Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 30 Minning: Ingólfur Bjarnason fyrrv. kaupmaður Fæddur 23. apríl 1900 Dáinn 24. september 1991 Ingólfur Bjarnason, fyrrum kaup- maður og frumkvöðull i fiskirækt, andaðist á vistheimilinu Seljahlíð undir morgun þriðjudaginn 24. sept- ember, 91 árs að aldri. Hann var þegar orðinn með elstu körlum, en bar aldur sinn vel og var hress og við sæmilega heilsu fram á síðustu ár, fyrir utan slysatilvik sem hann náði sér furðu vel upp úr. Upp á síðkastið gjörðist hann þó ellimóður og mun hafa verið búinn til hinstu ferðar, þegar kallið kom í svefni. Hafði hann enda sagt fyrir mörgum árum, að hann kviði ekki vistaskipt- unum, og mun hann hafa talið sér von góðrar heimkomu. Ingólfur fylgdi öldinni, fæddur vorið 1900, og aldur hans því að jafnaði hinn sami og ártalið sýndi. Hann var sonur læknishjónanna á Breiðabólstað á Síðu, Bjarna Jens- sonar og Sigríðar Jónsdóttur, hinn fjórði í hópi sex systkina. Eldri voru Þórður, Jens og Ólöf, en yngri Björn og Jón, auk Sigríðar fóstursystur þeirra, sem var systurdóttir móður þeirra. Ingólfur varð síðastur þeirra til að kveðja þennan heim, en þó ekki elstur, þar sem Ólöf móðir mín varð rúmu ári eldri. Af mökum þeirra er nú ein á lífi Guðrún Helga- dóttir, ekkja Jens Bjarnasonar. Ingólfur ólst upp við hið besta atlæti í þessu fagra héraði, þar sem framfarirnar voru að halda innreið sína og fólkið var gott og vinsam- legt, enda flest meiri og minni frændur í móðurættina. Foreldrar hans réðust í það stórvirki á þeirra tíðar kvarða að reisa tvílyft íbúðar- hús á Breiðabólstað, aldamótaárið sem Ingólfur fæddist og varð það ákjósanlegur rammi um farsælt og menningarlegt fjölskyldulíf og starfsaðstöðu læknisins. Minningar Ingólfs úr átthögunum voru því flestar Ijúfar, en aðrar bundnar lífs- stríði fólksins og erfiðleikum, eins og gengur, svo og sviplegum og jafnvel yfírnáttúrulegum atvikum og fyrirbærum. Frá þessum minn- ingum sínum greindi hann í bókinni „Faðir minn — læknirinn“, sem kom út árið 1974, glögglega og af lif- andi fjöri og hlýju. Gefur sá góði texti tilefni til að óska þess, að fieira væri til frá hans hendi, bæði minn- ingar og málefni. Fyrstu minningar Ingólfs voi'u bundnar því, er húsi læknisfjölskyld- unnar var umturnað í spítala yfir þýska skipbrotsmenn í ársbyrjun 1903, er hann var tæpra þriggja ára. Sjómennirnir kölluðu hnokkann „litla prinsinn" á máli sínu, og kann að hafa sáð í huga hans því fræi Þýskalandsvináttu, er blómstraði með fullorðinsárunum. Önnur minn- ing er af því, þegar móðir hans lét þá bræður skila stórum laxfiski aft- ur til lífs í lækinn, en henni þótti hann illa fenginn, handveiddur á grynningum. Þannig kenndi hún virðingu fyrir líftnu og náttúruvernd og vísaði fram til þess fiskiræktar- starfs, sem Ingólfur stundaði síðar. I minningum sínum lýsti Ingólfur í reynd ekki aðeins föður sínum og samferðafólki, heldur og rúmum og víðsýnum viðhorfum sjálfs sín til lífsins og tilverunnar og ekki síst andlegra mála, sem hann gerði gjarnan að gildislægri mælistiku. Fóru þar kristileg viðhorf í friði og sátt saman við sýn til fleiri átta, guðspekilegra og sálarrannsókna- legra. Tók hann nokkurn þátt í náms- og félagsstarfi í þeim efnum og var lengi