Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.01.1992, Blaðsíða 44
MORG UNBLADIÐ, ADALSTRÆTl 6. 101 REYKJAVlK SlMI 691ÍOÖ, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Góð aðsókn var í skíða- löndin í gær UM 1.500 manns voru komnir á skíði í Bláfjöllum um hádegi í gær, þegar skíðasvæðið var opn- að í fyrsta sinn á þessum vetri. I Skálafelli var opnað klukkan ellefu og var búist við fjölmenni en þar eru þijár lyftur, ein stóla- lyfta og tvær diskalyftur. Gott veður var þegar líða tók á morguninn en kalt í skíðalönd- unum. Frostið fór úr 10 stigum í 8 í Bláfjöllum en í Skálafelli var 12 stiga frost og logn. Gott skíðafæri var á báðum stöðunum. Ellefu loðnu- skip á miðin ELLEFU íslensk loðnuskip voru lögð af stað á miðin í gærmorg- un samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni. Fjögur íslensku skipanna voru komin á leitarsvæðið út af Austur- landi en ekki var vitað til að loðna hefði fundist. Að auki voru átta norsk loðnuskip komin inn fyrir 200 mílumar samkvæmt upplýs- ingum frá Landhelgisgæslunni. Á síðasta ári voru norsku skipin á bilinu 90 til 100 hér við land. Morgunblaðið/Þorkell Haldiðá veiðar eftir fríið Bátar og togarar era nú að halda til veiða eftir kærkomið frí sem sjómenn fengu yfir hátíðirnar. I fyrradag voru skipveijar á Freyju RE 38 að gera klárt áður en togarinn hélt til veiða á Vestfjarðamiðum. Bensínverð; Hlutur rík- isins ekki hæni í tæp þijúár OPINBER gjöld til ríkisins af hveijum seldum bensínlítra nema nú 68,52% af útsöluverð- inu eða 39,40 krónum, sam- kvæmt upplýsingum frá Gunn- ari Þorsteinssyni, varaverð- lagsstjóra. Eftir því sem Morg- unblaðið kemst næst er þetta hæsta hlutfall opinberra gjalda af bensínverði síðan í febrúar 1989. Samkvæmt upplýsingum frá Gunnari Karli Guðmundssyni hjá hagdeild Skeljungs hf. virðist þetta vera hæsta hlutfall í nálega 3 ár. Þess ber þó að geta að vegna innkaupajöfnunargjalds, sem ýmist er jákvætt eða neikvætt og hefur áhrif á verðið, getur hlut- fallið sveiflast nokkuð. 11 af 92 oktana bensíni á 57,59 kr. Bensíngjald 37,9% 21,78 kr. VSK 11,32% 11,32 kr. Tollar 9,6% 5,52 kr. Landsútsvar, vðrugj. o.fl. 11,32% Annað: Dreiringatkostn. Kostnaðarverð 7,58 + flutningsgjald 1,04 10 41 kr * greiösla úr innkaupa- U’4 KF' jöfnunarreikningi 0,93 = 7,7 kr. Engu að síður virðist verð bens- íns fara lækkandi á heimsmarkaði um þessar mundir, að sögn Gunn- ars. Gæti það valdið hækkandi skatthlutfalli að öðru óbreyttu. Þær bensíntegundir, þar sem verðlagning er ftjáls, hafa eðlilega mismunandi hlutfall opinberra gjalda af söluverði eftir aðilum. Er það trúnaðarmá! hvers um sig. Þjóðleikhúsið: Nýtt leiksvið verður brátt tekið í notkun NÝTT SVIÐ hefur verið innréttað í smíðaverkstæði Þjóðleikhússins og er fyrirhugað að frumsýna þar „Ég heiti ísbjörg, ég er ljón“ eftir Vigdísi Grímsdóttur í lok mánaðarins. Að sögn Stefáns Baldurs- sonar þjóðleikhússtjóra getur salurinn rúmað um 160 áhorfendur, sem er n\jög heppileg millistærð, en Litla sviðið tekur um 100 áhorf- endur. „Við erum að ljúka við að koma upp leiksviði á gamla smíðaverk- stæðinu, sem er austan megin í kjall- ara hússins og þar verður opnað með frumsýningu á „Eg heiti Is- björg, ég er ljón“ í leikgerð Hávars Siguijónssonar núna í lok mánaðar- ins,“ sagði Stefán. Salurinn tekur mismarga áhorfendur allt eftir því hvernig sætum er raðað en á þess- ari sýningu rúmar hann 160 manns. Stefán sagði að stefnt hafi verið að þessari sýningaraðstöðu um tíma og að þær viðtökur sem „Kæra Jel- ena“ hefur fengið á Litla sviðinu hafi flýtt fyrir framkvæmdum. Börkur NK til hafnar með stærsta síldarfarm sögunnar BÖRKUR NK-122 kom til heimahafnar í Neskaupstað um hádeg- isbil í gær með fullfermi af síld eða um 1.100 tonn. Aldrei hefur svo mikið af síld borist að landi hérlendis úr einu skipi. Börkur fékk aflann í þremur köstum út af Skinneyjarhöfða, -vestan við Hornafjörð, síðdegis á föstudag og í fyrrinótt. Jóhannes Geir Valdimarsson skipstjóri á Berki sagði í samtali við Morg- unblaðið að rúm 100 tonn færu í vinnslu í Síldarvinnslunni hf. en afgangurinn í bræðslu. Nokkur skip voru á síldveiðum úti af Hornafirði í fyrrinótt og öfluðu vel. Þegar síldveiðar voru stundaðar út af Norður- og Austurlandi fram á sjöunda áratuginn voru bátamir miklu minni en Börkur NK, sem er loðnuveiðiskip. „Þetta er mjög farsæl lausn,“ sagði -hann. „Aðstaðan er til bráðabirgða en við viljum halda áfram að sýna þarna. Þetta er svona kjallaraleikhús og ákveðin hagræðing þó svo að um aukin umsvif sé að ræða. Hagræð- ingin felst í að ein sýning er í gangi í einu og ekki þörf á að skipta um sviðsmynd eða stilla ljós eins og gert er á stóra sviðinu. Þá gerist það oft að leikrit henta hvorki stóra sviðinu né því litla þannig að þetta er mjög heppileg millistærð." Salurinn er ein stór gryfja og verður hægt að nýta hann eftir þörf- um, ýmist með áhorfendur á eina hlið eða í hring eða eins og á þess- ari fyrstu sýningu þegar leikið er eftir endilöngum salnum með áhorf- endur beggja vegna. Morgunblaðið/KGA í smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í austurkjallara hússins er verið að innrétta nýjan sýningarsal sem getur rúinað allt að 160 manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.