Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR B. JANÚAR 1992
19
lieuter
Bush lyftir tveimur fingrum til merkis um sigur fyrir framan ástr-
alska bændur, sem voru að mótmæla bandarískum niðurgreiðslum
til landbúnaðar. Bandaríkjaforseti áttaði sig ekki á því að í Ástralíu
táknar þetta fingramerki „farðu norður og niður“.
sjónvarpsviðtali að kreppuna
mætti að vísu ekki rekja að öllu
leyti til viðskiptahátta Japana, en
þeir ykju vandann með því að
„hleypa ekki bandarískum vörum
inn í Japan“. Mosbacher sagði að
ekki kæmi annað til greina en að
takmarka innflutning á vörum frá
Japan ef stjómvöldum þættu Jap-
anar ekki opna markaði sína nægi-
lega. Koji Watanabe, aðstoðarut-
anríkisráðherra Japans, neitaði því
í sjónvarpsviðtali að efnahags-
stefna Japana hefði nokkur áhrif
á kreppuna í Bandaríkjunum.
Hann gaf hins vegar í skyn að
Bush yrði ekki sendur tómhentur
heim. Watanabe sagði að japönsk
stjórnvöld hefðu tekið til alvarlegr-
ar athugunar að kaupa bandarísk-
ar tölvur og þrýsta á japanska bíla-
framleiðendur að kaupa banda-
ríska bílahluti.
Það kann að koma Bush í koll
að hafa talað eins og sölumaður
þegar hann lagði í Asíuferðina.
Bush ætlaði að fara í þessa för í
haust á síðasta ári, en ákvað að
fresta henni vegna aðstæðna
heima fyrir. í upphafi átti tilgang-
ur fararinnar að vera sá að full-
vissa bandamenn Bandaríkja-
manna í Kyrrahafi um að Banda-
ríkjamenn hygðust í engu draga
úr stuðningi sínum við þá. En efna-
hagsástandið og yfirvofandi kosn-
ingar þrýstu í Bush um að breyta
henni í viðskiptaför og vekja þann-
ig væntingar um að hún muni leiða
til bætts efnahagsástands.
Kreppa í Bandaríkjimum
En bandarískur efnahagur er í
slíkri kreppu að það mun litlu
breyta þótt Bush nái marki sínu
og japanskir markaðir opnist.
„Vandinn er ekki sá að þeir hafa
lokað sínum rpörkuðum fyrir okk-
ur, heldur að þeir ráða lögum og
lofum á okkar mörkuðum hér,“
sagði Samuel H. Kernell, stjórn-
málafræðingur við Kaliforníuhá-
skóla í San Diego, og bætti við:
„Hvemig eigum við að fara að því
að selja Chrysler þar ef við getum
ekki selt Chrysler hér?“
Vinsældir Bush náðu hámarki
þégar Persaflóastríðinu lauk. Þá
kváðu skoðanakannanir á um að
91 prósent kjósenda styddi forset-
ann. Síðan hefur sviðsljósið í aukn-
um mæli beinst að efnahagsmálum
og nú er svo komið að Bush nýtur
aðeins um 50 prósenta fylgis.
Kreppan í Bandaríkjunum hefur
komið fram í auknu atvinnuleysi
og stöðnun á mörkuðum. Neytend-
ur eru tortryggnir og halda að sér
höndum og það hefur gert illt
verra. Alan Greenspan seðlabanka-
stjóri sagði lengi vel að kreppan
væri á undanhaldi. Smám saman
tók þó að gæta meiri svartsýni í
orðum hans og rétt fyrir jólin sagði
hann að bæði einstaklingar og fyr-
irtæki væru svo skuldum hlaðin
að uppsveifla væri hvergi í augsýn
þegar hann bar vitni fyrir þing-
nefnd. Hann varaði stjórnvöld
einnig við því að lækka skatta.
Hann kvað skattalækkun, sem
repúblikanar hafa löngum gert að
kosningamáli, myndi auka ijár-
lagahallann og auka efnahags-
vandann. Hagfræðingar voru
gagnrýnir og sögðu að neytendur
væru nógu hræddir þótt seðla-
bankastjórinn sæti einn að svart-
sýnishugsunum sínum.
Atvinnuöryggi var eitt sinn aðal
bandarískra fyrirtækja. Menn gátu
vænst þess að ráða sig til fyrir-
tækja fyrir lífstíð. Nú ríkir hins
vegar mikið öryggisleysi á banda-
rískum vinnumarkaði. Ein og hálf
milljón manna hefur misst vinnuna
á einu og hálfu ári í Bandaríkjun-
um. Stórfyrirtæki á borð við Gen-
eral Motors, IBM og Xerox hafa
tilkynnt miklar uppsagnir og sömu
sögu er að segja af smærri fyrir-
tækjum.
