Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 36 Jón Þorgilsson, Hellu - Kveðjuorð ingar þvert á lognmolluna, en minn- ingin um góðan dreng sem var sam- kvæmur sjálfum sér mun lifa og líða áfram í anda fljótsins sem fer sínu fam í takt við efni og ástæður, fljóts- ins sem kemur færandi hendi með aflið til arðsamari tíma hjá landi og þjóð. Arni Johnsen Fæddur 31. mars 1931 Dáinn 29. desember 1991 Fljótið fer sínu fram í eðli náttúr- unnar, fylgið sér, færandi afl, mót- andi jarðveg, vatnið sem vökvar til lífs á okkar Jörð. Það fór aldrei á milli mála hver lífsskoðun Jóns Þorg- ilssonar var, heilsteypt og ákveðin, mótuð af reynslu tímans, laus við byltingu og brothætt handtök. Jón Þorgilsson var eins og fljótið í far- vegi bergsins. Fljótið sem flæðir um mela og sanda vill verða lausbeislað. Fljótið sem meitlar bergið eftir fall- þunga sínum býr yfir krafti og festu, magni sem miðlar orku innan síns svæðis. Þannig var Jón Þorgilsson. Hann var mikill heimamaður í hönd og hug og farvegur hans mótaðist fyrst og fremsst af Rangárvallasýslu, hag og þróun, þótt Jón Þorgilsson væri á hinn bóginn víðsýnn maður og vel lesinn til allra heimshluta þar sem þjóðlíf átti sér stað. Jón Þorgilsson var sérstæður fé- lagsmálamaður, drifkraftur í sínu héraði um áratuga skeið. Hann var sækinn og fylginn sér, ósérhlífmn kappsmaður og það var ekki hans stíll að hika í afstöðu. Stundum trufl- aði kappið samferðamenn hans sem áttu undir högg að sækja, en þeir virtu það því maðurinn var sam- kvæmur sjálfum sér og bar hag heild- arinnar fyrir brjósti. Jón Þorgilsson var glettinn á góðum stundum og snjall ræðumaður, en fyrst og fremst var hann pólitískur skákmaður og á þeirn vettvangi var hann stórmeist- ari. Eg hygg að í hveiju verkefni sem hann tók sér fyrir hendur hafi hann kappkostað að hugsa leikina til enda og verklag hans í sókn og vöm var sérstakt og ekki hægt að kenna við neinn nema Jón Þorgilsson. Uppruni hans bjó yfir skapfestu, harðfylgi og áræði, þvi þannig er ætt hans farið og á þeim nótum vann hann verkin sín. En þótt hann hefði ákveðnar meiningar þá var svo augljóst að honum þóttu leikfléttumar skemmti- legastar, pólitísku og félagslegu leik- fléttumar þar sem reyndi á hugsun og skjót viðbrögð. Þá var Jón Þorgils- son í essinu sínu. Það er skarð fyrir skildi, skemmti- legur félagsmálamaður er farinn langt fyrir aldur fram. Guð gefi vin- um og vandamönnum styrk í þeim erfiðu vatnaskilum. Frá vini vorum heyrast ekki lengur hvassar spurn- Kveðja frá Lionsklúbbnum Skyggni I dag kveðjum við Skyggnisfélag- ar gamlan félaga og vin, Jón Þorgils- son fyrrverandi sveitarstjóra á Hellu. Jón Þorgilsson gekk í Lionsklúbb- inn Skyggni 27. október 1975. Við sáum hann félagarnir fyrir okkur sem foringja og frammámann til okkar fremstu mála. Það er að segja, til þeirra mála sem lionsklúbbar hafa fremst á sinni stefnuskrá. Þremur árum eftir að Jón gekk í Lionsklúbbinn Skyggni var hann kjörinn formaður. Þar áður og á eftir gegndi hann flestum trúnaðar- störfum í okkar félagsskap. Mér og okkur félögunum verður ávallt í fersku minni er lionsklúbburinn okk- ar gekkst fyrir því að á Hellu var haldið Dale Carnegie námskeið vet- urinn 1978. Þetta námskeið var vít- amínsprauta