Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1991 Mo'RGIMBÍJaÓIÐ FÖSTÚÍJÁGUlt 4. OKTÓBÍ-IR 'í‘991 íl ;n 23 fltofgt Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Flaraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Skref í rétta átt Fjárlagafrumvarp ríkisstjórn- arinnar fyrir árið 1992 er lagt fram við mjög erfiðar að- stæður. Vandi ríkisfjármála er meiri en þekkst hefur um langt árabil vegna gífurlegs halla á ríkissjóði undanfarin ár og mikill- ar útgjaldaþenslu, sem stafar af linnulausum lántökum innan- lands og utan. Samdráttur er í efnahagslífínu og á næsta ári spáir Þjóðhagsstofnun 3% minnkun þjóðartekna. Þá eru samningar lausir á almennum vinnumarkaði, svo og við opin- bera starfsmenn. Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, lýsti ástandinu, sem við blasir, með eftirfarandi hætti þegar hann kynnti fjárlagafrum- varp sitt: „Atvinnulífið þarf að þola mik- inn samdrátt, sjóðir eru tómir, vextir eru háir, gjaldþrot blasa við og atvinnuleysi vofir yfir, ef okkur tekst ekki að feta einstig- ið út úr þessum vanda.“ Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að tekjurnar verði 106,4 milljarðar króna, en þær eru áætlaðar tæpir 102 milljarðar í ár. Útgjöldin verða 110,1 millj- arður á næsta ári, en eru áætluð 110,8 milljarðar í ár. Þetta þýð- ir, að útgjöld ríkisins lækka um 5 milljarða að raungildi á næsta ári, og skatttekjur verði ívið lægri en í ár. Hallinn á ríkissjóði 1992 verður 3,7 milljarðar, en er áætlaður 8,9 milljarðar í ár. Hrein lánsfjárþörf ríkis og stofn- ana þess er áætluð 23,4 milljarð- ar króna á næsta ári, en er áætl- uð um 36 milljarðar króna í ár. Nýjar lántökur umfram afborg- anir lækka því um rúma 12 millj- arða króna á næsta ári. Hrein lánsfjárþörf ríkissjóðs sjálfs er áætluð 4 milljarðar á næsta ári, en það er aðeins um þriðjungur þess sem ráðgert er á þessu ári. Miðað við aðstæðurnar í efna- hagslífínu má segja, að fjárlaga- gerð ríkisstjórnarinnar sé tölu- vert skref í rétta átt, raunlækkun á útgjöldum og verulegur niður- skurður á lántökum. Einn mesti vandinn í efnahagslífinu nú er háir vextir, en það má fyrst og fremst rekja til mikillar lánsfjár- þarfar hins opinbera. Þrátt fyrir stórlækkaðar lántökur er samt reiknað með því, að ríkið og stofnanir þess taki um 15 millj- arða króna að láni innanlands á næsta ári, en það nemur um helmingi af nýjum sparnaði landsmanna samkvæmt áætlun Seðlabankans. Það gefur auga- leið, hvaða áhrif þetta hefur á lánamarkaðinn og þar með vext- ina. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur sett sér það mark að eyða ijárlagahallan- um á árinu 1993 og draga enn úr ríkisumsvifunum og þar með lánsfjárþörfinni. Það mun að sjálfsögðu stuðla að lækkun vaxta. Þetta ætlar ríkisstjórnin að gera án þess að hækka skatta og án þess að velferðarkerfið verði skert. Það verður að segjast, að nið- urskurður ríkiskerfisins mætti vera meiri í þessu íjárlagafrúm- varpi, ekki síst vegna stöðunnar í ríkisfjármálunum. Þegar ríkis- stjórnin tók við völdum sl. vor var spáð ríkissjóðshalla uppá 10-12 milljarða og 20 milljarða 1992. Lánsijárþörf hins opinbera var meiri en nýr innlendur sparn- aður. í ljósi þéssa verður þvi að telja þessi fýrstu fjárlög ríkisstjórnar- innar viðunandi áfanga. Ýmislegt i ijárlagafrumvarp- inu mun vafalaust valda deilum í þjóðfélaginu, ekki sízt áætlanir um aukin þjónustugjöld og tekju- tengingu ýmissa bóta eða endur- greiðslu í