Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 16
16__________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991_ Fornmálabraut MH - In memoriam eftirHrafn Svein- bjarnarson Fyrri grein Greinin er helguð fornmála- kennslu í Menntaskólanum við Hamrahlíð og því hvernig stjórn- endur skólans minnast þess að 750 ár eru liðin frá dauða Snorra Sturlu- sonar, ennfremur hringavitleysunni frægu við Hamrahlíðj aulasósíal- isma, ábyrgð á mistökum, gúmm- ítékkum, menntakerfinu - og svo auðvitað honum Benedikt. Benedikt á brauðfótum Hinn 24. september skrifar skólabróðir minn Benedikt Hjartar- son grein í Mbl. og ætlar þar að „leiðrétta allan þann misskilning sem fram kemur” í grein undirrit- aðs frá 10. september, þegar hann fór að „vaða í blöðin til að þenja sig gegn eigin hag”.’ Þessar „feið- réttingar” eru nú ekki allar jafns- kynsamlegar, en ég mun þó reyna að Ijalla um nokkur atriði. En fyrst ætla ég að nefna þá athugasemd Benedikts sem ég er að nokkru leyti sammála. Það er að ég skyldi vitna í grein í skóla- blaði M.H sem ekki verður sagt að sé víðlesið blað. Grein mín sem birt- ist í Morgunblaðinu var ntuð sem svar við grein Gunnlaugs Astgeirs- sonar í téðu skólablaði og ætluð til birtingar þar. Þegar farið var að fjalla um nýtt kerfi í MH í Morgun- blaðinu, m.a. af Gunnlaugi, þótti mér ástæða til að birta þar um- rædda grein. En ég lagði mig fram um að vitna heiðarlega í grein Gunnlaugs og vísa því algerlega á bug ásökunum Benedikts um óheið- arlegar áróðursaðferðir, enda bend- ir hann ekki á eitt einasta dæmi um slíkt. Gagnrýni mín beindist ekki heldur að persónu Gunnlaugs Ástgeirssonar, sem er einn vinsæl- asti kennari skólans, heldur að því kerfi sem hann átti þátt í að móta. Grein Gunnlaugs í skólablaðinu var auk þess eina kynningin sem nem- endur í MH fengu á þeim hugmynd- um sem lágu að baki kerfinu, fyrir utan grein Wincie Jóhannsdóttur um fyrstu drög að kerfínu í eldra skólablaði. Annað var bara sam- felldur halielújasöngur um aukið frelsi, sem hrifnæmir nemendur ginu auðvitað við og „stóðu heils hugar á bak við”. Benedikt gefur sér ýmsar for- sendur sem ekki verður séð að standist við nánari athugun. í fyrsta lagi telur hann sjálfsagt að fyrir þá sem ætla í háskólanám sé ástæða til að hefja strax í menntaskóla sérhæfingu umfram það sem tíðk- ast hefur. Í öðru lagi fullyrðir hann að nemendur í MH séu færir um að ákvarða sjálfir hvaða menntun Sjálfstæðisflokkurinn: Aðalfundur Verkalýðs- ráðs á morgun AÐALFUNDUR Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins verður hald- inn í Valhöll, Háaleitisbraut 1, iaugardaginn 2. nóvember og hefst kl. 10.00. Á dagskrá fundarins auk venju- legra aðalfundarstarfa mun borgar- stjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson flytja ávarp. Friðrik Sop- husson fjármálaráðherra, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins flyt- ur ræðu er hann nefnir Stefnan í ríkisfjármálum. Einnig mun Hrafn- kell A. Jónsson formaður Verka- mannafélagsins Árvakurs á Eski- firði flytja ræðu er hann nefnir Staðan í kjaramálum. henti best sem undirbúningur undir ýmsar háskólagreinar. í þriðja lagi gengur hann út frá því að nemend- ur MH stefni markvisst á ákveðið