góður granni sinnar Laugarneskirkju. Viðhotf hans og hugðarefni voru raunar mjög tengd ættlægum erfð- um. Föðurafi hans var Jens rektor Sigurðsson, bróðir Jóns forseta, og var hann í þá ætt af Vestfjarða- klerkum og Ólafi lögsagnara á Eyri, en lengra aftur af Ásgarðsætt og þar 11. niður í karllegg frá Gísla Jónssyni biskupi. Föðuramma hans og kona Jens var Ólöf, dóttir Björns Gunnlaugssonar stærðfræðings og spekingsins með barnshjartað, hálf- systir Bjama rekstors Jónssonar og dótturdóttir Bjarna Halldórssonar í Sviðholti, ráðsmanns Bessastaða- skóla, af hinni fjöiskrúðugu Arnar- hóls-, Götuhúsa- og Skildinganes- ætt. Móðurættin úr átthögunum eystra er einkum þekkt af Jóni Magnússyni, klausturhaldara og hreppstjóra, sem flutti Klausturbæ- inn eftir eld, en hann var kominn norðan úr Öxnadal. Ingólfur var fjórði í kvenlegg frá honum. Fjöl- margt atgervisfólk er af þeirri ætt komið, svo sem raunar úr Skafta- fellssýslum yfirleitt. Með þessu er ekki sagt, að við frændur hljótum að vera eitthvert raritet; þvert á móti getur verið erfitt að halda utan um íjölbreytilegar ættlægar eigindir og hafa atorku til að nýta einhveij- ar þeirra að fullu gagni. Því er þetta tíundað, að Ingólfur hafði minningu bestu ættmenna sinna mjög í heiðri og hafði fullan vilja til að láta hug- sjónir þeirra og framfaraviðhorf móta lífsviðhorf sitt. Ennfremur lagði hann sig fram um að afla og halda til haga minjum um þá og koma á safn, þegar það átti við. Hann var ekki síður frændrækinn í nútíðinni, og er til marks um það, hve mikla ánægju hann hafði af að hitta og kynnast frændfólki í Amer- íkuferð, er hann fór síðar á ævinni. Þess má geta, að Ingólfur lifði allan hinn fjölmenna hóp barnabarna Jens rektors og Ólafar og var hinn eini þeirrar kynslóðar á lífi til að sækja ættarmót niðja Björns Gunnlaugs- sonar á 200 ára afmæli hans í sept- ember 1988. Fjórtán ára gamall flutti Ingólfur með foreldrum sínum úr átthögun- um og átti þaðan af staðfestu sína í Reykjavík. Hann lauk námi frá Verslunarskólanum og stundaði ýmis verslunarstörf, þar til þátta- skil urðu í starfsævi hans; er þeir Jón Kr. Sveinsson stofnuðu raf- tækjaverslunina og -vinnustofuna Ljósafoss árið 1937, og var hún rekin í húsakynnum þeirra á Lauga- vegi 27. Að mínu viti og kunnug- leika var þetta vel rekið fyrirtæki, með verslunina skínandi af lömpum og Ijósum, enda mun Ingólfur hafa efnast vel, meðan sá rekstur stóð. Hann gjörðist sleipur kaupsýslu- maður og fjölkunnugur heimsborg- ari og góður málamaður, svo sem hann átti kyn til. Einkum virtist mér hann rækta viðskiptasamband við Þýskaland, meðan þess naut við, og var hann slyngur í þýsku og kunni vel að meta þýska glaðværð og menningu bæði fyrir og eftir gjörningaveður nasismans. Með tímanum fór að bera á því, að þessi rekstur fullnægði ekki frumkvæðis- þörf hans. Um tíma var honum mest hugað um að fínna tækni til að létta undir með húsbyggingum og gera þær ódýrari. Sennilega féllst hann á þá stríðni mína, að árangur af slíku mundi lenda í uppmælinga- hítinni. Næst beindist áhugi hans að fiskiræktinni, og entist ævina. Árið 1952 gekk hann út úr rekstri Ljósafoss, sem upp frá því takmark- aðist við rafvirkjastarfsemi á vegum Jóns, og sneri sér m.a. að rekstri