Morgunblaðið - 05.01.1992, Page 13

Morgunblaðið - 05.01.1992, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR ,1902 13 Ekki er annað að sjá en að ágæt- is ár verði framundan hjá forsætis- ráðherra og ríkisstjórn hans. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherrra er „herramaðurinn“ í pólitíkinni, kurteis og fágaður diplómat. „Hann er rökfastur, skynsamur og yf- irvegaður, hefur ríka réttlætis- kennd og er ábyrgur og dug- legur vinnumaður. Það er erfitt að finna á honum áberandi galla, enda heilsteyptur maður, helst að honum hætti til að vera óákveðinn og tvístígandi, eða of kurteis og þá litlaus í leið- inni. Einnig á hann það til að vera eirðarlaus og hafa of mörg járn í eldinum, eða „dreifa sér“ of víða. Hann er mikill félagsmálamaður. Stjörnukortið hans lofar öllu góðu á þessu ári.“ Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra er frjálslyndur keppnismaður, „töffarinn" í ís- lensku pólitíkinni. „Hann hefur sér- stöðu í íslenskum stjórnmálum, læt- ur form og hefðir ekki hefta aðgerð- ir sínar og er nokkuð laus við hagsmunapot. Hann þrífst á bar- áttu og keppni, hugsar stórt og er ekki bundinn smáatriðum eða stundarhagsmunum. Hann er mik- ill tilfinningamaður og þorir að vera til. Veikleiki hans er skortur á fé- lagslegri samvinnu og skeytingar- leysi þegar tilfínningar fólks eru annars vegar. Árið verður frekar erfitt og mik- il barátta í kringum Jón Baldvin, sem sennilega tengist flokksmál- um.“ Útlönd Breytingar og upplausn í alþjóð- amálum verða áfram og ná há- marki næstu tvö árin. Ekki er að búast við rólegri tíma fyrr eftir 1995 eða 1996. „Uppstokkun þjóð- félagskerfa ber hæst, en umhverf- ismál og flóttamannavandamál koma líka til með að skipta miklu máli. Sú heimsmynd sem hófst í lok Napóleonsstríðanna í kringum árið 1815 er nú í dauðateygjunum og við stöndum við upphaf nýrrar heimsmyndar. Miklir umbrotatímar eru nú framundan hjá Bandaríkjamönnum og komið að uppstokkun hjá þeim. Þjóðfélagskerfi þeirra þarfnast endurnýjunar ekki síður en hjá kommúnistaríkjum. Sjá má þar óróa og upplausn næsta sumar og ekki er ólíklegt að koma muni upp hneyksli á árinu vegna svika sam- starfsmanna.“ Gunnlaugur hefur athugað stöðu hinna ýmsu þjóða og segir að kort Bretlands sé mest spennandi hvað næstu tvö ár snerti. „Bretland er með tungl á miðhimni og því hafa konur ætíð verið mjög áberandi í þjóðfélaginu þrátt fyrir hið íhalds- sama karlaveldi Breta. Nú eru Úranus og Neptúnus á tungli sem gæti táknað upplausn kvenímynd- arinnar. Það gæti jafnvel táknað að Elísabet drottning fari frá. í það minnsta verður mikið um að vera í því landi á næstu árum.“ Um forystumenn stórveldanna hefur Gunnlaugur þetta að segja: „George BushBandarikjaforseti trúir á frelsi einstaklingsins og er á móti ríkisafskiptum, en það verða þó efnahagsmálin sem valda honum mestu erfíðleikum á næsta ári. Bandaríkjamenn verða æ óþolin- móðari og vilja aðgerðir. Bush á auðvelt með að umgangast fólk, hefur yndi af því George Bush að hafa það í kringum sig og er diplómat „par exellence". Hann er raunsæismaður, en skortir hug- sjónir og er full litlaus sem leiðtogi. Boris Jeltsinforseti Rússlands er uppreisnarmaður og hugrakkur umbótasinni. Hann er keppnis- maður sem á erfitt með að vinna með öðrum, er frekur og ráðríkur og lætur betur að hreinsa til og um- bylta, en að við- halda ákveðnu stjórnkerfi. Ég lít ekki á hann sem friðarhöfðingja og tel að hann muni einungis stjórna meðan mestu breytingarnar eru að ganga yfir.“ En hvað verður um Míkhaíl Gorbatsjov? „Gorbatsjov verður nú eins konar „Heilagur Míkhaíl" í augum fólksins. Ég tel að hann muni snúa sér að alþjóðlegu friðarstarfi. Hugs- Mikhaíl anlega hjá Sam- Gorbatsjov einuðu þjóðunum,“ segir Gunnlaug- ur. Boi-is Jeltsin Fjölbreytt vetrarstarf Kramhússins hefst að nýju 6. janúar Dansleikfimi - Afró - Jass - Modern-Stepp - Leiksmiðja - Kórskóli Ath! Nanette Nelms kennir dans næstu 3 mánuði. Byrjenda- og framhaldsflokkar 1. Tónlist - Söngur - Spuni 3-5 ára og 6-9 ára. Kennari: Margrét Pálmadóttir. 2. Leiklist. 