tekjuskattskerfinu. En ekki er annarra kosta völ miðað við stöðu ríkisfjármála en að gera einhveijar breytingar á þjónustu velferðarkerfisins eða stórhækka skatta. Skiljanlegt er, að ríkisstjórnin hefur valið álagningu þjónustu- gjalda, sem þeir greiða er nota þjónustuna og hafa efni á því, fremur en skattahækkanir. Leið skattahækkana er ekki fær leng- ur, enda sýnir reynslan, að skattahækkanir kalla á útgjalda- hækkanir umfram tekjuaukning- una. Þetta má bezt sjá af ferli síðustu ríkisstjórnar. í fjárlagafrumvarpinu kemur fram, að verðbólgan á næsta ári verði aðeins 3%. Þá er ekki reikn- ,að með neinum launahækkunum í þeim kjarasamningum sem eru að hefjast. Spurning er hversu raunhæft það er, en ríkisstjórnin á að vísu þann mótleik að skera niður útgjöld á móti hugsanlegri aukningu launakostnaðar. Ríkisstjórnin og stuðnings- flokkar hennar verða að hafa í huga, að sagan sýnir, að fjár- lagafrumvarpið hækkar ætið í meðförum Alþingis og þess vegna er fullrar aðgæzlu þörf eigi markmiðin að nást. Fram- kvæmd fjárlaga er svo í höndum ríkisstjórnarinnar og það er ein- mitt framkvæmd fjárlaga, sem oftast hefur farið úr böndunum. Það var skiljanlegt í óðaverðbólg- unni, en það er óhjákvæmilegt, að ríkiskerfið taki fjárlögin alvar- lega þegar stöðugleiki er í verð- lagsmálum. Ríkisstjórnin verður að fylgja því fast eftir að svo verði gert. Margt aðfinnsluvert í ríkisfjármálum að mati yfirskoðunarmanna og Ríkisendurskoðunar: Skuldir ríkisins jukust um 264% árin 1985-’89 YMSAR aðfinnslur og athugasemdir um ríkisfjármálin koma fram í skýrslu yfirskoðunarmanna ríkisreiknings og Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning ársins 1989, sem birt var í gær. Meðal þess, sem fundið er að, eru heimildir í 6. grein fjárlaga til að eyða opinberu fé án þess að tilteknar séu til þess sérstakar fjárhæðir á fjárlögum, en fyrir slíku er löng venja. Þá kemur fram gagnrýni á að ýmsar ríkisstofnan- ir hafi ekki orðið við óskum um að gera skilmerkilega eignaskrá og hafa fullnægjandi eftirlit með viðveru starfsmanna. Innheimtu gjalda til ríkisins er talið verulega ábótavant og standa sum innheimtuemb- ætti sig mun verr en önnur í því efni. 1 ríkisreikningi 1989 eru í fyrsta sinn færðar til gjalda ýmsar eldri skuldbindingar ríkissjóðs, alls að upphæð 61 milljarður króna. Stærsti hlutinn er vegna lífeyris- skuldbindinga gagnvart opinbenim starfsmönnum. Af þessu leiðir að beinar niðurstöðutölur reikningsins eru ekki sambærilegar við fyrri ár. Skuldir ríkisins jukust um 264% árin 1985-1989 Yfirskoðunarmenn ríkisreikn- ings, þeir Geir H. Haarde, Sveinn G. Hálfdánarson og Magnús Bene- diktsson, sem kosnir eru af Al- þingi, telja athyglisvert að skoða aukningu heildarskulda A-hluta ríkissjóðs á undanförnum árum. Skuldirnar jukust um 82,4 milljarða á árinu 1989 og námu í árslok 162,6 milljörðum. Að frádregnum þeim skuldbindingum, sem áður er minnzt á, og höfðu ekki áður verið færðar í ríkisreikning, nam aukn- ingin á árinu 25,6 milljörðum króna eða um 32%. „I árslok 1985 voru heildarskuldir ríkissjóðs 21,9 millj- arðar króna þannig að á árunum 1985-1989 hafa skuldir ríkissjóðs hækkað um 140,7 milljarða króna eða um 642%, en á sama tíma hef- ur lánskjaravísitala hækkað um 104%. Miðað við verðlag í árslok 1985 hefur raunaukning á skuldum ríkissjóðs á árunum 1985-1989 ver- ið 264%,“ segjayfirskoðunarmenn. „Meginskýringin á þessari gríðarlegu skuldaaukningu er eflaust uppsafnaður