Morgunblaðið - 01.11.1991, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1991
Minning:
Hallgrímur Jónas
son fv. kennari
Frumvarp 24 þingmanna:
Styrktarsjóður af-
reksmanna í íþróttum
Fæddur 30. október 1894
Dáinn 24. október 1991
Með Hallgrími Jónassyni frá
Fremri-Kotum hvarf af sviði lífsins
þjóðkunnur rithöfundur, útvarps-
fyrirlesari og kennari um langa
hríð. Honum léðist óvenju langt og
virkt líf. Hann varð næstum 97 ára
og hafði dvalist nokkur undanfarin
'l*ar á Elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund hér í borg. Þar heimsótti ég
hann nokkrum sinnum, síðast að-
eins rúmri viku áður en hann andað-
ist. Mjög var þá orðið af honum
dregið, og sýnt, að stutt mundi til
umskipta lífs og dauða.
Lengi bjó Hallgrímur í húsinu
sínu við Einarsnes 27 í Skeijafirði.
Síðustu árin þar var hann einn með
kettinum sínum svarta, sem hann
nefndi Tinna. Þótti honum mjög
vænt um þetta húsdýr, eins og eftir-
farandi staka ber vitni:
Liggur hjá mér lítið skinn,
ljúft er vinarhjalið.
Kveð ég svo við kisa minn
og kvitta fyrir malið.
Hallgrímur skildi eftir sig tals-
vert mikið ritað mál. Ferðamaður
var hann mikill og hafði yndi af
landinu, einkum hinum óbyggðu
hlutum þess. Útvarpserindi hans
voru alltaf með persónulegum blæ,
gjarnan með ívafi vísna eftirvhann
sjálfan. Honum var afar Iétt um
að yrkja. Minnist ég margra ferða
með honum sem fararstjóra, er ég
var nemandi hans í Kennaraskóla
_íslands rétt eftir síðari heimsstyij-
"öidina. Lund hans var létt og málið
lék honum á tungu. Minnisstæðar
munu flestum hafa orðið kennslu-
stundir hans í sögu, svo og æfinga-
tímar hans með kennaranemum.
Fijálslyndi og léttleiki einkenndi
þær stundir allar.
Æviatriði Hallgríms munu aðrir
en ég rekja. Hann var ósvikinn ís-
lendingur, sannur sonur Skaga-
fjarðar, eins og ég lét eitt sinn orð
falþa um hann í stuttu ljóði.
Ég læt Hallgrím sjálfan hafa síð-
asta orðið hér. Þegar hann var 86
ára kvað hann þessa vísu og lét
mér í té í ritið í fjórum línum I:
Oft um kæra ættargrund
** áður var í fórum.
Bíð ég nú við síðasta sund;
senn mun lagt úr vörum.
Auðunn Bragi Sveinsson,
nemandi i Kennaraskóla
1945-49.
Kveðja frá Ferðafélagi
Islands
í dag verður kvaddur hinstu
kveðju Hallgrímur Jónasson fyrrum
kennari við Kennaraskóla íslands,
sem andaðist 17. þ.m. og skorti þá
aðeins fáa daga til þess að verða
97 ára. Á þessari kveðjustund munu
*5*ðrir ugglaust rekja ævi- og náms-
feril hans, kennslu, félagsmálastörf
og bókmenntalega iðju. Hér verður
aðeins vikið að einum þætti á starfs-
ferli hans, störfum hans í þágu
Ferðafélags íslands. Hallgrímur
sagði mér einhvem tíma, að áhugi
hans á að kynnast landinu hafi
vaknað, þegar hann ungur sveinn
kom í fyrsta sinn upp á fjalisbrún-
ina fyrir ofan Fremrikot í Norður-
árdal. Þar opnaðist honum sýn suð-
ur til Hofsjökuls og Illviðrahnúka.
Þeirri sjón kvaðst hann aldrei geta
■gieymt. Víðemin sem þar blöstu við
barnsaugunum urðu því ógleyman-
leg andstæða við þröngt sjónsvið
æskudalsins, sem hann unni þó
ævinlega heitum huga. Ef til vill
hefur Hallgrímur á efri árum mikl-
að þennan atburð fyrir sér í hugan-
um og gert úr honum meira en efni
stóðu til. En forvitni hans um land-
ið og áhugi á að kynnast því sem
víðast og best fylgdi honum meðan
andlegt og líkamlegt þrek entist.
