Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 37
37 í dag kveðjum við elskulegan vin og frænda Þórodd Hreinsson. Hann var fæddur í Kvíarholti í Holtum, sonur hjónanna Hreins Þorsteinssonar bónda þar, frá Steinmóðarbæ og Þórunnar Sig- urðardóttur frá Brúnum undir Eyjaijöllum. Þóroddur fæddist 27. maí aldamótaárið og var því af þeirri kynslóð sem er óðum að hverfa frá okkur. Þóroddur ólst upp við kröpp kjör en ástríki foreldra sinna og systk- ina. Systkinin voru einstaklega samrýmd alla tíð og einkenni þeirra allra ljúfmennska, glaðværð og æðruleysi. Katrín er elst systkinanna. Hún lifir nú í hárri elli á Hrafnistu í Reykjavík. Hennar maður var Ágúst Guðmundsson bílstjóri sem látinn er fyrir mörgum árum. Sig- urður var vörður í Sundhöllinni í mörg ár og lést fyrir ári síðan. Kona hans var Halldóra Árnadótt- ir og er hún einnig látin. Næstur kom Þóroddur. Kona hans var Frið- semd Guðlaugsdóttir. Guðríður býr ásamt Frímanni Jónssyni manni sínum í Seljahlíð í Reykjavík. Yngst var Margrét. Hún bjó lengst af á Hvolsvelli og lést fyrir nokkr- um árum. Maður hennar var Sigur- jón Sigurjónsson og býr hann á Hvolsvelli. Auk þessara systkina var Guðjón bókbindari í Kaup- mannahöfn sem Hreinn átti fyrir hjónaband sitt. Þrátt fyrir fátækt í uppvextinum höfðu þau margs skemmtilegs að minnast frá Kvíarholti. Þar var tvíbýli og í hinum bænum bjó einn- ig barnmörg fjölskylda með kát og söngelsk böm. Þóroddur hafði eignast litla harmonikku og var oft sungið og leikið þegar færi gafst. Þóroddur hafði snemma áhuga á öllu sem viðkom smiðum og fór tvítugur suður til Hafnarfjarðar til að læra það fag. Hann lærði í Tré- smiðjunni Dverg, og tók sveinspróf árið 1924. Meðan Þóroddur hafði heilsu til gaf hann sér alltaf tíma á hveiju sumri til að skreppa austur í sveit- ina sína til að hitta vini og vanda- menn. Hann kvæntist Friðsemd korn- ungri. Hún var fínleg og ljúf kona. Það var uppáhald okkar systranna að fara í heimsókn til Fríðu, eins og hún var ávallt kölluð og Þórodd- ar og var þá vel þegið þegar þau buðu okkur gistingu. Við eigum því margar ljúfar endurminningar frá heimili þeirra fyrst á Hverfis- götu og síðan á Suðurgötu 19. Fríða átti við mikið heilsuleysi að stríða í mörg ár. Þódoddur sýndi henni alla tíð einstaka ást og um- hyggju enda mat hún hann mikils. Þeim varð ekki barna auðið. Fríða lést á besta aldri farin að heilsu. Þóroddur hefur alla tíð búið í „firð- inum sínum” síðan hann flutti þangað fyrir rúmum 70 árum og viljað veg hans sem mestan og bestan. Hann hafði ánægju af fé- lagsmálum og vann ötullega að því sem hann tók að sér. Þóroddur fór nokkrum sinnum eftir 1950 til Kaupmannahafnar til að hitta Guðjón bróður sinn á meðan hann lifði og dvaldi þá nokkrar vikur, þeim báðum til mik- illar ánægju. Eftir að hann hætti að vinna starfaði hann mikið fyrir bama- stúkuna Daníelsher í Hafnarfirði og það átti vel við hann svo ein- staklega barngóður og ljúfur sem hann var. Síðustu árin sín í Suður- götu naut hann samvista við vini sína Rósu og Jón sem keypt höfðu neðri hæðina og bjuggu þar með syni sínum Þóroddi Friðrik. Þau reyndust honum vel fram á síðustu stundu. Síðustu árin dvaldi Þórodd- ur á Sólvangi við góða umönnun starfsfólks þar. Fyrir u.