Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 4. OKTÓBER 1991
Minning:
Asdís Sigrún
Guðm undsdóttir
Fædd 23. febrúar 1943
Dáin 28. september 1991
Að hryggjast og gleðjast
hér um fáa daga
að heilsast og kveðjast
það er lífsins saga.
(P.J. Árdal)
Það var á haustmánuðum 1986
að við komum saman nokl^rir ætt-
ingjar til að leggja drög að undir-
búningi fyrir ættarmót, sem halda
skyldi þá um sumarið. Við frænd-
fólkið sem vorum saman komin
þetta kvöld þekktumst misjafnlega
mikið, en áttum eftir að eiga marg-
ar góðar stundir saman þá um vet-
urinn við að undirbúa hið fjölmenna
ættarmót sem síðan var haldið í
júlímánuði.
I dag kveðjum við eina úr hópn-
um, Ásdísi Sigrúnu Guðmundsdótt-
ur, en hún lést langt fyrir aldur
fram eftir stutt en erfitt veikinda-
stríð.
Ásdís var dóttir hjónanna Ragn-
heiðar Olafsdóttur og Guðmundar
' Hannessonar, sem bæði eru iátin.
Þau eignuðust fjögur börn og var
Ásdís yngst þeirra, af þeim komust
tvö upp, en Ingi Ólafur bróðir henn-
ar lést í blóma lífsins 25 ára. Þau
ólust upp á Vesturbrautinni í Hafn-
arfirði við mikið ástríki foreldra
sinna. Var mjög náið samband milli
þeirra mæðgna alla tíð.
Ung að árum giftist hún Þórði
Árelíussyni, hófu þau búskap í
Kópavoginum og kom önnur okkar
mikið á heimili þeirra fyrstu hjú-
’skaparárin og minnist þeirra með
mikilli gleði. Ásdís og Þórður eign-
uðust þijá syni, Árelíus, sem er
stýrimaður, Ragnar Guðmund, við-
skiptafræðing, og Inga Olaf, nema.
Þeir hafa allir stofnað sín heimili
og eru barnabörnin orðin þrjú.
Þegar Ásdís frænka okkar er
kvödd á besta aldri kemur upp í
hugann hversu mikils virði það er
í stórri fjölskyldu sem okkar, að
haldin séu ættarmót, en þau stuðla
að því að frændfólkið kynnist bet-
ur, hafi tök á því að efla og styrkja
ættarböndin.
Þau eru ekki mörg árin sem liðin
eru frá ættarmótinu í Dölunum en
á þeim tíma hafa þau bæði kvatt
þetta líf, Ásdís og Guðmundur fað-
ir hennar.
Að leiðarlokum þökkum við allar
þær góðu stundir sem við áttum
með Ásdísi og minnist Alla æsku-
áranna með sérstakri hlýju ogþakk-
læti.
Innilegar samúðarkveðjur til þín
Þórður og drengjanna ykkar og
þeirra fjölskyldna. Blessuð sé minn-
ing hennar.
F.h. niðjanefndar Hannesar-
ættarinnar,
Aðalheiður og Sigurlaug
Látin er eftir skamma en mjög
erfiða sjúkdómslegu föðursystir
okkar, Ásdís Sigrún Guðmunds-
dóttir. 20. júlí sl. varð Ásdís fyrir
slysi, er hún var á ferðalagi í Eng-
landi ásamt eiginmanni sínum.
Gekkst hún undir áðgerð, þar er-
lendis, en skömmu eftir aðgerðina
fór að síga á ógæfuhliðina með
heilsu hennar. Eftir að hún var flutt
á sjúkrahús hérlendis, fyrir rúmum
mánuði síðan, uppgötvaðist að Ás-
dís var með alvarlegan sjúkdóm.
Gekkst hún undir stórar og erfiðar
aðgerðir vegana þessa, en sjúkdóm-
urinn hafði betur. Á þessum tíma
sýndi Ásdís slíkt hugrekki og æðru-
leysi að aðdáun vakti. I máli henn-
ar kom fram að hún vissi hvert
stefndi, en lét það ekki aftra sér í
að tala um drauma sína og fjöl-
skyldunnar. Elsti sonur hennar er
um þessar mundir að fjárfesta í
stærri fasteign og lét hún í ljós
skoðanir sínar og vilja þrátt fyrir
hversu helsjúk hún var.