7-9 ára og 10-13 ára. Kennarar: Ásta Arnardóttir og Þórey Sigþórsdóttir. 3. Leikir - Dans - Spuni 4-6 ára Kennarar: Þórey, Ásta og Guðbjörg Arnardóttir. 4. Ballett. 7-9 ára. Kennari: Guðbjörg Arnardóttir. 5. Jass. 7-9 og 10-13 ára. Kennari: Eva Gísladóttir. Tímabókanir standa yfir ísímum 15103 og 17860 VIÐ BERGSTAÐASTRÆTI Norræna ráðherranefndin skrifstofan leitar að nýju samstarfsfólki: / Ráðunaut varðandi heilbrigðis- og félagsmálastefnu Ráðunaut um verslunar- og samningaspursmál Ráðgjafi varðandi menntunarspursmál Ritara Ráðunautur varðandi heilbrigðis- og félagsmálastefnu Ráðunauturinn á meðal annars að sjá um ritarastörf fyrir ráðherra- nefndina og embættismannanefnd- ina um félagsmál (norræna félags- málanefndin) ásamt því að hafa samband við stofnanir, áætlanir og vinnuh.ópa innan geirans. Þetta svið er eins og stendur staðsett í sérdeild 3, þar sem hin sviðin eru vinnu- markaðir, vinnuumhverfi og jafn- rétti. Þekkinga á einu eða fleiri þess- ara sviða eru því kostur. Nánari upplýsingar veitir Leif Chr. Hansen, deildarstjóri, eða Ingi- mar Einarsson, ráðunautur. Ráðunautur um verslunar- og samningaspursmál Ráðunauturinn á að vera ritari norr- ænu embættismannanefndarinnar um verslunarmál og embættis- mannanefndarinnar um samninga- mál. Þar við bætist samband við skyldar stofnanir og vinnuhópa. Starfið felur einnig í sér undirbúning mála til ráðherranefndarinnar. Starfið gerir ráð fyrir góðri tungu- málakunnáttu vegna sambands við mikilvægar alþjóðastofnanir. Frekari upplýsingar veitir Barbro Wilding, deildarstjóri, Marianne V. Thompson, ráðunautur eða Gunilla Nilsson, deildarritari. Ráðunautur varðandi menntunarspursmál Ráðunauturinn ber ábyrgð á samhæfmgu og framkvæmd á norrænu skólastarfi. Hann þarf að hafa frumkvæði og stjórna undir- búningi verkefna og fylgja eftir framkvæmd ákvarðana í stjórnhóp- um í embættismannanefndinni og í ráðherranefnd (mennta- og menn- ingarmálaráðherra). Starfið felur í sér samskipti og samstarf við evrópskar og aðrar al- þjóðlegar stofnanir. Ritari Störf ritarans eru bundin einni af sérdeildum framkvæmdanefndar- innar og eru aðallega venjuleg ritara- störf, svo sem textavinna og þjón- usta í sambandi við fundahöld o.s.frv. Ýmiss frekari verkefni kunna þó að bætast við. Nánari upplýsingar veitir Risto Tienari, deildarstjóri, eða Pia Ravn, deildarritari. Sameiginlegt fyrir öll störfin: Umsækjandi þarf að hafa góða, fræðilega menntun og hagnýta reynslu við störf hjá opinberum eða einkaaðilum. Það er skilyrði fyrir ráðningu að hafa vald á dönsku, norsku eða sænsku, bæði skriflega og munnlega. Góð kunnátta í ensku, þýsku og frönsku eru líka kostir. Starfið felur í sér talsverð ferðalög áNorðurlöndum. Ránðning er tímabundin með samningi til 4 ára með talsverðum möguleika á framlengingu. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á fríi frá störfum á ráðningartímanum. Vinnustaðurinn er Kaupmannahöfn. Frekari upplýsingar um ráðningar- skilmála veitir ritari framkvæmda- stjórnar, Annelie Heinberg, og Judy Feldborg, ritari. Sími í Kaupmanna- höfn+45 33 11 47 11. Umsóknir skulu skrifaðar á um- sóknarreyðublöð skrifstofunnar. Þau fást með eftirfarandi klippimiða eða sækja í móttöku á neðanskráðu heimilisfangi. Síðasti umsóknardagur er 20. janúar 1992. Umsókn sendist til: Nordiska Ministerrádet, Store Strandstræde 18, DK-1255 Köpenhamn K. Merkið umslagið „tjánsteansökan“ Norritna ráölierrmiefndir. er samvinnustofmin fyrir rikisstjómir Noröurlanda. Samvinnan natr yfir alla meginþmti félagsmála. Framkmmdanefnd ráöherranefndarinnar hefur batði frumkmöi og annast framkvamdirfyrir Norramu ráöherranefndina. Fram- kmmdanefndinni erskipt ifimm sérdeildir. eina fiáhags- og stjórnunardeild, eina upplýsingadeild ogskrifstofu aöalritara. I----------------------------------------'-------------------------------------Tí ■ Gjörið svo vel að senda umsóknareyðubloð til: ■ Nafn Heimili Sendist til: NordiskaMinisterrádet, Store Strandstræde 18, DK-1255 Köpenhamn K. Merkið umslagið „tjönsteansökan“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.