þ.b. mánuði var hann svo fluttur á St. Jósefs- spítala þar sem hann lést og flytj- um við hiúkrunarfólki þar innilegar þakkir. Systursynir biðja Þóroddi Guðs blessunar. Friður Guðs sé með honum og þökk fyrir allt Inga og Unnur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991 I 'lil r— P*—iT... .T.,... | ---- ■> ■ ■ f"»" Þann 22. október sl. lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði meistari minn og samstarfsmaður í ára- tugi, Þóroddur Hreinsson húsa- og húsgagnasmíðameistari, Suður- götu 19, Hafnarfirði. Utför hans fer fram í dag, föstudaginn 1. nóv- ember, frá Hafnarfjarðarkirju. Þóroddur var fæddur í Kvíar- holti í Holtahreppi. Foreldrar hans voru hjónin Hreinn Þorleifsson og Þórunn Sigurðardóttir sem þar bjuggu. Þóroddur fluttist til Hafn- arfjarðar árið 1920 og hóf nám í trésmíðaiðn í trésmiðjunni Dverg. Hann tók sveinspróf í húsgagna- smíði 1924. Næstu 12 árin vann hann í félagi við Árna Sigurjóns- son, sem ættaður var úr nágrenni Þóroddar í Holtahreppi, sem hafði líka flutt til Hafnarfjarðar til að læra trésmiðar, unnu þeir við húsa- smíði í Hafnarfirði og víðar. Árið 1936 stofnaði Þóroddur húsgagnaverkstæði í hluta af húsi sínu á Suðurgötu 19 í Hafnarfirði, sem hann starfrækti yfir 30 ár. Þóroddur var mjög góður smiður og því eftirsótt að fá húsgögn frá verkstæði hans, hafði hann því ávallt næg verkefni. Hann útskrif- aði nokkra nemendur í tréiðnum, þar af tvo í húsasmíðaiðn í félagi með starfsfélaga sínum Árna, þá Sigurbjart Vilhjálmsson og Vigfús Sigurðsson, og á þeim árum sem hann starfrækti húsgagnaverk- stæðið útskrifaði hann þijá nem- endur í húsgagnaiðn, þá Jónas Hallgrímsson, Stefán Rafn Þór- oddsson og Olaf Magnússon. Þóroddur var félagslega sinnað- ur maður og kom víða við í félags- málastarfi. í þessari minningar- grein verður aðeins getið þess er hann vann að félagsmálum iðn- aðarmanna. Er þar fyrst til að nefna, að hann var stofnandi að Iðnaðarmannafélaginu í Hafnar- firði á árinu 1928, hann var í stjórn þess um árabil og fyrir frábær störf í þeim félagsskap var hann kjörínn heiðurfélagi 1968. Hann var einn af þeim fimmtíu og einum iðnaðar- manni, sem stofnuðu Landssam- band iðnaðarmanna í sólmánuði árið 1932, lifði hann lengst þeirra heiðursmanna, sem þar mættu. Hann var fulltrúi á mörgum Iðn- þingum og í nefndum þeirra, enda ávallt mjög virtur í þeim félags- skap og sem vert var, var hann sæmdur heiðursmerki iðnaðar- manna úr gulli árið 1965 og á Iðn- þingi 1982 var hann kjörinn heið- ursfélagi Landssambands iðnaðar- manna fyrir frábær störf í þágu iðnaðarmanna. Þóroddur var lengi í Iðnráði í Hafnarfirði, formaður prófnefndar í húsgagnasmíði og í fjölda ára iðnfulltrúi í Hafnarfirði. Þá skal þess getið að hann var lengi formaður í stjórn Byggingar- félags alþýðu í Hafnarfirði, hann sá um byggingu margra húsa fyr- ir þau samtök og meðal annars var hann byggingarstjóri við fyrstu verkamannabústaðina, sem byggð- ir voru í Hafnarfirði á árinu 1934. Þóroddur kvæntist árið 1929, Friðsemd Guðlaugsdóttur, fædd 15. júní 1907, dáin 13. ágúst 1958. Hún var dóttir Guðlaugs Jónasson- ar og konu hans, Halldóru Magnúsdóttur. Voru þau búsett í Hafnarfirði. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en Þóroddur var mikill barnavinur og hændust börn mjög að honum. Heimili Þórodds var lengst af á Suðurgötu 19 í Hafnarfirði. Það hús byggði hann á árinu 1931. Var það á þeim tíma meðal allra stærstu og myndarle- gustu íbúðarhúsum í Hafnarfírði. Hann var lengst af heilsugóður og bjó í húsi sínu allt þar til að síð- ustu árin, að hann dvaidi í hjúkr- unarheimilinu Sólvangi. Taldi hann sig hafa haft þar góða aðhlynningu og liðið þar vel. Hann var hress og viðtalsgóður, þar til fyrir nokkr- um vikum að heilsu hans hrakaði verulega. Var hann þá fluttur á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og lést þar 22. október sl. Fyrstu kynni mín af Þóroddi Hreinssyni voru á árinu 1930. Þannig vildi til að hann var þá í forystu í hópi húsasmiða, sem þá nýlega höfðu lokið við smíði Hót- els Þrastarlundar við Sogið í Grímsnesi. Þeir félagar byggðu á þessu ári tvö lítil