Ásdís var mjög myndarleg kona,
dugmikil og nýttist það henni og
fjölskyldu hennar vel á lífsleiðinni.
Ásdísi var í blóð borið mikið hug-
rekki í ákvörðunum og allri fram-
kvæmd og því var hún vinsæll
starfskraftur -þar sem hún starfaði.
Ásdís hafði létta lund og var hún
hrókur alls fagnaðar þar sem hún
kom meðal fólks. Hafði hún þá eig-
inleika að sjá hið skoplega og
skemmtilega í fari fólks. Ásdís
frænka var listakokkur og nutum
við góðs af því er við heimsóttum
liana. Heimili hennar bar vott um
snyrtimennsku og góðan smekk.
Ásdfs var metnaðargjörn og vildi
að synir sínir gengju menntaveginn
og var henni umhugað um hag
þeirra.
P’oreldrar Ásdísar voru hjónin
Guðmundur S. Hannesson, sjómað-
ur, fæddur 25. júní 1906 í Dala-
sýslu, dáinn 27. apríl 1989 og Ragn-
heiður Ólafsdóttir, fædd 5. júní
1909 í Hafnarfirði, dáin 1. nóvem-
ber 1985.
Ásdís var yngst fjögurra barna
foreldra sinna, en systkini sín öll
hafði hún misst. Systur hennar lét-
ust sem kornabörn, Bjarney, f. 2.
mars 1930, lést 1. ágúst 1930, Sig-
ríður, fædd 23. desember 1933, lést
8. maí 1934. Bróðir Ásdísar, Ingi
Ólafur, fæddist 9. ágúst 1937, og
lést 14. nóvember 1962 aðeins 25
ára gamall.
20. október 1962 giftist Ásdís
eftirlifandi eiginmanni sínum Þórði
Bjarkar Árelíussyni, stýrimanni og
eignuðust þau fallegt heimili.
Byggðu þau sér hús á Garðaflöt í
Garðabæ. Síðar keyptu þau sér rað-
hús að Hlíðarbyggð 21, Garðabæ,
og bjuggu þau þar síðan. Eignuðust
þau Ásdís og Þórður þrjá myndar-
lega drengi: Árelíus Örn, fæddur
3. júlí 1962, sambýliskona hans er
Sesselja Jörgensen; Ragnar Guð-
mundur, fæddur 15. febrúar 1964;
og Ingi Ólafur, fæddur 9. febrúar
1972, unnusta hans erRutMagnús-
dóttir. Barnabörn þeirra Ásdísar og
Þórðar eru þijú.
Nú er lífsbaráttu Ásdísar lokið,
víst er ljúft að fá að sofna, en Ás-
dís var aðeins 48 ára gömul er hún
lést og er það ekki hár aldur. Við
vitum að nú hefur Ásdís frænka
okkar öðlast frið. Guð gefi henni
góba heimkomu.
Elsku Þórður, Alli, Sella, Raggi,
Ingi, Rut, barnabörn og aðrir vand-
amenn, megi góður Guð styrkja
ykkur á sorgarstund.
Guðmundur Ingi, Ragnheiður og
Ingi Ólafur
í dag er kvödd hinstu kveðju
mágkona mín Ásdís Sigrún Guð-
mundsdóttir, Hlíðarbyggð 21,
Garðabæ, eftir hetjulega baráttu
við ólæknandi sjúkdóm.
Ásdís fæddist og ólst upp í Hafn-
arfirði og voru ’foreldrar hennar
hjónin Ragnheiður Ólafsdóttir og
Guðmundur Hannesson, sjómaður
og síðan verslunarmaður, sem
bjuggu meðan Ásdís var í heima-
húsum á Vesturbraut 4. Foreldrar
Ásdísar eignuðust fjögur börn.
Tvær dætur þeirra dóu á barnsaldri
og bróður sinn missti Ásdís aðeins
25 ára gamlan, þegar hún sjálf var
tvítug, og tregaði hún fráfall hans
sárt og hafði söknuðurinn um hann
lengi áhrif á þessa geðríku og stór-
látu konu.
