Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLÁ'ÐI© FÖSTUDÁGUR 1. NÓVEMBÉR1991 Það eru fleiri leiðir færar, Einar Oddur eftir Guðmund Gunnarsson Það hefur ekki farið fram hjá neinum að vinnuveitendur eru að búa sig undir kjarasamninga. Þeir eru byrjaðir að barma sér og telja sjálfum sér og öðrum í trú um að ef laun hækki þá muni fyrirtækin stöðvast og allshetjar atvinnuleysi blasa við. Grátkórinn úr Garða- strætinu með Einar Odd í broddi fylkingar kemur í sífellu fram í fjölmiðlum og dregur upp svo svart- ar myndir af framtíðinni, að börn og taugaveiklað fólk er andvaka um nætur og hugsar með hryllingi tii þess atvinnuleysis og hungurs sem við blasir fljótlega upp úr ára- mótum rætist spár þeirra. Er bjarg- vætturinn að vestan sokkinn í sænskar vandamálamyndir? Vanda- málaumræðan glymur og hvatning til þess að gera betur og standa sig er horfin. Meðalmennskan og for- sjármennskan er allsráðandi. Hvers vegna þurfúm við að búa við svona vinnubrögð? Af hverju þurfa forystumenn vinnuveitenda í sífellu þegar að samningum dregur, að fara upp á háaloft í Garðastræt- inu og taka fram garmana, betli- stafinn og grátklútana. Af hveiju er ekki hægt að setjast niður og ræða hin raunverulegu vandamál? Nóbelskáldið okkar sagði á ein- um stað í Innansveitarkróniku. „Því hefur verið haldið fram að íslend- ingar beygi sig lítt fyrir skynsam- legum rökum, fjármunarökum varla heldur, en þó enn síður fyrir rökum trúarinnar, en leysi vandræði sín með því að stunda orðhengilshátt og deila um tittlingaskít sem ekki kemur málinu við, en verði skelf- ingu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna málsins.” Við verðum að ráðast að rótum vandans og finna leiðir til þess að hækka kaupmátt launa. Launþegar hafa undanfarna áratugi sætt sig við alltof lága launataxta á grund- velli þess að vinna ofboðslega mikla yfirvinnu. Nú verður þessi leið ekki lengur gengin. Við búum í alltof ríkum mæli við umsamda launa- taxta sem eru undir því sem viður- kennt er að hægt sé að lifa af. Það er svo á valdi vinnuveitandans hvað honum þóknast að „yfírborga” launataxta hveiju sinni. Atvinnurekendur þurfa margir hveijir ekki að vanda sig við rekst- urinn. Evrópskar fiskvinnslustöðvar kaupa fiskinn okkar á yfir 100 kr. kílóið og framleiða úr honum verð- mæta fullunna vöru, sem seld er um víða veröld sem sérstök gæða- vara. íslensk fyrirtæki segjast ekki ráða við að kaupa fískinn á yfír 40 kr. kílóið. Þau fara hvert af öðru á hausinn og grátkórinn í Garða- strætinu volar yfir of háu kaupi, í stað þess að hvetja sína menn til dáða, skoða hvað það er sem í raun skapar rekstrarvandann og ráðast að því? Skuldir fyrir hundruð milljóna króna eru færðar yfir á ríkiskass- ann. í dag er besta hráefni sem þekkist til fískvinnslu sent allt að átta daga gamalt yfir hafíð óunnið í hendurnar á erlendu vinnuafli. Nú stendur til að gera enn betur við erlendu fyrirtækin, það á að senda ódýra íslenska orku á eftir fiskinum, til þess að tryggja enn betur stöðu erlendu fiskvinnslufyr- irtækjanna í samkeppninni við þau íslensku. Það eina sem grátkórinn í Garðastrætinu hefur til málanna að leggja er að kaupið sé of hátt og starfsemi stéttarfélaga sé óþörf. Leggja eigi niður fijálsa samnings- gerð og forgangur meðlima stéttar- félaga til vinnu sé ógeðfelldur. Mig langar til þess að börnin mín búi á íslandi, en hvernig á það að geta orðið, ef við erum búin að senda hráefnið og