íbúðarhús á sam- liggjandi lóðum við Nönnustíg í Hafnarfirði. Annað þessara húsa var byggt fyrir móður mína en hitt fyrir vinafólk okkar. í fram- haldi af kynnum við þessa húsa- smiði varð það að ráði að Þóroddur og félagi hans, Árni, tóku mig til náms í húsasmíðaiðn þann 25. ágúst 1930. Vinátta okkar Þórodds hefur haldist allt frá fyrstu kynn- um. Hann var mikill gæðamaður, vildi öllum vel. Hann var sérstak- lega skapgóður. Man ég ekki öll þessi ár, að ég hafi merkt að hann hafi skipt skapi, en því fór fjarri-^ að hann væri skaplaus. Hann var ágætur ræðumaður. Talaði oft á fundum. Hélt vel á málum og sagði skoðanir sínar afdráttarlaust, en hlustaði þó vel á rök annarra og tók vissulega tillit til skoðana þeirra. Ég tel mér það mikið happ að hafa á unglingsárum kynnst Þóroddi og að hafa verið nemandi hans. Hann var ágætur stjórnandi og góður og tillitssamur kennari. Við Ásta sendum aðstandendum samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Þórodds Hreinssonar. Vigfús Sigurðsson Laufey Einars- dóttir - Kveðjuorð Fædd 4. júlí 1909 Dáin 9. október 1991 Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Sálmur) Þetta er ein af kvöldbænunum sem hún elsku amma kenndi okk- ur. En nú er kveðjustundin runnin upp og margs að minnast. Við systurnar vorum mikið hjá ömmu frá fæðingu. Margar yndislegar stundir áttum við saman enda gaf hún sér alltaf tíma fyrir okkur. í sex ár áttum við skjól hjá henni í Hólmgarðinum ásamt móður okk- ar, þessi tími hjá henni varð til þess að tengsl okkar urðu sterkari fyrir vikið. Amma Laufey var haf- sjór af fróðleik og kunni fjöldann allan af kvæðum. Alltaf hafði hún málshætti á takteinum sem féllu að umræðuefninu. Þessum fróðleik miðlaði hún til okkar systranna og munum við alltaf búa að honum. Einnig kenndi hún okkur hannyrð- ir enda var hún myndarleg í verk- um sínum og vandvirk. Amma var gegnheil og góðhjört- uð kona og mun minning hennar aldrei gleymast í hugum okkar. Þegar amma Þórunn var að minnast ömmu lét hún þau orð falla að „hvert spor hennar var gæfuspor”. Það er mikill sannleik- ur í þessari setningu og teljum við hana segja meira en 1.000 orð. Að lokum færum við starfsfólki Hátúni 10B þakkir fyrir góða umönnun. Elín, Elfa og Tinna. Hún Laufey amma mín hefur öðlast hvíldina góðu eftir langvar- andi erfið veikindi. Ég á henni ömmu minni mikið að þakka. Ég vil minnast mestu mannkostakonu, sem ég hef mætt á lífsleiðinni. Laufey amma var fædd og uppalin í sjávarplássinu Grindavík. Oft sagði hún mér sögur frá þeirri hörðu lífsbaráttu, sem þar var háð. Hún sagði mér frá allri fátækt- inni, hún sagði mér frá sjómönnun- um, sem sóttu á hafið á opnum bátum og öllum þeim vösku drengj- um sem Ægir konungur tók. Og oft horfðu ættingjar og vinir á slíka atburði gerast, án þess að fá nokk- uð að gert. Slíkar frásagnir voru mikill lærdómur fyrir lítinn dreng og oft ímyndaði ég mér þessa at- burði, þar sem ég horfði á ógnvekj- andi brimið fyrir utan Grindavík. Ömmu Laufeyju þótti ákaflega vænt um Iitla þorpið suður með sjó. Það sá ég og fann þegar hún breyttist í litla og glaða stúlku í hvert sinn er leiðin lá til æsku- stöðvanna í Grindavík. Þar hafði hún átt góða bemsku í faðmi ástríkra foreldra og þar kynntist hún síðar sínum heittelskaða eigin- manni Lofti Georg Jónssyni, sem komið hafði alla leið frá bemsku- stöðvum sínum við Breiðafjörð til þess að stunda sjómennsku frá Grindavík. Það hlýtur því að hafa verið ákaflega sárt fyrir ömmu, þegar örlögin neyddu hana til þess að hverfa á brott frá Grindavík á kreppuárunum og flytja til Reykja- víkur með dætumar þijár og son Lofts afa. Og ekki var veraldleg auðlegð með í farteskinu, því