fasteignarinnar, sem dætur hans eignuðust síðar með honum. Hug- myndin að fiskirækt geijaðist með þeim félögum, uns þeir hófu upp- byggingu Lárósstöðvarinnar 1963. Árin 1968-69 var fyrirtækinu breytt í almenningshlutafélagið Látravík, sem hefur hingað til staðið af sér storma offramboðs og verðhruns og mun vonandi gera það til frambúð- ar. Auk þessa tókst Ingólfur ásamt öðrum félögum sínum á hendur tals- verðar umbætur og klak í Goðdal á Ströndum, þar sem þeir komu sér upp sumardvalaraðstöðu. Skin og skuggar hafa skipst á í einkalífi Ingólfs. Árið 1932 gekk hann að eiga Sigríði Guðmundsdótt- ur frá Skáholti í vesturbænum, syst- ur Vilhjálms skálds, laglega mynd- arkonu og sterkan persónuleika, ættaða úr Árnessýslu. Þeirra mikla sorg var að missa fyrsta barnið, dreng, í fæðingu. Síðan eignuðust þau þijár dætur: Sigríði 1935, Guð- rúnu 1938 og Ingibjörgu 1941. Þau reistu sér myndarheimili að Hólum við Kleppsveg árin 1934-35 í félagi við Jens bróður hans og einnig stofnaði Jón bróðir þeirra heimili sitt þar. Að Hólum komst þannig upp rómað fjölskyldusetur, sem margar og góðar minningar eru við bundnar. Hólar voru seldir 1947, þegar þar var byggð olíustöð. Þá byggðu Ingólfur og Sigríður sér annað heimili að Silfurteig 2, afar vel búið, jafnvel ríkmannlega. Þau hjón voru gestrisin og góð heim að sækja, bæði til óformlegs innlits og í þau góðu gildi, er þau héldu við hátíðleg tækifæri. Þau lögðu sig fram um að bjóða unga fólkinu með við þau tækifæri, til þess m.a. að vinna á móti myndun kynslóðabils og vera ungum hjónum fyrirmynd um heimilisbúnað og heimilishald. Við slíkt tækifæri innti ég Vilhjálm skáld álits á veisluborðinu, og stóð ekki á svarinu: „Svona ætti allur heimurinn að vera, eitt samfellt veisluborð." IIlu heilli hrakaði heilsu Sigríðar, er fram í sótti, og féll hún frá í maí 1965, þá orðin 67 ára. Harmaði Ingólfur mjög missi henn- ar, sem verið hafði honum kjölfesta og lífsakkeri. Áfram hélt hann þó á Silfurteignum í sambýli við Guðrúnu dóttur sína fram til 1980, er húsið var selt óskyldum eftir 32 ára bú- setu þar. Síðustu árin bjó hann á Laugavegi 27, þar sem hann hafði áður innréttað smáíbúðir og útvegað ungu fólki húsnæði í byijun búskap- Fædd 2. maí 1917 Dáin 25. september 1991 Katrín lést í Reykjavík á 75. ald- ursári. Hennar vil ég nú minnast. Katrín Jóhanna var fædd að Rifi á Snæfellsnesi 2. maí 1917, dóttir hjónanna Guðmundar Guðmunds- sonar bónda og útvegsmanns og Jófríðar Jónsdóttur. Þar ólst hún upp í hópi 9 systkina í einstaklega fögru úmhverfi við mynni Breiða- fjarðar norðvestan Snæfellsjökuls. Foreldrar hennar voru atorkusöm og vel gefin, bæði alin upp í fátækt í lok 19. aldar. En með dugnaði reistu þau sér bú að Rifi, sem þau gerðu að stórbýli. Guðmundur var um margt á undan samtíð sinni í verklegum efnum, og Jófríðui' ann- aðist bú og uppeldi margra barna, en hafði þó tíma til lesturs góðra bóka, sem hún hafði mikinn áhuga á. Katrín var þriðja yngst af syst- kinunum á Rifi og eru þijár systur hennar, Guðbjörg, María og Ásta nú á lífi. Öll eru systkinin, svo og annað skyldfólk Katrínar sem ég þekki til, hið mesta dugnaðarfólk, reglusamt, hjálpsamt, góðir félagar og rækir störf sín af prýði á öllum sviðum þjóðlífsins. Afkomendur