Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 13 ísland á krossgötum Seinni hluti eftir Hans Kristján Arnason Island sem fjármálamiðstöð Oft hefur verið minnst á ísland sem fjáirnálamiðstöð á alþjóðavísu, sbr. Lúxemborg og Sviss. Auðvitað er heilmikið vit í þessari hugmynd. En við þurfum að vilja þetta og hafa fyrir því að sækjast eftir því sem þar er að fá. Það þarf t.d. að breyta hér lögum og reglugerðum o.fl. Þetta er unnt að gera og hafa af því verulegar tekjur. En við meg- um ekki bíða of lengi. Aðstæður breytast ört á hinum alþjóðlega fjár- magnsmarkaði, ekki síst í Evrópu, þar sem samkeppnisstaða Sviss og Lúxemborgar fer versnandi. Áður en Franklín D. Roosevelt forseti Bandaríkjanna var allur lét hann þau orð falla að hann hefði þá trú að ísland gæti gegnt svipuðu hlutverki í heimi alþjóðapeninga- mála og Sviss. Hann sá fyrir sér það sem við höfum allt of lengi neitað að horfast í augu við — að Island er í svipaðri aðstöðu nú og Sviss hefur verið hingað til — þ.e.á.s. mitt á milli helstu viðskiptastórvelda heimsins (Sviss á milli Þýskalands, Austurríkis, Frakklands og Ítalíu, — og ísland á milli Ameríku, Evrópu og jafnvel Japans). Roosevelt forseti vissi hvað hann söng, enda endur- reisti hann efnahagslíf Bandaríkj- anna úr rústum kreppunnar miklu. Hvernig væri að dusta rykið af hug- mynd Roosevelts um ísland sem íjár- málamiðstöð? ísland sem verslunarmiðstöð Eða hugmyndin um að gera ísland að allsherjar fríverslunarsvæði. Hvernig væri að þaulkanna mögu- leika okkar í þeim efnum? Hér er ekki aðeins átt við afmarkað frí- verslunarsvæði, sem loksins er búið að heimila með reglugerð fjármála- ráðuneytisins. Við eigum að halda lengra á þessari braut og skapa inn- lendri heildsölu- og smásöluverslun bestu hugsanleg skilyrði til að stunda hér „fríverslun" í sem allra víðustu merkingu þess orðs. Við eigum m.ö.o. að gera ísland að mikilvægri verslunarmiðstöð í okkar heimshluta. Hingað eiga út- lendingar að geta komið til að versla ódýrar en annars staðar. Sem stend- ur er verðlag hér allt of hátt og kvarta ferðamenn sáran undan því, enda koma fæstir hingað í verslunar- erindum. Núverandi verðmyndunar- kerfi fælir auðvitað frá bæði inn- lenda og erlenda kaupendur. Hér þarf að eiga sér stað hugarfarsbreyt- ing og við þurfum að fara að hugsa eins og vesturlandabúar, eða jafnvel nú orðið eins og Austur-Evrópubú- ar, því við erum meira að segja að verða eftirbátar þeirra! Hugmynd mín þýðir að fella verði niður öll opinber gjöld á vörum og þjónustu, jafnt aðflutningsgjöld sem aðrar álögur, og tryggja þannig sem fjölbreyttast framboð á lægsta mögulega verði. Með meiri veltu þarf minni álagningu. Tekjutap rík- isins vinnst upp með aukinni veltu í þjóðfélaginu og tekjuskatti á fyrir- tæki og einstaklinga. Við eigum að verða „Hagkaup" eða „Bónus“ Vesturlanda, þangað sem útlending- ar sækja í þeim tilgangi að gera hagstæð innkaup í öllum vöruflokk- um milli himins og jarðar. Fólk leitar þangað sem úrvalið er mest og verðlag lægst. T.d. versla Selfyssingar mikið í Reykjavík. Flest höfum við rekist á Svía í Kaup- mannahöfn, en þangað flykkjast þeir daglega til að gera hagstæð innkauþ. Bandaríkjamenn fljúga meira að segja í 15-20 klst. til Hong Kong eða Singapore til að versla. Það eru því auðvitað ekki aðeins íslendingar sem fara svo þúsundum skiptir til annarra landa til að gera hagstæð innkaup. Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri! Og við eigum að notfæra okkur þessa leið út í ystu æsar. Verslunin gæti m.