Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 24
24| MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991 MORGUNBLÁÖIÐ 'FÖSTÖÓAGtíR L NÓVEMBER 1901 * Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Vöxtur ferðaþjón- ustunnar Ferðaþjónusta á íslandi hefur eflzt mikið á undanförnum árum og er nú orðin ein mikil- vægasta atvinnugrein lands- manna. Ferðaþjónusta veitir miklum ijölda manna vinnu, og hún aflar þjóðarbúinu mikilla gjaldeyristekna. Þá er ferða- þjónustan sú grein islenzks at- vinnulífs, sem einna sízt er háð sveiflum og það er mikilvægt á tíma samdráttar og aflaniður- skurðar. Fjöldi erlendra ferðamanna, sem heimsækja ísland á þessu ári, er ætlaður um 145 þúsund manns og er það um 2—3% aukning frá fyrra ári, sem var metár, hvað aukningu varðar, en hún nam þá 8,6%. Samkvæmt tölum Seðlabankans er áætlað, að erlendir ferðamenn skili 12—12,5 milljörðum króna í þjóðarbúið í ár. Þetta þýðir að ferðaþjónustan er þriðja mikil- vægasta atvinnugreinin miðað við gjaldeyrisöflun, næst á eftir sjávarútvegi og iðnaði og er stóriðjan þá tekin með í dæmið. Ársverk eru áætluð um 6 þúsund í ferðaþjónustunni eða um 5% af vinnuaflinu. Tölur þessar eru varlega áætlaðar, en það orð hefur lengi legið á, að gjaldeyris- tekjur af ferðamönnum skili sér ekki að fullu til bankanna, svo og er erfitt að meta, hvaða störf skuli teljast til ferðaþjónustu og að hve miklum hluta, t.d. hjá leigubílstjórum og afgreiðslu- fólki. Þá má glöggt ráða, hversu mikilvæg atvinnugrein ferða- þjónustan er orðin í efnahagslíf- inu, að raunaukning gjaldeyris- tekna af henni óx um 60% á sl. íjórum árum og búizt er við, að hún skapi um 2 þúsund ný störf í landinu fram til aldamóta. Vöxturinn er hreint ótrúlegur. fjöldi erlendra ferðamanna, sem sótti landið heim, var 65.921 árið 1980, að ekki sé minnst á að ferðamennirnir voru aðeins 4.393 árið 1950. Um þessar mundir stendur yfir könnun á komum erlendra ferðamanna til íslands á vegum ferðamálanefndar Norðurlanda- ráðs í samráði við Ferðamálaráð íslands, Byggðastofnun, Flug- leiðir hf., Félag ísl. ferðaskrif- stofa og Samband veitinga- og gistihúsa. Könnunin stendur yfir í eitt ár og nýlega voru birtar niðurstöður úr könnuninni, sem gerð var í júlí og ágúst sl. Mjög athyglisverðar og fróðlegar upp- lýsingar komu þar fram. Er- lendu sumargestirnir eru flestir úr hærri tekjustigum í heima- löndum sínum eða um 50%, um 40% hafa meðaltekjur en aðeins um 10% hafa tekjur undir með- allagi. Um fjórðungur er há- skólamenntaður, um 13% eru atvinnurekendur og stjórnendur og um 8% eru úr verkalýðsstétt. Heildarútgjöld hvers erlends ferðamanns námu um 122 þús- und krónum, þ.e. fargjöld og dvalarkostnaður, eða um 13 þúsund krónur á dag að jafn- aði, en það eru hærri útgjöld en opinberar tölur sýna. Heildar- tekjur af hveijum ferðamanni voru hæstar af Bandaríkja- mönnum eða ríflega 20 þúsund krónur á dag, en lægstar af Þjóðverjum, eða ríflega 8 þús- und krónur á dag. Þess ber þó að geta í þessu sambandi, að hver Bandaríkjamaður dvaldist rúmlega 14 daga á landinu að meðaltali en hver Þjóðverji í rúmlega 18 daga. Fargjaldið vegur því þyngra í meðaltals- tölunum hjá Bandaríkjamönnum en hjá Þjóðveijum. Um 86% svarenda í könnun- inni komu til landsins til að eyða fríi sínu, um 9% til að heim- sækja ættingja og vini, en hinir í viðskiptaerindum. Það þarf að hafa þann fyrirvara á, að tölur þessar ná yfir sumarmánuðina og því má búast við því, að nið- urstöður könnunarinnar verði aðrar fyrir hinar árstíðirnar. Athygli vekur með hvaða hætti ferðamennirnir fá upplýs- ingar um ísland, sem leiddu til heimsóknarinnar. Um 35% þeirra