Morgunblaðið - 05.01.1992, Page 15

Morgunblaðið - 05.01.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 göngu alþýðunnar undir forystu bolsévikka. Bókin er fjörlega skrifuð, Lenín skrifaði sjálf- ur formála að henni og hrósaði Reed á hvert reipi. Þótt höfundur fari ekki dult með sam- úð sína með byltingarmönnum er ritið ekki að öllu leyti úreltur áróðurspési; ljóst er að Reed hefur fylgst vel með því sem var að gerast. Hann lýsir því hvernig ólæsir smá- bændur svöruðu flóknum spurningum forvi- tinna fréttamanna með því að endurtaka bolsévikkaslagorðin: „Það eru aðeins til tvær stéttir, arðræningjar og hinir arðrændu!“ Að einu leyti er bók Reeds ágæt heimild. Hann dregur ekkert úr því mikilvæga hlut- verki sem Trotskíj gegndi en síðar varð nafn hans bannorð í Sovétríkjunum. Reed varð vitni að því er Lenín ávarpaði landsfund sovétanna sem fram fór í Smolníj og lýsti leiðtoganum svo. „Lágvaxinn mað- ur, með stórt höfuð á stuttum hálsi, sköllótt- ur. Lítil augu, stutt nef, breiður og vingjarn- legur munnur, hakan mikil og í þetta sinn var hann skegglaus en farið að örla á yfir- skegginu sem hann varð þekktur fyrir... Undarlegur leiðtogi - tók forystuna eingöngu í krafti rökhyggju sinnar, litlaus, segir ekki brandara, sættir sig aldrei við málamiðlanir, fordómalaus, engin sérstök einkenni - en kann vel að útskýra flóknar hugmyndir með einföldum orðum, að skilgreina aðstæður eins og þær eru í raun. Og auk greindarinn- ar er hann gæddur einstöku hugrekki.“ Aðr- ir heimildarmenn sem kynntust Lenín voru yfirleitt sammála Reed um að maðurinn væri fluggreindur. Margir þeirra sögðust þó hafa verið slegnir óhug er þeir áttuðu sig á því hve gjörsamlega samviskulaus þessi óá- heyrilegi og harðleiti maður virtist vera, flestar mannlegar tilfinningar virtust vera honum framandi. Sjálf hugmyndafræðin, þetta afsprengi skynsemisstefnunnar, virtist hafa tekið sér bólfestu í mannveru og rutt öllu öðru úr vegi. Einstaklingúm skyldi fórn- að fyrir málstaðinn án minnstu samviskukv- ala ef flokkurinn teldi þess þörf. BARIST FYRIR LÍFINU Er byltingin var í höfn lét Lenín kalla saman sovétin, .samþykkt var tillaga um að afhenda smábændum jarðir kirkju og auð- manna, mynduð var ný ríkisstjórn og Lenín varð forsætisráðherra. Nýja stjórnin hvatti verkalýð stytjaldarþjóðanna til að að varpa af sér okinu, taka völdin og stöðva stríðið. Hvergi voru þó viðbrögðin þau sem Lenín hafði vænst og fljótlega ákvað hann að stefna bæri að því næstu árin að treysta sósíalis- mann í sessi í Rússlandi einu. Þar skyldi aðalbækistöð heimsbyltingarinnar verða og kommúnistaflokkar allra landa sameinuðust í Komintern-samtökunum sem stjórnað var frá Moskvu. Trotskíj varð utanríkisráðherra en aðrir ráðamenn voru meðaí annars Georg- íumaðurinn Jósef Vissaríónóvítsj Djúgasvílí er nefndi sig Stalín. Honum var falið að leysa vandamál smáþjóða og þjóðabrota í landinu en síðar varð hann aðalritari bolsévikka- flokksins er þá hét kommúnistaflokkur Rúss- lands. Andstaða við valdaræningjana var eins og áður segir hverfandi lítil í Pétursborg en í Moskvu og á fleiri stöðum kom til allsn- arpra bardaga og hundruð manna létu lífið. í Kíev í Úkraínu var mynduð stjórn er lýsti yfir fullu sjálfstæði landsins. Nokkrir kós- akkahöfðingjar við Don-fljótið hófu baráttu gegn bolsévikkum, aðrir reyndu aðeins að veija sitt eigið landssvæði. Meðal ævintýra- manna sem flæktist inn þau átök var ungur Króati, Josip Broz er síðar varð frægur und- ir heitinu Tito. Liðsmenn úr keisarahernum veittu oft forystu heijum svonefndra hvítliða er undir stjórn hershöfðingjanna Koltsjaks, Denikins, Krasnovs og Júdenítsj börðust gegn rauðliðum, heijum