Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTOBER 1991 Afvopnun á höfun- iim og lífríki hafsins eftirJón Baldvin Hannibalsson Þær aðgerðir og tillögur sem George Bush forseti Bandaríkjanna gerði grein fyrir í ræðu sl. föstudag eru merkar fyrir margra hluta sak- ir. Fyrir íslendinga skipta þó mestu þær aðgerðir sem hann tilkynnti og varða afvopnun á höfunum á sviði kjarnorkuvígbúnaðar. Hér er um að ræða efnisatriði sem ísland hefur lagt á sérstaka áherslu í málflutningi um afvopnun á höfunum á alþjóðavettvangi. Þær aðgerðir sem Bandaríkjaforseti til- kynnti og fela í sér brottflutning allra skammdrægra kjarnorku- vopna úr Bandaríkjaflota og eyði- leggingu þeirra að stórum hluta eru róttækari en björtustu vonir stóðu til. Þær fela í sér fækkun sem nem- ur 2.500 kjarnavopnum hjá Banda- ríkjaflota. Verði viðbrögð Sovetríkj- anna viðlíka felur það í sér fækkun í flotanum, sem nemur 2.600 kjarnavopnum. Heildarfækkunin yrði þar af leiðandi rúmlega 5.000 kjarnavopn. M.ö.o. öll skammdræg kjarnorkuvopn í flotum Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Að baki þessa lofsverða frum- kvæðis Bandaríkjaforseta búa nýjar aðstæður í alþjóðamálum. Sú leið sem farin er, þ.e. einhliða aðgerðir samhliða áskorunum að Sovetríkin svari í sömu mynt, er hvort tveggja í senn nýstárlegt og skynsamlegt skref í afvopnunarmálum, við nú- verandi aðstæður. í stað flókinna og langvarandi samningaviðræðna er nýtt það tækifæri, sem leiðir af gjörbreyttum samskiptum við Sov- etríkin og farið út í takmörkun vígbúnaðar án samninga þ.e. að bjóða upp á óformlegar gagnkvæm- ar aðgerðir. Þessi leið hefur verið til umræðu í afvopnunarmálum. A ráðstefnu um afvopnun á höfunum sem haldin var á Akureyri haustið 1990, hvatti Marshall Brement, fyrrverandi sendiherra Banda- ríkjanna á íslandi, til að þessi leið yrði tekin upp. Hún hefur hinsvegar aldrei komið til framkvæmda með þeim hætti sem Bush hefur nú lýst yfir. Annað sem vekur athygli og end- urspeglar gerbreyttar aðstæður er að eitthvert æðsta boðorð afvopn- unarsamninga til þessa hefur verið, að tryggt yrði eftirlit með að þeir væru haldnir. Bush Bandaríkjafor- seti metur það hinsvegar svo að tími sé til kominn að reyna fyrst og fremst á gagnkvæmt traust og byggja á óformlegu eftirliti. Sigur fyrir málstað íslnds Þær aðgerðir sem Bush boðar ber að líta á sem mikinn sigur fyr- ir málstað íslendinga í afvopnun á höfunum. í þessu máli skiptir það engu, hvort farin er hin óformlega gagnkvæma leið eða hin hefð- bundna þ.e. formlegir samningar. Það sem máli skiptir er niðurstað- an. Ef Sovétríkin bregðast við eins og vonir standa til þá heyra skamm- dræg kjarnavopn á höfunum sög- unni til. Ein helsta röksemdin gegn af- vopnun á höfunum hefur verið sú að mismunandi landfræðilegar að- stæður Atlantshafsbandalagsins og Sovétríkjanna geri það að verkum að samningsgrundvöllur sé ekki fyrir hendi. Atlantshafsbandalagið sé mun háðara flutningaleiðum um höfin en Sovétríkin. Jafnframt hef- ur verið vísað til þess að flotastyrk- ur ríkja eins og Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands tengist ekki einungis öryggi Evrópu heldur gegni viðtækara hlutverki. I málflutningi fyrir afvopnun á höfunuin höfum við bent á að um leið og íslendingar átti sig vel á mikilvægi flutningaleiðanna væri afstaða okkar sú að takmörkun vígbúnaðar á höfunum byði upp á tækifæri til að efla öryggi flutn- ingaleiðanna fremur en öfugt. Við höfum jafnframt sagt að vissulega væri það rétt að hlutverk flota tengdist ekki einungis öryggi Evr- ópu heldur gegndu þeir viðtækarar hlutverki í öryggismálum. Hinsveg- ar væru ákveðin einkenni á sjóherj- um flotaveldanna fyrst og fremst afleiðing kalda stríðsins. Takmörk- Jón Baldvin Hannibaisson un vígbúnaðar á höfunum hlyti að beinast að þessum einkennum í ljósi þess að kaida stríðinu er lokið. í því sambandi höfum við hvatt til þess að athyglinni væri beint að þremur þáttum; skammdrægum kjarnavopnum, stýriflaugum sem skotið er af sjó og kjarnorkuknún- um árásarkafbátum. Réttmæti þess málstaðar sem íslendingar hafa beitt sér fyrir er staðfest með þeim ákvörðunum sem komu fram í ræðu Bandaríkjaforseta. Akvörðunin um brottflutning allra skammdrægra kjarnavopna úr bandaríska flotanum felur í sér meiri háttar stefnubreytingu. Sú fækkun í slíkum vopnabúnaðj sem ákveðin var 1989 og nam u.