Morgunblaðið - 05.01.1992, Síða 24
ólin eru liðin og nýtt ár gengið í garð. Timi breytinga
og endurskipulagningar. Það er ekki síst núna sem það er
áriðandi að sinna líkamanum rétt og vel. Við höldum okkar
striki, nú sem áður, og bjóðum upp á líkamsrœktarkerfi sem
efla fyrst og fremst kvenlega fegurð og almenna hreysti.
Hvort sem um er að ræða að fœkka aukakilóunum og auka
sjálfstraustið, halda sér i góða forminu eða hefja þjálfun
eftir langt hlé, þá bjóðum við upp á viðeigandi œfingakerfi.
Sem fyrr er megináhersla lögð á að veita persónulega þjón-
ustu, byggða á langri og dýrmætri reynslu og traustum
hefðum.
í VETUR BJÓÐUM VIÐ UPP Á EFTIRFARAIMDI KERFI:
Sniðið að
mannle
ALMENNT KERFI
Þetta kerfi hentar fyrst og fremst þeim sem vilja
smá aga og ætla sér aö ná öruggum árangri.
• Fastir tímar tvisvar í viku, auk frjáls
tíma á laugardögum.
• Ákveöin byrjun og markviss
uppbygging út álla dagskrána.
• Mæling og mat í upphafi og viö
lok námskeiös.
• Mataræði tekið fyrir.
• Vigtað í hverjum tíma.
• Megrunarkúr fyrir þær er
þess óska.
ROLEGT OG GOTT
- 50 ára og eldri
Oft er þörf en nú er nauðsyn. Hollar
og góðar æfingar sem stuðla að því
að viðhalda og auka hreyfigetu líka-
mans, og auka þar með vellíöan og
þol. Aldrei of seint að byrja.
PULOG SVITI
-17áraog eldri
Tilvalið fyrir þær sem eru í ágætu formi,
en vilja taka góða rispu til að halda sér við
... og svo er þetta svo gaman!
• 2 púltimar, 2-3svar í viku.
• Allt sem er innifalið í almenna kerfinu
tilheyrir þessu kerfi líka, ef óskað er.
TOPPITILTAAR
- fyrir konur á öllum aldri
Þetta kerfi er eingöngu fyrir konur sem
berjast við aukakílóin. Við stefnum að góð-
um árangri í megrun, bættri heilsu og já-
kvæðara lífsviðhorfi. Uppbyggilegt lokað
námskeið.
• Fimm tímar í viku, auk frjáls tíma á laug-
ardögum, sjö vikur í senn.
• Strangur megrunarkúr sem fylgt er eft-
ir daglega með andlegum stuðningi,
einkaviðtölum og fyrirlestrum um mat-
aræði og hollar lífsvenjur.
• Heilsufundir þar sem farið er yfir förð-
un, klæðnað, hvernig á að bera líkam-
ann og efla sjálfstraustíð.
• Sérstök líkamsrækt sem þróuð
hefurverið í 25 árog hefur marg-
sannað gildi sitt.
• Lokafunduríloknámskeiðs.
• Fengnir verða sérstakir gestir til
leiðbeiningar.
Einkaviðtalstímar við Báru
hvem föstudag.
Boðið upp á bamapössunfrá
kl. 10-16 alla daga.
INNRITUN ALLA DAGAISÍMA
813730 og 79988.
Síðasta námskeið fyrfr jól
hefst 4. nóvember.
SUOURVERI • HRAUNBERGI 4
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANUAR 1992
andi, 5.000 mörk, ferðastyrkur til
að vinna að þýðingum á úrvali ljóða
eftir finnsku skáldin Lars Huldén,
Sirkka Turkka og Martin Enckell.
9) Listasafn Islands, 30.000
mörk, styrkur til fmnskrar listsýn-
ingar í safninu í tilefni af 75 ára
afmæli sjálfstæðis Finnlands.
10) Njörður P. Njarðvík, rithöf-
undur, 5.000 mörk, styrkur til að
gefa út úrval af þýðingum Ijóða
eftir Edith Södergran.
11) Norræna húsið í Reykjavík,
5.000 mörk, styrkur til útgáfu
ferða- og upplýsingabæklings á
finnsku um ísland.
12) Sr. Sigurjón Guðjónsson,
5.000 mörk, til að gefa út eigin
þýðingar úr finnskum bókmenntum
á íslensku.
13) Þrymur Sveinsson, náms-
maður, 3.000 mörk, styrkur til
náms við Viittakivi lýðháskólann.
14) Vinnuhópur Kari J. Kettula
33 aðilar hlutu styrk Menning-
arsjóðs Islands og Finnlands
stjóri, 5.000 mörk, ferðastyrkur til
að vinna að samskiptum á sviði
bókmennta milli Finnlands og ís-
lands í sambandi við 75 ára af-
mæli sjálfstæðis Finnlands.
2) Ari Matthíasson, leikari,
5.000 mörk, ferðastyrkur til að
aðstoða við gerð handrits að sjón-
varpskvikmynd og kynna sér
finnskt leikhús.
3) Arkitektafélag íslands,
5.000 mörk, til að bjóða fínnskum
arkitekt til íslands til fyrirlestra-
halds.
4) Bókavarðafélag Islands,
8.000 mörk, ferðastyrkur fýrir 5-8
bókaverði til að heimsækja og
kynna sér fínnsk bókasöfn.
