Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 27 Forsætisnefnd Alþingis: Harma að stj órnarandstað- an dæmi sig til áhrifaleysis - segir Geir H. Haarde STJÓRNARANDSTAÐAN tók ekki þátt í kosningu fjögurra varafor- seta þingsins í gær. Því var einungis sameiginlegur listi stjórnarflokk- anna lagður fram og eru því allir varaforsetar úr hópi stuðnings- manna ríkissljórnarinnar. Asamt forseta Alþingis skipa varaforset- arnir forsætisnefnd þingsins. Fyrsta mál á dagskrá Alþingis í gær var kosning varaforsetanna. Eins og ítarlega hefur áður komið fram í fjölmiðlum var stjórnarand- staðan mjög ósátt við þá afstöðu sjálfstæðismanna að gera tilkall til að einn varaforsetanna verði úr þeirra flokki, því ella hefði stjórnar- andstaðan meirihluta í forsætis- nefndinni. Alþýðuflokkurinn studdi Sjálfstæðisflokkinn í þessari af- stöðu. Stjómarandstaðan hafði lýst því yfir að hún myndi engan hlut eiga í kjöri varaforseta ef stuðn- ingsmenn ríkisstjómarinnar héldu þessu til streitu. Forseti Alþingis, Salome Þorkels- dóttir, greindi frá því í upphafi fundar að fundi yrði frestað. Að loknu 40 mínútna fundarhléi bað forseti um lista. Einungis einn listi var lagður fram; listi stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar. A listan- um voru nöfn Gunnlaugs Stefáns- sonar (A-Al), Sturlu Böðvarssonar (S-Vl), Karls Steinars Guðnasonar (A-Rn) og Björns Bjarnasonar (S-Rv). Þar sem ekki voru aðrir í kjöri eru fyrrgreindir réttkjörnir varaforsetar Alþingis. Anna Olafs- dóttir Björnsson (SK-Rn) kvaddi sér hljóðs um þingsköp og lýsti harmi yfir þessum tíðindum í þingsög- unni, að forsætisnefndin skipaðist eftir pólitískum styrkleika og ekki tekið tillit til lýðræðissjónarmiða. Nokkrar hugmyndir munu hafa verið reifaðar manna í millum til málmiðlunar. Að sögn Páls Péturs- sonar, formanns þingflokks fram- sóknarmanna, mun stjórnarand- staðan hafa boðið til sátta að fjölg- að yrði í forsætisnefndinni. þannig að Kvennalistinn hefði þar fulltrúa og sjálfstæðsmenn einnig. Sam- kvæmt þessari tillögu hefðu stuðn- ingsflokkar stjórnarinnar skipað þijú sæti og stjórnarandstæðingar þrjú. Einnig kveða þingsköp á um 'að þingforseti hafi úrslitavald ef ágreiningur verður í nefndinni. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins taldi Össur Skarphéðins- son, formaður þingflokks Alþýðu- flokks, þessa hugmynd koma sterk- lega til greina. Geir H. Haarde (S-Rv), formaður þingflokks sjálf- stæðismanna, sagði að sjálfstæðis- menn hefðu ekki talið það koma til greina; stjórnarandstaðan hefði þá haft jafn marga fulltrúa í nefndinni og stuðningsmenn ríkisstjórnarinn- ar en þingstyrkur skiptist 36 á móti 27. Þar að auki þætti sér.óeðli- legt að breyta lögum til að leysa mál sem þetta sem hefði legið beint við hvernig ætti að fara með sam- kvæmt gildandi þingskaparlögum. Geir sagðist harma það að stjórn- arandstaðan skyldi hafa dæmt sig til áhrifaleysis í forsætisnefnd þingsins með því að hafna þeim sætum sem hún hefði átt kost á en hann vænti þess að samstarf yrði eigi að síður gott í þinginu og minnti á að ákvæði þingskaparlag- anna gerðu ráð fyrir samráði milli forseta og formanna þingflokk- anna. Stuttar þingfréttir Geislavirk mál Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (SK-Rv) hefur lagt fram þijár fyrirspurnir til utanríkisráðherra. 