Erfiðleikar General Motors eru
dæmigerðir fyrir ástandið. General
Motors er stærsti bílaframleiðandi
heims, en fyrirtækið hefur verið
rekið með miklu tapi undanfarið.
Á síðasta áratug féll markaðshlut-
deild General Motors í Bandaríkj-
unum úr 45 prósentum í 35 pró-
sent. Jólaboðskapur Roberts
Stempels, forstjóra General Mot-
ors, gaf ekki tilefni til fagnaðar-
láta fyrir starfsfólk fyrirtækisins.
Hann lýsti yfir því að 74 þúsund
manns (19 prósentum alls starfs-
fólks fyrirtækisins) yrði sagt upp
störfum á næstunni og 25 af 130
verksmiðjum fyrirtækisins yrði
lokað. Ráðamenn General Motors
eru ekki bjartsýnni á framhaldið
en svo að þeir miða niðurskurðinn
ekki að því að ná aftur fyrri um-
svifum, heldur einungis að því að
halda sínum hlut.
Þessi tíðindi frá Detroit voru
áfall fyrir efnahagslífið og jap-
anskir bílaframleiðendur óttast að
áhrifin gætu leitt til pólitískra að-
gerða gegn sér. Ráðamenn Toyota
gengu svo langt að lýsa yfir samúð
með þeim starfsmönnum General
Motors, sem verða reknir.
Sigurvissa þrátt fyrir vanda
Bush kveðst sigurviss þrátt fyrir
efnahagsástandið. í sjónvarpsvið-
tali á föstudag kvaðst hann viss
um að verða endurkjörinn hvort
sem efnahagurinn glæddist eða
ekki. Bush viðurkenndi í viðtalinu
að almenningi þætti afkoma sín
væri verri nú en þegar hann tók
við embætti fyrir þremur árum.
Hann sagði hins vegar að traust
almennings á stjórn sinni færi vax-
andi, en kosningabaráttan yrði ör-
ugglega erfið og hann myndi beita
öllum brögðum. „Ég mun gera það
sem þarf til að verða endurkjör-
inn,“ sagði Bush. Bush þótti mjög
harðskeyttur í kosningabaráttu
sinni árið 1988 og-voru hvað eftir
annað gerðar óvægnar persónuleg-
ar árásir á Michael Dukakis, fram-
bjóðanda demókrata.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
NÚTÍÐ, Faxafeni 14 - Grafarvogi
Símar 687480 og 687580
Okkardansar
eru spennandi
Það
sem við
kennum
ívetur:
★ JAZZLEIKSKÓLINN
Spennandi leikdansarfyriryngstu börn-
in.
★ JAZZDANS - HIP HOP
DISCOJAZZ - FREESTYLE
Fyrir alla krakka við öll nýjustu lögin.
★ STEP Fyrir stelpur og stráka,
unga jafnt sem gamla. Ægilega gaman.
★ SAMKVÆMISDANSAR
Fyrir alla, böi^n, unglinga, ungt fólk og
fullorðna.
Merkjapróf, BRONS - SILFUR - GULL.
Þjálfun fyrir danskeppnir vetrarins.
Hagnýta heimskerfiðfyrirfullorðna.
Smáhópar og starfsmannahópar.
★ BARNADAIMSAR
Undirstaða fyrir allan samkvæmisdans.
Hringdansar og sungið með. Gamlir og
splunkunýir dansar.
★ SÉRTÍMAR
Suður-amerískir dansar eins og SALSA
- MAMBÓ - SOCA - BOGGIE - ROCK.
Tímarsem enginn, erfylgist með, má
missa af
★ GÖMLU DANSARNIR Sér-
flokkar, Ræll, polki, vínikrus, skottish,
masúrka, skoski dansinn o.fl. o.fl.
★ ROCK’N ROLL
Sérflokkar.
DAIMSINN ER ÓDÝRASTA TÓMSTUNDA-
GAMANIÐ FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Endurnýjun skírteina hefst í dag fyrir þá nemendur sem voru fyrir jól.
Innritun nýrra nemenda stendur yfir og eru flokkar fyrir byrjendur og
framhald (lengra komna) á öllum aldri, börn, unglinga og fullorðna.
Innritun daglega frá kl. 13.00-19.00 í símum 68-74-80 og 68-75-80.
Kennsla hefst miðvikudaginn 8. janúar 1992.
Hittumst hress og kát á nýju ári
Þad geta allirlœrt ad dansa - dansinn lengirlíjiö