Hvenær Hallgrímur fór fyrst að
starfa með Ferðafélagi íslands er
mér ókunnugt, en í stjórn þess var
hann kjörinn 1944 og sat í henni í
28 ár eða til 1972. Þegar hann kom
til starfa hjá Ferðafélagi íslands,
horfði flest öðm vísi við en nú. Ef
einhvern langaði til þess að ferðast
um hálendið, varð aðeins farið á
hestum eða gangandi. En nú var
bílaöldin runnin upp. Þá vom þar
hvergi ruddar brautir og allar ár
óbrúaðar. Enginn vissi í rauninni,
hvar helst yrði komist leiðar sinn-
ar. Það varð að leita uppi „færa
vegi” og vasla yfir stórfljót, oft á
bílum, sem hætti helst oft til að
bila, jafnvel þegar verst gegndi.
Þegar Ferðafélag íslands efndi til
fyrstu ferðarinnar upp í Nýjadal
1950 reyndist það þijár stífar da-
gleiðir. Nú er þetta orðinn sex tíma
spotti ef vel er haldið áfram.
Hallgrímur var um þijátíu ára
skeið leiðsögumaður um landið á
vegum Ferðafélagsins. Langt sum-
arleyfí frá kennslustörfum gaf hon-
um færi á að takast á hendur hinar
lengri ferðir. Lágu þá leiðir hans
víða um land, og hann varð gjör-
kunnugur landsháttum, þjóðlífi og
sögu hinna ýmsu héraða. Honum
var það ljóst, að ef landslag verði
lítilsvirði ef það heitir ekki neitt,
þá eykur það ekki síður verðmæti
þess ef þar hefur gerst einhver
saga. Bæði þessi atriði hafði hann
á takteinum og var óspar á að miðla
samferðafólkinu, og sögur sagði
hann manna best og hafði mikið
af slíkum fróðleik á takteinum. Á
ferðum sínum var hann jafnan hress
og kátur og lét óspart fjúka í kveð-
lingum að skagfirskum hætti, ekki
síst ef einhver var með í hópnum,
sem kunni að varpa á hann stöku.
Margt af þessari vísnagerð var auð-
vitað léttvægur skáldskapur, dæg-
urflugur, sem liðu út í tómið um
leið og þær voru mæltar fram. En
þær vöktu kátínu í ferðahópnum
og ekki síst ef Bakkus var ofurlítið
með í gerðum. Nokkrar þessara
vísna lentu þó að lokum í kvæða-
bókum hans. Fór þetta allt fram
að mjög skagfirskum hætti, ekki
síst þegar komið var í náttstað ef
til vill eftir langa og erfiða dagleið
í ám og vegleysum, kannski líka
misjöfnu veðri. Sem fararstjóri var
hann gætinn og umhyggjusamur,
en ráðagóður ef vanda bar að hendi
eins og stundum vil til á langferða-
leiðum.
En Hallgrímur vann fleira á veg-
um Ferðafélagsins en að leiða sam-
ferðafólkið um byggðir og óbyggðir
landsins. Hann ritaði þijár af árbók-
um þess: Skagafjörður (1946),
Sprengisandur (1967) og Kjalvegur
hinn fomi (1971). Yfir þeim öllum
ríkir nokkuð af þeirri rómantísku
frásagnargleði, sem var svo rík í
fari hans.
Nú að leiðarlokum þakkar Ferða-
félag Islands Hallgrími Jónassyni,
hve oft og drengilega hann brást
við vanda þess og studdi að gengi
þess svo langa hríð, og undirritaður
árnar honum hamingju á nýjum
langferðaleiðum, skyldu þær ein-
hvers staðar vera til.
Haraldur Sigurðsson
Kveðja Útivistarfélaga
Nú skal hefja Ijóðalist
látum sönginn gjalla,
ennþá heldur Útivist
upp til hárra fjalla.
Þetta er fyrsta vísan af fjórum
sem Hallgrímur Jónasson eitt sinn
kvað í upphafi Útivistarferðar. Og
sannarlega höfum við látið sönginn
gjalla og vísur hans eru á söngskrá
Utivistar á kvöldvökum og við önn-
ur tækifæri. Honum var svo létt
að kasta fram vísum við öll tæki-
færi. En hann var ekki aðeins skáld,
hann var gæddur slíkri frásagnarg-
áfu að leitun er að öðru eins.
Hann var með okkur frá upphafi
Útivistar, fararstjóri og ferðafélagi.
Það gleymir því sjálfsagt enginn sen
naut frásagnar hans í ferðum hve
snilldarlega honum var lagið að
tengja saman söguna og landið sem
farið var um. Saga íslands er enn
svo ung að hún er flestum okkar
vel kunn, en að fara um landið og
fá söguna beint á staðnum frá slík-
um sagnaþul sem Hallgrímur var,
er ógleymanlegt. Skýrmæltur, með
svolítið norðlenskum hreim, á fag-
urri, ómengaðri íslensku, sagði
hann okkur sögur bæði í gamni og
alvöru, draugasögur og skrítlur,
jafnt á kvöldvökum sem á ferð, svo
allir og ekki síst börnin hlustuðu
með athygli og höfðu bæði gagn
og gaman af.