bolsévikka sem Trotskíj skipulagði af fádæma dugnaði og hugkvæmni. AFSKIPTIBANDAMANNA Friðarsamingar í stríðinu við Þjóðveija og bandamenn þeirra voru undirritaðir 3. mars 1918 í Brest-Litovsk eftir nokkur innbyrðis átök meðal bolsévikka. Skilmálarnir voru geysilega harðir. Rússar urðu að sætta sig við að Þjóðveijar hernæmu í reynd alla Úkra- ínu og Svartahafshéruð Rússlands auk Pól- lands og Eystrasaltslandanna. Með uppgjöf Þjóðveija í nóvember sama ár var þýska ógnin úr sögunni en frá miðju ári 1918 og langt fram á næsta ár var staða bolsévikka svo tæp að einungis Örvæntingin og ótrúleg- ur viljastyrkur leiðtoganna kom í veg fyrir að uppgjafarandinn næði yfirhendinni í röð- um flokksins. Um tíma voru alls 19 ríkis- stjórnir andstæðinga þeirra við völd í Síberfu- héruðum Rússlands. Víða í Miðasíulöndum LEV TROTSKÍJ JÓSEF STALÍN Vladinur Lenm asamt eigmkonu smni, Nadezjdu Krupskaju, arið 1922. Hun var nt stjórnarfulltrúi ólöglegs málgagns bolsévikka, Iskra, fyrir byltinguna. „Borgararnir og embættis- mennirnir liggja í hnipri í rúmum sínum og reyna að geta sér til um hvað sé að gerast á leyndardómsfull- um og hættulegum götun- um. Fólk sefur léttum svefni í hverfum verka- manna, það er á varðbergi eins og I herbækistöðvum. . . . Það er kolaskortur. Hvarvetna standa hópar af verkamönnum, sjóliðum og hermönnum á verði. Ungir öreigar bera riffil um öxl, sumir hafa fleygt skot- hylkjabeltum fyrir vélbyss- ur yfir öxlina. Varðliðarnir hlýja sér við opna elda. ALEXANDER KERENSKIJ múslima réðu bolsévikkar í reynd engu. Ekki bætti úr skák að eftir sérfriðinn við Þjóðveija settu Bretar og Frakkar heri á land í Arkangelsk við Hvítahafið og sums staðar við Svartahaf. Var markmiðið einkum að hindra Þjóðveija í að klófesta vestræn hergögn sem send höfðu verið Rússum en ijóst er að hræðslan við bolsévikka hefur ráðið einhveiju og Frökkum var einnig sárt um fé sem þeir höfðu lánað keisarastjórn- inni. Japanar og Bandaríkjamenn settu á land herlið í austurhluta Síberíu. Deilan um afskipti Vesturveldanna af byltingunni er orðin iöng en rannsóknir hafa sýnt að fá- mennir herflokkar Vesturveldanna tóku nær aldrei þátt í bardögum við rauðliða. Á hinn bóginn var nærvera þeirra boisévikkum kærkomin átylla til að telja Rússum trú um að erlend ríki vildu bijóta hýju stjórnina á bak aftur og ásælast lönd hennar. Reynt hefur verið að greina ástæður þess að bolsévikkar sigruðu í borgarastríðinu eft- ir byltinguna. Landfræðilegar ástæður liggja í augum uppi. Bolsévikkar náðu fljótt undir- tökunum í kjarnahéruðum sjálfs Rússlands og stærstu borgunum, Pétursborg og Moskvu. Þeir fluttu stjórnaraðsetrið til síðar- nefndu borgarinnar í mars 1918 eftir að hvítliðaherir höfðu ógnað Pétursborg. Moskva var miðstöð járnbrautakerfisins, hins næststærsta í heimi, og lágu teinarnir í allar áttir frá henni. Þetta gerði bolsévikkum kleift að senda herstyrk. á vettvang mun hraðar en andstæðingarnir en bardagarnir voru oft- ast skærur fámennra herflokka þar sem birgða- og liðsflutningar réðu oft úrslitum. Nefna má að bolsévikkar voru sameinaðir í einum flokki og þótt deiiur kæmu upp voru þær framan af ekki svo hatrammar að til hreinsana kæmi í forystunni. Bolsévikkar börðu með hörku niður alla andstöðu við flokkinn, tjáningarfrelsi var afnumið með skírskotun til hættuástandsins og þegar í árslok 1917 var komið á fót stofnun sem varð undanfari öryggislögreglunnar, Tsjeka, en fyrirmyndin var leyniiögregla keisarans, Okrana. Tsjeka hlaut síðar í sögu Sovétríkj- anna nöfnin GPU, NKVD og loks KGB. Andstæðingar bolsévikka nutu einkum fylgis og höfðu bækistöðvar á útjöðrum ríkisins, þar sem sjálfstæðishreyfingar voru