Ásdís varð gagnfræðingur frá
Flensborgarskóla 1959 og eftir það
skamman tíma í Kennaraskólanum,
en hætti og tók ásamt föður sínum
þátt í verslunarrekstri bróður síns
og _var í því afburða rösk.
Ásdis giftist í október 1962 Þórði
Árelíussyni veiðieftirlitsmanni og
eignuðust þau þijá syni, Árelíus
stýrimann, en sambýliskona hans
er Sesselja Jörgenssen, Ragnar
Guðmund, viðskiptafræðing, og
Inga Ólaf, menntaskólanema, og
er sambýliskona hans Rut Magnús-
dóttir. Barnabörn þeirra eru orðin
þijú.
Mestan hluta búskapar síns
bjuggu þau á Garðaflöt 33 sem þau
ung að árum réðust í að byggja.
Við húsbygginguna kom vel í ljós
hve úrræðagóð og föst fyrir hún
var, en það voru eiginleikar sem
einkenndu líf hennar. Fyrir áratug
fluttu þau sig um set að Hlíðar-
byggð 21.
Ásdís var ákaflega vinnusöm og
fyrirhyggjusöm kona og féll henni
sjaldan verk úr hendi, auk þess að
sinna heimili sínu vann hún alltaf
utan heimilis, nú síðast hjá verktak-
afyrirtækinu Gunnari og Guðmundi
sf.
Vegna starfa Þórðar, sem oft var
lengi fjarverandi á sjónum, kom það
í hennar hlut að sjá um allt sem
snéri að heimilinu, eins og títt er
um sjómannskonur. Bar hún hag
fjölskyldu sinnar mjög fyrir bijósti
og vildi veg hennar sem mestan.
Velgengni sona hennar gladdi hana
mjög mikið, og reyndust þeir henni
mjög vel. Hún var ákaflega ánægð
með tengdadætur sínar og barna-
börn. Aðdáunarvert var hve þetta
unga fólk reyndist henni vel í veik-
indum hennar.
Að leiðarlokum vakna upp marg-
ar minningar, það var oft glatt á
hjalla kring um þau hjónin og hafði
Ásdís mjög gaman af hvers konar
mannfagnaði og var hún hrókur
alls fagnaðar á slíkum stundum.
Við Hildur söknum góðs vinar,
sem alltaf var boðin og búin að
aðstoða ef einhvers þurfti með. Fjöl-
skyldu hennar sendum við innilegar
samúðarkveðjur. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Sæmundur Árelíusson
Hún Ásdís frænka okkar er fallin
frá, mikið er heimurinn óútreiknan-
legur. Hvernig stendur á því að svo
kraftmikil og ákveðin kona skuli
vera hrifsuð frá okkur á svo skjótan
hátt, kona sem var í blóma lífs síns.
Þarna er enn einu sinni staðfest hve
örlögin ráða miklu um líf hvers og
'eins í þessari veröld.
Við komum oft til frænku okkar
í Garðabæinn og dvöldum þar í
góðu yfirlæti. Einnig kom fjölskyld-
an til okkar og dvaldi hjá okkur.
Það mynduðust sterk bönd milli
okkar sem urðu óijúfanleg allt fram
á síðustu stund hennar.
Myndarskapur hennar og rausn
var okkur ógleymanlegt í fjöl-
skylduboðum og á gleðistundum.
Alltaf fundum við hvað við vorum
hjartanlega velkomin og oft var þá
glatt á hjalla. Heimili hennar var
alltaf hreint og strokið svo að hvergi
mátti sjá ryk eða óhreinindi og allt
var í röð og reglu hjá henni innan
sem utan heimilisins. Hún frestaði
aldrei neinu verki til morguns sem
hún gat unnið í dag, í þetta lagði
hún metnað sinn. Hún var ákaflega
fyrirhyggjusöm ef eitthvað mikið
stóð til og gaf hún sér jafnan góðan
tíma til undirbúnings. Alltaf var
gott að leita til frænku þegar eitt-
hvað vantaði og ef um var að ræða
einhveijar ráðleggingar eða eitt-
hvað bjátaði á þá var enginn betri
en hún til að leysa hverskonar vand-
amál. Hún var sérstaklega ráðagóð
og átti svo auðvelt með að finna
auðveldustu lausnir á ölju.