orkuna út. Ekki lifum við af innflutningi og verðbréfasölu. Orkuver veitir ekki mörgum vinnu, það veitir mörgum atvinnu meðan á byggingu stendur, í rekstri vinna þar 5-10 manns. Með sama áfram- haldi verður ekkert að gera hér fyrir börnin okkar og þær skuldir sem vei’ður búið að steypa þjóðinni í verða henni óviðráðanlegar. Börn- in okkar verða að flytja til Evrópu og fá þar vinnu við að vinna íslensk- an fisk með íslenskri orku. Afrakstur vitlausra fjárfestinga Það er viðurkennd staðreynd að það er ekki ófriður á vinnumarkaði og kjarabarátta sem hefur ákvarðað kjör hér á landi, heldur afrakstur fjárfestinga ríkissjóðs og fyrir- tækja. Hallarekstur og mikil fjár- þörf ríkissjóðs heldur uppi háu vaxt- astigi. Ef ríkisútgjöld nást ekki nið- ur verða vextir háir, alltof háir. Það bitnar á fyrirtækjum og heimilum af fullum þunga. Við höfum búið við ábyrgðarlausa stjórnmálamenn sem hafa notað aðstöðu sína og fjár- fest til þess að tryggja sig í sessi í sínu kjördæmi, án þess að því er virðist að leiða hugann að þeim afleiðingum sem hlytu að dynja á þjóðinni. Um síðustu áramót voru skuldir þjóðarbúsins 175 milljarðar. Guðmundur Gunnarsson „Við þurfum að losa það fjármagn sem hef- ur verið bundið í óarð- bærri fjárfestingu og nýta það til þess að byggja upp arðbært at- vinnulíf og minnka skuldir þjóðarbúsins.” Síðustu tvo áratugi höfum við fjár- fest í landbúnaði um 58 milljarða, í fískveiðum rúmlega 83 milljarða, í fískvinnslu rúmlega 41 milljarð. Það hafa verið leidd að því gild rök að fiskveiðiflotinn er 25-40% of stór, út frá þessu má reikna út að við höfum fjárfest allt að 24 millj- örðum of mikið í fiskveiðiflotanum. Sú fjárfesting sem hefur átt sér stað í landbúnaðinum hefur skilað sér í miklum umframbirgðum. Allir þekkja þá stöðu sem fískeldi og loðdýrarækt eru í. Það hefur verið sýnt fram á að við höfum ijárfest 25% of mikið í fískvinnslunni, 25% of mikið í land- búnaði. Ef þetta er reiknað til dags- ins í dag með 5% raunvöxtum þá svarar þessi offjárfesting til 88 milljarða króna, eða liðlega helm- ings allra skulda þjóðarbúsins. Ef loðdýrarækt og fiskeldi er tekið til viðbótar, þá nálgast summan í of- fjárfestingu 100 milljarða króna. Fjárfesting þarf ekki að vera uppspretta hagvaxtar, of mikil fjár- festing hamlar þvert á móti gegn hagvexti. Við þurfum að efla hag- kvæmni og auka framleiðni. Við þurfum að losa það fjármagn sem hefur verið bundið í óarðbærriijár- festingu og nýta það til þess að byggja upp arðbært atvinnulíf og minnka skuldir þjóðarbúsins. Við gerð þjóðarsáttarsamninga tóku aðilar vinnumarkaðarins fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönn- um og sýndu fram á að það er hægt að ná árangri. Við höfum margítrekað þurft að minna þá á þjóðarsáttina til þess að halda aftur af þeim í gjaldskrár- og vaxtamál- um. Auknar álögur verða ekki sótt- ar í vasa launþega hvort sem þær heita skattar eða þjónustugjöld. Fyrirtæki og stjórnmálamenn verða að sýna meiri ábyrgð í fjárfestingu. Það þýðir ekki að hrópa „úlfur, úlf- ur” í sífellu við upphaf kjarasamn- inga, það verður að horfast í augu við vandann og takast á við hann. Það hefur margt heppnast af því sem stefnt var að við gerð þjóðar- sáttar þrátt fyrir að spáð hefði ver- ið öðru. Verðbólga hefur verið við 7%, kaupmáttur haldist svipaður og hann var við upphaf samnings- tímans, jafnvel aukist nokkuð. ★ í komandi kjarasamningum verð- um við að tryggja