nefndu, að upplýsingar sínar hefðu þeir fengið úr bók- um, bæklingum, frá vinum og ættingjum, svo og frá ferða- skrifstofum. Þetta leiðir hugann að því, hvort það fé, sem varið er til beinna auglýsinga, skili sér, eða hvort auglýst sé með réttum hætti og á réttum stöð- um. Niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var sl. sumar af Fé- lagsvísindastofnun, veita for- ráðamönnum íslenzkrar ferða- þjónustu tækifæri til að endur- meta þær aferðir, sem notaðar eru til að beina ferðamönnum til íslands. Ljóst er af könnun- inni, að það eru vel menntaðir, vel launaðir einstaklingar og fjölskyldur þeirra, sem mestan áhuga hafa á íslandsferðum og leiðirnar eru ljósar, sem til þeirra liggja. Þetta er markaðurinn, sem aðilar íslenzkrar ferðaþjón- ustu þurfa að rækta fyrst og fremst. Opinber heimsókn Davíðs Oddssonar til Noregs: Yarnarmál og framtíð Norðurlandaráðs var aðalefni viðræðnanna Ósló. Frá Guðmundi Löve, fréttaritara Morgfunblaðsius. VARNARMÁL ríkja á norðurslóðum og hugsanlegt pólitískt hlutverk Norðurlandaráðs voru meginefni umræðna á öðrum degi heimsóknar forsætisráðherra Islands, Davíðs Oddsonar, til Noregs I gær. Þá átti forsætisráðherra m.a. fundi með for- seta Stórþingsins og utanríkismálanefnd þess. íslendingar og Norðmenn þykja eiga svipaðra hagsmuna að gæta í vörnum norðurhafa en vangaveltur um breytta tilhögun varnarmála í NTB Davíð Oddsson forsætisráðherra og Bjorn Tore Godal, formaður utan- ríkismálanefndar norska Stórþingsins, heilsast við upphaf fundar þeirra í gær. Á milii þeirra er Jo Benkow, forseti þingsins. Umræðan um mögulegt varnar- bandalag Evrópuríkja er ekki komin langt á Islandi að sögn forsætisráð- herra en hann sagðist jafnframt vilja vekja athygli á því að íslend- ingar hefðu þá sérstöðu meðal ann- arra Atlantshafsbandalagsríkja að þeir væru með sérstakan varnar- samning við Bandaríkin. í samtali við Morgunblaðið kvaðst ráðherra á fundunum í gær hafa lýst yfir áhuga Islendinga á að fylgjast með þróun þessarar umræðu en varlega yrði að fara með svo umfangsmik- inn málaflokk. Á fundinum kom einnig fram að norska utanríkis- málanefndin hefur nokkrar áhyggj- ur af þróun í átt til þess að myndað verði eins konar varnarbandalag Evrópuríkja en Norðmenn telja sig eiga mikið undir áframhaldandi Kirkjuþing: BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, sagði í ræðu sinni við slit kirkjuþings í Bústaðakirkju í gær, að honum hefði þótt þingið einkennast af miklum fjölbreyti- leik. Því hefði sér komið á óvart, að lesa það I leiðara eins dagblað- anna, að það sem einkenndi störf kirkjuþings væri masið um verald- lega hluti peninga og eigna. í ræðu sinni sagði biskup, að fjölmiðlar hefðu sýnt þjóðinni í svip- myndum af störfum kirkjuþings og viðfangsefnum. „Þar réðum við ekki nema mjög litlu um það, hvað haft var efst á baugi,” sagði hann. „Og þótti mér nokkuð furðulegt í einum leiðaranna, sem vitnað var til hér utan dagskrár í fyrradag, ekki öllum til mikillar gleði, að þar var sagt, að það sem einkenndi störf kirkju- þings væri masið um veraldlega hluti peninga og eigna. Þetta ýtti við mér, svo ég fór að fara af meiri nákvæmni yfir mál, en ég hefði ann- ars gert nú, en látið bíða síðari tíma.” Biskup sagði að þingið hefði birst sér í allt annarri mynd en skrif rit- stjórans hefðu bent til. „Mér birtist þingið í miklum fjölbrejtileik,” sagði biskup. „Ekki fyrir þær sakir ein- vörðungu, að málin voru svo mörg, heldur um hvað þau fjölluðu. Þar voru rædd mál, sem vöktu athygli og þóttu sanna að kirkjan væri ekki fjarlæg hversdagslífi fólks. Þar voru önnur kynnt, sem voru til þess ætl- uð, að