í félagslífið hér á svæð- inu og Jón og Gerður voru okkur öllum ti! uppörvunar í því sambandi og ' námskeiðið varð okkur öllum mikils virði og oft töluðum við Jón um það síðar. Við Iærðum ótrúlega margt sem við höfðum ekki leitt hugann að áður, s.s. að tjá okkur í viðurvist annarra og um leið að bijóta þann múr sem flestum er svo örðugur í mannlegum samskiptum. Við minnumst Jóns Þorgilssonar fyrst og fremst sem góðs félaga og vinar í félagsskap okkar og þökkum honum alla hans drenglund fyrr og síðar. Hann var ávallt sú mikla máttarstoð og bakhjarl sem við viss- um af. Sl. sunnudag var Jón Þorgilsson burt kvaddur. Hann er ekki á meðal okkar lengur. Við týnum tölunni, það er lífsins lögmál og enginn getur spymt við fótum. Lionsklúbburinn Skyggnir þakkar Jóni Þorgilssyni fyrir allt það sem hann var félagsskap okkar, við sökn- um hans svo sannarlega. Við vottum Gerði Jónasdóttur, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. F.h. Lionsklúbbsins Skyggnis, Hörður Valdimarsson. Það er söknuður að hveijum manni. Hver og einn er einstakur, gefur lífinu gildi og geislar orku og áhrifum til samferðamanna sinna. Lífsins vefur er óræður, spunninn úr lífsorku hvers og eins, áhrifum og hugarþeli eins og það birtist hveiju sinni. Jón Þorgilsson var áberandi hvar sem hann fór. Hann var baráttu- maður fyrir þeim málum sem hann tók að sér og vildi að þau hefðu framgang án þess að tefjast úr hófi. Hvar sem maður hitti Jón tók hann upp þráðinn frá því síðast og vildi vita um marga hluti, menn og málefni, ekki aðeins til þess að frétta af þeim heldur miklu frekar til þess að ræða málin og velta þeim fram og aftur. Fyrr en varir var maður kominn í umræður og útskýringar á hinum ólíklegustu málum því Jón vildi að menn hefðu skoðun. Þá var og stutt í gaman- semina og ekki síður ef djarflega var svarað og hann sjálfur inntur álits. Það var gaman að hlæja með Jóni og slíkar stundir lifa lengi og hafa mikið gildi í minningunni. Það tekur og tíma að átta sig á því að slíkar stundir gefist ekki lengur. Það þufti ekki að hafa langa kurteisisformála að samtölum við Jón eða leggja fram tímapantanir, maður gekk bara inn og kom sér að efninu, hvort heldur það var smátt eða stórt. Hann tók því alltaf vel að vera inntur álits og skildi sína stöðu. Sá sem spurði mátti líka vera viðbúinn því að fá álit hans hreint ög klárt en ekki einhveija moðsuðu, tilbúna af öðrum. Þess vegna var gefandi að tala við Jón, hann gat komið með nýjan flöt á málum, bent á nýja fleti og víkkað skilninginn. Hann tók líka rökum til að víkka sinn sjónhring. Það er gott að fá tækifæri til að kynnast mönnum sem tilbúnir eru að leggja sig alla fram í þeim verk- efnum sem þeir taka að sér fyrir sína heimabyggð og hvika ekki heldur vinna af ósérhlífni — þannig var Jón. Það var á þeim forsendum og góðri yfirsýn hans um menn og málefni sem eftir honum var sóst til hinna fjölmörgu trúnaðarstarfa. I minningu slíkra manna geta þeir sem eftir koma sótt kraft og eftir- breytni. Aðstandendum sendum við hjón- in innilegar samúðarkveðjur. Sigurður Jónsson Það var fyrir tæpum tuttugu og þremur árum að fundum okkar Jóns Þorgilssonar bar fyrsta saman. Ég flutti hingað að Hellu 1969. Jón var þá oddviti