „The San Mateo Ti- mes" og „The San Francisco Chronicle". Gunnhildur Sörensen ræðismaður íslands í San Francisco var meðal áhorfenda og hún sagði við Morg- unbjaðið að Islwdingar gætu verið andi „San Fran- cisco Chronicle" ritar, að Magnús hafi sungið hlut- verk Kecals jneð þeim hætti að tekið var eftir. Hún getur þess að Magnús hafi lært í háskólan- um í Indiana og tækni hans að ná blaðrandi orðaflaum Kec- als hafi verið aðdáunarverð. Judy Richter rit- ar gagnrýni í „The San Mateo Times" og lofar einnig Magnús. nús Baldvinsson Hún **& hann ^ ungan og upp- rennandi bassa með tilkomumikla sviðsframkomu og vítt raddsvið sem geti vart annað en batnað enn með .. arunum. Hinn eini og sanni Stórútsölumarkaður Verður framlengdur um eina viku nú lækka verðin enn meiral Steinar, Karnabær, Sonja,Vinnufatabúðin, Partý, Bombey, Stríkið, Kókó/ Kjallarinn, Stúdíó, Saumalist, Theodóra, Árblik, Blómalist, Karen og Madam FRITT KAFFI - VIDFÚHORN FYRIR RÖRNIN -ÓTRÚLFGT VFRÐ Fjöldi fyrirtækja - gífuriegt vöruurvai Meðlágu verði, miklu vöruúrvaliogþátttökufjöldafyrirtækjahefurstór- útsölumarkarðurinnsvosannarlegaslegiðígegnogstendurundirnafni. Opnunartimi: Fostutiaga kl. 73-19. Laugartiagakl. 10-16. Aðra tiaga kl. 13-18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.