Hallgrímur var kominn yfir átt-
rætt þegar hann fór að taka þátt
í starfi Útivistar, svo flest okkar
hafa ekki haft kynni af honum
nema sem manni komnum á efri
ár. En hann var svo vel á sig kom-
inn, andlega hress og kátur og naut
sín svo vel í hópnum þótt flest
værum við svo miklu yngri en hann.
Og við kunnum svo sannarlega að
meta framlag hans okkur til fróð-
leiks og skemmtunar. Því mun
minning hans lifameð okkur í kvæð-
um hans og sögum.
Vel af grjóti veðurbörðu
væri ég tengdur mínu landi
ef mér hlæði einhver vörðu
uppi á miðjum Sprengisandi.
Svo kvað Hallgrímur eitt sinn.
Útivistarfélagar tóku þessari áskor-
un síns mikilsvirta heiðursfélaga
og hlóðu honum vörðu. Þetta er
engin venjuleg varða. Há, reisuleg
og traustlega hlaðin, þar sem hver
og einn þátttakenda á sína steina.
Hallgrímur valdi henni sjálfur stað,
svo nálægt miðju landsins sem
hægt er að komast, á hárri sand-
öldu skammt vestur af Fjórðungs-
vatni. Hann sagði að þaðan mætti
í björtu veðri sjá Mælifelli í Skaga-
firði, en Skagafjörður var hans
heimabyggð og Mælifell var hans
fjall. Og þarna inni á miðju lands-
ins, í hinni miklu auðn umkringdri
hinum fagra jöklahring, þar sem
öræfavindurinn látlaust gnauðar og
íslands lag ymur í öllu sínu veldi,
er Hallgrímur nú tengdur sínu
landi, sem hann unni svo mjög, með
þessari rammbyggðu vörðu sem
mun standa af sér öll veður um
ókomna tíð og halda uppi nafni
hans sem hoggið er í stein í miðri
vörðunni: Hallgrímsvarða um alla
framtíð.
Með þessu framtaki vildum við
Útivistarfélagar sýna hug okkar til
hans og votta honum þakklæti okk-
ar og virðingu. Fari hann vel.
Aðstandendum hans öllum vott-
um við samúð.
Nanna Kaaber
Kveðja frá stjórn Útivistar
Fallinn er frá mikill ferðamaður
og fræðaþulur, heiðursfélagi okkar
í Útivist, Hallgrímur Jónasson.
Hann verður öllum sem voru svo
lánsamir að eiga með honum sam-
leið í ferðum, ógleymanlegur. Hall-
grímsvarða var reist á Sprengisandi
en Hallgrímur sjálfur reisti sér
vörðu í hugum okkar með lífi sínu
og starfi.
Við kveðjum aldinn heiðursmann
með virðingu og þökk.
Ingi Björn Albertsson (S-Rv)
hefur lagt fram frumvarp um
stofnun sjóðs til að styrkja efni-
lega íslenska íþróttamenn. Skal
stofnfé sjóðsins samsvara árs-
launum fjögurra háskólakennara.
Það vekur athygli að 23 þingmenn
eru meðflytjendur með Inga Birni
að þessu frumvarpi.
Frumvarpið gerir ráð fýrir að
menntamálaráðherra skipi stjórn
sjóðsins til þriggja ára í senn. í henni
skuli sitja þrír menn, einn tilnefndur
af framkvæmdastjórn íþróttasam-
bands íslands, einn af íþróttanefnd
ríkisins og einn skipaður án tilnefn-
ingar og skal hann jafnframt vera
formaður.
Flutningsmaður segir m.a. í grein-
argerð að fjárframlög ríkisins til
íþróttahreyfingarinnar séu sáralítil
og hafi verið skorin rösklega niður
síðastliðið ár. „Ef við berum okkur
saman við aðrar Norðurlandaþjóðir
geta þingmenn ekki litið kinnroða-
laust framan í æskufólk sem leggur
sig í líma við að hefja nafn íslands
til vegs á erlendum vettvangi.” Ingi
Björn segir afreksíþróttir vera viður-
kenndan og þýðingarmikinn þátt í
almennri uppbyggingu íþrótta og
Lagt hefur verið fram sljórn-
arfrumvarp, þess efnis, að verð
á öllum tegundum sjávarafla,
úrgangsfisks og fiskúrgangs,
sem seldur er hér á landi, skuli
ákveðið með fijálsum samningum
milli kaupenda og seljenda eða
með sölu á uppboðsmarkaði.
Verðlagsráði er þó heimilt með
meirihluta atkvæða að ákveða lág-
marksverð einstakra tegunda sjáv-
arafla fyrir tiltekið tímabil.