Rangárvallahrepps og þess vegna þurfti ég töluverð sam- skipti að hafa við hann. Þau kynni voru frá upphafi með ágætum. Síð- ar áttum við eftir að verða nánir samstarfsmenn um árabil. Á þeim tíma var Jón sveitarstjóri Rangár- vallahrepps. Það duldist engum er kynntist Jóni að þar fór sterkur persónuleiki sem hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var mikill kappsmaður til vinnu og tæki hann eitthvað að sér var það í góðum höndum, enda fylgt fast eftir. Jón var mikill áhugamað- ur um lands- og sveitarstjómarmál og helgaði hann þessum málum starfskrafta sína að mestu. Það fór ekki hjá því að þeir sem gefa sig að félagsmálum verði á stundum fyrir mótblæstri og ekki fór Jón varhluta af því. Þá kom í Ijós hversu mikinn pólitískan þroska hann hafði til að bera því alltaf stóð hann sátt- ur eftir á hveiju sem gekk. Ég held að þeir sem kynntust Jóni gleymi honum seint. Hann var einn þeirra manna sem setti mark sitt á samtíð sína. Ekki síst mark- aði hann djúp spor í sögu Rangár- vallahrepps. Á vettvangi sveitar- stjómar vomm við samstarfsmenn og fyrir það samstarf vil ég þakka. Við fráfall Jóns er skarð fyrir skildi og við sem eftir stöndum emm fá- tækari en áður. Gerði og öðmm aðstandendum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Páll G. Björnsson Jón Þorgilsson, framkvæmda- stjóri héraðsnefndar Rangárvalla- sýslu, kom miklu í verk um dagana og átti samskipti við marga. Vísast minnast nú gamlir vinir samstarfs við hann um áratugi að margvísleg- um málum. Okkar kynni voru ekki margra ára, en þau voru góð og mér mikils virði. Harma ég skjótan endi þeirrra. Fyrir hönd Oddafélagsstjórnar og annarra samstarfsmanna votta ég fjölskyldu Jóns Þorgilssonar samúð mína. Samheijar um eflingu Oddastaðar syrgja góðan dreng og máttarstólpa í nýbyijuðu hugsjóna- starfi. Oddafélagið, samtök áhuga- manna um endurreisn fræðaseturs að Odda á Rangárvöllum, var stofn- að árið 1990. Mikill fengur var að því að fá Jón Þorgilsson strax í upphafi til liðs við hugmyndina að stofnun Oddafélagsins og í stjórn þess er ýtt var úr vör. Þótt sam- fylgd hans’ verði því miður ekki lengri, mun Oddafélagið búa lengi að hollráðum hans og verkum. Rík reynsla Jóns í félagsmálum og þekking á málefnum Rangár- þings og landsmálum komu ný- stofnuðu félagi að góðum notum. Síðri verður ekki minningin um at- orku hans og örvandi áhuga á mót- un félagsins. Er nú okkur hinum vandi á höndum að halda á brattann án hans. Löng leið ér framundan. Eftirminnilegt var að spjalla við Jón, þegar ég kom við á skrifstofu hans á Heilu og tóm gafst báðum stundarkorn. Fræddist ég þá um forfeðraslóðir ömmu minnar í móð- urætt. Aldimar skruppu saman og taldi ég Jón fræna minn, þótt ömm- ur okkar, nöfnur, hefðu einungis verið fjórmenningar. Ræddum við samningu Reynifellsættar sem unn- ið er að, niðjatal Þorgils Þorgilsson- ar og Guðrúnar Erlendsdóttur, en þau bjuggu á Reynifelli á Rangár- völlum síðari helming átjándu aldar. Samheijar Jóns Þorgilssonar í Oddafélaginu minnast að leiðarlok- um ánægjulegra funda sem ýmist voru haldnir á Hellu, Hvolsvelli eða í Odda. Framtíðaráform voru rædd, en að loknum fundum í Odda geng- um við gjaman um staðinn. Nutum við þá fræðslu Jóns, um kirkjuna, gengna