rekstrarhalli ríkissjóðs að meðtöldum þeim skuldbindingum sem ekki hafa áður verið færðar í ríkisreikning. Þá má nefna margvíslega yfirtöku ríkis- sjóðs á skuldum ýmissa annarra opinberra aðila á umliðnum árum, m.a. í orkugeiranum. Einnig hafa verið yfirtekin lán, sem frá upphafi var sýnt að myndu lenda á ríkis- sjóði, t.a.m. lán sem Framleiðsluráð landbúnaðarins tók á árinu 1988. Ennfremur hafa verið afskrifaðar kröfur á hendur ríkisaðiium sem ríkissjóður var í ábyrgð fyrir og lengi hefur verið ljóst að aldrei yrðu greiddar," segir í skýrslu yfirskoð- unarmanna. „Ástæða er tií að vara við því að ótilbærir aðilar séu látnir taka lán sem vitað er að ríkissjóði ber um síðir að greiða. Þá ber einn- ig að vara við því að Ríkisábyrgða- sjóður sé notaður til að veita dul- búnar fjárveitingar til aðila sem • ekki hafa hletið beinar Ijárveitingar á ijárlögum. Miklu eðlilegra er að fjáiveitingarvaldið veiti bein fram- lög í slfkum tilvikum heldur en að heimila ríkisábyrgð sem vitað er fyrirfram að ríkissjóður muni þurfa að greiða.“. Heimildarákvæði í 6. grein verði endurskoðuð Yfirskoðunarmenn segja að frek- ari umbóta sé þörf á þessu sviði: „Eðlilegt sýnist í beinu framhaldi af þeim breytingum sem þegar hafa verið gerðar að taka til endurskoð- unar beitingu heimildarákvæða í fjárlögum, sem slík ákvæði er að finna í 6. grein fjárlaga.“ Yfirskoð- unannenn ítreka fyrri athugasemd* ir sínar og tillögur um að heimildir ríkisstjórnarinnar innan 6. greinar fjárlaga verði mjög þrengdar. Sem dæmi um notkun á þessari grein má nefna að á þessu ári hefur ríkið verið skuldbundið um 1.850 milljón- ir króna vegna eignakaupa sam- kvæmt heimildum í sjöttu grein fjárlaganna, en til að mæta þessum skuldbindingum eru aðeins 300 milljónir á sérstökum lið í íjórðu grein fjárlaga. Þegar er búið að eyða meira en 50 milljónum umfram þá fjárhæð á árinu, en afgangurinn kemur til greiðslu síðar. „Slíkar opnar heimildir samrýmast ekki kröfum um nútímaleg vinnubrögð í ríkisfjármálum og við útgjaldaeft- irlit. Eðlilegast virðist í þessu sam- bandi að veita sérstökum fjármun- um beint til þeirra ráðstafana sem um ræðir í hvert sinn eða ákveða hámark þeirra ijárhæða sem ráð- stafa má samkvæmt hverri heimild fyrir sig,“ segja yfirskoðunarmenn. Ríkisenduríkoðun tekur undir þessa skoðun: „Það er mat Ríkis- endurskoðunar að þetta opna heim- ildafyrirkomulag sé með öllu óvið- unandi, þar sem lítið eða ekkert samræmi er á milli þeirra skuld- bindinga sem heimilaðar eru í 6. grein og greiðsluheimilda í 4. grein fjárlaga.“ • Yfirskoðunarmenn benda á að núverandi skipting fjárlaga í A- hluta (ijárreiður ríkissjóðs og stofn- ana ríkisins) og B-hluta (ríkisfyrir- tæki og sjóði í ríkiseign) kunni að vera úrelt. „Til greina kæmi að birta í sérstökum C-hluta fjárlaga og ríkisreiknings yfirlit fyrir rekstur allra þeirra fyrirtækja og sjóða sem eru að meirihluta í eigu ríkissjóðs. Slíkt er ekki aðgengilegt á einum stað nú þótt gagnsemi þess að fyr- ir liggi heildaryfirlit yfir allan rekst- ur ríkisins og fyrirtækja þess sé augljós. Nákvæm flokkun ríkis- rekstursins gefur og tækifæri til að skilgreina betur völd, ábyrgð og markmið stjórnenda einstakra stofnana og fyritækja." Innheimtu opinberra gjalda ábótavant Bæði yfirskoðunarmenn og Ríkisendurskoðun gagnrýna inn- heimtu á hinum ýmsu gjöldum, sem menn verða að standa skil á til ríkis- sjóðs. Yfirskoðunarmenn benda á að í árslok 1989 hafi ríkissjóður átt