háskólanám og séu undantekninga- lítið fullir áhuga á námi sínu í nút- íð og framtíð. Auk þess reiknar hann með að nemendur hefðu nýtt sér nýja kerfíð til að læra meira en þeir gera núna, en engum hefði dottið í hug að næla sér í auðfeng- ið stúdentspróf með því að velja sér létta áfanga. Þetta er allt nokkuð vafasamt. Benedikt er mikill bjart- sýnismaður, en dálítið vantar upp á raunsæið. Benedikt og byrjunar- áfangarnir Benedikt segir það rangt að forn- málabraut skólans hefði verið lögð niður með nýju kerfí, heldur hafi átt að sameina fornmáia- og ný- málabraut í eina braut, málabraut. Þannig var það að nafninu til, en ef Benedikt hugsaði nú málið, mundi hann kannski skilja hvað þetta merkir í rauninni. Latína og forngríska, aðalnámsgreinar forn- máiabrautar, voru alls ekki í kjarna nýju málabrautarinnar, og þess vegna hefði kennsla í þeim orðið háð eftirspurn. Nemandi sem hugs- aði sér að undirbúa háskólanám sitt með því að taka sex áfanga í latínu, eins og á fornmálabraut, gat alls ekki gengið að því vísu að þeir yrðu yfirleitt kenndir. Samkvæmt námsvísi hefði latína þurft að keppa við dönsku, ensku,^ esperantó, frönsku, ítölsku, japönsku, kín- versku, rússnesku, spænsku og þýsku um sæti í brautarkjarna nýju málabrautarinnar. Þótt einhveijir kunni, eins og tilvonandi lækna- nemarnir hans Benedikts, að velja einn eða tvo áfanga í latínu, er ekki þar með sagt að í greininni verði kenndir sex áfangar. Þegar ekki er hægt að ganga að því vísu er einfaldlega ekki lengur til forn- málabraut við skólann. Benedikt verður að átta sig á að markviss undirbúningur fyrir háskólanám felst ekki í að taka eintóma byrjun- aráfanga. Og eins og ég sagði í greininni voru það ekki byijunar- áfangarnir sem voru í hættu heldur framhaldsáfangarnir, og svo er í öllum námsgreinum. Nýir mögu- leikar fyrir nemendur á fornmála- braut sem Benedikt talar svo fjálg- lega um, og hljómar óneitanlega vel í fljótu bragði, felast því hrein- lega í því að þeir neyðast til að gefa fornmálin upp á bátinn og velja sér eitthvað annað. Véfréttin og framtíðin Benedikt vill fá úr menntaskólan- um fólk með ákveðnar hugmyndir um framtíð sína og vill „draga stór- lega úr þeim fjölda námsmanna sem ráfa í eigin tilgangsleysi á milli deilda í Háskóla íslands, án þess að skila nokkrum árangri”. Hann vitnar í könnun á vegum kennslu- málanefndar HÍ um að 60% nem- enda í HÍ telji undirbúning sinn fyrir háskólanám ekki nægilega góðan. Þetta er auðvitað mjog at- hyglisvert, og sýnir svo að ekki verður um villst að í skólakerfinu er eitthvað meira en iítið að. En í Menntaskólanum við Hamrahlíð sit- ur Benedikt Hjartarson í þeirri sælu vissu að lausnin felist í að sérhver menntaskólanemi ráði sjálf- ur í hveiju hann tekur stúdentspróf. En telur Benedikt í alvöru að nemendur MH séu menn til að ákveða hvað sé góður undirbúning- ur undir háskólanám eða hæfileg inntökuskilyrði í háskóla? Jafnvel höfundar nýja kerfisins sáluga héldu menntaskólanema þurfa ein- hvetja hjálp við þetta, enda átti að að fylgja kerfinu fjöldi námsráð- gjafa. Þeirra hlutverk átti líklega að vera að útvega fólki þessar ákveðnu hugmyndir um framtíðina. Það virðist hins vegar jafnvel vefj- ast fyrir þeim, enda hafa