Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 29
MÖRGÚNBLAÐIÐ fÓST'UDAGÚR 1. NÓVRMIiER lÖ91 29 Kaupendur leðursófasetta fá þau ekki afhent: Fé greitt með skuldabréfí eða greiðslukorti er ekki tapað - segir formaður Neytendasamtakanna KAUPENDUR leðursófasetta frá fyrirtækinu Framvís, sem greiddu vöruna óafhenta með greiðslukorti eða skuldabréfi, munu ekki tapa þeim peningum, að sögn Jóhannesar Gunnarssonar, formanns Neyten- dasamtakanna. Hafi menn hins vegar reitt fram útborgun í reiðufé, er það fé sennilega glatað. Framvís seldi um 200 manns sófasett eftir myndabæklingum siðastliðið sumar, en hefur ekki getað staðið við afhendingu á nema fáum sófum. Andvirði hvers setts mun hafa verið 160.000 til 200.000 krónur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Frá kynningu teiknimyndarinnar í Regnboganum. Andri Þór Guðmundsson, rekstrarstjóri Regnbogans (t.h.) vísar gestum inn. í miðjunni stendur Helga Steffensen. Teiknimynd með íslensku tali sýnd í Regnboganum SKÍFAN og Regnboginn kynntu um síðustu helgi nýja danska teiknimynd með islensku tali. Teiknimyndin heitir „Fuglastríðið í Lumbruskógi” og verður frumsýnd í Regnboganum laugardag- inn 2. nóvember kl. 15. Það eru íslenskir leikarar sem tala inn á myndina og leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. Ýmsir þekktir leikarar tala fyrir persón- urnar í teiknimyndinni, m.a. Bessi Bjarnason, Sigurður Sigurjóns- son, Sigrún Edda Björnsdóttir og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og margir fleiri. Skífan og Regnboginn ætla að gefa barn-og unglingasíma Rauða Krossins allan ágóða af fyrstu sýningunni. Almenn sýn- ing verður kl. 17 á laugardag og fyrst um sinn verður myndin sýnd kl. 17 og 19. Jóhannes Gunnarsson segir að mikið hafi mætt á Neytendasamtök- unum, þar sem viðskiptamenn Fram- vís hafi hringt unnvörpum og spurt um rétt sinn. Jóhannes segir að í mörgum tilfellum hafi kaupendur greitt sölumönnum Framvís 20- 30.000 krónur út í hönd. Þeir pen- ingar séu sennilega glatað fé, vegna þess að Framvís sé að komast í þrot og litiar eignir í búinu. Kaupendur sófasettanna sam- þykktu að greiða eftirstöðvar af kaupverðinu ýmist með skuldabréf- um, raðgreiðslum eða eingreiðslum hjá greiðslukortafyrirtækjum. „Við erum með yfirlýsingu frá báðum greiðslukortafyrirtækjunum um að þeir neytendur, sem hafa ætlað að greiða með rað- eða eingreiðslum, munu ekki líða fyrir þetta. Varðandi skuldabréfin er aðalviðskiptabanki Framvís sammála okkar mati. Það kemur fram á skuldabréfunum að þau séu til greiðslu á ákveðinni teg- und af sófasetti, sem þar er lýst Söngskemmtun í Artúni með Onnu Vilhjálms Anna Vilhjálms söngkona Veitingahúsið Ártún í Reylqavík hefur sett á svið söngskemmtun Önnu Vilhjálms, sem spannar fer- il söngkonunnar í 30 ár. Skemmt- unin var frumflutt í Keflavík fyrr í haust við góðar undirtektir, að því er segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. Auk Onnu koma fram í sýning- unni ijórir dansarar og söngvaramir Bjarni Arason, Einar Júlíusson og Viðar Jónsson auk hljómsveitiarinnar Flamingo. Sýningin var flutt í fyrsta sinn í Artúni síðastliðið laugardags- kvöld fyrir fullu húsi og að sögn for- svarsmanna sýningarinnar voru und- irtektir slíkar að ástæða þótti til að endurtaka sýninguna nú um helgina, föstudaginn 1. nóvember og laugar- daginn 2. nóvember. Að lokinni sýn- ingu verður dansieikur í Ártúni við undirleik Flamingo og Önnu Vil- hjálms. _ W i Haustmót TR: % ffl l >; ki Helgi Áss efstur HAUSTMÓT Taflfélags Reykja- víkur hófst 13. október síðastl- iðinn. Keppendur í aðalkeppn- inni eru 68 og tefla þeir í fjórum flokkum. Teflt verður í félags- heimili