útistandandi rúmlega 21 milljarð króna í opinberum gjöldum. Þar af voru ógjaldfallnar eftirstöðvar 8.119 milljónir, en gjaldfallnar skuldir til innheimtu voru hátt í 12 milljarðar. „... ekki verður lengur undan þyí vikizt að taka innheimtu- mál ríkisins til gagngerrar endur- skoðunar," segja yfirskoðunar- menn. „Alþingi verður að knýja á um að settar verði markvissar regl- ur og að eftir þeim verði starfað. Það er grundvallarskilyrði þess að betri árangur náist og að hægt sé að gera raunhæfar kröfur um að Ríkisendurskoðun og ijármálaráðu- neytið geti sinnt eftirlitsskyldum sínum varðandi þessi mál.“ Yfirskoðunarmenn segja dæmi þess að innheimtuembætti ríkisins skili ekki innheimtufé á réttum tíma, jafnvel ár eftir ár. Ríkisendur- skoðun sýnir fram á að árangur við innheimtu þinggjalda og launa- skatts er langt frá því að vera viðun- andi. Hvað varðar þinggjöld ein- staklinga innheimtust ekki nema 53,4% á árinu 1989. Af 33 inn- heimtuembættum náðu tvö mn meira en 80% af þeim gjöldum, sem þau áttu að innheimta, 19 inn- heimtu á bilinu 50-79% og afgang- urinn undir 50%. Um 59% þing- gjalda félaga innheimtust, og um 93,5% söluskatts, en hann var inn- heimtur í síðasta sinn 1989. Launa- skattur, álagður vegna ársins 1988 og fyrr, innheimtist ekki nema að helmingi. Af 27 innheimtuembætt- um náðu fjögur í meira en 80% skuldanna, 10 innheimtu 50-79%, en 13 undir 50%. Brugðizt seint við athugasemdum Yfirskoðunarmenn kvarta yfir því að margar ríkisstofnanir bregð- ist seint við athugasemdum sem gerðar eru við rekstur þeirra. Eink- um sé erfitt að fá stofnanir til að útbúa eignaskrá eða skrá viðveru starfsmanna sinna. Að síðustu hnykkja yfirskoðunar- menn ríkisreiknings enn á athuga- semdum sínum við ríkisreikning 1988: „Það er álit yfirskoðunar- manna að hætta beri að selja áfengi og tóbak úr Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins á svonefndu kostn- aðarverði til æðstu stofnana þjóðfé- lagsins eins og tíðkazt hefur um áratugaskeið. Tvöföld verðlagning á vörum býður ævinlega heim möguleika á misnotkun, ekki sízt þegar lægra verðið er svo lágt að mönnum finnast vörur á því verði tæpast vera verðmæti.“ Þá taka yfirskoðunarmenn undir tilmæli yf- irskoðunarmanna 1988 um að gild- andi reglur vegna ferðakostnaðar ríkisins verði endurskoðaðar. Athugasemdir Ríkisendurskoðunar: Algengt að aðhalds sé sem ATHUGASEMDIR Ríkisendurskoðunar við fjárreiður stofnana ríkis- ins samkvæmt ríkisreikningi 1989 eru margar og fjölbreyttar. Al- gengt virðist vera að aðhalds sé ekki gætt sem skyldi og farið á svig við fjárlög og annan lagabókstaf. ekkigætt Athugasemd er gerð við að gjöld forsetaembættisins vegna opin- berra heimsókna fóru þijár milljón- ir króna fram úr fjárlagaheimildum og urðu 12,7 milljónir króna. Ríkis- endurskoðun leggur áherzlu á að gerðar verði raunhæfari áætlanir vegna kostnaðar við opinberar heimsóknir. 30 milljónir umfram til opinberra heimsókna Kostnaður við opinberar heim- sóknir á vegum ríkisstjórnarinnar varð 32,4 milljónir króna á árinu 1989, en var 600.000 krónur árið áður. Þessari aukningu var mætt með 30 milljóna króna fjárveitingu í fjáraukalögum. Mest munaði um heimsókn Jóhannesar Páls II páfa, sem kostaði 22,4 milljónir króna. „Vakin skal athygli á að vitað var við fjárlagagerð fyrir árið 1989 að veruleg útgjöld myndu falla til vegna opinberra heimsókna á árinu og því eðlilegt að áætla fyrir þeim á fjárlögum," segir