Laufey amma sagði mér að fímm- tíu krónur hefðu legið í vasa afa. Amma og afi bjuggu lengi við þröngan húsakost á Lindargötunni í Reykjavík. Dætumar urðu fimm og sonur Lofts afa bjó einnig hjá þeim. Þrátt fyrir þrengslin mun þar oftast hafa verið fullt hús af gestum. Lífið hélt áfram að vera fískur, því Loftur afi gerðist fisk- sali í Reykjavík. Og Laufey amma hóf störf utan heimilis. Það var á sjötta áratugnum, sem fjölskyldan flutti í nýja íbúð í Bústaðahverf- inu, nánar tiltekið við Hólmgarð. Þar hófu mörg barnabörn ömmu og afa lífið í bókstaflegum skiln- ingi, því í hjónarúminu í Hólmgarð- inum fæddust börnin. Þar fæddist ég líka og bjó síðan með móður minni og seinna Gunnari fóstra mínum í fimmtán ár. í góðu og hlýju íbúðinni í Hólmgarðinum á ég mínar yndislegu æskuminning- ar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Þar sem móðir mín var ein og var nauðbeygð til þess að stunda vinnu utan heimilisins, var Laufey amma henni stoð og stytta í upp- eldi mínu. Allt það sem hún Laufey amma gaf mér verður aldrei full- þakkað. Á kveðjustund hrannast allar góðu og fallegu minningamar upp í huga mér. Minningin um það þegar ég skreið úr rúminu mínu upp í hlýjuna milli ömmu og afa. Minningin um allar gönguferðirnar með ömmu í fiskbúðina hans afa og glóðheit vínarbrauðin, sem strákurinn fékk að narta í á meðan amma og_ afí sinntu viðskipta- vinunum. Óteljandi minningar. En umfram allt lifir minningin um yndislegu konuna, sem alltaf var tilbúin að slnna þörfum lítils drengs, hvað sem á ’bjátaði. Kon- una sem kenndi mér að trúa á hið góða í lífinu. Gestrisin, hugljúf, gjafafús góðkvendis merki öll hún bar, opið lét standa hjarta og hús hveijum sem þörf á greiða var. (Bólu-Hjálmar) Hún amma Laufey var finleg, falleg og tilfinninganæm kona. En ekki bar hún sorgir sínar og erfið- leika á torg. Missir einkasonar á öðru ári var henni þungur í skauti. Ég man alltaf eftir myndinni af fallega drengnum í stofunni henn- . ar ömmu. Myndin var sannkallaður helgidómur heimilisins. Loftur afi féll síðan frá fyrir 22 árum og missir og söknuður ömmu var mik- ill. Þá þótti mér vænt um að fá að hugga ömmu og láta hana finna hversu mikið ég elskaði hana. Enn einn sorgaratburðurinn varð fimm árum seinna, þegar'tengdasonur Laufeyjar ömmu lést kornungur af slysförum. Þá bauð hún Hrefnu dóttur sinni að búa með okkur í Hólmgarðinum. Og þar ólust upp . undir mildum verndarvæng ömmu Laufeyjar stúlkurnar hennar Hrefnu. Ég átti ákaflega erfitt með að flytja frá ömmu og æskustöðvun- um, þegar móðir mín og fóstri festu kaup á eigin íbúð í Reykjavík. Mér fannst að ég gæti hvergi átt heima nema í Hólmgarðinum. Ég reyndi því að venja komur mínar þangað sem allra oftast. Þar gekk maður vís að úbreiddum faðmi Laufeyjar ömmu. En tímarnir breyttust. Fólkið varð uppteknara af kapphlaupinu um lífsins gæði. Og heimsóknunum í Hólmgarðinn fækkaði. Fjöl- skyldufundir lögðust nær af. - Eflaust hafa minningar um iðandi mannlífið í Hólmgarðinum verið ömmu Laufeyju einhver huggun í veikindum seinni árin. En kannski hefðum við mátt vera óeigingjarn- ari og duglegri við að gefa ömmu þann tíma og þá ást, sem hún svo sannarlega átti inni hjá svo mörg- um. Mitt í allri sorginni, þá er það gleðilegt að Guð hefur nú bundið enda á þjáningai; ömmu Laufeyjar. Tími endurfunda er upprunninn. Laufey amma mun nú hitta á ný horfna ástvini sína í faðmi Drott- ins. Ég endurtek þakkir mínar til ömmu Laufeyjar fyrir allt sem hún gaf mér. Minning hennar lifir í hjarta allra þeirra, sem voru svo lánsamir að kynnast henni. Guð varðveiti minninguna um ömmu Laufeyju. Róbert Birgir Agnarsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.