Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR*4. OKTÓBER 1991
Heimsmeistaramótið í brids;
Islenska liðið tryggði sér
sæti í fjórðungsúrslitum
W
Yokohama, Japan. Frá Guðmundi Sv. HermannSsyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
ISLENSKA landsliðið tryggði sér í gærkvöldi, fyrst liða, eitt af
átta sætum í úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins í brids í Japan
þótt tveir leikir séu eftir í riðlakeppninni. Þetta virtist gleðja
fleiri en íslendinga því fjöldi fólks kom og óskaði íslensku spilurun-
um til hamingju með árangurinn.
Þorlákur og Guðmundur hafa spilað mjög vel í Japan eins og
allir íslensku spilararnir.
Andstæðingarnir í fjórðungs-
úrslitunum ráðast af lokaröð í
riðlinum. Efsta sveitin i öðrum
riðlinum mætir sveit númer 4 í
hinum riðlinum og áfram koll
af kolli. Guðlaugur R. Jóhanns-
son, einn íslensku spilaranna,
sagði að íslenska liðið vildi helst
mæta Hong Kong, eða B-sveit
Bandaríkjanna, en annað hvort
þeirra liða verður væntanlega i
fjórða sæti í hinum riðlinum.
„Þetta eru allt erfiðir andstæð-
ingar, en við viljum ekki mæta
Brasilíu, Svíum eða Pólveijum,"
sagði Guðlaugur. Það þýðir, að
ísland verður að halda efsta
sætinu í sínum riðli og því eru
leikirnir tveir í dag, gegn A-
sveit Bandaríkjanna og Venezu-
ela, mjög mikilvægir. Hins vegar
getur ísland ekki lent neðar en
i 4. sæti í riðlinum, þótt liðið
tapi báðum leikjum sínum 0-25.
Þrír leikir voru á dagskrá í
gær og fyrirfram var ljóst, að
ef íslenska Iiðið tapaði þeim ekki
stór væri úrslitasætið nokkuð
öruggt. Það virtist þó eiga við
íslendingana að þurfa að sitja á
puttunum á sér og spilamennsk-
an í fyrsta leiknum, gegn Egypt-
um, var ekki nægilega sannfær-
andi. Enda fór það svo, að leikur-
inn gegn Egyptum tapaðist
11-19. Það kom þó lítið að sök
því úrslit í öðrum leikjum riðils-
ins gerðu það að verkum að staða
íslands á toppi riðilsins hélst
áfram. Guðmundur Páll Arnar-
son, Þorlákur Jónsson, Guðlaug-
ur R. Jóhannsson og Örn Arn-
þórsson spiluðu leikinn.
Annar leikurinn var gegn Ást-
rölum, sem ísland vann stórt í
fyrri umferð keppninnar. Jón
Baldursson og Aðalsteinn Jörg-
ensen komu inn fyrir Guðlaug
og Örn. Ástralimir voru erfíðari
nú, og heppnin var einnig með
þeim, að mati Jóns Baldursson-
ar. Honum þótti sérstaklega
blóðugt, þegar Ástralirnir fóru í
alslemmu á móti honum, sem
þurfti i fyrsta lagi svíningu og i
öðru lagi varð sagnhafi að þvinga
Jón í lokastöðinni og að auki að
lesa stöðuna rétt til að vinna
spilið. íslenska liðið Jiurfti því
að hafa fyrir að ná jafntefli,
15-15, í leiknum.
Síðasti leikur gærdagsins var
gegn heimamönnum, Japönum.
Guðlaugur og Örn skiptu við
Guðmund og Þorlák og bæði
pörin áttu þéttan leik. Jón og
Aðalsteinn voru þó ekki nógu
ánægðir með frammistöðuna og
fannst að þeir hefðu sleppt of
mörgum tækifærum til að skora
stig, en spilamennska liðsins
nægði samt til að vinna, 21-9.
