Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐJÐ SUNNUDAGUR.5., JANÚAR .19,92
Hverfandi heimar
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Valtýr Guðmundsson: Vökulok.
(110 bls.) Bókaforlag Odds
Björnssonar 1991.
Nýrómantíkin flýgur af flestum
blaðsíðum þessarar bókar. Forsíðan
er af fuglum á flugi og fyrsta ljóð-
ið heitir einmitt Oddaflug. Helsingj-
arnir eru komnir af hafi, heilir í
„lífríki ljósra nátt / landsins í norð-
urátt“. Hér er samt ekkert tákn-
rænt á ferðinni, fuglarnir eru fuglar
og þeir geta dáið skjótlega þótt
þeir hafi sigrað raunir úthafsins.
Ljóðið endar svo:
Skotmenn þar liggja í leyni
- og lífinu níðast á.
Já, varið þið ykkur, vinir,
því varla er löngun sterk
hjá mönnunum til að meta
meistarans furðuverk.
Ljóðin eru tæplega hundrað tals-
ins. Formið er langoftast bundið
ljóðstöfum og endarími. Yrkisefnið
er margvíslegt en þó markað af
mjög ákveðnum ramma sem
kannski skýrist best af því sem
ekki er í ljóðunum. Engin borg,
engin tæki, yfirleitt engin tuttug-
ustu aldar tól koma fyrir. Sveitin
er miðlæg (Við Hraunsrétt), óspillt
náttúran (Komið við hjá Dettifossi)
og söknuðurinn eftir liðnum tíma
andar af blaðsíðunum (Vitjur,
Minning - hrot). Og jafnframt er
ort um gamla samferðarmenn (Til
granna míns (Grímur)).
Ljóðið Itök endurspeglar helstu
kosti í ljóðagerð Valtýrs, hér bjóða
bæði vegferð og landslag upp á
táknrænan skilning:
Þyngjast nú fætur i fórum,
finna það gjörla má
langt inn’í Litlahrauni,
lyngþúfu einni hjá,
Valtýr Guðmundsson, Sandi.
sit eg með sól um vanga
sumardags morgni á.
Áranna stríði straumur
strikar með þungum gný
óbyggðir öræfanna -
engi og mosadý,
lífríki landsins vætta,
ládeyðu hafsins í.
Reikar um refilstigu
ráð mitt í hverri grein,
bænir og betri vitund
beijast við kaldan stein.
Vandséðan vegfaranda
verkjar í lúin bein.
Ljóð Valtýs Guðmundssonar birt-
ast okkur sem sprelllifandi sjónar-
hom af annars liðinni ljóðagerð og
endurspegla bæði kunnáttu og hug-
myndaheim hverfandi hátta. Þetta
hlýtur út af fyrir sig að teljast nokk-
urs virði, að minnsta kosti fyrir þá
sem troða svart malbik.
ASAL4
á morgun
Barnafataverslun, Laugavegi 12a, Reykjavík, sími: 2 82 82
Við óskum 11.000 furþegum gleðilegs úrs.
Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári.
11 þúsund ánægðir farþegar eru besta auglýsing okkar. Þeir munu áreiðanlega segja tíu
öðrum samborgurum sínum frá ódýrum flugferðum okkar og góðri þjónustu, sem gerði
þúsundum íslendinga kleift að komast til útlanda, sem annars hefðu ekki átt þess kost.
Þannig veit um helmingur þjóðarinnar frá fyrstu hendi að hinar ódýru flugferðir okkar til
útlanda eru líka fyrsta flokks, þó utanlandsferðir okkar kosti oftast ekki meira en venjulegt
flugfargjald milli Reykjavíkur og Egilsstaða - og stundum minna.
Áramótauppbót til farþega á llðnu ári.
Vegna hins frábæra árangurs og góðrar nýtingar í leiguflugi okkar á síðasta ári getum við
nú gefið viðskiptavinum okkar hagnaðaruppbót í nýársgjöf með sérstökum afslætti á eitt
þúsund sætum í leiguflugi okkar til Evrópuborga næsta sumar.
airra
festingar
berast.
atcium 1 xciyuiiuyi va.aui iíí uviu^uwiv^u uocoiu ouiuui.
Gildir þessi nýársuppbót eingöngu fyrir farþega okkar á liðnu ári og fjölskyldur þeirr
meðan eitt þúsund sæti endast og verður úthlutað í þeirri röð sem pantanir og staðfestir
GLASGOW 150 sæti
Alla miðvikudaga frá 20. maí til septemberloka.
Nýársgjafarverð 10.900.-
Almennt verð okkar 14.700
Ódýrasta Apex fargjald í áætlunarflugi 25.460.-
LONDON 350 sæti
Alla föstudaga og þriðjudaga frá 1. maí út september.
Nýársgjafarverð 12.900.-
Almennt verð okkar 18.900.-
Ódýrasta Apex fargjald í áætlunarflugi 31.940.-
K0BEN 350 sæti
Alla föstudaga og mánudaga frá 1. maí út september.
Nýársgjafarverð 14.700.-
Almennt verð okkar 19.700.-
Ódýrasta Apex fargjald í áætlunarflugi 33.750.-
AMSTERDAM 150 sæti
Alla sunnudaga frá 3. maí út september.
Nýársgjafarverð 14.700.-
Almennt verð okkar 19.700.-
Ódýrasta Apex fargjald í áætlunarflugi 31.460.-
Frjálst val um hótel, sumarhús, bílaleigur og framhaldsferðir, með 20-50% samningsafslætti
okkar.
Með bestu óskum til okkar 11.000 ánægðu farþega frá liðnu ári, með von um góða samvinnu
og gleðilegt ferðaár 1992.
Sameiginlega tókst okkur að gera utanlandsferðir að almenningseign og fá
samkeppnisaðila til að lækka sín háu fargjöld.
Við vitum að almenningur á Islandi kann að meta brautryðjendastarf okkar, það sýna ótal
góðar óskir, þakklæti, blóm og gjafir, sem ánægðir farþegar hafa sent okkur.
Eigum við ekki, með áframhaldandi árangursríku samstarfi, að tryggja það að
utanlandsferðir verði aldrei aftur aðeins á færi þeirra útvöldu?
FLUGFERÐIR
SOLRRFLUG
Vesturgata 17, Síml 620066.
Ath. Staðgieiðsluverð miðað viö gengi 30. desember '91. Flugvallagjöld og foriallafrygging ekki innifalin í verði.
HMIKHilllllHI1