Ríkisendurskoð- un. Aðstoðarmaður Stefáns Valgeirssonar á launum í forsætisráðuneyti Athugasemd er gerð við að á reikninginn „ýmsar greiðslur" í for- sætisráðuneytinu var færður launa- kostnaður vegna aðstoðarmanns „þingflokksins" Stefáns Valgeirs- sonar, auk greiðslna fyrir sérfræði- aðstoð. Alls var þessi kostnaður um ein milljón króna, en föst laun að- stoðarmannsins svöruðu til 0,75 stöðugilda. „Oeðlilegt er að færa kostnað vegna sérfræðiaðstoðar við þingmenn á rekstur aðalskrifstofu forsætisráðuneytisins. Slíkan kostnað ber að færa á viðeigandi liði hjá Alþingi," segir Ríkisendur- skoðun. Forstöðumaður greiðir 33 krónur í leigu Ríkisendurskoðun gerir ýmsar athugasemdir við rekstur Tilrauna- stöðvar Háskólans að Keldum. Eft- irliti með viðveru starfsmanna er ábótavant, að sögn Ríkisendurskoð- unar. Þá er gerð athugasemd við leiguna fyrir húsið, sem forstöðu- maður hefur til afnota, en hún er 33 krónur á mánuði. „Leiga þessi er i hróplegu ósamræmi við reglu- gerð nr. 331/1982 um íbúðarhús- næði í eigu ríkisins,“ segir Ríkisend- urskoðun. Stofnunin hefur áður gert athugasemdir við upphæð leig- unnar- og jafnframt mun forstöðu- maður sjálfur hafa beðið um endur- skoðun á leigunni. Vantar eignaskrá og eftirlit með viðveru Kvartað er undan því að eigna- skrá vanti hjá mörgum stofnunum, til dæmis Raunvísindastofnun Há- skólans, Heyrnar- og talmeinastöð- inni og Sjónstöðinni. Athugasemdir eru gerðar við að eftirlit með við- veru starfsmanna skorti, til dæmis hjá embættum sýslumanna og bæj-. arfógeta, Tjaldanesheimilinu og Sjónstöðinni. Framkvæmdir á Skriðuklaustri langt fram úr áætlun Gerðar eru athugasemdir vegna framkvæmda við Skriðuklaustur á Héraði í tilefni aldarminningar Gunnars Gunnarssonar skálds, sem átti þar bústað. Ríkisendurskoðun segir að útgjöld við þessar fram- kvæmdir hafi farið 8,2 milljónir króna fram úr fjárlagaheimildum, og til að jafna hallann hafi verið veitt fé á fjárlögum ársins 1990. Ríkisendurskoðun gagnrýnir af- mælisnefnd þá, sem átti að und- irbúa aldarminningu skáldsins. Staðarhaldari á Skriðuklaustri átti að vera ritari nefndarinnar, hafa eftirlit-með umbótum og árita reikn- inga vegna þeirra. „Þrátt fyrir að nefndinni og stað- arhaldara hafi verið ljóst að fjárráð voru takmörkuð og að ráðuneytið hafi ítrekað lagt að henni að halda kostnaði innan heimilda ákvað stað- arhaldari að ráðast í mun umfangs- meiri endurbætur en ákveðið var í upphafi. Þannig var t.d. varið um 3,9 milljónum í annað íbúðarhús- næði en fræðimannsíbúðina. Fræði- mannsíbúðin var minnkuð frá upp- haflegri áætlun og er nú aðeins á efri hæðinni. Hún er án vinnuher- bergis og þar af leiðandi óhentug til þeirra nota sem ætlað var. Á neðri hæð er ennþá skrifstofa stað- arhaldara og herbergi sem nýta má fyrir gesti fræðimanns,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Stofnunin átelur hvernig staðið hafi verið að framkvæmdunum og að staðarhaldari skuli vísvitandi hafa stofnað til framkvæmda langt umfram heimildir. Þá er það mat Ríkisendurskoðunar að nefndar- menn í afmælisnefndinni hafi brugðizt eftirlitshlutverki sínu. Lántaka Framleiðsluráðs lögbrot Ríkisskoðun segir lögbrot hafa verið framið með lántöku Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins árið 1989 hjá þremur viðskiptabönkum. Lánið var 555 milljónir króna og ætlað til að fjármagna uppgjör við bændur vegna gjaldfallinna útflutn- ingsbóta. „Seðlabanki íslands lán- aði umræddum bönkum 2/3 