Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 18
>18 ____f MORpyNBLADlD SUNNUDAGUK,5. JMÚAg 1992_ BUSH BÝST TIL ÁTAKA í SKU6GA KREPPU Atvinnuleysi hefur færst í aukana í Bandaríkjunum undanfarið og ríkir öryggisleysi á vinnumarkaðnum. >T-----"%""1 Bill Clinton safnar fé fyrir Hjálpræðisherinn. Fréttaskýrendur veðja á að hann verði forsetaefni demókrata. EKKERT lát virðist ætla að verða á efnahagskreppunni í Bandaríkjunum. Stórfyrirtæki á borð við IBM og General Motors sjá ekki aðra leið út úr vandan- um en að grípa til fjöldaupp- sagna og neytendur halda að sér höndum. Þetta ástand hefur ver- ið George Bush Bandaríkjafor- seta erfitt viðureignar. I upp- hafi reyndi hann að láta eins og kreppan væri ekki til, efnahag- urinn væri aðeins í lægð og myndi von bráðar rétta úr kútn- um. Orð forsetans dugðu ekki til að hafa áhrif á gang mála og raddir gagnrýni bentu á að hann hefði ekki verið kjörinn utanríkisráðherra heldur for- seti. í kjölfarið urðu þær vin- sældir, sem Bush ávann sér vegna framgöngu sinnar í Pers- aflóastríðinu, að engu. Nú er svo komið að demókratar eygja von um að gera honum skráveifu í forsetakosningunum í nóvember og áskorandi úr röðum repúblik- ana ætlar að laða til sín óánægjufylgi úr hægra armi flokksins til að velgja honum undir uggum. Fréttaskýrendur hafa sagt að svo virðist sem Bush hafí tvo menn að geyma. Annars vegar er hinn skeleggi stjómmálamað- ur, sem allt virðist fært á alþjóðavettvangi, hins vegar er hinn duglitli forseti, sem fallast hendur þegar eitthvað bját- ar á innanlands. Einn gagnrýnandi sagði að það hlyti eitthvað að vera bogið við forseta, sem legði meiri áherslu á að leysa Kýpurdeiluna, en að reisa við bandarískan efna- hag. Öðrum fannst öfugsnúið að það skyldi aðeins hafa tekið Bush og aðstoðarmenn hans fimm daga að leggja fram efnahagsáætlun fyrir Sovétríkin sálugu, en fimm mánuði að setja saman sams konar áætlun fyrir Bandaríkin. Bush hefur reynt að bregðast við þessari gagnrýni. Hann gerir sér grein fyrir því að hann verður að snúa við blaðinu ætli hann að tryggja sér endurkjör. Hann hefur þegar skipað aðstoðarmenn til að skipuleggja kosningabaráttuna með Robert A. Mosbacher, núver- andi viðskiptaráðherra, í broddi fylkingar og undirbúa forkosning- arnar, sem hefjast í febrúar. Bush hefur oft og tíðum reynt að afla sér hylli með því að vera alþýðlegur í fasi. Um jólin settist hann niður á krá í Texas og gerði að gamni sínu við gesti og sýndi þar fram á að hann er í engu frá- brugðinn almenningi. Honum hafa þó verið mislagðar hendur í upp- ákomum af þessu tagi. Fyrstu verslunarhelgina fyrir jólin ákvað Bush að fara í innkaupaleiðangur ásamt Barböru og öryggisvörðum sínum. Tilgangurinn var sá að leggja örvæntingarfullum kaup- mönnum lið með því að sýna Bandaríkjamönnum fram á að þeir gætu óhræddir varið dollurum sín- um til kaupa á jólavarningi. Þegar til kastanna kom reyndist eyðslu- semin ekki í samræmi við boðskap- inn. Forsetinn keypti fjögur pör af gráum sokkum á 1.800 krónur. Neytendur létu ekki sannfærast. Verslun og viðskipti í Asíuför Það var greinilegt að Bush tók tillit ti! þeirrar gagnrýni að hann legði ofuráherslu á utanríksmál þegar hann lagði í för sína til Ástr- alíu og Asíu á mánudag. Hann hét því að bæta viðskiptasamskipti við þau