Morgunblaðið - 05.01.1992, Side 12
íl2
MOKGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
SEIDKONUSriDOkNIR
NÚ verðið þið leiddir lesendur góðir inn í stórt steinhús i einu af
úthverfum Reykjavíkur. Jafnframt er ykkur leyft að taka undir plast-
poka sem sígur svolítið í undan þyngd fjögurra kaffibolla. Við erum
á leið til seiðkonu og ætlum að fá hana til að spá í þessa bolla, sem
einn af landsfeðrum okkar hefur nýlega lokið við að drekka svart
kaffi úr. Af sama dugnaðinum og viljastyrknum sem hann beitir fyr-
ir sig í stjórnmálunum handfjatlaði hann þessa bolla, blés i þá og
snéri þeim yfir höfði sér, allt eftir kúnstarinnar reglum. I von um
að þessir bollar beri með sér strauma úr umróti stjórnmálanna og
hringiðu þjóðlífsins fáum við þá seiðkonunni í hendur. Hún vill ekki
Iáta nafns síns getið, en eitt má þó til að koma fram: Hún er afkom-
andi Þorleifs í Bjarnarhöfn, þess forspáa Snæfellings, sem Þórbergur
Þórðarson helgar heilan kafla í ævisögu séra Arna Þórarinssonar.
Seiðkonan tekur bollana, einn af öðrum, rýnir í þá og veltir þeim
milli handa sér, lætur að lokum síðasta bollann siga niður í kjöltuna,
beinir þreyttum sjónum inn í fjarlægð ókomins tíma og tekur að tala.
SPENNANDIM
„SPÁDÓMAR geta verið leiðandi og ég er á móti þeim,“ segir
Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur. „Hins vegar má
skoða orku og þá krafta sem fram koma á sljörnukortum og líta
bæði á jákvæða og neikvæða möguleika. Ég Ht á stjörnuspeki sem
persónulegt veðurkort. Eins og menn klæðast eftir veðráttu geta
þeir stuðst við sljörnukort sitt þegar til dæmis ákvarðanir eru
teknar.“
Landsfaðirinn sem á þennan
bolla er augljóslega úr stjóm-
málaflokki sem nú ræður ríkj-
um,“ segir seiðkonan. „Sá
flokkur á fyrir höndum tals-
verðan barning, en með vor-
inu fær hann mikinn meðbyr. Ég lít
á þennan bolia sem bolla þjóðarinn-
ar, ef svo má segja. Sem slíkur er
hann undarlega bjartur. Ástandið
verður ekki eins uggvænlegt og fólk
heldur í dag. Við eigum í vændum
gott ár í stjómmálum. Þó talsvert
sviptingasamar umræður verði núna
fyrst til að byija með á þingi þá er
engin hætta á stjórnarslitum eða
þingslitum. Stjómin heldur velli,
hvemig sem andstæðingar láta.
Jafnvel þó farið verði með rangt
mál og einn maður kengbeygður.
Það verður sannarlega allt gert til
að fella stjómina, reynt að eyði-
leggja fyrir henni eins og hægt er,
en það tekst ekki. Einn maður í
stjórninni reynist sérlega fastur fyr-
ir, kannski sá sem á bollann.
Tímabilið frá mars og fram í júlí
er spennandi. Það verður mikið að
gerast í stjórnmálunum, líka eftir
að þingið hættir og það er mjög já-
kvætt. Það verður mikið að gerast
á þingi í vetur og margt gott sem
kemur þar fram. Þing mun sitja
iengur en það er vant að gera. Upp-
gangurinn byijar með vorinu eins
og ég sagði og þá kemur eitthvað
sniðugt uppá, sem bregður fæti fyr-
ir andstæðinga stjómarinnar. Hart
verður deilt. Menn verða þó að forð-
ast að ana áfram. Þeir verða að
kunna að gefa eftir og jafnvel að
halda að sér höndum. Stjórnarliðar
þurfa að fá betra næði til þess að
vinna. Það veitir ekki af því landið
er illa statt. Ég sé þó peninga sem
renna inn í þjóðarbúið. Þeir koma
sumir erlendis frá. Ekki sýnist mér
þetta vera lán, í það minnsta verða
þessir peningar ekki endurgreiddir.
Miklu frekar náum við góðum samn-
ingum erlendis. Það er þröngt um
markaði hjá okkur núna en það á
eftir að lagast töluvert mikið og
verður nokkuð gott ástand í þeim
efnum með vorinu.