hluta framangreindrar fjárhæðar eða 370 milljónir króna. Þá veitti Seðlabank- inn Framleiðsluráði landbúnaðarins lán að fjárhæð 370 milljónir króna er kom að greiðslu framangreindrar skuldar. Lánið var veitt með ábyrgð ríkissjóðs á greiðslu þess ásamt vöxtum. Hvorki í ijárlögum fyrir árið 1989, lánsfjárlögum þess árs eða öðrum lögum er getið um heim- ild fyrir ríkisábyrgðum þeim sem Framleiðsluráðinu voru veittar vegna þessara lána. Samkvæmt 1. gr. laga um ríkisábyrgð má ríkis- sjóður aldrei ganga í ábyrgð fyrir láni nema heimild sé veitt til þess í lögum. Ljóst er að fyrrnefnd ákvæði hafa ekki verið virt auk þess sem þeirri stofnun sem hefur umsjón með ríkisábyrgðum, þ.e. Ríkisábyrgðasjóði, voru ekki veittar upplýsingar um ábyrgðirnar," segir Ríkisendurskoðun. Aðhalds ekki nægilega gætt hjá Sinfóníunni Sinfóníuhljómsveit Islands er gagnrýnd fyrir að hafa farið 14,1 milljón króna fram úr fjárheimild- um. Ríkisendurskoðun segir ljóst að ekki hafi verið gætt nægilegs aðhalds við rekstur hljómsveitarinn- ar. Samkvæmt bókhaldi hljómsveit- arinnar frá árslokum 1989 nam viðskiptaskuld hennar við ríkissjóð 49,2 milljónum. Ástæðan er að tveir rekstraraðilár hljómsveitarinnar höfðu ekki skilað sínum framlögum og ríkissjóður orðið að borga fyrir þá. Þarna var um að ræða Seltjarn- arneskaupstað, sem skuldar hljóm- sveitinni nú 5,2 milljónir króna, og Menningarsjóð útvarpsstöðva, sem ekki stóð skil á framlagi sínu 1989. Tilveruréttur Menningarsjóðs endurskoðaður Ríkisendurskoðun segir að af- koma Menningarsjóðs hafi versnað til muna á árunum 1987-1989 og sé nú nauðsynlegt að grípa til að- haldsaðgerða. Fjárhags- og greiðslustaða sé komin í vítahring, þar sem hann hafi ekki bolmagn til að gefa út bækur, sem hugsan- lega gætu bætt stöðuna. Þá sé fjár- málastjórn og eftirliti með útgáfu- kostnaði ekki sinnt sem skyldi. Ekki sé t.d. leitað tilboða í prentun, setningu og fleiri verk. „Af framan- sögðú má ljóst vera að eðlilegt er að endurmeta tilverurétt þessarar stofnunar þar sem núverandi form og fyrirkomulag hentar ekki,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknarflokksins Vegið að vel- ferðarkerf- inu í frum- varpinu STEINGRÍM- UR Hennanns- son, formaður Framsókiiar- flokksins, segir að sér lítist. afar illa á fjárlaga- frumvarpið, sem lagt var fram á Alþingi í fyrradag þar sem í því felist mikið af nýjum álögum og vegið sé að rétti landsmanna til heilsu- gæslu og mennta. „Ég fínn hvergi raunverulegan sparnað í fjárlagafrumvarpinu og líst afar illa á það í heild. í því felst mjög mikið af nýjum álögum, hvort sem menn vilja kalla það skatta eða þjónustugjöld, sem í fljótu bragði virðast vera á milli fjórir til fimm milljarðar,“ sagði Steingrímur Her- mannsson. „í frumvarpinu er þrengt mjög að þeim sem á heilsugæslu þurfa að halda og vegið að velferðarkerf- inu almennt. Einkum er ráðist á þann rétt sem landsmönnum hefur í gegnum árin verið skapaður til heilsugæslu og mennta. Framlög til skóla eru skorin niður og þeim ætlað að afla sértekna þannig að ég fæ ekki betur séð en að skól- gjöld séu þarna inn í þrátt fyrir yfirlýsingar formanns þingflokks Alþýðuflokksins," sagði Steingrím- ur Hermannsson. Páll Halldórsson for- maður BHMR: Kjarasamn- ingar ráð- ast ekki af forsendum fjárlaga- frumvárps „FJÁRMÁLA- RÁÐHERRA hefur þær for- sendur í fjár- lagafrumvarpi sem liann telur réttar en það breytir engu um að hann verður að semja um kaup og kjör. Kjara- samningar