en betur þann árangur sem hefur náðst. Við búum yfír miklum tækifærum. Við eigum mikla ónotaða orku í fallvötnum og jarðvarma, meiri en samanlögð orkunotkun Danmerkur. Við eigum mikinn mannauð í vel menntuðu vinnuafli. Menntun ein og sér skap- ar ekki atvinnutækifæri og aukinn hagvöxt. Við þurfum að losa fjár- magn sem er bundið í vitlausri fjár- festingu, nota það til þess að beisla orkuna í fallvötnum og hinu vel- menntaða vinnuafli sem við eigum. Það gerum við ekki með því að ganga um með betlistafínn, volandi um að laun séu upphaf og endir alls (hins illa) og vera ekki til við- ræðu um annað. Við eigum ekki að bíða eftir framtíðinni í svart- nætti þar sem vandamálaumræðan glymur, við eigum að skapa fram- tíðina. Hentu frá þér betlistafnum, Einar Oddur, og líttu upp. Höfundur er formaður Félags íslenskra rafvirkja. 0DEXION MAXI-plastskúffur varðveita smáhluti Margar stœrðir og litir fyrirliggjandi. ( LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Simi (91)20680 Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída: Holdið er veikt Fort Lauderdale, sem er rétt fyrir norðan Miami á Flórída- skaganum, er indæll bær. Mikið átak hefur verið gert til þess að efla menningarlíf og fagrar listir, en bærinn er fyrst og fremst ferðamannabær og hafnarborg. Meðal hinna mörgu stóru skipa, sem hér koma, eru herskip. Þeir, sem vilja laða að ferðamenn og sjóliða, tefla oft á tæpasta vaðið í siðgæðismálunum, þegar skyndigróðinn er annars vegar. Fyrir utan mýgrút af veitinga- húsum og ölstofum (sumir kalla borgina Fort Liquordale), hafa sprottið upp næturklúbbar þar sem fatafella eða ertinekt hafa náð hápunkti. Ungar dansmeyjar fella af sér allar spjarirnar og erta viðskiptavinina með fullko- minni nekt sinni. Meira að segja hafa verið settar á fót kaffistof- ur, sem selja kleinuhringi, þar sem gengilbeinurnar eru berar niður að beltisstað. Ymislegt ann- að hafa siðlausir menn afrekað í Fort Laluderdale, sem ekki er hægt að flokka undir menning- artilþrif. En svo var Doug Danziger kosinn í borgarráð, og þá máttu siðleysingjarnir fara að vara sig. Doug þessi var sannkristinn fjöl- skyldumaður, sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann gat ekki þolað, að sín heittelskaða borg yrði gerð að syndabæli, þar sem berar konur dönsuðu uppi á borð- um fyrir framan ölvaða utanbæj- armenn og reyndar bæjarbúa, sjáandi tvöfalt út af vímunni og kannski konur með fjögur brjóst. Doug Danziger ofbauð og hann ákvað að gera eitthvað í málinu. Lét hann nú heldur betur að sér kveða í borgarráðinu. Hann barðist með kjafti og klóm fyrir bættu siðferði í borginni og fékk í lið með sér ýmsa kirkjunnar menn, kvenréttindakonur og marga siðferðispostula. Fjölmiðl- arnir voru notaðir til hins ýtrasta. Eftir mikinn bardaga vannst hálf- ur sigur á síðasta ári. Vín- veitingaleyfi voru tekin af klúbb- um og ölstofum, sem leyfðu dans- meyjum að fella öll föt. Til þess að halda vínveitingaleyfí urðu staðirnir að skikka meyjarnar ti! þess að hylja „verstu” partana. Þær dansstúlkur, sem ekki vildu sætta sig við að dúða sig þannig, gátu haldið áfram að klæða sig úr öllu á klúbbum og ölstofum, þar sem ekkert var hægt að fá ölið. Doug Danziger vissi, að allsg- áðir gestir myndu varla hafa hug- rekki til þess að horfa upp undir allsbera kvenmenn! Svona tókst honum með klókindum að af- vopna beru barina að miklu leyti. Aðsóknin hefur minnkað mjög mikið, og