Þegar við kveðjum Ásdísi með
söknuði er okkur efst í huga þakk-
læti fyrir það að hafa átt með henni
samleið og vitum að vel verður tek-
ið á móti henni handan við hliðið.
Frændfólkið Suðureyri.
I dag komum við saman í Hafnar-
fjarðarkirkju til að kveðja vinkonu
okkar Ásdísi Sigrúnu Guðmunds-
dóttur, sem andaðist í Borgarspítal-
anum laugardaginn 28. september
sl., eftir erfið veikindi, sem hún
hefur háð baráttu við í marga mán-
uði.
Við höfum verið 6 saman í saum-
aklúbb í 25 ár og þegar litið er til
baka er margs að minnast. Börnun-
um höfum við fylgst með frá fæð-
ingu þeirra, barnaskólaárunum,
unglingsárunum, framhaldsnámi og
nú eru þau flest gift og við höfum
fengið að kynnast tengdabörnunum
og sagan farin að endurtaka sig,
því barnabörnin ei'u tekin við. Já,
þetta eru ógleymanlegar stundir.
Það var alltaf gott að koma til
Ásdísar enda var hún höfðingi heim
að sækja. Fallegt og snyrtilegt
heimili hennar, myndarskapurinn
og glæsiiegt veisluborðið var til
fyrirmyndar. Það var gaman að
vera með Ásdísi, hún var kát og
fjörug, sagði mjög skemmtilega frá,
sá strax spaugilegu hliðarnar á
málunum og fannst gaman í góðum
félagsskap.
Sumar okkar í klúbbnum hafa
þekkt Ásdísi frá bernsku og var hún
með okkur í Lækjarskóla og svo í
Flensborg og var hún með okkur í
bekka þó hún _væri einu ári yngri.
Það reyndist Ásdísi ekki erfitt að
fylgja þeim árgangi eftir enda var
hún vel gefin og fljót að átta sig á
hlutunum.
Ásdís var fædd 23. febrúar 1943,
dóttir hjónanna Guðmundar Hann-
essonar og Ragnheiðar Ólafsdóttur.
Einn bróður átti hún sem komst
upp, en hann lést á þrítugsaldri
eftir mikil veikindi þá nýgiftur og
þriggja barna faðir.
Eiginmanni hennar, Þórði Árel-
íussyni, og fjölskyldu sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Saumaklúbbunnn
t
Konan mín, móðir og tengdamóðir,
ARNDIS ÞÓRÐARDÓTTIR,
Auðarstræti 17,
Reykjavík,
andaðist i Landspítalanum að kvöldi 2. október.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ólafur Ólafsson,
Alda Gísladóttir, Brynleifur Sigurjónsson.
t
Faðir okkar,
MAGNÚS THORBERG
andaðist í Borgarspítalanum 2. október.
Þorbjörg Gyða Thorberg,
Kristin Thorberg,
Helga Thorberg,
Gústaf Magnússon.
Þetta er minning'arkort
Slysavarnafélags íslands
Skrifstofan sendir þau bæði
innanlands og utan.
Þau fást með enskum, dönskum eða
þýskum texta.
Sími SVFÍ er 27000.
Gjaldið er innheimt með gíró.
Maðurinn minn, er látinn. t BJARNI SIGURÐSSON frá Mosfelli, Aðalbjörg Sigríður Guðmundsdóttir.
Sonur minn, t BALDVIN KARLSSON, Grundarhúsi 12,
Reykjavík,
andaðist 21. september. Jarðarförin hefur farið fram.
Erla Þorsteinsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ELÍNAR ÓLAFS.
Valgerður Guðmundsdóttir, Magni Guðmundsson,
Bergljót Ólafs, Ólafur Björgúlfsson,
Ástríður Ólafs,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför
SVEINBJARNAR ÞÓRÐARSONAR,
Ólafsbraut 30,
Ólafsvík,
verður gerð frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 5. október kl. 15.
Systkini hins látna.