Rangæinga er hvíla í garð- inum eða víðan fjallahring Suður- lands er blasti við af Gamma- brekku. Þannig samtvinnast í huga mér það sem var, er og verður í Odda á Rangárvöllum, nú er við kveðjum Jón Þorgilsson. Blessuð sé minning hans. Þór Jakobsson Sæunn Árnadóttir Fædd 25. ágúst 1906 Dáin 28. desember 1991 Þegar lögð er til hinstu hvíldar systir mín Sæunn Árnadóttir, þá vilja sækja á hugann ýmsar minningar, sem verða ljósar á kveðjustundinni. Hún var fædd 25. ágúst 1906 og ólst upp í foreldrahúsum til tvítugs. Hún var snemma bráðþroska, vel gefin til munns og handa. Eftir hana em til fallegar útsaumaðar myndir. Hún var mikilvirk til átaka, hraust og jglaðleg í viðmóti. Eg minnist hennar, í fyrstu bemsku, þegar við vorum saman í foreldrahúsum, hversu hún var traust, samvinnugóð og -fús, hvar sem hennar hlutur var. Ég minnist hennar síðar þegar hún þroskuð kona var á heimili mínu, eftir að ég hafði stofnað mitt eigið heimili hér í Reykjavík, hvar hún dvaldi um nokkurt skeið meðan hún stundaði saumanám hér í Reykjavík. Sama djörfungin, sama traustið og vinnugleðin, enda eftirsótt hvar sem var. Hún réðst að loknu námi til starfa á Klæðaverkstæði Valgeirs Kristjánssonar klæðskerameistara þar hún hafði áður numið karlmann- afatasaum. Vann hún þar næstu árin en fór þó þess á milli tíma og tíma í fiskvinnu að vorinu og loks kaupa- vinnu eitt sumar upp í Borgarfjörð. Þar á skapabrún lá örlagavaldur lífs hennar. Hún veikist, fær smit af berklum og fer um haustið að Vífilsstöðum þar sem hþn er um tíma en nær sér furðufljótt og er komin aftur á saumaverkstæðið hjá Val- geiri síðla vetrar, þar sem hún vinn- ur um nokkur ár. En þá ásóttu veik- indin hana á ný, svo hún lenti aftur á Vífiisstöðum, þá öllu verri en áður, og lá þá mikið veik. En fyrir fádæma hreysti og viljastyrk náði hún því að vera útskrifuð þaðan á ný. Hún ákvað þá að hætta vinnu við sauma- skapinn og snúa sér að öðrum verk- um, sem gætu verið henni hollari. Hún er þá orðin 35 ára. Á Syðri-Reykjum í Miðfírði voru eldri hjón ásamt syni sínum, sem mist hafði konu sína. Þar var mikil þörf fyrir að fá aðstoð. Var nú ákveð- ið að freista þess að vera þar til hjálp- ar. En brátt fór svo, að gamal konan varð meira lasburða og hlóðust þá verkin meira á þá sem átti að vera til hjálpar, uns öll ráðskonustörf voru komin á hendur Sæunnar, enda hún fús og ósérhlífin. Eftir nokkurra ára veru þar, hvar hún undi sér vel, gerði gamli sjúk- dómurinn vart við sig að nýju. Enn var lagst á Vífilsstaði og nú var allt verra en áður. Sjúkdómurinn sótti fastar á en fyrr, engin meðhöndlun bar árangur, blástursaðferðin gaf enga svörun. Urskurður læknis var aðeins einn: „Það verður að höggva burtu rif ef bati á að nást.“ Sæunn var send til Akureyrar á sjúkrahús, þar sem hún var til með- ferðar. Við höggningu þar voru tekin þijú rif úr síðu hennar. Um sumarið lá hún svo á Kristneshæli og náði á ný undarlega fljótt góðum bata._____ Ég sem þessar línur skrifá minnist samtals okkar, er ég heimsótti hana þá um sumarið á Kristneshælið og orðfærði við hana að taka sér góða hvíld og létta störfum. Hún svaraði „Ég get það ekki meðan gamli mað- urinn lifir og þarf mín með,“ en hann var þá örvasa, hafði misst konu sína. Ég dreg þetta atriði fram til að sýna þá göfgi, umhyggju, tryggð og fórn- arlund, sem hún bjó yfir og átti í svo ríkum mæli. Um haustið er hún svo komin aftur heim í gamla bæinn á Syðri-Reykjum og tekin við fyrri störfum. Gamla manninn umvefur hún sem áður nærfærnum höndum meðan hann þarf þess notið. Og síð- ar son hans Gunnar, sem hún eftir- lét umhyggju sína og hefur annast nú um nær hálfrar aldar skeið með trausti og trúnaði. Gunnar lést á síð- asta hausti eftir langvarandi veikindi. Ég hefi stiklað á stóru í lífssögu mikilhæfrar konu, sem ekki bar á torg eigin tár eða þjáningu, heldur var hetja sem var veitul á það gull er hún bar í bijósti öðrum til góðs og farsældar, án tillits til eigin hlut- skiptis eða afkomu, þótt stundum væri hún fljót og snögg í tilsvari þá var það aðeins skel þvi innra var hún viðkvæm, tilfinninganæm, með heita skajigerð. Ég kveð svo þessa kæru systur mína með þakklæti, fel hana kær- leika Guðs, sem umlykur allt friði, og græðir sár. Þjáning og tár hennar felld í rás tímans geymast til ávöxt- unar á hinum „gullna morgni þar margir fá Meistarans úr hendi laun sín há og smá“. Blessuð sé minning hennar. Hún hvíli í friði. Arinbjörn Árnason Langri lífsgöngu Sæunnar Árna- dóttur er lokið. Hún var farin heilsu og kröftum og því var hvíldin kær- komin. Sæunn átti lengst af við vanheilsu að stríða, sem rekja má til þess er hún fékk berkla og gekk síðan undir mikla aðgerð, var „höggvin" eins og sagt er. Sæunn bjó á Syðri-Reykjum í Mið- firði frá því ég man fyrst eftir. Hún var bústýra hjá Gunnari Jónassyni, prýðismanni sem þar bjó. í þeirra skjóli var Jónas, faðir Gunnars, aldr- aður maður sem var rúmliggjandi síðustu árin sem hann lifði. Húsa- kostur var slæmur, gamall torfbær sem þau bjuggu í fram um 1970. Sæunn var myndarleg húsmóðir og góð heim að sækja. Eftirsóknarvert þótti mér að heimsækja hana og þó á brattann væri að sækja fyrir stutta fætur að fara upp að Syðri-Reykjum var ekki um það fengist. Gengið var inn löng bæjargöng, þá var komið í eldhús og var upphækkuð baðstofa á aðra hönd og stofa á hina. í bað- stofunni lá gamli maðurinn í drifhvít- um rekkjuvoðum og bauðst til að verma litlar hendur. Sæunn var hlýleg kona og góður nágranni. Hún var hlédræg og hafði sig lítt í frammi. Ekki er hægt að segja að lífið hafi leikið við hana en hún kvartaði ekki. Það var aðdáunar- vert hve hún gat haldið gamla bæn- um hreinum og fínum og allt var einstaklega gott og myndarlegt hjá henni. Á sumrin voru ævinlega krakkar í sveit á Syðri-Reykjum, þau sömu ár eftir ár. Varla hefur þeim líkað illa. Þegar Gunnar og Sæunn fluttu í nýtt íbúðarhús á Laugar- bakka hófst nýr kafli í lífi þeirra og kannski sá besti. Síðustu árin dvaldi Gunnar á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og lést þar sl. haust. Sæunn dvaldi þar einn- ig síðustu mánuðina en hugði alltaf til heimferðar í húsið sitt. Fékk hún nágranna til að fylgjast með stofu- blómunum sínum og líta eftir húsinu. Fyrir stuttu varð hún fyrir því að lærbrotna illa og eftir það hallaði fljótt undan. Hún lést á Borgarspíta- lanum 28. desember sl. Hafi hún þökk fyrir allt. Blessuð sé minning hennar. Ragnhildur Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.