Lagaákvæði þetta öðlast gildi, ef
samþykkt verður, 1. janúar 1993. í
ákvæði til bráðabrigða er hins vegar
kveðið á um að Verðlagsráð geti
með meirihlutaákvörðun, strax eftir
samþykkt frumvarpsins, gefið verð-
lagningu tiltekinna fisktegunda
fijálsa.
Með samþykkt núgildandi laga
um Verðlagsráð sjávarútvegsins frá
1985 var heimilað að gefa verðlagn-
ingu tiltekinna fisktegunda fijálsa,
þegar sérstaklega stóð á og ráðið
stóð einróma að ákvörðun. Með
frumvarpi þessu er lagt til að stigin
verði tvö skref að afnámi ráðsins.
Fyrra skrefið heimilar ákvörðun um
fijálst fiskverð með meirihluta-
ákvörðun í Verðlagsráði, sbr. bráða-
brigðákvæðið. Síðara skrefið felur
í sér þá meginreglu að fijálst fis-
kverð gildi frá ársbyijun 1993 og
skylda ráðsins til verðákvörðunar
það hljöti að vera tímabært fyrir
okkur íslendinga að meta að verð-
leikum kynningar- og áróðursgildi
afreksíþrótta. Þingmaðurinn vísar
einnig til þess að með: „Samþykkt
stjórnarfrumvarps um Launasjóð
stórmeistara í skák er brautin rudd
og ber að fagna því. Frumvarp þetta
er af sömu rótum runnið og sniðið
að þörfum íþróttahreyfingarinnar.”
Á 113. löggjafarþinginu síðasta
vetur lagði Ingi Bjöm fram frum-
varp um afreksmannasjóð íþrótta-
manna. Það frumvarp var í öllum
atriðum nema einu samhljóða því
frumvarpi sem nú er lagt fram. Þá
var gert ráð fyrir að veija til sjóðs-
ins fjárupphæð sem svaraði til launa
fjörutíu háskólakennara.
Meðflutningsmenn með Inga Birni
eru 23 úr öllum flokkum nema
Kvennalista. Ingbjörgu Sólrúnu
Gísladóttur (SK-Rv) var ekki kunn-
ugt um að fyrsti flutningsmaður
hefði Ieitað liðsinnis hjá neinum
þingmanni Kvennalista og var það
henni mikið harmsefni að hafa ekki
fengið tækifæri til að skoða þetta
mál meðan það var í undirbúningi.
Hún taldi ekki rétt að tjá sig efnis-
lega um frumvarpið á þessu stigi.
verði þá afnumin. Við þessa skipan
verður yfirnefnd Verðlagsráðs
óþörf.
Stjórnarfrumvarp
Umferðarráð
annist eftirlit
með ökuprófi
og ökukennslu
Fram hefur verið lagt sljórn-
arfrumvarp sem ákvarðar að
Umferðarráð skuli hafa með
höndum umsjón með ökunámi,
eftirlit með ökukennslu og
annast ökupróf undir yfirum-
sjón dómsmálaráðuneytisins.
Samkvæmt umferðarlögum
gegnir Umferðarráð því hlutverki
að stuðla að öruggri umferð,
bættum umferðarháttum og auk-
inni umferðarmenningu. Umsjón
og framkvæmd ökunáms og öku-
prófa eykur möguleika stofnun-
arinnar á að ná árangri í starfi,
segir í athugasemdum með frum-
varpinu. Eins og málum er nú
skipað hefur enginn opinber aðili
eftirlit með almennri ökukennslu.
Grænlenskir rokktón-
leikar í Háskólabíói
ÍSLENSKIR tónleikagestir fá
tækifæri til að hlusta á fremstu
rokkhljómsveit Grænlands, Ole
Kristiansen Band, í Háskólabíói
laugardaginn 2. nóvember kl.
21.00. Tónleikarnir áttu fyrst að
vera í Norræna húsinu en voru
fluttir í Háskólabíó.
Seinni tónleikar hljómsveitarinn-
ar hafa einnig verið fluttir og verða
á Akureyri sunnudaginn 3. nóvem-
ber í diskótekinu 1929, þar sem
áður var Nýja bíó. Ole Kristiansen
Band kemur einnig fram á Púlsin-
um mánudagskvöldið 4. nóvember.
Hljómsveitina skipa Ole Krist-
iansen, hljómborð og söngur, Eigil
Petersen, gítar, Nuka Absalonsen,
gítar, Martin Chemnitz, trommur,
og Hans Jörgen Damgaard, bassi.
Þá kemur hljómsveitin fram á Vin-
áttuhátíð ’91 í Laugardagshöll
laugardaginn 2. nóvember ásamt
íslenskum tónlistarmönnum.
Frumvarp um frjálst fiskverð:
Skref að afnámi
Verðlagsráðs
sjávarútvegsins
- segir í greinargerð með frumvarpinu