Atvinnumálin líta ekki sem verst
út. Það virðist vera bót framundan
í sambandi við þau. Þar ber ýmislegt
til, fískirí verður gott og því mikil
og góð afkoma frá sjónum, betri en
verið hefur. Það fiskast held ég
miklu betur en menn búast við. Sitt-
hvað nýtt á þeim vettvangi kemur
til sögunnar, sem hægt verður að
notfæra sér. Einnig verða hvalveiðar
eða hrefnuveiðar leyfðar aftur á ein-
hvern hátt. Nýtt tímabil er að hefj-
ast í sambandi við sjóinn og miklir
peningar í aðra hönd. Eitthvað finnst
einkennilegt í sjónum, líklega er olía
fyrir Norðurlandi og jafnvel víðar.
Mér kæmi ekki á óvart þó talsvert
yrði talað um olíu á næstunni.
í kjaramálum sýnist mér verða
einhver breyting á. Þær breytingar
ganga ekki orðalaust fyrir sig, þær
tengist einhveijum hasar. Það hafast
í gegn einhveijar lítilfjörlegar launa-
hækkanir sem fólk sættir sig þó við
og jafnvel gerir sig ánægt með. Ein-
hver verkföll verða, en ekki dregur
þó til neinnar verulegrár alvöru í
þeim málum. Landbúnaðurinn mun
ganga sæmilega og bændur mega
allvel við una. Eitthvað verður um
verkföll sem eru leiðinleg en ganga
fljótt yfir. Ég held að afkoma verði
sæmileg hjá fólki yfirleitt.
í listalífinu verða tveir einstakl-
ingar sérstaklega áberandi. Annar
er stúlka sem hefur hingað til starf-
að erlendis og svo karlmaður, nýr
af nálinni, sem er mun hávaðasam-
ari í list sinni. Skáld munu líka rísa
upp úr öskustónni.
Einn íslenskur maður nýtur óvenj-
ulegrar upphefðar á árinu og íþrótt-
aliðin okkar munu gera það gott.
íþróttafélag lamaðra, fótboltadren-
girnir okkar og handboltaliðið gera
það mikið gott. Þetta verður gott
ár fyrir íþróttafólk. Mér sýnist
íþróttahreyfingin að einhveiju leyti
tengjast þessum manni sem á þenn-
an bolla, en það er önnur saga.
Heilsufar landsmanna verður
þokkalegt nema hvað inflúensa mun
heija á landslýð. Hún verður þó
ekki eins slæm og menn óttast. Hins
vegar verður veðrið mjög leiðinlegt
í febrúar, þegar hún geisar hvað
mest. Hugmyndir manna um sam-
einingu Borgarspítala og Landakots
ganga að einhveiju leyti í gegn, en
einhver hluti Landak’ots verður
áfram sjúkrahús. Þetta mun þó ekki
bera eins mikinn árangur og ætlast
var tii, fremur en aðrar hugmyndir
sem fram hafa verið settar um
sparnað. Þær munu ekki bera þann
árangur sem til er ætlast.
Veðurfar verður rysjótt í vetur.
Það verður óvenju hart og veturinn
langur, en við fáum gott sumar.
Einhveijar jarðskjálftahræringar
verða á Suðurlandi og jafnvel á
Norðurlandi líka, en ekki verða þær
hættulegar. Þær setja þó skrekk í
fólk.
Tveir áhrifamenn frá Alþingi
þurfa oft að fara utan til þess að
ræða þýðingarmikil mál og eru með
þeim fyrstu sem það gera. Þeir verða
talsvert áberandi vegna þessa. Þeir
eru friðarstillar, ef svo má segja, er
alls staðar til góðs þar sem þeir
koma. Það er merkilegt hveiju þessi
litla þjóð fær áorkað.
Hvað snertir EES-samningana þá
sýnist mér þeir verða jákvæðir en
taka þó ekki gildi þetta ár sem er
að koma. En mikið verður um þá
rætt. Þó íslendingum verði boðið
margt jákvætt þá reynast þeir ekki
tilbúnir til að gleypa allt í þeim efn-
um. Ég er ekki viss um að það verði
íslendingum til góðs að fara í þenn-
an félagsskap. Það bregður í það
minnsta 'til beggja vona. Sumt er
gott en annað ekki eins og það ætti
að vera.
Hvað snertir utanríkismál yfirleitt
þá sýnist mér talsverðrar ókyrrðar
gæta, sérstaklega í Evrópu. Seint
mun ganga að stansa hildarleikinn
í Júgóslavíu, en það hefst þó. í Rúss-
landi er eitthvað í uppsiglingu, ekki
gott. Mér sýnist Úkraína eiga þar
hlut að máli, þar eru landsmenn
mjög ósáttir við sinn hlut. Ástandið
verður yfírleitt erfítt í austantjald-
slöndunum, sem við nefnum svo.