þ.b. 1.100 kjarnavopnum byggði fyrst og fremst á tæknilegum forsendum (einkum vegna úreldingar) og var tekin af bandaríska flotanum. Akvörðunin nú er allt annars eðlis. Þetta er hápólitísk ákvörðun og tekin af forseta Bandaríkjanna. Það endurspeglar hversu mikil stefnu- breytingin er að hún tekur einnig til Tomahawk stýriflauga búnum kjarnaoddum og almennt kjarna- vopna í kafbátum. Tillaga Bandaríkjaforseta að semja við Sovétríkin um eyðingu langdrægra fjölodda eldflauga á landi getur skapað grundvöll fyrir nýjar samningaviðræður um kjarnavopn - ef til vill STARTIII. Fyrir því má færa gild rök að tak- ist samningar á grundvelli tillög- unnar, muni þeir jafnframt leiða til verulegrar fækkúnnar kjarnavopna í langdrægum eidflaugum kjarn- orkukafbáta. Traustvekjandi aðgerðir og kjarnakljúfar á höfunum Við gjörbreyttar aðstæður í al- þjóðamálum getur takmörkun vígbúnaðar án samninga verið ákjósanleg leið á ýmsum sviðum vígbúnaðar og getur raunar verið farin hvað varðar traustvekjandi „í því sambandi höfum við hvatt til þess að at- hyglinni væri beint að þremur þáttum: skammdrægum kjarna- vopnum, stýriflaugum sem skotið er af sjó og kjarnorkuknúnum árásarkafbátum. Rétt- mæti þess málstaðar sem Islendingar hafa beitt sér fyrir er stað- fest með þeim ákvörð- unum sem komu fram í ræðu Bandaríkjafor- seta“ aðgerðir m.a. á höfunum. Afvopnun á höfunum er komin í ákveðinn farveg í kjölfar ákvarðana Banda- ríkjaforseta, sem vel má hugsa sér að eigi einnig við um traustvekj- andi aðgerðir á höfunum. Forsenda þess að takmörkun vígbúnaðar án samninga beri árangur er auðviðað háð viðbrögð- um Sovétríkjanna við frumkvæði Bandaríkjaforseta. Ef gengið er út frá því að þeir svari í sömu mynt, eins og vonir standa til, mun áhrif- anna efalítið gæta á áframhald af- vopnunarviðræðna í Evrópu. í Hels- inki á næsta ári, verður samið um nýtt erindisbréf fyrir viðræðurnar. Það sem máli skiptir fyrst og fremst er að erindisbréfið sé nægjanlega sveigjanlegt og opið til að bregðast við örum breytingum í stjórnmálum Evrópu og útiloki engin svið vígbún- aðar. Um það snerist tillögugerð íslendinga á leiðtogafundi Atlants- hafsbandalagsins í London. Það má heita framsýni, eftir á að hyggja. íslensk stjórnvöld munu leggja sinn skerf af mörkum til þess að svo verði. Umhverfisþátturinp hefur verið einn mikilvægasti þáttur stefnu ís- lands varðandi afvopnun á höfun- um. Okkur ber skylda til að gera það sem við getum til að vernda lífríki hafsins fyrir mengun af völd- um geislavirkni. Kjarnakljúfar i kafbátum og her- skipum eru nálægt 600 talsins. Hér er um að ræða hreyfanleg kjarn- orkuver, sem ættu að vera háð hlið- stæðum reglum og gilda um kjarn- orkuver á landi. Við munum áfram leggja höfuðáherslu á þetta mál og vinna að alþjóðlegri viðurkenningu á þeim hættum, sem geta stafað af slysum þar sem kjarnakljúfar á höfunum koma við sögu, og sam- komulagi um fyrirbyggjandi öi'ygg- isreglur og eftirlit með þeim. Höfundur er utanríkisráðherrn og formaður Alþýðuflokksins. Norðurlandaráðstefna fyrir alnæmissmitaða •Norðurlandaráðstefna þeirra sem greinst hafa með alnæmisveir- una verður haidin í Reykjavík helgina 4.-6. október nk. Ráðstefnan er einungis ætluð þeim sem greinst hafa HlV-jákvæðir og er þetta í fyrsta sinn sem HlV-jákvæðir sína á Islandi. ' A ráðstefnunni verður unnið í hópvinnu út frá þremur megin málefnum sem kynnt verða með fyrirlestrum. Þessi þijú viðfangs- efni eru: Alnæmi, ást, kynlíf. Fyrirlesari: Jóna Ingibjörg Jónsdóttir kynfræð- ingur og starfsmaður Landsnefnd- ar í alnæmisvörnum. Alnæmi og vímuefni. Fyrirlesari: Kristján Erlendsson læknir. HlV-jákvæðir og vinnumarkað- urinn. Fyrirlesari er Hólmfríður Gunnarsdóttir frá Vinnueftirliti ríkisins. Auk þess verður á ráðstefnunni sérstakt fulltrúaþing þar sem rædd verða almenn réttindamál HIV- jákvæðra. Ráðstefnan er haldin af Jákvæða hópnum á íslandi, með stuðningi Samtaka áhugafólks um alnæmis- Norðurlöndum halda ráðstefnu vandann. Ráðstefnuna sækja 45 einstaklingar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi og eru þeir íslendingar sem greinst hafa HlV-jákvæðir hvattir til þess að sækja ráðstefnuna. Skráning hefst föstudaginn 4. október kl. 14.00 í síma 28586 og í því símanúmeri fást nánari upplýsingar um ráð- stefnuna. (Fréttatilkynning) Leiðrétting í frétt Morgunblaðsins sem birt- ist í gær, fimmtudaginn 3. október, um heimsókn forseta íslands til ír- lands var rangt farið með föðurnafn listakonunnar Karólínu Lárusdótt- ur. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þeim mistökum. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.