Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 48
1
VÁTRYGGING
SEM BRÚAR sYWxmk*
BILIÐ
SJÓVÁairrALMENNAR
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Októberhitinn í meðallagi
Morgunblaðið/KGA
Október kvaddi með mjög fallegu veðri í gær og margir notuðu tæki-
færið til að heimsækja sundlaugarnarJ Laugardal. En þrátt fyrir hlý-
indakafla undanfarið er meðalhiti í október langt frá því að vera sá
hæsti sem mælst hefur. Hitinn er nálægt meðaltali og svipaður því
sem var í fyrra á þessum árstíma. Trausti Jónsson veðurfræðingur
telur ólíklegt að hitastig fari yfir meðallag í október þrátt fyrir hlýinda-
kafla undanfarna daga en þess má geta að 11 stiga hiti var í Reykja-
vík um kl. 03 aðfaranótt síðastliðins miðvikudags, sem er allóvenju-
legt, að sögn Trausta. Hæsti hiti sem mælst hefur í október er 15,7
stig. í nóvember hefur hiti hæst mælst 11,7 stig.
Sverrir Hermannsson um áhrif aflasamdráttar á afkomu Landsbankans:
Ohjákvæmilegt að bankinn
tlragi harkalega saman seglin
Ennfremur hefur verið sett á
stofn ný nefnd, Mannanafnanefnd,
sem er ætlað að skera úr ágrein-
ingi sem kemur upp t.d. milli presta
og foreldra eða foreldra og Hag-
stofunnar, þegar ekki er um skím
að ræða. Þá er nefndinni ætlað að
skera úr öðrum málum sem geta
komið upp í sambandi við hvernig
eigi að rita nöfn.
Það hefur komið upp ágreining-
ur á síðustu mánuðum um nafnið
Blær sem er til sem karlmanns-
Leiðir til stöðvunar velflestra fyrirtælga hringinn í kringnm landið
SVERRIR Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, segir að sam-
dráttur í sjávarafla muni hafa gífurleg áhrif á afkomu Landsbank-
ans og óhjákvæmilegt sé að hann dragi harkalega saman seglin.
„Það er áætlað að verðmætarýrnun afla upp úr sjó sé átta milljarð-
ar. Landsbankinn er með rúmlega 70% útgerðarfyrirtækja og rúm-
lega 70% fiskvinnslufyrirtækja landsins í viðskiptum og það þýðir
5,5 til 6 milljarða króna velturýrnun Landsbankans gróft áætlað.
Svo kemur keðjuverkunin í fiskvinnslu og þjónustugreinum og því
er hér um gífurlegan samdrátt að tefla sem Landsbankinn hlýtur
að taka mjög föstum tökum,” segir Sverrir í samtali við Morgunblaðið.
Sverrir segir að bankinn sé ný-
kominn út úr stórum skuldbreyting-
-Kítn og muni ekki hafa nein tök á
að standa undir rekstri fyrirtækja.
„Það segir sig sjálft að það leiðir
til stöðvunar hjá velflestum fyrir-
tækjum hringinn í kringum landið,”
segir Sverrir.
„Það er alveg augljóst að þessi
örbirgðastefna sem stjórnvöld hafa
mótað eftir ágiskunum þorskafræð-
inga leiðir til að fyrirtækin geta
ekki staðið í skilum við okkur og
við höfum engin ráð með að halda
þessum aðalatvinnuvegi okkar á
floti. Þeim sem taka slíkar
ákvarðanir eftir ágiskunum er ekki
sjálfrátt. Það er einfalt mál og við
ætlum að gera mönnum grein fyrir
því fyrirfram.”
Vinnuhópur innan Landsbankans
hefur að undanförnu kannað afleið-
ingar aflasamdráttarins sem stjórn-
völd hafa ákveðið á afkomu Lands-
bankans. Er greint frá því í Frétta-
bréfi starfsmanna Landsbankans
sem kemur út í dag. Þar er haft
eftir Sverri að samdrátturinn muni
leiða til þess að Landsbankinn láti
við það sitja að lána fyrirtækjum
einvörðungu út á afurðir.
„Þegar þrengir að lausafjárstöðu
bankans erum við sektaðir af rík-
inu, ekki um 10, 15 eða 20% heldur
30% og svo eru menn að heimta
af okkur vaxtalækkanir,” segir
Sverrir við Morgunblaðið.
nafn og hefur verið óskað eftir að
það væri skráð sem stúlkunafn
líka. Það hefur ekki verið leyft og
karlmannsnafnið talið hafa for-
gang.
Akveðið hefur verið að nefndin
birti úrskurði sína árlega. Þar mun
koma fram hvaða nöfn hafa komið
til úrskurðar og hvort þau hafa
verið heimil eða ekki.
Þá á nefndin að semja skrá um
eiginnöfn sem teljast heimil. Kem-
ur bráðabirgðaskrá væntanlega út
í byijun nóvember og mun þá verða
dreift til presta. Það er Hagstofa
íslands sem gefur út skrána og sér
um kynningu hennar.
Sjá ennfremur Bl,
Daglegt líf.
Coldwater:
Salmonella í kjúkl-
ingum í Eyjafirði
Er ekki talin hættuleg mönnum
SALMONELLA fannst nýlega í sýnum sem tekin voru úr fram-
leiðslu frá alifuglabúinu í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði. Að sögn
Valdimars Brynjólfssonar, framkvæmdasljóra heilbrigðiseftirlits
Eyjafjarðar, er ekki talið að sú tegund salmonellu sem fannst í
sýnunum sé hættuleg mönnum og því hafi ekki þótt ástæða til
að innkalla kjúklinga frá búinu úr verslunum.
Ný nafnalög taka
gildi í dag:
Skíra má
þremur
nöfnum
NÝ LÖG um mannanöfn taka
gildi í dag, 1. nóvember. í þeim
felst m.a. að nú verður leyfilegt
að gefa börnum þrjú nöfn í stað
tveggja áður. Þá verða þær
breytingar að framvegis má
enginn skira eða nefna neinn
tveimur kenninöfnum. Verður
fólk því að velja á milli þess
hvort það vill kenna sig við
föður sinn eða móður eða hvort
það beri ættarnafn. Þeim nöfn-
um sem eru í gildi nú sam-
kvæmt þjóðskrá verður ekki
breytt.
Samið við starfsfólk til 3 ára
COLDWATER, dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í
^andaríkjunum, hefur nýverið gert kjarasamning við starfsmenn
sína til þriggja ára, þar sem starfsmenn fá 4,1% launahækkun fyrsta
árið, 4,5% annað árið og 3,6% þriðja árið.
Einar Oddur Kristjánsson, for-
maður Vinnuveitendasambands ís-
lands, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að svona semdu menn
út um allan heim. Báðir aðilar tækju
nokkra áhættu. Það færi eftir verð-
cttólgunni í viðkomandi landi hvort
hin raunverulega kjarabót „gæti
orðið 1 til 2% á ári, sem er mjög
algengt,” sagði Einar Oddur.
Einar Oddur sagði að Coldwater
mæti það svo að raunkostnaður á
unna klukkustund væri 11,2 banda-
ríkjadalir, eftir þessa umsömdu
hækkun. Hann sagði að sambæri-
legir útreikningar hjá SH fyrir
raunkostnað á unna klukkustund í
frystihúsum hér á landi gæfu til
kynna að hér væri hann 660 krón-
ur, eða nákvæmlega 11 bandaríkja-
dalir.
Einar Oddur kvaðst telja að hér
ætti að gera kjarasamning í líkingu
við þann sem Coldwater gerði. „Af-
köst, afkoma og kaup í okkar fram-
leiðslugreinum hlýtur að verða að
vera svipað hér og tíðkast í Banda-
ríkjunum og Evrópu.”
Valdimar sagði að salmonella
hefði fundist úr sýnum úr fram-
leiðslu sem farið hefði í sölu, en
gerðar hafi verið ráðstafanir til
þess að ekki færi meira af fram-
leiðslunni í verslanir. Hann sagði
að á fundi með yfirdýralækni hefði
verið ákveðið að innkalla ekki
kjúklinga frá Sveinbjarnargerði
úr verslunum.
„Það er búið að selja þessa
kjúklinga, en það tekur alltaf
ákveðinn tíma að rannsaka, þann-
ig að við teljum að ekki sé hægt
að ná þeim. Við teljum ekki heldur
að þetta séu það slæmar bakteríur
að það eigi að vera hætta á ferð-
um. Það er búið að gera ákveðnar
ráðstafanir í búinu sem við teljum
að eigi að duga, en það verður
fylgst mjög náið með þessu,” sagði
hann.
Salmonella fannst fyrst í ali-
fuglabúinu í Sveinbjamargerði
fyrir allmörgum árum, og sagði
Valdimar að sennilega væri viðloð-
andi sýking á búinu sem ekki
tækist að losna við. Sala hefði
verið frá búinu alla tíð og ætti hún
ekki að stöðvast út af þeirri sýk-
ingu sem nú hefur fundist nema
fleiri tilfeila yrði vart.