Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 43
■ir jaiav'rr }!■ lí-/u 1.'-’ii'-tfTíf rPCfíWL • «!Mt»• sivii MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 43 i i 0 J » 0 I I KORFUKNATTLEIKUR/ EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA Morgunblaðið/Bjarni „STÖÐVIÐ STRÍÐIÐ í KRÓATÍll!“ Júgóslavarnir höfðu hengt þennan borða fyrir aftan varamannabekkinn hjá sér í „Ljónagryfjunni" í gærkvöldi, vegna ástandsins í heimalandi þeirra. Góð tilþrtf Njarðvíkinga dugðu ekki GÓÐ tilþrif Njarðvíkinga dugðu skammt gegn júgóslavnesku meisturunum Cibona frá Zagreb í „Ljónagryfjunni" í IMjarðvík í gærkvöldi. Cibona, sem talið er eitt af betri félags- liðum í Evrópu, sigraði með 35 stiga mun, 111:76 og eru Júgó- slavarnir með þessum sigri öruggir í næstu umferð því ólíklegt verður að telja að Njarðvíkingum takist að vinna þennan mikla mun upp. N jarðvíkingar hófu leikinn af miklum krafti og Teitur Örl- ygsson gaf tóninn með glæsilegri 3ja stiga körfu, en forysta Njarðvík- inga stóð ékki lengi Björn, því Júgóslavarnir Blöndal voru fljótir að rétta KeflZíF sinn hlut °S Þe&ar 6 mínútur voru liðnar af leiknum skildu leiðir. Þá var stað- an 16:16 og eftir það náðu heima- menn, sem styrktu lið sitt með Sov- étmanninum Maxím Krupatsjev frá Snæfelli, aldrei að ógna sigri Ci- bona. En þrátt fyrir áberandi styrk- leikamun á liðunum náðu Njarðvík- ingar oft að sýna stórskemmtileg tilþrif og var leikur liðanna fyrir bragðið hin besta skemmtun. „Ég vissi ekkert um Njarðvíkurliðið og það kom mér verulega á óvart með góðum leik, sérstaklega fannst mér leikmaður nr. 11 [Teitur Örlygssonj góður. Það sem réði fyrst og fremst úrslitum þessa leiks var hæðarmun- urinn á leikmönnum liðanna og hraðaupphlaup. í þessum atriðum höfðum við vinninginn. Ég er án- ægður með hvernig fór og nú mun- um við einbeita okkur að síðari leiknum á laugardaginn," sagði Mirko Novosel þjálfari Cibona eftir leikinn. „Við náðum oft ágætum köflum og ég er að mörgu leiti ánægður með þessi úrslit. Menn gerðu sig þó stundum seka um að flýta sér of mikið og fyrir bragðið töpuðum við boltanum of oft. Cibona er skip- að geysisterkum leikmönnum sem virðast geta skorað þegar þeim dettur í hug og skiptir hæðin þá engu máli, því tveggja metra menn voru að leika sér að því að skora með 3ja stiga skotum. En við mun- um hvergi gefa eftir í síðari leiknum og munum verða með eitthvað í pokahorninu fyrir þá,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari UMFN. Teitur Örlygsson, Rondey Robinson og Maxím Krupatsjev voru bestu menn Njarðvíkinga en hjá Cibona bar mest á þeim Radulovic og Cvetican- in sem virtust geta skorað eftir vild. Morgunblaðið/Bjarni Rondey Robinson lék vel með liði sínu í gærkvöldi og var stigahæstur ásaml Sovétmanninum Krupatsjev, sem íslandsmeistararnir fengu að láni frá Iið Snæfells í Stykkishólmi. KRINGLUKAST UMFINI-Cibona 76:111 íþróttahúsið í Njarðvík, Evrópukeppni meistaraliða í körfuknattleik, fyrri leikur, fimmtudaginn 3. október 1991. Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 6:2, 8:9, 10:16, 16:16, 27:29, 30:36, 36:48, 40:58, 46:64, 51:72, 59:78, 66:86, 66:94, 71:101, 76:111. Stig UMFN: Maxírn Krupatsjev 21, Rondey Róbinson 21, Teitur Örlygsson 19, Ástþór Ingason 8, Hreiðar Hreiðarsson 2, ísak Tómasson 2, Friðrik Ragnarsson 2, Jóhann- es Kristbjörnsson 1. Stig Cibona Zagreb: Radulovic 28, Mrsik 23, Cveticanin 20, Cutura 10, Alihodzic 10, Knego 7, Arapovic 6, Alanovic 5, Sunara 2. Dómarar: Colin Gerrard frá Englandi og Pascal Dorizon frá Frakklandi sem daemdu prýðilega. Áhorfendur: Um 300. • Síðari ieikur liðanna í Evrópukeppninni verður einnig í Njarðvík; á morgun og hefst kl. 16.00. Ikvöld Einn leikur er á dagskrá í 1. deild kvenna í kvöld; Ármann og Valur mætast í Laugardalshöll kl. 18. Vésteinn: 66.68 m Vésteinn Hafsteinsson VÉSTEINN Hafsteinsson, HSK, náði áttunda besta ár- angri í heiminum íár í kringlu- kasti í Laugardal í gærkvöldi — kastaði lengst 66,68 m. Rok var í gærkvöldi og að- stæður því góðar fyrir kringlukastara. Árangur Vésteins er aðeins um einum metra frá íslandsmeti hans, sem eru 67,64 m. Metið setti Vésteinn 1989. Pétur Guðmundsson, betur þekktur sem .