þeir kom- ið sér upp dularfullu sambandi við véfrétt nokkra í Bandaríkjunum. Hrafn Sveinbjarnarson „Það vekur athygli að Menntaskólinn við Hamrahlíð skuli hafa minnst þess að 750 ár eru liðin frá dauða Snorra með því að leggja niður fornmála- braut skólans.” Þeir nemendur MH sem kunna að ráfa þar um í einhveiju ráðleysi geta þar fengið svörin um framtíð- ina fyrir skitinn tvðþúsundkall. Lík- lega ódýrara en að fara til venju- legrar spákonu. Fyrir fáum árum var stúlku nokkurri tjáð af þessari tölvuvæddu véfrétt að hennar biði þægileg framtíð ef hún legði fyrir sig söðla- smíði (tölvan hefur líklega sambönd í villta vestrinu). Söðlasmiðurinn tilvonandi storkaði að vísu örlögun- um og gleypti aldrei við þessu, og hann er nú víst í útlöndum í löngu og ströngu háskólanámi í alveg óskyldri grein. Sumir eiga svo að verða læknar, aðrir verðbréfasalar eða aðstoðarflugmenn. Um daginn var mér sagt frá því að nemandi við skólann hefði fengið þann úr- skurð véfréttarinnar að hann væri sérlega vel til þess fallinn að verða útfararstjóri. Það er mikill „biss- ness” þar vestra. Fólk hefur ein- hveija tilhneigingu til að trúa þessu ekki svo að ég tek fram að ég er alls ekki að gera að gamni mínu. Við skulum athuga þetta nánar. Setjum svo að nemandi hefði stund- að menntaskólanám í nýja kerfinu sáluga með þessa „ákveðnu hug- mynd um framtíð sína”, eins og Benedikt segir, og ætli að búa sig af kostgæfni undir framtíðarstarfið. Þá setur hann með hjálp námsráð- gjafa saman stúdentspróf sem hent- ar sérlega vel fyrir tilvonandi útfar- arstjóra. Tvítugur að aldri stendur hann síðan vel undirbúinn, og hann og framtíðin fallast í faðma. En hvað ef kæmi þá yfír hann einhver óskiljanlegur hringlandaháttur og hann sveigði út af þessari greiðu braut? Honum dytti sem sé allt í einu í hug að kannski væri skemmt- ilegra að gera eitthvað annað, t.d. að fara í háskóla. Eins og söðla- smiðurinn. Og hvað þá, Benedikt minn? Þá sæti hann uppi með stúd- entspróf sem hentar fyrir útfar- arstjóra, og háskólinn, sem verður lögum samkvæmt að taka við öllum með stúdentsprófsskírteini, sæti lík- lega uppi með illa undirbúinn nem- anda sem jafnvel kynni að fara að rölta þar eitthvað á milli deilda. En kannski væri stúdentsprófíð þá hætt að gilda sem aðgöngumiði að alvöru háskólum vegna allra skrítnu stúdentsprófanna úr Hamrahlíð- inni. Útópía Benedikt segir að nemendur hafi, og verði nú enn um hríð, að „út- skrifast með ófullkomna þekkingu á mörgum sviðum”, og hann heldur þvi fram að hið nýja kerfi „hefði gefið nemendum möguleika á að útskrifast með sérhæfða menntun á því sviði sem þeir kysu sér”. Ja, hvílík hörmung. En varla ber að skilja þetta svo að þeir sem hefðu útskrifast úr nýja kerfinu hefðu haft fullkomna þekkingu á ein- hveiju sviði. Sérhæfð menntun á þröngu sviði er nú líka ófullkomin. Býst annars einhver við öðru en að þekking nýstúdenta sé ófullkomin? Og hver segir að það sé betra að hefja háskólanám, t.d. í lögfræði, og hafa ekki lært neitt annað en það sem kemur þeirri grein beinlín- is við? Heldur Benedikt í alvöru að endalaust val í menntaskóla þar sem stór hópur nemenda verður að sækja stoðnámskeið í íslenskri barnaskólastafsetningu leiði til sér- hæfðrar