Veiku margræðu opnanirnar,
sem öll íslensku pörin spila, hafa
valdið andstæðingum þeirra
miklum erfíðleikum. í þessu spili
gegn Japan komust Jón og Aðal-
steinn í 3 grönd og unnu þau
þótt Japanirnir ættu fleiri
punkta:
N/Enginn.
Norður ♦ D82 VD73 ♦ Á109874
Vestur ♦ 8 Austur
♦ K954 ♦ G106
VÁG4 ¥ K1095
♦ G62 ♦ D
♦ KD3 ♦ G7642
Suður ♦ Á73 ¥862 ♦ K53 ♦ Á1095
Við annað borðið opnaði jap-
anski spilarinn á 1 tígli í suður
eftir 2 pöss. Guðlaugur doblaði
og norður stökk i 3 tígla sem
voru spilaðir. Guðlaugur spilaði
út litlum tígli en þegar sagnhafi
fann ekki tígulgosann síðar í
spilinu fór hann einn niður:
Vestur Norður Austur Suður
Hisatomi Aðalstein-Imakura Jón
n
— 2 lauf Pass 2 grönd
Pass 3 lauf Pass 3 grönd
Opnunina á 2 laufum mátti
■ JÓN Baldursson og Tony
Forrester hafa ákveðið að halda
með sér sáttafund en það kastað-
ist í kekki milli
þeirra eftir fyrri
leik íslands og
Bretlands. Forr-
ester gaf Jóni
tvívegis ófull-
nægjandi eða
rangar upplýs-
ingar um sagnir,
og í annað skipt-
ið kom til kasta
keppnisstjóra og dómnefndar
mótsins, eins og áður hefur komið
fram, og Jón sendi Forrester
tóninn eftir dómnefndarfundinn.
I seinni leiknum voru þeir Jón og
Forrester aftur borðfélagar og
þá fór allt friðsamlega fram.
nota með ýmsar veikar skipt-
ingahendur, eða mjög sterka
grandhendi. 2 grönd báðu um
nánari upplýsingar, og með 3
laufum sagðist Aðalsteinn eiga
■ HELGI Jóhannsson forseti
bridssambandsins kom að hópi
Japana sem áttu
í háværum deil-
um. Þeir tóku
honum fegins-
hendi og báðu
hann að skera
úr ágreinings-
efninu, nefnilgga
hve margir Is-
lendingar væru.
Flestir skutu á
nokkrar milljónir, en einn hafði
nefnt hálfa milljón, sem þótti ekki
gáfulegt. Þess má geta, að Japön-
um finnst Yokohama ekki sérlega
stór borg, en þar búa 3,5 milljón-
ir manna.
veika hendi með tígullit, þó ekki
lágmark fyrir sögninni. Jón
skaut þá á 3 grönd og þegar
vestur spilaði út spaða, og
drottningin hélt í blindum, var
hálfur sigur unninn. Jón tók
síðan tígulkóng, og þegar drottn-
ingin kom frá austri svínaði Jón
tígultíunni í blindum í næsta slag
og gat lagt upp 9 slagi.
Staðan í riðli ísiands eftir 12
leiki var þessi: ísland 218,25,
Bretland 199, Argentína 194,
Bandaríkin 179, Venezuela 166,
Ástralía 158, Egyptaland 154,
Japan 146. í hinum riðlinum eru
Svíar efstir með 222 stig, Bras-
ilíumenn hafa 208, Pólveijar
207, Bandaríkin 195 og Hong
Kong 189.
í fjórðungsúrslitnum eru spil-
aðir 96 spila leikir og liðin sem
vinna sína leiki fara áfram í
undanúrslit en hin eru úr leik.