ráðast ekki af þeim forsendum sem lagðar eru fram með fjárlagafrumvarpi hverju sinni. Það sem skiptir máli er hvað kemur út úr kjarasamning- um en ég man ekki eftir því að alvinnurekandi hafi lagt upp í samningaviðræður án þess að sjá öll tormerki á að hækka kaup. Við getum því ekki tekið forsend- ur frumvarpsins um engar launa- hækkanir á næsta ári alvarlega," segir Páll Halldórsson formaður BHMR. Páll sagðist ekki vera sáttur við það orðalag fjárlagafrumvarpsins, að endurmeta verði markmið vel- ferðarkerfisins. „Mér sýnist að það eigi að leiða til þess að velferðar- kerfið verði dregið saman en þar er ekki af miklu að taka. Það má endalaust deila um hvað sé aukin skattheimta. Ég tel að tekjur ríkis- ins eigi að byggjast á sköttum sem ráðist af tekjum manna, eignum og neyslu en það er óþolandi ef tekjur ríkisins eiga að byggjast á veikind- um fólks eða skólagöngu," sagði Páll. Ilann var inntur álits á fyrirhug- aðar breytingar á starfsmanna- stefnu ríkisins þar sem m.a. er gert ráð fyrir að lífeyrisréttindi ríkis- starfsmanna verði látin samsvara lífeyrisréttindum á almenna vinnu- markaðinu. „Með þessu væri verið að skerða kjör okkar og við liöfnum því. Að öðru leyti er óljóst hvað átt. er við með breyttri starfsmanna- stefnu í frumvarpinu. Ég tel að starfsmannastefna hljóti að snúast um hvernig samskipti ríkis og starfsmanna þess eiga að vera þannig að starfsemi þess gangi sem best,“ sagði Páll. • • Ogmundur Jónasson formaður BSRB: Kann ekki við þessi vinnubrögð ÖGMUNDUR ---------------- maður BSRB, segir að það sé | ekkert nýtt að ekki sé gert ráð ./ frumvarp er lagt fram. Breytingar á kauplagi eigi eftir að breyta þeiri mynd sem fram komi í fjárlagafrum- varpinu. „Hins vegar eru yfirlýs- ingar ríkisstjórnarinnar að und- anförnu nýmæli um að það eigi að rýra kaupmátt launa á næsta ári og mjög alvarleg tíðindi. Okkurtfínpst ekki síður al varlegt það semrfsegír í greinargerð frumavrpsins um breytingar á lífeyrisréttindum og öðrum starfsréttindum opinberra starfsmanna," segir hann. „Þarna segir að ríkið þurfi að hafa óskoraðan rétt til að færa -starfsfólk til og leggja störf niður. Þessi réttur er í rauninni fyrir hendi, en þær umgengnisvenjur hafa tíðkast að þegar grundvallar- breytingar eru gerðar á rekstrarfyr- irkomulagi stofnana er það gert í samráði við starfsfólk og samtök þess. Þegar störf eru lögð niður eða breytingar gerðar. er að finna ákvæði í kajarasamningum og lög- •um sem skilyrða þessar breytingar á ýmsan li'áil og tryggja réttindi r starfsfólks. Því má spytja hvort nú eigi að fara að hrófla við þessum réttindum. Þessu er dengt framaní fólk í fjölmiðlum og við kunnum ekki við þessi vinnubrögð sem eru í anda tilskipana og fyrirekipana. Þau er ekki í anda góðra umgengn- ishátta og eru ekki líkleg til að leiða til árangurs því þegar á að gera breýtingar er best að gera þær í góðu samstarfí vjð þá sem hlut eiga að málí,“ sagði Ögmundur. Hanri ságði áð mótsagnir fælust í að ætla þjóðinni að deila byrðunum en segja um leið að kauptöxtum verði haldið niðri og þeir rýrðir. „Ef menn ætla að ná árangri í kjara- samningum þurfa þeir að breyta þessu hugarfari," sagði hann. Ögmundur sagði að BSRB hefði varað við og mótmælt skattlagn- ingu á sjúklinga og skólafólk. „Hins vegar höfum við ekki viljað gefa okkur neinar lausnir fyrirfram. í "sumum tiivikum kann að þurfa að breyta rekstrarfyrirkomulagi og það er sjálfsagður hlutur að skoða