5) Brynhildur Þorgeirsdóttir,
myndlistarmaður, 3.000 mörk,
styrkur til að greiða kostnað við
vinnu á glerverkstæði í tengslum
við dvöl á listamiðstöðinni Svea-
borg.
6) Guðríður St. Sigurðardóttir,
píanóleikari, 5.000 mörk, ferða-
styrkurtil tónleikahalds í Finnlandi.
7) Hannes Lárusson, myndlist-
armaður, 5.000 mörk, styrkur til
greiðslu kostnaðar við myndlistar-
sýningu Nínu Roos í Reykjavík.
8) Lárus Már Björnsson, þýð-
STJÓRN Menningarsjóðs ís-
lands og Finnlands kom saman
til fundar í Reykjavík 22. nóv-
ember sl. til að ákveða árlega
úthlutun styrkja úr sjóðnum,
segir í frétt frá menntamála-
ráðuneytinu. Umsóknarfrestur
var til 30. september sl. og bár-
ust alls 97 umsóknir, þar af 73
frá Finnlandi og 24 frá íslandi.
Úthlutað var 259.000 finnskum
mörkum eða jafngildi um 3,5
miiy. ísl. króna og hlutu eftir-
taldir umsækjendur styrki sem
hér segir:
1) Anna Einarsdóttir, verslunar-
og Kari Vaijárvi, 8.000 mörk,
ferðastyrkur til að kynna sér íslensk
tímarit um menningarmál.
15) Vinnuhópur J. Halonen, J.
Tommila, T. Reimaluoto og H.
Ahonius, 6.000 mörk, til að taka
þátt í kvikmyndahátíð í Reykjavík
haustið 1992 með kvikmyndinni
„Back to the USSR“.
16) Sigurbjörg Árnadóttir og
Jouko Parviainen, 6.000 mörk,
ferðastyrkur til íslands tij að safna
efni í ferðahandbók um ísland.
17) Listasafnið í Björneborg,
10.000 mörk, styrkur vegna
tveggja listsýninga frá íslandi.
18) Timo Ernamo, bókaútgefandi,
5.000 mörk, ferðastyrkur til að
heimsækja m.a. Rithöfundasam-
band Islands og Norræna húsið, og
til að hitta að máli unga, íslenska
rithöfunda.
19) Samband bókasafna i Finn-
landi, 5.000 mörk, til að bjóða ís-
lenskum fyrirlesara á bókavarða-
mót í Tráskánda vorið 1992.
20) Glerlistasafn Finnlands,
25.000 mörk, styrkur til sýningar
á fínnskri nútíma glerlist í Norræna
húsinu í Reykjavík í árslok 1992.
21) Frú Ritva Hyvári, 5.000
mörk, til íslandsfarar.
22) Eva Jansson, fíl. stud., 4.000
mörk, styrkur til að þýða á fínnsku
íslenska málfræði fyrir útlendinga
eftir Jón Hilmar Jónsson.
23) Eila Juuma, ljósmyndari,
4.000 mörk, til að sækja sum-
amámskeið í íslensku.
24) Timo Keinánen, 4.000 mörk,
til að sækja sumarnámskeið í ís-
lensku.
25) Jukka Kýhkö, fíl. kand., 4.000
mörk, styrkur til rannsóknarleið-
angurs til íslands.
26) André Landefort, lektor,
4.000 mörk, til að sækja sum-
arnámskeið í íslensku.
27) Anna Mákelá, myndlistarmað-
ur, 5.000 mörk, til að taka þátt í
sýningu myndlistarhópsins „SIDS“
í menningarmiðstöðinni Hafnar-
borg sumarið 1992.
28) Þjóðháttafélagið í Helsing-
fors, 8.000 mörk, styrkur til kynn-
isferðar til íslands.
29) Rovaniemi-bær, 25.000 mörk,
til að halda íslenska menningarviku
í Rovaniemi sumarið 1992.
30) Mervi Tammi, blaðamaður,
4.000 .mörk, til sýningar á brúðu-
leikhúsi, m.a. í Norræna húsinu.
31) Pekka Timonen, blaðamaður,
5.000 mörk, til að skrifa blaðagrein-
ar um ísland.
32) Marjatta Tuhkenen, lektor,
4.000 mörk, styrkur til að sækja
sumamámskeið í íslensku.
33) Leikhúsið í Vasa, 25.000
mörk, til þýðingar og sýninga á
leikritinu Degi vonar eftir Birgi
Sigurðsson á íslensku menningar-
vikunni í Vasa í október 1992.
Stofnfé sjóðsins var 450.000
fínnsk mörk sem finnska þjóðþingið
veitti í tilefni af því að minnst var
1100 ára afmælis byggðar á íslandi
sumarið 1974, en nemur nú um 2
millj. marka. Stjórn sjóðsins skipa
Matti Gustafson, deildarstjóri í
fínnska menntamálaráðuneytinu,
formaður, Juha Peura, fíl. mag.,
Kristín Þórarinsdóttir Mántylá, full-
trúi, og Þórunn Bragadóttir, deild-
arstjóri. Varamaður af fínnskri
hálfu er Ann Sandelin, fíl. mag.,
en af íslenskri hálfu Þórdís Þor-
valdsdóttir, borgarbókavörður.
V^terkurog
k J hagkvæmur
auglýsingamiöill!