1) Um herskipakomur í íslenskar hafnir og íslenska lögsögu. Hvaða herskip frá þeim ííkjum á norður- hveli sem eiga kjarnavopn, þ.e. Bandaríkjunum, Sovétríkjunum, Frakklandi og Bretlandi, hafa komið til íslenskra hafna eða siglt um íslenska lögsögu á sl. 30 árum og livenær? 2) Um umferð kjarn- orkuknúinna herskipa um íslensa lögsögu. Hefur ríkisstjórnin ein- hver áform um að banna umferð kjarnorkuknúinna herskipa um ís- lenska lögsögu? 3) Um notkun kjarnakljúfa á höfum úti. Hyggst ríkisstjórnin beita sér fyrir alþjóð- legri viðurkenningu á nauðsyn þess að draga nú þegar úr notkun kjarnakljúfa á höfum úti? Islcnsk kaupskip Guðmundur Hallvarðsson (S-Rv) hefur lagt fram fyrirspurn til samgönguráðherra um ráðn- ingu erlendra sjómanna á íslensk kaupskip. Með hvaða hætti hyggst samgönguráðherra sporna við því að erlendir sjómenn séu ráðnir til starfa á skipum í þjónustu ís- lenskrar kauskipaútgerðar? Hagur aldraðra Níu þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa lágt fram beiðni um að Alþingi óski eftir skýrslu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra um málefni og hag aldraðra. Ef Alþingi samþykkir að fara fram á þessa skýrslu er þess óskað að hún verði tekin til umræðu svo fljótt sem verða má. Þessi ósk Alþýðubandalagsmanna um skýrslugerð er á dagskrá 2. fundar Alþingis á mánudaginn. Sjávarútvegur utan dagskrár Næsta líklegt er talið að sjáv- arútvegsmál verði rædd utan dag- skrár næstkomandi mánudag. Fulltrúar Alþýðubandalagsins í sjávarútvegsnefnd þingsins Jó- hann Árssælsson (Ab-VI) og Stein- grímur J. Sigfússon (Ab-Ne) báðu um þessa umræðu vegna hinna alvarlegu tíðinda um hag og horf- ur sjávarútvegsins. Landshlutarsamtök sveitarfélaga Allir þingmenn Framsóknar- flokksins standa að lagafrumvarpi um breytingu á sveitarstjórnarlög- um. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir að öll sveitarfélög skuli vera aðiiar að staðbundnum landshluta- samtökum sveitarfélaga og að starfsvæði þessara samtaka skuli miða við núverandi kjördæmi. Landshlutasamtökin skulu gera tillögur um skipulag og uppbygg- ingu opinberrar þjónustu og ráð- stöfun fjárveitinga úr ríkissjóð, í hverju kjördæmi um sig. Frum- varpið gerir einnig ráð fyrir byggðastjórnum og byggðaráðum. í hveiju kjördæmi skal Byggða- stofnun falið að hafa frumkvæði að því að koma á fót héraðsmið- stöðvum í samvinnu við heima- menn. Þar skal vera aðsetur byggðastjórnar og byggðaráðs auk fulltrúa ýmissa opinberra að- ila, svo sem ráðuneyta og stofn- anna. EES utan dagskrár Enn fjölgar beiðnum um utan- dagskrárumræður. Stjórnarand- staðan í heild hefur farið fram á utandagskrárumræðu um Evr- ópskt efnahagssvæði, EES. Áður var fram komin beiðni frá Guðrúnu Helgadóttur (Ab-Rv) um að mál- efni Lánasjóðs íslenskra náms- manna, LÍN, yrðu rædd. Ennfrem- ur liggur fyrir beiðni frá Kristínu Ástgeirsdóttur (SK-Rv) um að skólamál