öflugar. Pólitískar skoðanir þeirra spönnuðu allt lit- rófið frá æstum keisarasinnum tii vinstri- sinna er voru í mörgu sammála bolsévikkum. Samheldnin var því lítil. Hörmungar almennings vegna átakanna voru ólýsanlegar. Milljónir höfðu áður fallið í stríðinu við Þjóðveija og þótt manntjónið í skærum borgarastyijaldarinnar væri ekki mikið á mælikvarða þeirra átaka féllu nú milljónir manna að auki úr hungri og vos- búð. Samgöngukerfið var í molum er bardög- um lauk árið 1921, fjöldi manna hafði flúið borgirnar og haldið til sveita í von um mat, stjórnkerfið var víða úr sögunni. Sama ár gerðu sjóliðar í Kronstadt við Eystrasalt uppreisn, kröfðust meðal annars mann- réttinda og tjáningarfrelsis en hún var barin niður af mikilli grimmd. Lenín viðurkenndi þó að efnahagsstefnan, svonefndur „stríðs- kommúnismi" þar sem ríkisvaldið reyndi að skipuleggja hvert smaátriði í von um að nýta sem best það sem til ráðstöfunar var, hefði beðið skipsbrot. Síðar þetta sama ár var slakað til með NEP-stefnunni. Bændur fengu nú að selja framleiðslu sína á mark- aði, efnuðust sumir vel á næstu árum og þegar á næsta ári fór efnahagsástandið í Iandinu að skána. Bretar, Italir og fleiri þjóð- ir tóku upp stjórnmálasamband við kommún- istastjórnina og árið 1922 voru Sovétríkin formlega stofnuð með þátttöku Úkraínu og flestra þeirra landa sem keisarinn hafði ráð- ið yfir. Rauðliðasveitum hafði tekist að steypa stjórnum þeirra ríkja sem lýst höfðu yfir sjálfstæði að undanskiidum stjórnum Póllands, Finnlands og Eystrasaltsríkjanna þriggja, Eistlands, Lettlands og Litháens sem öll urðu sjálfstæð. Fijáisar kosningar til stjórnlagaþings fóru fram fljótlega eftir valdaránið en bolsévikkar fengu aðeins um fjórðung atkvæða. • Lenín leysti því þingið upp á öðrum degi þess og kynntust Rússar ekki fijálsum kosningum aftur fyrr en á síðustu árum. „STALÍN ER OF MIKILL RUDDI“ Lenín var á síðustu árum sínum farið að verða ljóst að skriffínnskuveldið væri búið að festa sig í sessi. Þetta gæti riðið að fullu hugsjónum' hans um sterkt ríkisvald sem aðeins yrði tímabundið en myndi hjaðna þegar takmarkið, sjálfur kommúnisminn, næðist. Frægt er bréf nokkurt er hann rit- aði 12. flokksþinginu 1923, „erfðaskráin“ svonefnda en þá var Lenín orðinn sjúklingur og gat lítið sinnt stjórnstörfum. Hann lagði þar til að Stalín yrði vikið úr stöðu aðalrit- ara. „Síðan Stalín tók við stöðu aðalritara hefur hann safnað gífurlegum völdum í sín- ar hendur og ég er ekki viss um að hann kunni ævinlega að beita þeim með nægi- legri gætni. .. Stalín er of mikill ruddi og sá ókostur, sem vel má sætta sig við í okk- ar hóp og í umgengni meðal okkar kommún- ista, verður óþolandi hjá manni sem er í stöðu aðalritara." Lenín lagði til að flokksfélagarn- ir athuguðu hvernig hægt væri að koma Stalín úr þessari stöðu og skipa annan, umburðarlyndari mann. Bréfið var lesið upp á þinginu, Stalín játaði á sig þessar syndir en spurði hvort ætlast væri til þess að hann hagaði sér eins og viðkvæm jómfrú er hann berðist fyrir byltinguna og hvort féiagamir vildu að hann segði af sér. Heistu andstæð- ingar hans sóru og sárt við lögðu að það vildu þeir ekki og misstu þar ef til vill- af síðasta tækifærinu til að koma honum frá, Síðar, er Stalín var orðinn einráður, varð það dauðasynd að minnast á ummæli Leníns í erfðaskránnL Árið 1922 fékk Lenín slag og annað ári síðar, í janúar 1924 lést hann. (Helstu heimildir: Stephen J. Lee: Aspects of European History 1789- 1980, J. M. Roberts: Europe 1880- 1945, Arnór Hannibalsson: Valdið og þjóðin, John Reed: Ten Days That Shook the World og Carl Grimberg: Verdenshistorie.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.