Hins vegar ber minna á ókyrrð fyrir
botni Miðjarðarhafsins. Við íslend-
ingar munum ekki dragast inn í
neins konar ófrið, nema hvað snertir
ferðalög fyrrnefndra tveggja manna.
Þeir reyna að leggja sitt af mörkum
til að stilla til friðar, sérstaklega er
annar þessara manna umsvifamikill
í því starfi.
Kirkjan mun líka reyna að gera
sitt í þessum efnum. Það verður
ekki langt þangað til hafín verður
mikil söfnun sem mun ganga afar
vel. íslendingar eru ekki fátækir
þegar slíkar safnanir eru annars
vegar.
Stjórnarsamstarfið á íslandi verð-
ur í heild að teljast gott. Tveir menn,
hvor í sínum flokki, geta alltaf lemp-
að málin, komi eitthvað upp. Það
er ómögulegt annað að segja en það
sé jákvætt fyrir ríkisstjómina sem í
bollum þessum er.“
Svo mælti seiðkona Morgunblaðs-
ins.
Ef samlíkingin við veðrið er
tekin, verða íslendingar víst
hvorki léttklæddir né lita-
glaðir á árinu 1992, en þó
segir Gunnlaugur að árið
verði spennandi fyrir þjóðina. „Þeg-
ar íslandskortið er skoðað kemur
í ljós að samdráttur verður áfram
og efnahagur í lægð. Það getur þó
einnig haft jákvæðar afleiðingar.
Samdrætti fylgir raunsæi, íslend-
ingar verða með fæturna á jörð-
inni, skynsemi mun aukast marg-
falt og þjóðin mun horfast í augu
við raunveruleikann. Neyslubijál-
æðið mun minnka, sjálfsagi fólks,
aðhald, skipulag og yfirvegun
eykst. Menn setja síður fé í óarð-
bærar fjárfestingar, en borga
skuldir sínar.“
Gunnlaugur segir að íslendingar
hafi að vissu leyti búið við sósíalskt
þjóðskipulag eins og austantjalds-
þjóðirnar og því sé komið að upp-
gjöri. Árið geti orðið erfítt bæði
fyrir þá sem hafa offjárfest og þá
sem þegið' hafa ríkisaðstoð.
„Við lifum á umbrotatímum,"
segir Gunnlaugur. „Þjóðin er rík
og það verður spennandi að sjá
hvað gerist þegar við förum að
nota peningana í annað en óarð-
bærar íjárfestingar. í sumum at-
vinnugreinum verður líklega
þensla, eins og til dæmis hjá fjöl-
miðlum, Háskólanum, þótt ótrúlegt
megi virðast, í samgöngum og í
þeim greinum er snerta rafmagn
ogtækni. Eriendir samningar verða
hagstæðir og ekki er ólíklegt að
erlend ráðstefna verði haldin hér á
miðju ári.“
Gunnlaugur segir að íslendingar
séu draumóraþjóð, og nú horfíst
þeir í augu við draumóra sína.
„Nýaldarspeki og fleira í þeim dúr
verður til dæmis á undanhaldi.
Mannlegu gildin munum við þó
setja ofarlega, en á jarðbundinn
hátt.“
Gunnlaugur skoðaði stjörnukort
þriggja íslenskra ráðherra og dró
fram helstu niðurstöður.
Davíð Oddson forsætisráðherrá
er ,jarðýtan“ í íslenskum stjórn-
málum, að sögn Gunnlaugs. „Hann
er skynsamur og
kænn, er stjórn-
málamaður nýja
tímans og vill
helst reka landið
eins og fyrirtæki.
Hann sameinar
það að vera harður
og stífur en jafn-
framt næmur á
strauma í þjóð-
félaginu. Hann veit að Islendingar
vilja foiystumenn sem þora og því
tekur hann ekki áhættu þótt hann
syndi gegn straumnum um stund-
arsakir. Hann sér heildarmyndina
eins og hún er og lætur þjóð sína
horfast í augu við staðreyndir.
Hann er jarðbundinn, vill áþreifan-
legan árangur og gerir það sem
þarf þótt það kosti óvinsældir hjá
„skammtímamönnum". Þetta eru
eiginleikar sem prýða góðan for-
ingja.
Veikleikar Davíðs sem foringja
eru þeir, að hann á það til að vera
óbilgjarn og troða á tilfínningum
manna vegna stóru málefnanna.
Hann mætti vera diplómatískari,
og einnig þarf hann sem leiðtogi
að hvetja þjóð sína. Hann þarf að
sýna fólki að þótt leiðin sé erfíð
þá sé bjart framundan. Á tímum
samdráttar er hætt við að menn
verði hræddir og svartsýnir og gef-
ist upp.“
Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur.