Morgunblaðið - 05.01.1992, Qupperneq 39
39
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992
Hluti þeirra sem fóru holu í
höggi á árinu samankomnir á
árlegri uppskeruhátíð á dögun-
um.
Feðgarnir Hjalti Þórarinsson t.v.
og Hrólfur Hjaltason t.h. með
verðlaun sín.
GOLF
Feðgar gera það reglulega
Einheijar heitir félagsskapur sem menn verða sjálfkrafa félagar í
er þeir fara holu í höggi á golfvellinum. Á árinu fór 41 íslendingur
holu í höggi, en margir þeirra höfðu unnið afrekið áður. Því fjölg-
aði ekki í klúbbnum um 41. Feðgar í hópnum, Hjalti Þórarinsson
og Hrólfur Hjaltason „gera það reglulega" eins og Kjartan L. Páls-
son formaður Einheija sagði í samtali við Morgunblaðið, en þeir
fóru báðir holu í höggi á síðasta ári og unnu afrekið báðir í þriðja
sinn. „Ef annar gerir það, fylgir hinn venjulega strax á eftir, yfir-
leitt ekki seinna en sumarið eftir,“ sagði Kjartan enn fremur, en
sjálfur hefur Kjartan farið holu í höggi sex sinnum, „aðeins einu
sinni sjaldnar en Sevi Ballesteros sem þó leikur golf sem atvinnumað-
ur dag hvern árið um kring,“ vildi Kjartan koma að.
Kjartan tjáði Morgunblaðinu enn
fremur, að alls hefðu nú hátt
í 300 íslendingar farið holu í höggi,
en meðaltalið á ári væri mjög svip-
að og annars staðar. í Bandaríkjun-
um fara að jafnaði 35.000 manns
hoiu í höggi á ári hveiju.
Á ári hveiju fer fram Einheija-
keppni í golfi, samtengd Landsmót-
inu, en rétt til þáttöku hafa þeir
sem farið hafa holu í höggi og eru
þar af leiðandi Einheijar. Fyrr-
greindur Hrólfur Hjaltason bætti
þeirri rós í hnappagatið að vinna
mótið að þessu sinni, en það fór
fram á Hellu.Verðlaunin á mótinu
er farandgripur sem skemmtistað-
urinn sálugi „Röðull“ gaf árið 1965.
Annars er það Johnny Walker á
íslandi sem gefur afreksmönnum
Einheija verðlaun ár hvert, viður-
kenningarskjal og fleira...
Kjartan fór aðeins nánar út í það
fyrirbrigði að slá holu í höggi.
Hann sagði þetta vera mikinn
„grís“ eins og tilviljun er gjarnan
kölluð og sérkennilegt hvað það
loddi við suma eins og t.d. um-
rædda feðga og fleiri að slá holu
í höggi, á sama tíma og bráðgóðir
kylfingar væru að slá ótt og títt í
áratugi án þess að gæfan brosti til
þeirra með þessum hætti. Einn sem
Kjartan nefndi og þekkti fór loks
holu í höggi eftir 50 ára ástundum.
Og margfaldur íslandsmeistari að
nafni Sigurður Pétursson hefur t.d.
aldrei farið holu í höggi. „Dæmi
um „grísinn" get ég nefnt, að það
er ein braut suður í Keflavík sem
liggur samhliða fjörunni. Það hefur
gerst að kylfingur hefur lamið kúl-
una út og suður, hún hefur þeyst
ofan í fjöru, skotist þaðan af fjöru-
gijóti, upp á flötina og rakleiðis
ofan í!“, segir Kjartan.
Morgunblaðið/KAX
Nýskipuð stjórn Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni, kon-
urnar heita f.v. Hlín Sigurðardóttir, Elva Guðbrandsdóttir og Gréta
Guðmundsdóttir, sem er gjaldkeri, karlarnir eru f.v. Karl Ragnars,
Jón Sæmundur Sigurjónsson formaður, Hallvarður Óskarsson og
Gunnar Trausti Guðbjörnsson ritari.
ÁFANGI
Félagið því miður of
sterkt
„Ég verð að segja, að eiginlega er félagið því miður of sterkt," sagði
Jón Sæmundur Siguijónsson nýskipaður formaður Siglfirðingafélags
Reykjavíkur og nágrennis í samtali við Morgunblaðið, en félagið
náði þeim áfanga á haustdögum að verða þrítugt. En hvað skyldi
hinn nýi formaður eiga við með orðum sínum, framhaldið var, „félag-
ið skipa nú um 1200 manns og vissulega væri skemmtilegra ef allur
þessi fjöldi byggi á Siglufirði, bæjarfélaginu til heilla.“ Fráfarandi
formaður er Heiðar Ástvaldsson sem sat í áratug.
Jón Sæmundur sagði enn fremur
að félagsstarfið væri með mikl-
um blóma, það væri „vel lifandi"
eins og hann komst að orði. „Við
höldum nokkrar fastar hátíðir á
hveiju ári, sú síðasta var árleg jóla-
trésskemmtun. Einnig má nefna fjöl-
skyldudag 20. mai á Siglufirði, vor-
hátíð í lok apríl og árlegt „Síldar-
ball“ á haustin, oftast fer það fram
í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.
Þar koma oftast fram skemmtikraft-
ar frá Siglufirði," sagði Jón Sæ-
mundur. Og félagið hefur fleira fyr-
ir stafni:
„Ég get einnig nefnt að jafnan
eru einhveijar fjársafnanir í gangi
fyrir þessu eða hinu á Siglufirði. Það
sem verið er að safna peningum
fyrir um þessar mundir er síldarminj-
asafn. Það er búið að safna saman
miklu magni af munum og minjum
og verið er að gera upp bragga sem
ungir siglfírðingar þekkja sem ís-
firðingabraggann, en tilheyrði göml-
um norskum síldarsaltanda, Roald
að nafni á síldarárunum. Ætlunin
er að minjasafnið verði til húsa í
þessum bragga þegar hann er tilbú-
inn. Ekki get ég sagt hvenær það
verður, en það kemur að því, enda
unnið við húsið af miklum krafti,"
segir Jón Sæmundur Siguijónsson.
UTSALAIM
er hafin
mánudag
KRAKKAR
k M Kringlunni sími 681719
*