eru eigendurnir og sér- staklega dansmeyjarnar mjög reiðar út í hann fyrir að vera að skifta sér af því, sem honum kem- ur ekki við. En allir borgarar með háfleyga siðgæðistilfinningu hófu Doug Danziger til skýjanna og prísuðu hann fyrir hugrekki og vaska framgöngu. Nú víkur sögunni til heiðurs- hjónanna Kathy og Jeff Willets, sem búa í einni af útborgum Fort Lauderdale. Hann er í sýslulög- reglunni en hún afdönkuð dan- smær. Ekki er hún beint snoppu- fríð, en annars alls ekki ósnotur kvenmaður. Fyrir um tveimur mánuðum voru þau hjón handtek- in fyrir vændi. Hún var ákærð fyrir sjálft vændið, en hann fyrir að hafa séð um bókhaldið. Einnig var upplýst, að hann hefði falið sig í klæðaskáp á meðan konan var við iðju sína og punktað þar niður ýmislegt athugavert við starfsemina og jafnvel fest suma viðskiptavinina á myndband, þá er þeir puðuðu í sveita síns andlit- is og annarra líkamshluta í grasa- garði konu hans. Þegar hjónakornin voru hand- tekin og færð niður á lögreglu- stöð, komust strax á kreik sögur um það, að Kata litla hefði verið mjög afkastamikil, og hefðu margir viðskiptavina hennar verið þekktir menn úr stjórnmála- og viðskiptalífi Fort Lauderdale. Var líka sagt, að eiginmaðurinn hefði haldið nákvæman lista yfír kúnn- ana, og hefði einnig í höndum skriflegar lýsingar og jafnvel myndbönd af athöfnum þeirra og atgervi. Var giskað á það, að hjónin framtakssömu hefðu ætlað að beita þessa menn fjárkúgun seinna meir. Kemur nú aftur fram á vett- vanginn siðferðispostulinn af fyrstu gráðu og fjölskyldumaður- inn sannkristni Doug Danziger. Daginn eftir handtöku títtnefndra Willets-hjóna sagði hann sjálfan sig fyrirvaralaust úr borgarráðinu vegna „persónulegra” vanda- mála. Fjölmiðlarnir voru ekki lengi að komast að hinu sanna: Doug Danziger var efstur á list- anum hjá Kathy og aðalstjarnan á myndböndum manns hennar. Fannst mörgum borgaranna skörin vera farin að færast upp í bekkinn og hræsnin heldur betur í hávegum höfð. Hjónin ákærðu fengu sér lög- fræðing að nafni Ellis Rubin, sem þekktur er fyrir að taka að sér umdeild mál, og er sérfræðingur í að nota sér fjölmiðlana sér og skjólstæðingum sínum til fram- dráttar. Byijaði hann á því að halda fjölmiðlafund, þar sem hann lýsti því yfir, að eymingja Kata Willets væri haldin mjög slæmri brókarsótt, og hefði orðið að grípa til vændis til þess að lina þjáningarnar. Ekki hafði bætt úr skák, sagði Ellis, að Jeff hefði haft mjög lítinn áhuga í þessum efnum og væri næsta ónýtur. Kata talaði sjálf við fjölmiðla- fólkið og var stundum með þján- ingarsvip en þess í milli var sem hún glotti. Hún sagði, að sér nægði ekki minna en að hafa kynmök minnst átta sinnum á dag! Kvað hún greiðslur við- skiptavinanna hafa verið algert aukaatriði. Þeir hefðu óumbeðið skilið eftir peninga. Bókhald hins nákvæma eiginmanns sýndi, að Kata hafði halað inn allt að $ 2.000 suma dagana. Það þykja ekki litlir peningar, jafnvel hérna í henni Ameríku. Yfii’valdið vildi lítið mark taka á brókarsóttarkenningunni, en lagði hald á listann fræga og yfir- heyrði fjölda manna, sem þar voru skráðir. Samt tókst að halda listanum leyndum, þótt kjaftasög- urnar gangi greitt. Nú er Kata búin að snúast á móti Jeff og segir, að hann hafi þvingað sig til að stunda vændið í hagnaðar- skyni. Réttarhaldið verður seinna í vetur og gef ég ykkur þá ef til vill aðra skýrslu um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.