verði tekin til umræðu. Fastanefndir óbreyttar í gær var kosið í fastanefndir Alþingis. Engar breytingar urðu á skipan nefndarmanna frá því sem var á síðasta þingi. Að kjörbréfa-: nefnd frátalinni sem kosin er fyrir allt kjörtímabilið eru fastanefndir Alþingis tólf. í fastanefndum þingsins eru nefndarmenn níu nema í fjárlaganefnd þar sem þeir eru ellefu. Stuðningsmenn ríkis- stjórnar og stjórnarandstöðu lögðu fram hvorir sinn listann. Ekki voru fleiri nöfn á listunum en svo að allir sem þar voru skráðir hlutu kosningu. Gert er ráð fyrir því að hver nefnd fundi einu sinni í viku og verða fastir fundartímar á morgn- ana. Hefjast sumir þeirra svo snemma sem kl. 8.15. ■ APPLE- UMBOÐIÐ heldur þriðjudaginn 8. október nk. náms- stefnu í Veltubæ, Skipholti 33 (gamla Tónabíó) um vinnslu og teikninga í Macintosh-tölvum til notkunar í auglýsingum, umbroti o.fl. Gestur Apple-umboðsins verð- ur sænski. auglýsingateiknarinn og tónlistarmaðurinn Anders F. Rönnblom en hann hefur notað Macintosh-tölvur við auglýsinga- gerð í 6 ár. Tilkynna þarf þátttöku hjá Apple-umboðinu fyrir föstudag- inn 4. október nk. Anders F. Rönnblom. Háskólabíó sýnir mynd ina „Fullkomið vopn“ HÁSKÓLABÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni „Fullkomnu vopni“. Með aðalhlutverk fara Jeff Speakman og Mako. Leik- stjóri er Mark Disalle. Jeff á í mesta basli í skólanum eftir að móðir hans deyr. Faðir hans, Carl Sanders, kemur honum til meistara Lo í þeirri von að þar læri hann að ná stjórn á skapi sínu. Þar lærir hann bardagalistina Kenpo og nær frábærum tökum á henni. Þá víkur sögunni til kóreska hverfisins í Los Angeles. Jeff hring- ir í gamlan vin sinn, Kim, en verð- ur þess áskynja að eitthvað er að og heldur því rakleitt á fund hans. Þar eru útsendarar eiturlyfjabaróns að reyna að þvinga Kim til að selja eiturlyf f verslun sinni en hann harðneitar því. En þarna er við Hcilsuvörur nútímáfólks menn að eiga sem sætta sig ekki við synjun og áður en varir kemur risinn Tanaka til skjalanna og myrðir Kim. Þegar lögreglan reynir að rannsaka málið rekst hún á vegg þagnarinnar. Sá lögreglumaður sem hefur rannsókn málsins með höndum er enginn annar en Adam og þar sem Jeff blandast mjög í málið vinna þeir bræður saman að rannsókn málsins. --------------- Leiðrétting í fréttatilkynningu frá verslun- inni CM í blaðinu í gær, fimmtudag- inn 3. október, var annars eigand- ans ekki getið en hún heitir Ágústa Jónsdóttir. Verðlaunabíllinn í nafnakeppni Sambíóanna. ■ SÍÐASTI dagur nafnakeppni Sambíóanna er í dag, föstudaginn 4. október. Urslit verða síðan kynnt á útvarpsstöðinni Effemm 957 17. október nk. Bíllinn verður afhentur við opnunina á hinu nýja kvik- myndahúsi. ■ FJÁRÖFL UNARNEFND Hrunasóknar í Hrunamanna- hreppi verður með brodd til sölu í Miklagarði í dag, föstudaginn 4. október, kl. 10.30. Excelnámskeiö • Macintosh Excel er öflugasti töflureiknlrinn fyrir Maclntosh og PCI © 12 klst námskeiö fyrir byrjendur og lengra komnal % TÖJvu- og verkfrœöiþjónustan Grensásvegi 16 -flmm ár f forystu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.