TR, Faxafeni 12 og lýk- ur mótinu 9. nóvember. Staðan Leiðrétting Við vinnslu á gi-ein Sigmars Ár- mannssonar, framkvæmdastjóra Sambands íslenskra tryggingafé- laga í viðskiptablaði í gær féll niður hluti setningar þar sem fjallað var um eignatryggingar. Viðkomandi setning er því endurbirt hér feitletr- uð ásamt næstu setningu á undan: „Fyrir þann einstakling, sem hefur keypt sér eignatryggingu á hús sitt í Breiðholtinu hjá þessu sama ít- alska félagi, gæti orðið jafn erfitt að leita eftir bótum _ vegna t.d. vatnstjóns alla leið til Italfu. Ef til vill kæmi þá í Ijós honum til undr- unar, að samkvæmt vátrygging- arskilmálum, sem hann hugsan- lega fékk einhvern tíma í hendur á ítölsku, eru einmitt öll vatns- tjón undanþegin.” Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. að loknum 6 umferðum er sem hér segir: A flokkur: 1. Helgi Áss Grétars- son, 4 Vi vinningur af 6 möguleg- um. 2. Lárus Jóhannesson 4 vinn- ingar, 3. Róbert Harðarson 3‘/2 v. + biðskák, 4.-5. Þráinn Vigfús- son og Þröstur Ámason 3 '/2 og 6. Héðinn Steingrímsson 3 v. + biðskák. B flokkur: 1. Sigurbjörn Árna- son 4‘/2 vinningur. C flokkur: 1. Hlíðar Þór Hreins- son 5 vinningar. D flokkur: 1.-4. Haraldur Sig- þórsson, Guðlaugur G. Þorgilsson, Bergsteinn Einarsson og Lárus Knútsson allir með 4‘/2 vinning. Hér gefur að líta eina myndanna sem sýnir 5 ættliði í karllegg. Þeir eru f.v.: Þórhallur Ingimar Atlason, Sigurjón Jóhannsson, Jóhann V. Siguijónsson, Atli Már Siguijónsson og Siguijón Jó- hannsson. Ljósmyndir í Kringlunni ÞESSA dagana stendur yfir í Kringlunni kynning á LJósmynd- aranum, Jóhannesi Long. Sýndar eru 15 stórar ljósmyndir. Um er að ræða bæði lit- og svart- hvítar myndir með margs konar frágangi. KYNNING á verkum Kjartans Guðjónssonar hefst laugardag- inn 2. nóvember í Fold List- munasölu, Austurstræti 3. Á kynningunni í Fold eru til sýnis og sölu liðlega tuttugu myndir, olíumyndir, gvassmyndir og krítarteikningar. nánar. Þeir, sem greiddu með skuldabréfi, munu heldur ekki tapa, af því að skuldabréfin eru skilyrt. Þar sem afhending hefur ekki farið fram, er ekki hægt að standa á inn- heimtu,” sagði Jóhannes. Hann sagði að bankar og greiðslu- kortafyrirtæki þyrftu að fá staðfest- ingu þess, að fólk hefði ekki fengið vöruna afhenta. Hann ráðlagði því kaupendum, sem teldu sig hlunn- farna, að fá tvo votta til að skrifa Kjartan Guðjónsson: Kynning á verkum í Fold undir yfirlýsingu um að viðkomand hefði ekki fengið sófasettið sitt Slíka yfirlýsingu, ásamt bréfi og ljós- riti af skuldabréfi og kaupsamningi skyldu menn síðan senda viðkom- andi greiðslukortafyrirtæki eða lán- astofnun og fara fram á að fallit’ yrði frá kröfum á hendur sér. „Vi< eigum von á að slíkt gangi upp,’ sagði Jóhannes. Hann sagði að þetta mál væri þa< stærsta af þessu tagi, sem komié hefði til kasta Neytendasamtakanna Neytendur gætu dregið af því mikil væga lærdóma: „Skrifið aldrei undii fjárhagsskuldbindingar eða greiðic fyrir vörur eða þjónustu fyrr en var- an er afhent eða þjónustan innt ai hendi. Verzlið ekki við farandsölu- menn nema því aðeins að þeir af- hendi vöruna um leið og greitt ei eða skrifað undir íjárhagsskuldbind- ingar,” sagði Jóhannes Gunnarsson Athugasemd frá Framvís hf: Allt reynt til að leysa þessi mál án árangurs Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Hilmari Halldórssyni, framkvæmdastjóra Framvís hf.: „Þar sem mikil umfjöllun hefur verið undanfarið í fjölmiðlum um málefni Framvis hf. vegna óaf- greidda sófasetta, fínnst mér rétt að benda á nokkur atriði varðandi þessi mál. í fyrsta lagi hefur Framvís hf. afhent um 200 sófasett vítt og breitt um landið. í öðru lagi liggja