Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.10.1991, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ■ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER .1»991 Ast er . . . d )] Jrí ■"ítj? 5 -3í ... að losa um tappanrt fyr- ir hana. TM Reg. U.S. Pat Off. — all nghts reserved ® 1991 Los Angeles Times Syndicate Jafnrétti Um daginn varð mér gengið fram hjá barnaskóla í frímínútunum og varð þá litið inn á skólalóðina. Mer bara brá. Þarna mátti sjá unga drengi leika sér í fótbolta, en stelp- urnar stóðu við völlinn og höfðu í frammi bandaríska klappstýru- stæla með ópum, köllum og villi- mannadönsum. Og ég sem hélt að við stefndum í átt til jafnréttis. Ég sé ekki betur en að hér hafi verið stigið skref til baka frá því ég var í barna- skóla fyrir ekki nema rúmlega tíu árum. Þá voru stelpurnar virkar. Yfirleitt spiluðu þær þó brennibolta en strákarnir fótbolta. Þó voru til strákar sem kusu heidur brenni- boltann og eins stelpur sem voru í fótboltanum og enginn hafði sko neitt við það að athuga. Oft vorum við í fótboltanum allt að tuttugu krakkar í hvoru liði þar sem hver veltist um annan þveran og fæstir komu nokkru sinni nálægt boltan- um. En það gerði heldur ekkert til. Markmiðið var að skemmta sér og það gerðum við svo sannarlega. Nú sé ég ekki betur en að strák- arnir séu allt í einu orðnir aðalat- riðið. Eiga þá stelpurnar bara að vera einhver klappdýr fyrir þá? Fá þær ekki að vera með í leiknum? Eða hafa þær kannski engan áhuga á öðrum og meira krefjandi hlutverkum en að standa til hliðar og horfa á? Kannski vilja krakkarnir sjálfir hafa þetta svona en er það ekki öfugþróun? Svari sá sem veit. Jafnréttissinni. Busavígslur Hinar svokölluðu busavígslur, sem tíðkast í mennta- og framhalds- skólum landsins, hafa verið talsvert í fréttum undanfarið og undrar marga ofbeldið sem þar viðgengst með þöglu samþykki yfirmanna skól- anna. í umræðum meðal fólks heyr- ir maður æ fleiri foreldra tala um það að kennarar og skólastjórar þori ekki af hræðslu við að styggja nemendur, væntanlega, að sýna aga og taka á málunum af festu og manndómi. Þeir húki bak við luktar dyr með fingur í kross og biðji þess í hljóði að þetta árið verði nú engin alvarleg slys á ungu nýnemunum sem þeir eiga að heita ábyrgir fyrir. Þessir menn mega vita það að virð- ing foreldra og nemenda fyrir þeim fer þverrandi og hefur sennilega sjaldan verið minni. Það er sárt til þess að vita, á sama tíma og almenn- ingur hefur áhyggjur af vaxandi ofbeldi í þjóðfélaginu skuli það látið viðgangast í menntastofnunum landsins. Skólastjórar og kennarar: Mannið ykkur nú upp, og sýnið í verki að þið hafið stjóm skólanna á ykkar hendi, bannið busavígslurnar strax og takið fallega og manneskjulega á móti ykkar næstu nýnemum. Það er alveg öruggt að með því að sýna röggsemi og þor mun virðing fólks fyrir ykkur vaxa á ný. Móðir. Þessir hringdu . .. Umferðarómenning Umferðarómenning við Snorra- brautina lá gamalli konu á hjarta. Hún sagði það hræðilegt að sjá hvernig fólk hagaði sér í umferð- inni. Fullorðið fólk færi yfir göt- una þrátt fyrir rauð ljós og teymdi með sér börnin. Nú væri búið að setja girðingu eftir miðri Snorra- brautinni svo að fólk væri ekki að ana alls staðar yfir en það dygði þó skammt því hún hefði orðið vitni að því að fólk skriði hreinlega í gegnum girðinguna. Annað sem hún vildi nefna í sam- bandi við umferðina á Snorra- brautinni væri það að bíistjórar mættu beygja inn á Snorrabraut- ina af Laugaveginum á sömu Ijós- um og gangandi vegfarendum væri ætlað að fara yfir Snorra- brautina og það væri mjög baga- legt. Þessi gamla kona vildi þó undirstrika það að fólk gæti ekki kennt öðrum um það sem það sjálft hefði valdið með óaðgætni. Éins yrði að hafa