Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 47
KNATTSPYRNA
Breiðablik segir upp
samningi við Hörð
STJORN knattspyrnudeildar
Breiðabliks hefur sagt upp
samningi við Hörð Hilmars-
son, þjálfara meistaraflokks
karla hjá félaginu, „vegna
samstarfsörðugleika” við
hann eins og það er orðað í
fréttatilkynningu frá stjórn-
inni.
Hörður hefur þjálfað lið
Breiðabliks síðustu tvö
keppnistímabil. Undir stjóm hans
komst liðið upp úr 2. deild í fyrra
og í sumar stýrði hann liðinu í
1. deild, og varð iiðið í fimmta
sæti deildarinnar.
Hörður var síðan ráðinn til eins
árs til viðbótar. Skrifað var undir
þann samning 24. september síð-
astiiðinn — fyrir rúmum mánuði.
Árni Guðmundsson, formaður
knattspyrnudeildar Breiðabliks,
vildi í gærkvöldi ekki tjá. sig frek-
ar um málið. Sagði þetta nýtil-
komið, og enn væri ekki ákveðið
hver tæki við starfi Harðar sem
þjálfari 1. deildarliðs félagsins.
Hörður Hilmarsson vildi ekkert
tjá sig um málið er Morgunblaðið
hafði samband við hann í gær-
kvöldi.
IMÓRGUHBLÁÐIÐ
ÍÞRÓTTIR l'’bsTUDÁGiUR' 1. N'ÓVKMBKR 1*991
ÚRSLIT
Handknattleikur
Bikarkeppni karla, 1. umferð:
Ármann-b — KR-b....................15:24
Fram — KR..........................28:18
Fjölnir —ÍR.......................20:31
Víkingur-b — Haukar................27:38
ÍBV — Grótta.......................28:25
■Zlotan Belany 9/4 og Gylfi Birgisson 8/1
voru markahæstir í liði ÍBV, en Páll Bjöms-
son 7 og Svafar Magnússon 6 voru marka-
hæstir hjá Gróttu.
Knattspyrna
Sovétríkin, 1. deild:
Shakhtyor Donetsk - Dynamo Moskvu ....2:3
Efstu lið:
CSKA...........29 17 9 3 55:29 43
SpartakMoskvu....29 16 7 6 55:29 39
Dynamo Kiev....29 13 9 7 43:33 35
Torpedo Moskvu....29 12 10 7 35:20 34
Odessa.........29 9 16 4 38:24 34
Dynamo Moskvu ...30 12 7 11 43:42 31
Frakkland
Auxerre - Mónakó.................1:1
Sveinbjörn Hákonarson, sem leikið hefur með Stjörnunni síðustu fjögur
keppnistímabil, klæðist búningi Þórs á Akureyri næsta sumar.
Pyrsti sigur Skallagríms
Asgeir
Mkm
FOLX
Skallagrimur vann Hauka 117:102 í miklum baráttuleik í íþrótta-
húsinu í Borgarnesi í gærkvöldi á ístandsmótinu í körfuknattleik
við mikinn fögnuð heimamanna sem höfðu lengi beðið eftir því
að liðið næði saman.
Við erum mjög ánægðir, þetta
var okkar besti leikur hingað
til og rökrétt framhald af síðasta
IHHmi leik okkar,” sagði
TheódórKr. Birgir Mikaelsson
Þórðarson þjálfari og leikmað-
skrifar ur skallagríms eftir
leikinn.
„Við mættum ofjörlum okkar að
þessu sinni. Liðsmenn Skallagríms
áttu frábæran leik og ég á ekki von
á að mörg lið geti unnið Borgnes-
ingana á heimavelli með áhorfendur
í svona stuði,” sagði Henning Henn-
ingsson fyrirliði Hauka við Morgun-
blaðið að leik loknum.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn.
Liðin börðust af mikilli hörku. Jafnt
var á flestum tölum og í leikhléi
var staðan 51:48 fyrir Skallagrím.
Lið Skallagríms mætti mjög
ákveðið til leiks í síðari hálfleik og
náði fljótlega 10 stiga forskoti qg
hafði eftir það yfirhöndina til leiiís
loka.
Bestu menn Skallagríms voru
þeir Maxim Kropatsjev sem átti
stórleik að þessu sinni og Birgir
Mikaelsson sem var mjög harður
af sér. Hjá Haukum voru þeir Jón
Arnar Ingvarsson og Henning
Henningsson bestir.
M ÁSGEIR Elíasson, landsliðs-
þjálfari í knattspyrnu, skreppur til
Skotlands í fyrramálið til að sjá
Guðmund Torfason leika með St.
Mirren í skosku deildinni. Næsta
verkefni Ásgeirs með landsliðið er
viðureignin við Frakka í París 20.
nóvember.
