Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 2
2 MOI&UttBLAÐlÐ PÖSTÚDAGUR 1. NÓVEMBER 1991 Hásetar boða verkfall 8. nóvember: Jólavaran að mestu komin á þeim tíma - segir Þórður Magnússon hjá Eimskip HÁSETAR á kaupskipum hafa boðað allsherjarverkfall frá og með föstudeginum 8. nóvember klukkan 13. Það þýðir að kaupskip stöðv- ast jafnskjótt og þau koma til hafnar hérlendis. Þórður Magnússon, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips, segir að þetta þýði að bæði inn- og útflutningur á sjó stöðvist, ef til verkfalls kemur. Hann segir þó að mest af jólavörunni sé komið til landsins. Verkfallsboðun var ákveðin á fundi stjómar- og trúnaðarráðs Sjó- mannafélags Reykjavíkur í gær- kvöldi. Jónas Garðarson, fram- kvæmdastjóri félagsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ekkert hefði miðað í samkomulagsátt í við- ræðum við vinnuveitendur og því væri gripið til þessa ráðs. Þórður Magnússon sagðist í sam- Ríkisskattstj óri: Tvískött- unarsamn- ingar ná ekki til vsk Tvísköttunarsamningar, sem í gildi eru milli íslands og annarra þjóða, ná ekki til virðisauka- skatts. Því kemur ekki til greina að virðisaukaskattur, sem Islend- ingar hafa fengið endurgreiddan vegna innkaupa erlendis, verði innheimtur hér á landi, eins og Félag íslenskra stórkaupmanna hefur lagt til og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Garðar Valdimarsson ríkisskatt- stjóri tjáði Morgunblaðinu í gær að ekkert erindi þessa efnis hefði bor- izt frá FÍS. Það hefði enda engan tilgang, því tvísköttunarsamningar við aðrar þjóðir næðu aðeins til tekj- uskatts, útsvars og eignaskatts. Þá kvað Garðar það rangt sem fram kom hjá framkvæmdastjóra FÍS í Morgunblaðinu í gær að tví- sköttunarsamningur væri í gildi milli Bretlands og íslands. Slíkur samningur hefði verið undirritaður í september sl. en hins vegar ætti eftir að leggja hann fyrir brezka þingið og öðlast hann ekki gildi fyrr en samþykkt þess liggur fyrir. Sjá nánar á bls. 20. tali við Morgunblaðið ekki sammála því að viðræður hefðu engan árang- ur borið. Hann sagði að boðaður væri fundur hjá sáttasemjara í dag, og hann ætti von á að sá fundur yrði haldinn. „Hvert stéttarfélag er auðvitað ekki eitt og sér og kjara- samningar eru í samhengi við kjara- málaumræðuna í landinu í heild. Það er Ijóst að það er mjög erfitt að gera meira fyrir einn hóp en annan.” Hann sagði að Vinnuveitenda- sambandið hefði sett það sem skil- yrði fyrir kjarabótum farmanna að á móti kæmi hagræðing um borð í skipunum. Hann sagði að engar kröfur hefðu verið hafðar uppi um að fækka í áhöfnum, heldur kæmi til dæmis tii greina að hásetar gengju í fleiri störf en nú væri. Þórður sagði að nýafstaðið verk- fall farmanna, sem tók til nokkurra hafna, hefði þegar valdið verulegu tjóni hjá skipafélögunum. „Það hef- ur þurft að umhlaða vörum og keyra þær vítt og breitt um Evrópu, sem kostar mikið fé,” sagði hann. „Jólavaran er að miklu leyti kom- in til landsins á þessum tíma,” sagði Þórður. „Hins vegar truflar þetta bæði inn- og útflutningsverzlun.” Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þeir létu fara vel um sig á Hjólbarðaverkstæði Siguijóns í Hátúninu í gær enda hefur veðrið á höfuðborgarsvæðinu verið þannig undanfarna daga, að fólk er varla farið að hugleiða að setja vetrarhjólbarðana undir bílinn. I dag er hins vegar heimilt að gera það og því eins víst að það verði ekki eins rólegt á hjólbarðaverkstæðum borgarinnar næstu daga. Nagladekk mega fara undir bílinn í dag: Svipað verð á dekkjum og í fyrra FRÁ og með deginum í dag er heimilt að setja vetrarhjólbarða undir bíla. Verðið er svipað og í fyrra en þeir sem þurfa að kaupa sér fjögur ný nagladekk gætu þurft að greiða tæplega 38 þúsund krónur. Að sögn starfsmanna á hjól- barðaverkstæðum er verð á vetr- ardekkjum mjög svipað og í fyrra og á flestum stöðum var viðkvæð- ið að dekkin væru á nákvæmlega sama verði og í fyrra. Verðmunur á nýjum dekkjum er mikill. Hægt er að fá fjögur nagladekk frá kr. 26.880 og upp í 37.900 kr. og eru dekkin þá komin undir bílinn. Fyrir þá sem eiga til vetrardekk er kostnaður- inn mun minni, skipting, umfelg- un og jafnvægisstilling kostar frá 3.400 kr og upp í 3.740 sam- kvæmt lauslegri könnum sem bíl- asíða Morgunblaðsins gerði í vik- unni. Sjá frétt/B2 Fiskiþing hafnar hagræð- ingarsjóði og auðlindaskatti Hart deilt um kvótakerfið FISKIÞING hafnaði á fundi sínum í gær Hagræðingarsjóði sjávarút- vegsins í núverandi mynd, Verðjöfnunarsjóði sjávarútvegsins og öllum áformum um auðlindaskatt. Nokkrar umræður urðu um hagræðingar- sjóðinn og felld var tillaga þess efnis, að hann yrði notaður sem bjarg- ráð illa stöddum sjávarútvegsfyrirtækjum á landsbyggðinni. Þá er hart deilt á þinginu um kvótakerfið, en sjávarútvegsnefnd lagði þó aðeins fram eina tillögu, þar sem núverandi mynd þess er hafnað. Á Fiskiþingi í gær var hafizt handa um sjávarútvegsnefndar voru einnig við afgreiðslu tillagna frá nefndum þingsins og afgreiddar voru allar til- lögur frá fiskiðnaðar- og tækninefnd og fjárhagsnefnd. Nokkrar af tillög- afgreiddar, en áður en að helzta deilumálunum kom, kvótakerfinu, var þingfundi slitið og verður honum fram haldið árdegis í dag. Töluverðar deilur urðu innan nefndarinnar og var það naumur meirihluti hennar, fimm nefndarmenn af níu, sem stóðu að baki tillögunni um kvótakerfið. I henni er kvótakerfinu hafnað, fyrst og fremst vegna þeirrar byggðarösk- unar, sem það er talið valda og með- al annars bent á mikla fækkun smá- báta í því sambandi. í gær var samþykkt tillaga þess efnis að leggja beri Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins niður og ennfremur mótmælti Fiskiþing „harðlega öllum hugmyndum um að leggja auðlinda- Evrópsku kvikmyndaverðlaunin: Hilniar Öm fær Felixinn fyrir bestu kvikmyndatónlist Sigríður Hagalín tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki HILMAR Öm Hilmarsson hlýtur Felixinn, evrópsku kvikmynda- verðlaunin, fyrir tónlist sína við kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Börn náttúrunnar. Þá hefur Sigríður Hagalin verið útnefnd til sömu verðlauna sem besti leikari í kvenhlutverki í evrópskri kvikmynd, ein þriggja leikkvenna. Verðlaunin verða afhent í Berl- ín 1. desember. „Ég held að með þessum verð- launum sé í og með verið að verð- launa kvjkmyndina í heild,” sagði Hilmar Örn Hilmarsson í samtali við Morgunblaðið, en honum var tilkynnt um verðlaunin í gær. „Börn náttúrunnar hafa