menntunar sem kemur að einhveiju gagni sem undirbúningur undir háskólanám? Benedikt fárast mjög yfir því að ég skuli benda á þann möguleika að valelskir nemendur í MH geti tekið einingar umfram hinar 140 lágmarkseiningar sþúdentsprófsins í núverandi kerfi. Eg sem hélt að hann væri svo ákafur námsmaður. Að tala um tvær annir umfram átta til að svala valfýsn nemenda var svo aðeins ábending og aldrei ætlun mín eða vilji að „... láta ríkisvaldið halda þeim nemendum sem vita hvað þeir ætla sér allt að ári lengur en nauðsyn er”. Ekki minnkar hneykslan Bene- dikts þegar íslenskukennslu ber á góma. Hann ætlar að reka það ofan í mig að þegar skylduáföngum hafi átt að fækka í íslensku hefði jafn- framt dregið úr kröfum í íslensku- deild skólans. Það gerir hann með fullyrðingu um að allir sem útskrif- uðust á síðustu önn hafi tekið áfanga í íslensku umfram skyldu. Hér þarf að-athuga tvennt. í fyrsta lagi er fráleitt að ganga út frá því að nemendur hljóti að taka áfanga umfram skyldu í ákveðinni grein. í öðru lagi eru íslenskuáfangar í MH mjög misgagnlegir. Mjög vinsæll valáfangi er t.d. svonefndur yndis- lestur þar sem eru lesnar skáldsög- ur og reyfarar. Flestum fínnst hann mun léttari en áfangi í málsögu og hljóðfræði sem átti að taka úr brautarkjarna málabrauta í nýja kerfinu í MH. 111. meðferð á námsbraut Það tókst að koma í veg fyrir frekari útþynningu stúdentsprófs- ins í MH, þökk sé athugasemdum háskólamanna og ábyrgum við- brögðum menntamálaráðherra. Hér að framan benti ég á að fornmála- braut Menntaskólans við Hamrahlíð hefði átt að afnema í nýju kerfi í skólanum. En þrátt fyrir að gamla kerfið gildi nú áfram var fornmála- brautin endanlega tekin af, þegj- andi og hljóðalaust, með útgáfu námsvísis nú í september. Ekki er þar einu sinni minnst á þessi tíma- mót í sögu skólans, og meira að segja tekið fram í formála að þessi útgáfa námsvísis sé „mjög áþekk” hinni síðustu. Þetta gera stjórnend- ur skólans eftir að hafa tekið þátt í hjáróma söngli breytingamanna um að fjölga valmöguleikum nem- enda sem vilja „axla ábyrgð á námi sínu”. Nemendur fornmálabrauta hljóta að vera sérlega ábyrgðarlaust og leiðinlegt fólk í augum þessara háu herra. Það sem stjórnendur skólans hafa að yfírskini við þessar aðgerðir er hve fáir stunda nám á þessari braut og hún sé því of dýr. Nú eru fjórir nemendur á braut- inni, síðustu leifar þessarar tegund- ar í MH. Þeim hefur þrátt fyrir allt verið sýnd sú lágmarkskurteisi að fá að ljúka námi á brautinni. Fá- mennið er raunar afleiðing þess að fjölda nýnema hefur síðustu ár ver- ið tilkynnt að brautin væri ekki til, þvert ofan í upplýsingar námsvísis. Möguleikanum til að velja þessa námsleið var þannig búið að loka fyrir nokkru. Og með það eru marg- ir nemendur óánægðir, enda er aldr- ei að vita hvaða námsbraut verður lögð niður næst. íslensk málfræði og latína Það er eins og mönnum sé ekki ljóst hvað þetta þýðir. Latína er fyrir tungumálanemendur það sama og æðri stærðfræði fyrir raun- greinanemendur. Það þætti tíðind- um sæta ef stærðfræðikennsla væri afnumin að miklu leyti í MH, en af einhveijum ástæðum er varla æmt eða skræmt þegar latínu- kennslu í MH er greitt náðarhögg- ið. Byijendaáfangar í latínu