■ GEIR Sveinsson gerði fimm
mörk er lið hans, Avidesa, tapaði
22:23, fyrir meisturum Barcelona
í spænsku 1. deildinni í handknatt-
leik í fyrrakvöld.
■ JÚLÍUS Jónasson gerði eitt
mark er Bidasoa gerði jafntefli,
22:22, gegn Granollers.
■ LLOYD Sergent, Bandaríkja-
maðurinn 1 körfuknattleiksliði
Breiðabliks er meiddur á ökkla og
verður frá í minnst þrjár vikur.
Breiðablik leikur gegn IR í kvöld
og kemur fjarvera Sergents til með
að veikja Kópavogsliðið.
■ BRYNJAR Valdimarsson
sigraði B. Mawa frá Zimbabe, 4:0,
í 4. umferð á heimsmeistaramóti
áhugamanna í snóker í Thailandi
í gær. Eðvarð Matthíasson tapaði
fyrir Surya frá Thailandi, 2:4.^- .
■ ÞRÍR bestu þátttakendurnir á
opna Parísarmótinu í tennis innan-
húss, Stefan Edberg, Boris Bec-
ker og Jim Courier, féllu allir úr
keppni í gær.
■ EDBERG, sem var efstur á
styrkleikalista mótsins og átti titil
að verja, tapaði í þremur lotum
fyrir Bandaríkjammanninum Mic-
hael Chang. Courier tapaði fyrir
Omar Camporese frá Ítalíu í
tveimur lotum og Becker datt út
án þess að keppa — fékk flensu.
■ VÍKINGUR leikur fyrri leikinn
í Evrópukeppninni í handknattleik
gegn Avidesa í kl. 10.30 að íslensk-
um tíma á sunnudag. Liðið heldur
utan í dag. Flogið verður til Losk
don og þaðan til Madridar og sío-
an til Valencia.
■ ALEXEJ Trúfan, sem verið
hefur meiddur síðustu vikurnar fer
með Víkingum til Spánar og er
reiknað með að hann leiki aðeins í
vörninni.
■ GUÐMUNDUR Guðmunds-
son, þjálfari og leikmaður Víkings,
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gær að leikurinn yrði mjög erfiður.
„Við höfum verið að skoða mynd-
band af leik liðsins. Það er greini-
legt að þetta er mjög sterkt lið. Það
verður því við ramman reip að
draga. En við ætlum okkur að
standa í þeim því við erum líka með
gott lið,” sagði Guðmundur.
Birgir Mikaelsson þjálfari og ieik-
maður Skallagríms.
Sveinbjöm
feríÞór
SVEINBJÖRN Hákonarson,
knattspyrnumaður sem leikið
hefur með Stjörnunni síðustu
fjögur keppnistímabil, hefur
ákveðið að ganga til liðs við
1. deildarlið Þórs frá Akureyri.
Sveinbjörn hefur verið fyrirliði
Stjörnuliðsins. „Það finnst
kannski mörgum skrýtið að ég sé
að yfirgefa Stjömuna, fyrirliði liðs-
ins, en það er af persónulegum
ástæðum en ekki félagslegum og í
fullri sátt við Stjörnumenn,” sagði
Sveinbjörn við Morgunblaðið í gær.
„Þessi fjögur ár hafa verið góður
tími; ég vann þriðju deild með liðinu
svo aðra deild og hef nú leikið með
því í fyrstu deild í tvö ár. En nú
er kominn tími til að breyta um
umhverfi,” sagði Sveinbjörn. Þess
má geta að hann heldur upp á þijá-
tíu og fjögurra ára afmælið í dag,
föstudag.
Sveinbjörn á að baki 161 leik í
1. deild, þar af 126 með ÍA, og
hefur í þeim gert alls 42 mörk. Auk
þess lék hann tvö sumur með
Stjörnunni í neðri deildunum, og tvö
sumur lék hann i Svíþjóð, 1980 og
1981.
Þess má geta að í sjö sumur lék
Sveinbjörn ásamt Sigurði Lárus-
syni, núverandi þjálfara Þórs, í
Skagaliðinu. Sumarið 1979 ogsíðan
1982-’87.
FRJALSIÞROTTIR
Martha
sjöunda
iPans
Martha Ernstdóttir úr ÍR
hafnaði í sjöunda sæti í
alþjóðlegu götuhlaupi sem fram
fór í úthverfi Parísar um síðustu
helgi og nefnist Foulée Suresnes.
Hún tók þátt í þessu sama móti
fyrir tveimur árum og náði að
bæta tíma sinn nú um 21 sekúndu
— hljóp að þessu sinni á 12.00,30
mínútum.
Martha var í baráttunni um
fyrsta sætið lengst af í hlaupinu.
Sigurvegari var Salinak Chichir
frá Kenýa og í öðru sæti varð
þekkt frönsk hlaupakona, Rosario
Murcia.
Martha Ernstdóttir
KORFUKIMATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