Leikirnir hefjast á laugardags-
morgun, klukkan 10 að stað-
artíma, eða klukkan 1 aðfara-
nótt laugardags að íslcnskum
tíma. Spilamennsku lýkur um
miðnætti eða um klukkan 3 að
íslenskum tíma, og hefst aftur
klukkan 11.30 á sunnudags-
morgun eða um klukkan 2.30
að íslenskum tíma, aðfaranótt
sunnudags. Fjórðungsúrslitun-
um lýkur um klukkan fimm á
sunnudag, eða um áttaleytið á
sunnudagsmorgun að ’íslenskum
tíma.
■ EITT sjónvarpsfréttalið fylg-
ist með Heimsmeistaramótinu í
brids. Það kemur alla leið frá
Póllandi, og hefur þetta vakið
furðu ýmsra hér, þar sem Pólveij-
ar hafa oft átt í miklum erfiðleik-
um með að senda keppnislið á
bridsmót erlendis vegna erfiðrar
fjárhagsstöðu.
■ STJÓRN Alþjóðabridssam-
bandsins ætlar að ákveða á mið-
vikudag hvort það verða íslend-
ingar eða Kínveijar sem fá að
halda heimsmeistaramótið árið
1995. Meiri lýkur eru á að
Kínveijar verði fyrir valinu, en
ísland fær þá nokkuð örugglega
að halda mótið árið 1997.
Tony Forrester
Helgi
Þemasýning á listaverkum
Sigurðar Guðmundssonar
Listasafn íslands:
Bók um listamanninn gefin út
NATÚRA Rómantíka er yfir-
skrift sýningar á verkum Sig-
urðar Guðmundssonar, sem
opnuð verður í Listasafni Is-
lands, laugardaginn 5. október.
Sýnd eru 70 ljósmyndaverk frá
árunum 1970 til 1980 auk
skúlptúrs í eigu Stedelijksafns-
ins í Amsterdam. Samhliða sýn-
ingunni kemur út litprentuð bók
um listamanninn og er ritstjóri
hennar hollenski listfræðingur-
inn Zsa-Zsa Eyck. Þar fjalla
hollenskir og þýskir fræðimenn
um list Sigurðar auk þess sem
birtir eru textar eftir listmann-
inn allt frá ljóðum til fyrirlestra.
Á sýningunni í Listasafninu eru
verk sem hafa ekki verið sýnd á
íslandi áður og eru nær eingöngu
í eigu erlendra safna og einka-
safna. Sýningin er unnin af Lista-
safninu og mun hún verða sýnd á
Norðurlöndum í Malmö Konsthall,
Pori Listasafninu í Finnlandi og
Kunstnernes Hus í Osló. Hver sýn-
ing verður með sérstöku yfir-
bragði en einungis á íslandi eru
emgöngu sýnd ljósmyndaverk
ásamt einum stórum skúlptúr; Hið
mikla ljóð.
Sýningin í Listasafninu stendur
Kerfistækni og System 7.0
itarlegt námskeiö um hiö byltingarkennda stýrikerfi Madntosh, y
0 nettengingar, flutning skjala á milli IBM PC og Madntosh og flest
annaö sem ábyrgöarmenn Macintosh tölva þurfa aö kunna. 4r
Tölvu- og verkfrœ&iþjónustan
Grensásvegi 16 - flmm ár f forystu ^
Morgunblaðið/KGA
við eitt verkanna, Hið mikla ljóð, á sýning-
Sigurður Guðmundsson
unni í Listasafni Islands.
fram til 17. nóvember og er safn-
ið opið alla daga nema mánudaga
frá kl. 12 til 18.
Bókin, Sigurður Guðmundsson,
er gefin út af Mál og menningu
og er hún 320 blaðsíður að stærð
með rúmlega tvöhundruð myndum
af vérkum hans. Þar fjalla þýskir
fræðimenn um list Sigurðar, ljós-
myndaverk, þrívíddarverk, grafík-
myndir og hina stóru skúlptúra
sem settir hafa verið upp undanf-
arin ár. í íslensku útgáfunni er
jafnframt birt samtal Sigurðar og
Aðalsteins Ingólfssonar en hann
hefur þýtt alla texta bókarinnar.