í huga að börn- in lærðu það sem fyrir þeim væri haft. Daglegt mál á versta tíma Hlustandi vildi vekja máls á því að búið væri að færa hinn gamal- gróna menningarþátt Daglegt mál á Rás 1 til í dagskránni. Nú væri hann hafður klukkan 19.55 en hefði áður verið kl. liðlega hálf átta á kvöldin. Hlustandi sagði afleitt að færa þáttinn svona til og nú væri hann á versta tíma sólarhringsins því vitað væri að flestir myndu slökkva á Rás eitt rétt áður en fréttir hæfust í sjón- varpinu. Að sögn hlustanda er það fyrir neðan allar hellur að pota þessum ágæta þætti á svona slæ- man tíma í dagskránni. Bónus í vesturbæinn Torfi Ólafsson vildi gera fyrir- spurn um það hvort ekki væri von á versluninni Bónus í vesturbæ- inn. „Það eru Bónusverslanir út um allt í austurbænum en vest- urbæingar vilja líka versla ódýrt,“ sagði Torfi. Illa hirtur stigi Ásta hringdi og vildi benda á það að göngin undir Miklubraut- ina væru yfirleitt ágætlega þrifin en stiginn upp að biðskýlinu væri afar sóðalegur. Ruslið væri svo mikið að varla sæist í jörðina. Fundið gullúr Gullúr fannst stutt frá Félags- heimilinu í Kópavogi sunnudaginn 29. september. Upplýsingar eru gefnar í síma 40927. HÖGNI HREKKVÍSI „þó SEGlR EKJCI !? HA ?- .5E5£>(J A1ÉR /MEIRA.'.." Víkverji skrifar Víkveiji dagsins kom um helg- ina í Perluna á Öskjuhlíð. Þar gaf m.a. að líta sýningu á myndum eftirþýzkan listamann, H. D. Tylle að nafni. Uppistaðan í sýningunni eru fnyndir frá íslandi, en samkvæmt upplýsingum í smáriti, sem gestir fá (reyndar hélt Víkveiji að rit þetta væri afsprengi textavarps sjónvarpsins, því að æviágrip lista- mannsins hét þar ,,!viagrip“) hefur Tylle komið þrisvar til Islands. Víkveiji hafði mikla ánægju af að skoða íslandsmyndir Tylle ( og reyndar hinar líka). En það er miður að mati Víkveija, að mynd- irnar eru ómerktar og engin nafn- askrá liggur frammi, „ því lands- lag yrði lítils virði, ef það héti ekki neitt“. xxx Víkveija hefur borist eftirfar- andi bréf frá Örnólfí Thorla- cius, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. „í Víkveija miðvikudaginn 25. september er vikið að fram- kvæmdum á lóð Menntaskólans við Hamrahlíð. Þar er því haldið fram að í haust hafi verið „ráðist í að malbika nokkur ný bílastæði við skólann", jafnframt því sem yfirvöld skólans hafi „um langt árabil ... látið undir höfuð leggjast að ganga frá lóðinni kringum bíla- stæðin". Hér gætir nokkurs misskiln- ings. Menntaskólinn við Hamra- hlíð þjónar í vaxandi mæli fötluð- um nemendum, m.a. hreyfihöm- luðum. Undánfarin ár hefur verið unnið að því að gera skólahúsið fært hjólastólum og þvi takmarki er nú að mestu náð. Framkvæmd- irnar á lóðinni, sem Víkveiji getur um, eru liður í þessu. Verið er að létta hreyfihömluðum nemendum aðkomu að skólanum með braut- um fyrir hjólastóla að suðurdyrum skólans og að tveimur lausum kennslustofum úti fyrir suðurhlið hans. Jafnframt verða á þessu svæði, sem allt verður malbikað með hitalögnum, nokkur bílastæði merkt fötluðum. Það er alltaf matsatriði hvemig veija beri takmarkaðri fjárveit- ingu til viðhalds og nýfram- kvæmda við opinberar byggingar. Stjórnendur Menntaskólans við Hamrahlíð hafa, í samráði við byggingardeild menntamálaráðu- neytisins, lagt áherslu á ýmsar endurbætur inni í skólanum, með- al annars á lyf um, rýmkun á sal- ernum og annað til hagsbóta fötl- uðum nemendum. Einnig þurfti að veija húsið skemmdum vegna þakleka og sprunginna glugga, endurnýja úr sér gengnar lagnir o.fl. Vissulega er enn eftir að ganga sómasamlega frá lóð skólans. Von- andi kemur brátt að því, en í ljósi þess sem hér er skráð leyfi ég mér að mótmæla því að við höfum látið það undir höfuð leggjast um langt árabil."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.