Guðmundar og Jófríðar foreidra Katrínar, eru nú orðnir fjölmargir, nokkrir búsettir í hinu nýja þorpi á ar. Hluta þess tíma var hann þar í umsjá Ingibjargar dóttur sinnar og naut dagþjónustu á Dalbraut, uns hann fluttist alfarinn að Seljahlíð fyrir um tveimur árum. Naut hann þar hinnar bestu aðhlynningar, sem ástæða er til að þakka af heilhug. Barnabörnin litu dagsins ljós hvert af öðru frá 1959. Sonur Sig- ríðar er Sigurður Ingi Hermanns- son. Synir Guðrúnar voru Ingólfur Bjarni, sem fórst 1977, foreldrum og afa mikill harmdauði, Guðvarður og Sigurður Björn Jakobssynir, og börn Ingibjargar eru Inga Sigríður, Halldóra, Haukur og Kári Gunnd- órsbörn. Alls urðu barnabörn Ing- ólfs átta, og að auki eru barnabörn Ingibjargar fjögur, svo að afkom- endur hans eru orðnir 15, þar af 14 á lífi. Ingólfur var hið mesta Ijúfmenni, góðgjarn og greiðvikinn. Hann hafði lipra víxlahönd, sem efnalítill frændi naut góðs af, þótt aldrei yrði honum til tjóns. Hann var að jafnaði viðræð- ugóður, umtalsfrómur og upplyft- andi. Því er hans saknað, svo sem alls þess frændliðs, sem með honum er endanlega horfið af heimi. Guð blessi sál hans og minningu og veiti eftirkomendum hans vernd og gæfu. Bjarni Bragi Jónsson Ingólfur Bjarnason, sem kvaddur er frá Fossvogskirkju í dag, er vin- um sínum ógleymanlegur maður. Hann var mannblendinn og mikill barnavinur. Ég varð aðnjótandi þeirrar vináttu frá unga aldri því hann var íjölskylduvinur og tíður gestur á æskuheimili mínu og entist sú vinátta meðan báðir iifðu. Ymsar fyrstu minningar mínar eru bundnar Ingólfi, ekki síst frá sumrinu þegar hann var bílstjóri og ók byggingar- vörum víðsvegar um bæinn. Þá leyfði hann mér stundum að sitja í hjá sér í bílnum og skoða borgina sem var í hraðri uppbyggingu á árunum fyrir kreppuna. Ingólfur varð því Ingi bílstjóri í mínum huga og hét því nafni í nokkur ár, því við börnin litum á bílstjóra sem sér- staka fyrirmenn á þessum árum þegar fáir bílar voru á götum borg- arinnar. Af myndum í fjölskyldualbúminu má sjá að Ingólfur var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Mynd- ir frá hópferðum vina og ættingja foreldra minna sýna Ingólf ungan og hressan í góðra vina hópi. Trú- lega hefur hann verið upphafsmaður margra þessara ferðalaga og ann- arrar skemmtunar sem unga fólkið undi sér við, svo duglegur sem hann var á efri árum við að koma kunn- Rifi, en fleiri þó í Reykjavík og víð- ar um landið. Katrín flutti til Reykjavíkur um tvítugt og starfaði mest á sjúkra- húsum, m.a. Sólheimum að Tjarnar- götu 35, sem þá var lítið sjúkrahús, og Kleppsspítala. Árið 1950 giftist hún undirrituðum og var húsmóðir ásamt nokkurri vinnu utan heimilis í 15 ár. En eftir skilnað 1965 vann hún á Hrafnistu þar til hún lét af störfum vegna aldurs fyrir fáum árum. Störf Katrínar voru lengst af aðstoð við sjúka og aldraða. Þessi verk áttu án efa vel við hana. Vegna hlýju sinnar, nærgætni og samvisk- usemi hafði hún góð áhrif á þá sem hún annaðist og aðstoðaði og naut vinsælda. Þjónusta var hlutverk hennar í lífinu og það rækti hún vel öðrum til gagns og gleði. Heimilisstörf annaðist Katrín líka með ágætum, var natin, snyrtileg og hafði allt ávallt í sem bestu lagi. Hún hafði góða listræna hæfileika og ber