þrír gámar óafgreiddir við höfn í Reykjavík, um er að ræða um 60 leðursófasett að verðmætum um 11.000.000 króna. í þriðja lagi hafa sölumönnum verið greidd sölulaun um 7.000.000 króna. í fjórða lagi hef ég sent andvirði um 2.000.000 króna í skuldabréfum til réttra að- ila eða þeirra sem skrifuðu undir bréfin. I fimmta lagi liggja bréf í Búnaðarbanka íslands sem hand- veðsbréf uppá um 2.700.000 krónur sem verða ekki innleyst (þeim verð- ur skilað). í sjötta lagi eru um 4.000.000 krónur bundnar inni á bindibók sem handveð fyrir við- skiptum við Búnaðarbanka íslands. Hér hefur verið tíndar til um 25.700.000. króna og mun ég ekki rekja þetta meir. Bókhald fyrirtæk- isins liggur síðan fyrir og geta þeir sem rétt hafa tii, kynnt sér það Einnig vil ég að það komi fram a< það var gert allt sem í okkar vald stóð til þess að leysa þessi mál ei því miður tókst það ekki. Einnig hörmum við það að þei’ aðilar sem áttu viðskipti við Fram. vís hf. beri skaða af því. Það væri gott fyrir fjölmiðla a< nota ekki eins stór orð, eins og þegar hefur verið gert. Að dreif; salti í sárin kemur engum til góða Vil ég biðja fólk, banka og aðra’ lánastofnanir afsökunar og harm; ég mjög hvernig komið er. Einnig vil ég þakka sölumönnun þann stuðning sem þeir veittu méi á þessari ömurlegu stundu og einn- ig Neytendasamtökunum fyrir mjö^ góðan fréttaflutning og þá aðstoi sem þau hafa sýnt fólki. Og vil ég benda fólki á að hafa samband vic Neytendasamtökin. Að lokum vil ég leiðrétta þá fréti er kom í DV þann 30. síðasta má^, aðar varðandi smygl sem fannst einum af gámum Framvís. Þetts mál hefur verið upplýst af viðkom- andi yfirvöldum og kom hvorki ég né Framvís nálægt því máli.” Katrín í Hafnarborg KATRIN H. Agústsdóttir sýningu á olíumálverkum Kynningin hefst laugardaginn 2. nóvember en henni lýkur sunnu- daginn 10. nóvember. Opnunar- tími Foldar er mánudaga til föstu- daga frá kl. 10-18, laugardaga er opið frá kl.10-18 og sunnudaga frá kl. 14-18. opnar Hafn- arborg i Hafnarfirði laugardaginn 2. nóvember nk. Við opnun sýning- arinnar mun Kór Öldutúnsskóla koma fram og syngja nokkur lög. Katrín hefur fengist við fijálsa myndlist, sem er listhönnun, ásamt eiginmanni sínum Stefáni Halldórs- syni. Katrín hóf feril sinn með batíkvinnslu (vaxteikningu), sem var framsett í myndverkum, smærri nytjahlutum og fatnaði. Árið 1970 hélt hún fyrstu einkasýningu sína á myndverkum, sem unnin voru með þessari tækni 0g síðan fylgdu nokkrar sýningar í kjölfarið. Síðasta einkasýning Katrínar á verkum unnum með þessari tækni var á Kjarvalsstöðum árið 1981. Katrín hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum m.a. á Listahátíðum 1982, 1984, 1986 og 1988 og Kirkjulistasýningu á Kjarvalsstöð- um árið 1983. Undanfarin ár hefur Katrín unn- ið mikið með vatnslitum og hélt hún sína fyrstu vatnslitasýningu á Sæluviku á Sauðárkróki árið 1983. Síðan hefur Katrín sýnt víða um land, en í Reykjavík hefur hún sýnt í Gerðubergi, á Kjarvalsstöðum árin 1984, 1986 og 1987 og árið 1990 Eitt verka Katrínar. sýndi hún í boði SPRON í húsa- kynnum útibúsins í Mjódd, þá sýndi Katrín í Jónshúsi í Kaupmannahöfn árið 1989. Katrín hefur fengið viðurkenn- ingar fyrir listhönnun og nokkur söfn hafa keypt verk hennar, s.s. söfn í eigu Reykjavíkurborgar, Kópavogskaupstaðar, HúsavíkuT- kaupstaðar, Sauðárkrókskaupstað- ar og Selfosskaupstaðar. Á síðustu árum hefur Katrín unnið að olíumálverkum og sýnir nú afrakstur þeirra vinnu. Sýningin í Hafnarborg í Hafnar- firði stendur frá 2. nóvember og lýkur 17. nóvember. Hún er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 12-18. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.