íslandsmethafi í kúluvarpi, varð í öðru sæti með 55,70 m og Andrés bróðir hans þriðji með 53,00 m. Einnig var keppt í sleggju- kasti. Þar sigraði Svíinn Juhan Packalen með 64,52 m, annar varð landi hans Tommy Erickson með 59,80 m og þriðji Jón Sigur- jónsson, sem kastaði 56,10 m. KNATTSPYRNA Guðni í beinni Leikur Everton og Tottenham í ensku 1. deildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á morgun í Sjónvarpinu. Leikurinn hefst kl. 14 en útsending frá Goodi- son Park í Liverpool fimm mín. fyrr. Fullvíst má telja að Guðni Bergs- son verði í liði Tottenham á morg- un. Hann hefur leikið í stöðu hægri bakvarðar í undanförnum leikjum; síðast í Evrópukeppninni gegn Hajduk Split í fyrrakvöld á White llart Lane, er Tottenham vann tT:0 og tryggði sér sæti í 2. umferð. HANDBOLTI Fordæmis- gildi? Tveimur leikjum var frestað í 1. umferð 1. deildar karla í handknattleik í fyrrakvöld, eins og greint var frá í gær; KA-Val- ur og ÍBV-HK. KA-menn og Vestmannaeyingar voru óhress- ir með það. Bjarni Ákason, formaður handknattleiksdeildai- Vals, segir lið sitt hafa ætlað með flugi norður, og verið til- kynnt af flugmönnum að það væri mögulegt, en vélinni yrði þegar í stað flogið suður á ný - ekki yrði beðið eftir liðinu. „Við fórum því í það að reyna að útvega okkur rútu til að komast suður eftir leik, en heyrðum þá viðvörðum Almannavarnanefnd- ar, þar sem sagði að veðrið yrðrt verst í sveitum norðanlands, reiknuðum því ails ekki með að nokkur rúta myndi fara suður. Menn urðu að vera komnir í vinnu hér fyrir sunnan í morgun [gærmorgun] og svo erum við á leið í Evrópukeppni," sagði Bjarni — en Valsmenn fara í bítið í dag áleiðis til Svíþjóðar, þar sem þeir mæta Drott í Evr- ópukeppninni á morgun og sunnudag. „KA-menn ættu að vera þakklátir en ekki með læti út af þessu. Með þessu hljótum við að hafa iækkað rekstrarkostnað handknattleiksdeildar KA. Ef eitthvað er að' veðri þurfa þeir varla lengur að koma suður upþ*^ á von og óvon um að þeir kom- ist ekki strax norður aftur eftir leik. Þetta hlýtur að hafa for- dæmisgildi," sagði Bjarni Áka- son. URSLIT Handknattleikur íslandsmótið 2. deild karla, sem hófst í gærkvöldi: ÍR-Ármann......................27:13 ■Markahæstir; ÍR: Magnús Ólafsson 7, Jóhann Ásgeirsson 5, Sigfús Orri Bollason 4. Ármann: Magnús Guðmundsson 5. Ögri - Fjölnir.;;............. 19:zv ■Markahæstir; Ögri: Jóhann Ágústsson 8, Rúnar Vilhjálmsson 6. Fjölnir: Anton Guðmundsson 6, Sigurður Sumarliðason 5. Afturelding - tH.............. 26:14 ■Markahæstir; UMFA: Siggeir Magnús- son 10, Lárus Sigvaldason 4 Dagur Jónas- son 4.1H: Jón Þórðarson 7, Ólafur Magnús- son 3. Knattspyrna Evrópukeppnin Síðari leikir í fyistu umferð: Partizan (Júgósl.) - Gijon (Spáni) .........2:0 Mijatovic (86.), Krchmaravic (88.) Áhorf- endur: 7.000 Samanlögð úrslit 2:2. ■Gijon vann 3:2 í vítakeppni. AEK Aþenu - Slikoder (Albaníu).... Papaioanou (6.), Batista (88.) Áhorfendur: 22.000. IAEK vann 3:0 samanlagt. Öster (Svíþjóð) - Lyon (Frakkl.).....1:1 Jan Jansson (14.) Stephan Rosch (53.) Áhorfendur: 4.628 ■Lyon vann 2:1 samanlagt. Genoa (ítaliu) - Real Oviedo (Spáni).3:1 Skuhravy (20., 89.), Caricola (73.) - Carlos (37.) Áhorfendur: 50.000. ■Genoa vann 3:2 samanlagt. Cannes - Salgueiros (Portúg.) ....1:0 Francois Omam-Biyik (85.) Áhorfendur: 13.000. ■Samanlögð úrslit 1:1. Cannes vann 4:2 i vítaspyrnukeppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.