gera líf manna og tilveru á einhvern hátt þægilegri og líka til þess að gera okkur grein fyrir því, hvar skórinn kreppir og hvar við getum lagt smyrsl kirkjunnar að stuðningi Atlantshafsbandalagsins við varnir í norðurhöfum. Hvað varðar hitt meginefni við- ræðnanna eru miklar vonir bundnar við fund ráðhen-a Norðurlandanna sem haldinn verður í Maríuhöfn á Álandseyjum þann 12. þessa mán- aðar. „Finnar hafa lagt fram nýjar tillögur um skipan mála í norrænu samstarfi. Menn hafa áhyggjur af því að það kunni að daga uppi að einhveiju leyti og falla í skuggann því menn séu með glýju í augunum út af Evrópusamstarfi,” sagði for- sætisráðherra. „Finnar vilja gera ríkisstjórnina og þá sérstaklega for- sætisráðherrana virkari í stefnu- mótun en áður og það getur vel verið að þeir telji núna aðrar for- sendur eftir að þessir atburðir hafa gerstí austantjaldsríkjunum,” bætti aumri und. Og ég mátti jafnvel á ný sjá sjálfan mig sem einhvern Davíð, sem væri að slöngva smávöl- um í átt til risans. Eða var það ekki það, sem umfjöllun fréttamanna og fólks sýndi okkur í viðbrögðum, þeg- ar ríkisvaldið viðurkenndi loksins ranga stefnu og lofaði að laga átta- hann við. Forsætisráðherra sagði auk þess hlutleysisstefnu Svía vera hálfpartinn dagaða uppi því vandi væri orðinn að finna einhvern til að vera hlutlaus gagnvart. í tillög- um Finna er einnig að finna vanga- veltur um hugsanlegar meirihluta- atkvæðagreiðslur í Norðurlandaráði en þær myndu minnka áhrif íslend- inga í ráðinu. Það hefur að mati forsætisráðherra verið ákveðið ör- yggi fyrir íslendinga að fram til þessa hafa allar þjóðirnar orðið að vera sammála. Davíð Oddsson sagði einnig að utanríkismálanefndin hefði staðfest viljayfirlýsingar Gro Harlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, um áframhaldandi áherslu á norrænt samstarf en þau orð lét hún falla á fundi ráðherr- anna tveggja í fyrradag. Þó forsætisráðherra telji nú betri forsendur en áður til að ræða sam- eiginlegt pólitískt átak Norðurland- anna er hér, að hans sögn, ekki um að ræða þreifingar um samstarf í öryggismálum enda séu sum Norð- urlandanna aðilar að tilteknu varn- arbandalagi en önnur ekki. „Þó vitann?” Biskup sagði, að það hefði verið einkennilegt, ef þau mál, sem sneru beint að kirkjunni sjálfri, hefðu ekki einnig verið fyrirferðarmikil á þing- inu. I lok ræðu sinnar bað hann kirkjuþingmönnum blessunar í starfi, hvort heldur væri beint fyrir söfnuð og kirkju, eða í öðrum verk- efnum daganna. Að því búnu sleit hann 22. kirkjuþingi. geta menn rætt slík mál með létt- ari hætti hér eftir en áður,” sagði forsætisráðherra. Auk þess að ræða við forseta þingsins og utanríkismálanefnd þess sótti Davíð Oddsson heim ráð- Herra Ólafur Skúlason Þá segir meðal annars: „Þingið telur fyllilega kjoma til greina, að fella úr gildi stofnskrá sjálfseignar- stofnunarinnar Skálholtsskóla, þannig að málefni skólans falli beint undir Þjóðkirkjuna og þar með í heiðri höfð sú sjálfsagða regla, að saman fari fjárforræði og ábyrgð á framkvæmdum og rekstri. Endur- skoðuð verði ákvæði um skipun skólanefndar með tilliti til hugsan- lega breyttrar starfsemi. í lok ályktunarinnar kemur fram, að kirkjuþing væntir hins besta af störfum ráðherraskipaðrar nefndar, sem gera skal tillögur um framtíð- arstarfsemi í Skálholti, og að þær leiði til einlægs samstarfs ríkisvalds og kirkju að því er lýtur virðingu og reisn hins forna biskupsseturs. húsið í Ósló og ræddi við embættis- menn. í dag föstudag mun forsætis- ráðherra eiga stuttan fund með Haraldi Noregskonungi áður en haldið verður heim til Islands. Settar verði reglur um listflutniiig