hvernig má ná fram hagkvæmasta fyrirkomulaginu fyrir þjóðfélagið en það verður að gera á þeirri for- sendu að það verði réttlátt. Við telj- um að sjúklingaskattar og skóla- gjöld muni leiða til aukinnar mis- mununar," sagði hann. Ásmundur Stefáns- son forseti ASI um fjarlögin: Auka ójöfn- uðinn í þjóð- félaginu ÁSMUNDUR Stefánsson for- seti ASÍ, segir litlar líkur á að aðildarsamtök ASI muni sætta sig við að kaup verði óbreytt á næsta ári. „Það eru uppi kröfur um aukinn kaupmátt," segir hann aðspurður um forsendur tjárlagafrumvarpsins. „í frumvarpinu er augljóslega ekki um mikinn niðurskurð rektrar- útgjalda að ræða frá þessu ári að raunvirði. Reikningurinn er færður til og tekinn af notendum, nemend- um og sjúklingum, og hætta er á að heildaráhrif frumvarpsins verið að auka á ójöfnuðinn í þjóðfélag- inu,“ sagði Ásmundur. I máli hans kom fram að lánsfjár- þörf ríkisins yrði áfram mjög mikil skv. frumvarpinu. „Þegar við þáð bætist óheft húsbréfaútgáfa, með ríkisábyrgð, stefnir í að yfirspenna verði áfram á fjármagnsmarkaði og vextir haldist á því stigi sem þeir eru í dag. Ef það gengur eftir er hætt við að forsendur frumvarps- ins, um samdrátt í atvinnulífinu, verði að raunveruleika. Það er for- gangsverkefni að ná vöxtunum nið- ur og koma af stað uppbyggingu í atvinnulífinu,“ sagði Ásmundur. Hann sagði að á tveimur stöðum í frumvarpinu væri fjallað um ríkis- ábyrgðir, annars vegar á lánum og , hins vegar, á launum, sem sýndu I greinilega hversu félagslegt kerfi * fjármagnsins hefði forgang umfram félagslegt kerfi fólksins. „Vegna erfiðleika í atvinnurekstri er reikn- j að með því að útgjöld ríkisins vegna ríkisábýrgða á lánum til fyrirtækja aukist úr 300 milljónum í 550, sem er 83,3% aukning. Um leið er ríkis- ábyrgð á laun til fólks sem starfar hjá fyrirtækjum sem verða gjald- þrota lækkuð úr 548 milijónum í 100, eða um 81,8%. Það virðist heldúr ekki vera ætiunin að tak- marka gildandi heimildir um að fyrirtseki í góðúm rekstri geti keypt önnur fyrirtæki með uppsafnaðaii halla til að nýta hann sér til skatt- afrádráttar. Mér skilst til dæmis að uppsafnaður halii hraðfrystihúss Stokkseyrar sé 260-270 milljónir, seiti gæti þýtt að sá sem keypti það gæti lækkað skattgreíðslur sínar um 120 milljónir," sagði Ásmundur. „Það er gert ráð fyrir að veitt verði lán' iil byggingar eða kaupa 500-600 íbúða en nýlpga hefur nefnd metið að þörfin verði yfir 1.000 íbúðir á ári, þannig að það vantar mikið uppá að þörfinni verði fullnægt. Samhliða þessu er verið að tala um hækkun vaxta í félags- lega kerfinu pg jafnfram í almenna íbúðakerfinu. Hvorttveggja mun sæta miklum og þungum mótfnæl- um,“ sagði hann. Þá sagði hann að í frumvarpinu væri einnig gert ráð fyrir að matar- skatturinn yrði þyngdur því þar væri miðað við að endurgreiðslur á hluta af virðisaukaskatti á nauta- svína- og alifuglakjöti verði minnk- aðar. „Mér sýnast tölurnar benda til að draga eigi úr niðurgreiðslum á almennum búvörum með því að halda þeim óbreyttum í krónutölu. Ef niðurgreiðsla á mjólkurvörum helst óbreytt mun hækkun þeirra verða veruleg. Kostnaðarhækkan- irnar leiða til ennfrekari hækkunar útsöluverðs, sagði Ásmundur. „Þarna er líka talað um að fækka starfsmönnum Verlagsstofnunar um fimm og draga úr styrk til Neytendasamtakanna um nærri 60%. Hvorttveggja stingur í stúf við áherslu á verðlagsaðhaid og neytendavernd á komandi árif' sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.