ríki, sem hann heimsækir í ferðinni, og stækka markaði fyrir bandarískar vörur til þess að auka atvinnu í Bandaríkjunum. Með þessum orðum var hann að segja að hann væri með hugann við efna- hagsmál, sem samkvæmt skoðana- könnunum eru helsta áhyggjuefni Bandaríkjamanna, þótt hann færi utan. Jafnframt var hann að svara einangrunarsinnum, sem sífellt gerast háværari í bandarískum stjómmálum. Einangrunarsinnar Sjónvarpsfréttaskýrandinn Patrick Buchanan, sem ákveðið hefur að bjóða sig fram gegn Bush og sækjast eftir útnefningu Rep- úblikanaflokksins til forsetaefnis, segir að Bandaríkjamenn þurfi að líta í eigin barm til þess að leysa úr sínum málum. Hann er þeirrar hyggju að Bandaríkjamönnum sé enginn ávinningur af utanríkis- stefnu á borð við þá, sem Bush hefur fylgt, og heldur því til dæm- is fram að láta eigi Rússa eina um það að ráða fram úr vanda sínum. Hann sakar Bush einnig um að hafa svikið hægri væng flokksins með fögrum fyrirheitum fyrir síð- ustu kosningar og vanefndum í embætti. Richard Gephard, leiðtogi demó- krata í fulltrúadeildinni, hefur ásamt öðrum demókrötum sagt að rótina að því að tæp milljón manna hafi misst atvinnuna undanfarið sé að finna í hagstæðum viðskipta- jöfnuði Japana við Bandaríkja- menn. Hann heldur því fram að vandinn verði ekki leystur nema jöfnuður komist á i viðskiptum þjóðanna og hyggst leggja fram frumvarp um að Japanar verði beittir efnahagsþvingunum og inn- flutningur á japönskum bifreiðum verði bannaður takist ráðamönnum í Tókýó ekki að koma á viðskipta- jöfnuði innan fimm ára. Bush líkir alþjóðaviðskiptum við „tvístefnugötu“ þar sem helst verði greitt fyrir umferð með því að leggja niður höft og hömlur. Þenn- an boðskap tók hann með sér til Asíu einkum með það í hyggju að hafa áhrif á Japana. „Þessi ferð snýst um [að auka] atvinnu, at- vinnu og aftur atvinnu,“ sagði hann. Bush hyggst hins vegar fremur beita fagurgala en hótun- um og benda á að það sé beggja hagur að tryggja fijáls viðskipti. Bush var settur í vanda þegar í upphafi Asíuferðarinnar._ Fyrsti viðkomustaður hans var Ástralía og þar sendu bændur honum tón- inn fyrir að nota sömu meðul í viðskiptum og hann áfellist Japana fyrir að beita. Paul Keating, for- sætisráðherra Ástralíu, tók í sama streng og ástralskir bændur og sagði að Bush yrði að beita sér fyrir þvi að draga úr niðurgreiðsl- um til bandarískra bænda. Astralar segja að niðurgreiðslustríð Banda- ríkjamanna og aðildarríkja Evr- ópubandalagsins hafi bitnað harkalega á sér og kosti ástralska hveitibændur nokkra milljarða króna á ári. Markaðsstríð og deilur við Japana Þessar deilur kunna að grafa undan málstað Bush þegar hann kemur til Japans í þessari viku. Bush hefur eins og áður segir hamrað á því að hann hyggist knýja fram tilslakanir hjá Japönum í viðskiptum og glæða þannig bandarískt efnahagslíf. Japanar gætu notað yfirlýsingar hans í Ástralíu um að ekki komi til greina að draga úr niðurgreiðslum til bænda sem vopn í viðræðum sínum við forsetann og það gæti enn dregið úr vinsældum Bush ef hann snýr tómhentur heim eftir öll stóru orðin. Japanar eru þó líklegir til að koma til móts við Bush að ein- hveiju leyti. Mosbacher, viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna, sagði í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.