í kirkjum Þriggja manna nefnd semji leið- beiningar „KIRKJUÞING beinir því til biskups að skipa þriggja manna nefnd til að semja leiðbeiningar um listflutning, svo sem tónlist- arflutning, leiksýningar ofl. í kirkjum og safnaðarheimilum, og gera tillögur í samráði við Kirkjulistanefnd um hvernig efla megi hlut lista í starfi Þjóð- kirkjunnar,” segir í tillögu sr. Þórhalls Höskuldssonar, sem samþykkt var á lokadegi Kirkjuþings í gær. í greinargerð flutningsmanns með tillögunni kemur fram, að á seinni árum hafi færst mjög í vöxt að kirkjur og safnaðarheimili séu notuð til hvers kyns listflutnings, einkum í þéttbýli. Tímabært sé að þjóðkirkjan marki sér ákveðna stefnu um hvemig hún vilji móta samstarf við listafólk og setji al- mennar reglur um hvernig kirkjur og safnaðarheimili skuli nýtt til list- flutnings, sem einstakar sóknir get- ir haft hliðsjón af. Þá myndu þær reglur einnig setja þau mörk, sem eðlileg geti talist, með tilliti til þess hlutverks umræddra húsa að þjóna helgihaldi og trúarstarfi fyrst og fremst. „En fyrst og fremst hefði þessi stefnumörkun þann tilgang að örva trúarlega listsköpun, bæði til sjálf- stæðs flutnings og einnig til að fella hana að helgihaldi kirkjunnar, eftir því sem eðli boðunarinnar segir til hveiju sinni,” segir m.a. í ályktun- inni. Ályktun á Kirkjuþingi: Alþingi veiti fé til að reisa embættisbústað í Skálholti Á KIRKJUÞINGI, sem lauk í gær, var samþykkt þingsályktunartillaga um málefni Skálholtsstaðar og Skálholtsskóla. í henni er skorað á Alþingi að veita fé á fjárlögum fyrir árið 1992 til að reisa embættisbú- stað fyrir vígslubiskup í Skálholti. Ennfremur að Alþingi veiti fé til að ljúka við byggingu skólans og til að reisa íbúðarhúsnæði fyrir starfsfólk hans. í greinargerð með tillögunni, sem allsheijarnefnd kirkjuþings flutti, segir, að ljóst megi vera, að framund- an séu þáttaskil í sögu Skálholtsstað- ar. Senn séu liðnar tvær aldir frá því að biskup sat staðinn, en sam- kvæmt lögum eigi vígslubiskup að sitja í Skálholti. Fyrirsjáanlegt sé, að formlegar breytingar verði gerðar á starfsemi Skálholtsskóla sem sjálfseignarstofnunar. Ljóst sé því, að vaxandi reisn Skálholtsstaðar og umsvif þar krefjist aukins fjármagns og markvissari yfirstjórnar á staðn- um í umboði biskups íslands og kirkjuráðs, eftir því sem við eigi, þegar til lengri tíma sé litið. I ályktuninni kemur fram, að kirkjuþing hafni ekki þeirri hug- mynd, að málefni Skálholtsskóla verði stjómskipunarlega séð færð frá menntamálaráðuneyti til kirkjumála- ráðuneytis, að því tilskildu að stofn- unin missi einskis í réttindum sínum frá því sem nú er. Verði breyting gerð á lögum um Skálholtsskóla hafi hlutaðeigandi ráðherrar og AI- þingi fullt samráð við biskup ís- lands, vígslubiskup í Skálholti og kirkjuráð. Mikill fjölbreytileiki einkenndi kirkjuþing - sagði biskup íslands við þingslit Hvíti víkingurinn: An efa besta mynd Hrafns Gunnlaugssonar til þessa - segir Dag Alveberg aðalframleiðandi myndarinnar „Þið ættuð að vera stolt af Hrafni. Hann hefur ótrúlegt innsæi og styrk í því sem hann er að gera,” sagði Maria Bonnevie, sem leikur annað aðalhlutverkið í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar Hvíta Víkingnum, í samtali við Morgunblað- ið eftir forsýningu á kvikmyndinni í gær. Maria er hingað komin í tilefni af frumsýningu myndarinnar í Háskólabíói í dag. Dag Alveberg, aðalframleiðandi myndarinnar, segir að hún sé án efa besta kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar til þessa. Hrafn verður ekki viðstaddur frumsýninguna. Maria leikur unga konu, Emblu, í myndinni. „Hlutverkið krefst þess að