þegar fengið verðlaun á kvikmyndahátíð- inni í Montreal sem besta listræna framlagið og þar er tónlistin aðeins einn þátturinn,” sagði Hilmar. Hann sagði að evrópsku kvik- myndaverðlaunin gætu haft tals- verða þýðingu fyrir frama sinn á sviði kvikmyndatónlistar erlendis. „Á þessu ári buðust mér þrjú verk- efni við kvikmyndir og í sjónvarpi en á endanum höfnuðu framleið- endumir mér vegna þess að ég var óþekktur. Nú get ég slegið um mig næsta árið með þessu,” sagði Hilmar Öm Hilmarsson. „Ég er fyrst og fremst hissa og undrandi,” sagði Sigríður Hagalín Hilmar Örn Hilmarsson Sigríður Hagalín í samtali við Morgunblaðið. „Ég tek þessum fréttum ósköp rólega. Ég er orðin svo gömul í hettunni, að ég býst ekki við neinu. En það verður gaman að fara til Berlínar og sjá allt tilstandið þar,” sagði Sigríður. Hún sagðist hugsa til Gísla Halldórssonar, sem var meðleikari hennar í Börnum náttúrunnar en á milli þeirra hefði verið náið sam- starf. Gísli var útnefndur til verð- launa sem besti leikari á kvik- myndahátíðinni í Montreal fyrir sinn leik í myndinni. Myndin Börn náttúrunnar komst sjálf í hóp fimm mynda, sem kepptu um Felixinn í flokki ungra leikstjóra. I gær var þeim myndum fækkað í þrjár og féll Börn náttúr- unnar þá úr keppninni. íslenskir leikarar og kvikmyndir hafa áður verið tilnefnd til evr- ópsku kvikmyndaverðlaunanna en ekki hlotið þau. skatt á sjávarútveginn, í hvaða formi sem er, þar á meðal veiðileyfagjald”. Harðar umræður urðu um Hagræð- ingarsjóð sjávarúvegsins. Frá fjár- hagsnefnd þingsins komu þijár til- lögur um sjóðinn. Sú fyrsta þess efn- is, að Fiskiþing skoraði á stjórnvöld að leggja niður Hagræðingarsjóð sjávarútvegsins í núverandi mynd, samanber samþykkt síðasta Fiski- þings. Sú tillaga var samþykkt með 18 atkvæðum gegn 11. Með þeirri samþykkt var hinum tveimur hafnað, en þær voru eftirfarandi: „50. Fiski- þing fellst ekki á að hagræðingar- sjóði verði ráðstafað til að kosta rekstur Hafrannsóknastofnunar, enda bíða hans brýn verkefni samj kvæmt lögum.” og „50. Fiskiþing beinir því til Alþingis íslendinga að tryggt verði að lögum hagræðingar- sjóðs verði komið til framkvæmda á þann hátt, að sjóðurinn hafi það afi markaða verkefni, að kaupa upji gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtæki þar sem að minnsta kosti 50% íbúa við- komandi byggðarlags hafa sína at| vinnu af sjávarútvegi. Sjóðurinn fái það hlutverk að endurskipuleggja rekstur þessara fyrirtækja og koma þeim á réttan kjöl.” Hvað varðar ráðstöfun hagræðt ingarsjóðs til að kosta hafrannsóknir vöruðu menn meðal annars við þeirrj hættu, að næst yrði sjóðurinn látinn kosta Siglingamálastofnun, þar næst Landhelgisgæzluna og síðan koll af kolli og þótti það ekki fýsilegt. Snarpar umræður urðu milli lands- byggðarmanna, einkum Vestfirð- inga, annars vegar og fulltrúa af suðvesturhorni landsins, hvað varðj aði það hlutverk sjóðsins að enduri reisa gjaldþrota sjávarútvegsfyrirí tæki. Vestfirðingar voru á þessarj leið og töldu rétt að útvegurinn tæki að sér að leysa vanda fyrirtækjanna, en hinir töldu það pólitískt mál hvern- ig staðið væri að atvinnuppbyggingu í landinu, en ekki sjávarútvegsins sjálfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.