handavinna hennar, útsaum- ur o.fl., vott um gott handbragð, hugkvæmni og smekkvísi. Hún hafði áhuga á myndlist og yndi af góðri tónlist, enda tilfinninganæm ineð smekk fyrir fögrum hlutum. Ekki varð Katrínu barna auðið og bjó hún í íbúð sinni á Rauðar- árstíg 3 síðari ár ævinnar. Hafði hún mikið samband við skyldfólk. ingjum sínum af stað í ferðalög í Goðdalinn eða á einhvern fagran stað til að njóta umhverfisins úti í íslenskri náttúru. í Bjarnarfirði á Ströndum komu Ingólfur og félagar hans upp góðri aðstöðu til sumardvalar við veiðar og útilíf. Goðdalsána ræktuðu þeir e’ins og aðstæður leyfðu, fóru norður á hveiju sumri til veiða og einnig til að laga og bæta það sem áður hafði verið gert. Ingólfur var úr- ræðagóður við þessar framkvæmdir sem aðrar. Hann var góður náms- maður í skóla, hvorttveggja góður reiknings- og tungumálamaður og við störf sín var hann ætíð glöggur og vakandi yfir öllum nýjungum. I Goðdal var Ingólfur höfðingi heim að sækja, eins og á heimili hans í Reykjavík, og þar var ánægjulegt að dvelja við veiði og gönguferðir í dalnum og hæðunum umhverfis. Ingólfur heimsótti okkur nokkr- um sinnum þegar við bjuggum á Egilsstöðum. Þá var hann kominn á efri ár og hættur þátttöku í við- skiptalífinu að rnestu, en hann hafði ekki misst hæfileikann til að geta leikið við börnin sem kunnu vel að meta góðvild hans og létta lund. Ingólfur hafði mikla ánægju af ferð- um okkar um Héraðið, í Hallorms- stað, Fljótsdal og Úthérað. Hann ólst upp austur á Síðu í Skaftafells- sýslu og þótt hann flytti til borgar- innar fermingarárið sitt var sveitin honum ætíð hugleikin. Við ferðuð- umst einnig saman um Snæfellsnes, Skaftafellssýslur og víðar og frá þessum ferðum á ég fjölmargar góðar minningar því Ingólfur var næmur á skoplegar hliðar tilverunn- ar og kunni vel að segja frá. Ingólfur hafði aðrar hliðar en þá sem hér hefur verið lýst því hann var einnig framtakssamur hugsjón- amaður eins og þáttur hans í upp- byggingu hafbeítarstöðvarinnar í Lárósi og tilraunir til að auka lax- veiði í nokkrum ám sýna glöggt. Og hann langaði til að gera meira og var því oft að velta fyrir sér ýmsum hugmyndum sem verða mættu til framfara þó árin og þrek- ið settu sín takmörk. Þótt ævistarf Ingólfs væri bundið við höfuðborg- ina var hugur hans, þegar draga tók úr umsvifunum í atvinnulífinu, bundinn sveitinni og þar lét hann hugsjónir sínar rætast. Eg vil að lokum þakka góðum vini tryggð hans sem aldrei brást. Við Ragnheiður og börnin sendum dætrum Ingólfs, fjölskyldum þeirra og öðrum ættingjum innilegar sam- úðarkveðjur. Páll Halldórsson sitt og kunningja, enda var hún fé- lagslynd, vinsæl og vel látin. Alla tíð hafði hún áhuga á og ánægju af ferðalögum, naut þess að sjá fag- urt og stórbrotið landslag. Því hafðí hún líka kynnst á bernskuslóðum sínum á Snæfellsnesi, og það mótar sennilega eitthvað smekk og skap- höfn. Að lokum læt ég í ljós þakklæti til Katrínar vegna alls sem hún veitti, þótt samband okkar yrði ekki ævarandi, en það er lífsins saga að heilsast og kveðjast. Jafnan eru góðar minningar eftir. Systrum hennar og öðrum ætt- ingjum þakka ég liðna tíð og votta samúð. Kristinn Björnsson Katrín J. Guðmunds- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.