ég sýni margar hliðar á henni,” sagði leikkonan. „í upphafí er hún hamingjusöm, ljúf og góð, en þegar hún lendir í klóm Olafs Tryggvasonar þarf hún að sýna á sér aðrar hliðar.” Hún viðurkennir að tökurnar hafi tekið á. „Ég hafði enga leik- reynslu og var að reyna margt í fyrsta sinn,” sagði Maria en bæt- ir við að hún hefði fengð góða hjálp, sérstaklega frá mótleikara sínuin Gottskálki Degi Sigurðar- syni, Agli Olafssyni og ekki síst Hrafni Gunnlaugssyni. „Hjálp hans var ómetanleg. Þið ættuð að vera stolt af honum,” segir hún en frá því að tökum á Hvíta víkingnum lauk hefur Maria leik- ið í annarri mynd, Valmon kon- ungi hvítabjarnanna, sem er sam- starfsverkefni Norðmanna, Svía og Þjóðveija. Gottskálk Dagur tók fram að myndin væri ólík öðrum myndum Hrafns Gunnlaugssonar að að því leyti að í henni væri minni hasar en í þeim. Hann sagðist leika góðan en staðfastan og dálítið frekan ungan mann sem þroskað- ist í samskiptum sínum við Ólaf Tryggvason konung. Aðspurður sagðist hann ánægður með út- komuna en hann biði spenntur eftir gagmýni. Dag Alveberg, aðalframleið- andi myndarinnar, sagði að mik- ill áhugi væri fyrir Hvíta víkingn- um á alþjóðavettvangi og hrósaði íslendingum fyrir þeirra framlag. Sérstaklega minntist hann á búningahönnun og leik íslending- anna. Hann sagði að miklar kröf- ur væru gerður í íslenskri kvik- myndagerð og sagði vona að framhald yrði á samstarfi Norð- manna og íslendinga. Hrafn Gunnlaugsson verður ekki viðstaddur frumsýningu myndarinnar þar sem hann er í leyfi á Filipseyjurh. Morgunblaðið/Sverrir Gottskálk Dagur Sigurðarson og Maria Bonnevie, aðalleikarar myndarinnar. Utlánsvextir breytast lítið LANDSBANKI íslands lækkar útlánsvexti um 0,5% í dag og innláns- vexti um 0,25%. Islandsbanki lækkar forvexti víxla um 0,5% og yfirdrátt- arlán um 0,75%, en nafnvextir skuldabréfalána bankans eru óbreyttir frá því sem var. Vextir Búnaðarbanka og sparisjóðanna eru óbreyttir, en þeir eru lægri en vextir Islandsbanka og Landsbanka. Ef vaxtalækkanir banka og spar- isjóða eru teknar saman samanbor- ið við vexti eins og þeir voru 11. september eða fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan þá hafa víxilvextir, vextir jrfírdráttarlána og vextir skuldabréfalána í Landsbankanum lækkað um 2,5% og eru á bilinu 18,5-21,5%, ef miðað er við skulda- bréf í B-flokki. Vextir skuldabréfalána íslands- banka hafa lækkað um 1,5% á þessu tímabili, yfirdráttarlán um 2,25% og víxilvextir liafa lækkað um 2%. Vextirnir eru á bilinu 18,5- 21,75%, ef miðað er við skuldabréf í B-flokki. Vextir þessara útlánaforma Bún- aðarbankans hafa lækkað um 3%, þ.e. vextir víxla, yfirdráttarlána og skuldabréfalána. Þeir eru á bilinu Loðnuflotinn er að leggja upp til veiða þessa dagana og samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyld- unni má búast við að 6-8 loðnuskip Vextir sparisjóðanna hafa lækk- að mest eða um 4% á þessum útlán- aformum og eru á bilinu 16,5-20%. Síðastaliðna tvo mánuði hefur mánaðarleg hækkun lánskjaravísi- tölunnar verið 0,3-0,4%. Vísitalan sem gilti fyrir september var 3.185, vísitalan fyrir október var 3.194 og vísitalan sem gildir fyrir nóvem- ber er 3.205. verði komin á miðin um helgina. Loðnan nú er djúpt vestur og norð- ur af landinu. 17,5-20,75%. Tvö skip á loðniimiðimum AÐEINS tvö skip eru á Ioðnumiðunum enn sem komið er, Hólmaborg- in frá Eskifirði og Svanur úr Reykjavík. Aflabrögð eru fremur dræm, Hólmaborgin fékk 100 tonn af loðnu á þriðjudag en loðnan stendur dreift núna og ekki hægt að kasta á hana af þeim sökuin. Svanur kom á miðin í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.