munu vitaskuld verða kenndir áfram verði þátttaka nógu mikil til að buddu skólans verði upp lokið. Framhalds- áfangarnir eru aftur á móti búnir aðvera. I Menntaskólanum við Hamrahlíð er fjöldi svonefndra íslenskuáfanga. í þessum áföngum eru nær ein- göngu kenndar bókmenntir, bæði betri og verri, en lítil sem engin málfræði. Einn sérstakur málfræð- iáfangi er í skólanum, en í honum er riíjuð upp grunnskólamálfræðin og ekkert kennt umfram hana. Eini möguleikinn til að nema málfræði á menntaskólastigi í MH hefur ver- ið í latínunni. Með afnámi fornmála- brautar er búið að dæma latínu- kennsluna í MH til dauða og þar með mest alla raunverulega mál- fræðikennslu í skólanum. Latína er list mæt Islensk menning er kristin menn- ing og um sögu hennar verður ekki fjallað án þekkingar á latínu. ís- lenskt bókmál er í upphafí byggt á latneskum stíl og undir miklum latneskum áhrifum. Snorri Sturlu- son kunni latínu eins og allir evr- ópskir menntamenn á hans tíma og lengi síðan. Það vekur athygli að Menntaskólinn við Hamrahlíð skuli hafa minnst þess að 750 ár eru liðin frá dauða Snorra með því að leggja niður fornmálabraut skól- ans. Þeir íslendingar sem skrifuðu bækur á miðöldum kunnu latínu. Til að rannsaka verk þessara manna þarf að kunna bæði íslensku og Iatínu. Þær vísindagreinar sem lúta að rannsóknum á íslenskri tungu og sögu standa, eins og rannsóknir á íslenskri náttúru, nær Islending- um en öðrum þjóðum, og þeim ber skylda til að búa sem best að þeim. Margar merkar heimildir íslands- sögunnar eru á latínu. Hver á að lesa og rannsaka þessi rit ef latínu- kennsla verður afnumin í fram- haldsskólum? Fólk frá Evrópuband- alaginu sem fær betri skólamennt- un en íslendingar? Skólastjórnendur MH hafa með afnámi fornmálabrautar sýnt víð- sýni sína í verki. Þeir virðast hafa gleymt því að menntaskólar eru menningarstofnanir og þar gilda önnur lögmál en á hinum ftjálsa markaði. Þó að þeir séu dæmalaust ráðdeildarsamir þegar fornmála- braut er annars vegar, flæða pen- ingar í námsgreinar sem geta vart talist jafn mikilvægur undirbúning- ur háskólanáms og latína. Stoðnám- skeiðin í íslenskri barnaskólastaf- setningu eru skýrasta dæmið um þetta. Ekki virtust þeir heldur sjá ýkja mikið eftir peningunum sem runnu í þá afkáralegu afskræmingu áfangakerfis MH sem fólst í nýja kerfinu sáluga. Námsráðgjöfin blæs út til að þjóna þeim nemendum sem eru í hálfgerðu ráðleysi í skólanum um leið og sparað er við bóknáms- greinar. Það á ekki bara við um títtnefnda latínu heldur líka eðlis- fræðiáfanga fyrir lengra komna og yfirleitt allar bóknámsgreinar. Hóp- arnir eru nefnilega orðnir alltof stórir í flestum greinum. Menntaskólinn við Hamrahlíð er bóknámsskóli, en þar verður hálf- fullorðið fólk nauðugt viljugt að taka þátt í fokdýrri líkamsrækt. Þar hefur aldrei staðið til að hafa neitt valfrelsi og ekkert minnst á sparn- að. Þetta er þeim mun furðulegra þegar hafðar eru í huga allar þær íþróttagreinar sem kostur er að stunda utan skólans. Á meðan svo er verður allt hjal um sparnað í tengslum við grein eins og latínu að marklausum nasablæstri. Höfundur er nemandi í Mennlaskólanuni við Ilnmrahlíð. <h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.