ö.o. orðið mikilvægari hag- vaxtarbroddur en við höfum hingað til viljað viðurkenna. Kaupmannastéttinn er oft sökuð um að bera ábyrgð á hinu háa verð- lagi, en það er yfirleitt á misskiln- ingi byggt. íslendingar eiga þvert á móti harðduglega verslunarstétt — kaupmenn sem hafa mikla reynslu í viðskiptum við útlönd, og eru þeir síst eftirbátar kollega sinna erlendis. í kaupmannastéttinni er falinn mik- ill og gildur varasjóður sem gæti skapað þjóðinni háar gjaldeyristekj- ur. Þetta eigum við að viðurkenna og nýta okkur arðsemi verslunarinn- ar eins og t.d. Danir og Hollending- ar hafa lengi gert með góðum árangri. ísland sem verslunarmiðstöð er auðvitað nátengt Islandi sem ferða- manna- og ráðstefnulandi. Þar er okkar höfuðvandi að fá útlendinga til að koma hingað utan sumar- tímans. í þessu samhengi er rétt að leið- rétta hvimleiða sögufölsun. Það er nefnilega landlægur misskilningur að veðurfar hérlendis sé verra en víða annars staðar. Þennan misskiln- ing drakk ég með móðurmjólkinni eins og aðrir jafnaldrar mínir, sbr. fullyrðinguna „ísland er á mörkum hins byggilega heims“. Þetta er sem betur fer víðsfjarri sannleikanum! Veðurfar hér er á margan hátt hið ákjósanlegasta. Við búum við milt loftslag þar sem sjaldan verður of kalt — og aldrei of heitt! Ekki býður t.d. hin ókrýnda höfuðborg heims- ins, New York, upp á mikið betra loftslag. Þvert á móti reyna íbúar New York að vera sem minnst í borginni yfír suinartjmann vegna ofsahita og raka — og auk þess er oft kaldara á Manhattan yfir vetur- inn en t.d. hér í Reykjavík! Islenskt vatn í heildsölu Verkfræðingur sem égþekki kast- aði um daginn fram þeirri hugmynd hvort ekki væri hægt að flytja út íslenskt vatn í stórum stíl með vatns- leiðslum til Evrópu. Davíð Scheving Thorsteinsson í Sól hf. hefur t.d. unnið ötullega að útflutningi á okkar ágæta vatni í neytendaumbúðum, og á hann hrós skilið fyrir útsjónar- semi á þeim vettvangi. En hafa menn skoðað útflutning héðan á vatni með vatnspípum til Evrópu í heildsölu? Ég skil áhyggjur Davíðs Schev- ings þegar hann varar við stjórnlaus- um útflutningi á neysluvatni með tankskipum til allra sem það vilja kaupa. Ekki er ég að mæla með að allir fari að keppa við alla og undir- bjóða þar með sjálfa sig á erlendum mörkuðum. Þetta eru tveir aðskildir markaðir. Og væri ekki unnt að keyra þetta hlið við hlið, t.d. með heildsölu á vatni í pípum til vatn- sveitna í Bretlandi og á meginland- inu — samhliða útflutningi á vatni í neytendaumbúðum? Þó eðlilega fáist mun lægra verð fyrir lítrann af vatni í heildsölu en smásölu, þá erum við að tala um ólíkar magn- stærðir. Ég veðja á að þetta sé tæknilega framkvæmanlegt — og arðsemin meiri en flesta grunar. En það ætti að vera tiltölulega auðvelt dæmi fyr- ir verkfræðingana okkar að kanna grundvöllinn á þessum viðskiptum. Island sem höfuðstaður alþjóðastofnana Eða hvað með uppstokkunina í alþjóðapólitíkinni og afleiðingar hennar fyrir fjölþjóða- og alþjóða- samtök? Gæti Island ekki verið ákjósanlegur kostur fyrir staðsetn- ingu ýinissa stofnana, bæði vegna hagstæðrar legu landsins, og einnig hins, að auðveldara er að tryggja öryggi manna og stofnana hér en víðast annars staðar? Getur t.d. ver- ið álitlegt að vinna að því að ein- hveijar dótturstofnanir Sameinuðu þjóðanna færi höfuðstöðvar sínar til Islands? Og til að skerpa línurnar Hans Kristján Arnason „Við eigum m.ö.o. að gera ísland að mikil- vægri verslunarmið- stöð í okkar heims- hluta. Hingað eiga út- lendingar að geta kom- ið til að versla ódýrar en annars staðar. Sem stendur er verðlag hér allt of hátt og kvarta ferðamenn sáran undan því, enda koma fæstir hingað í verslunarer- indum.“ má einnig spyija hvort það sé eitt- hvað náttúrulögmál að SÞ var valinn staður í New York. Höfuðstöðvar SÞ eru einmitt staðsettar í New York af því að þannig horfðu málin við í lok síðari heimsstyijaldarinnar (og þá sakaði ekki heldur að Rocke- fellerættin gaf samtökunum land undir starfsemina á Manhattaneyju). Eða hvað með staðsetningu al- þjóðlegra umhverfissamtaka eða rannsóknarstofnana, t.d. í sjávarlíf- fræði? Eða höfuðstöðvar skákmanna — eða alþjóðlegra íþróttasamtaka? í sannleika sagt er hér ýmislegt sem hentar vel fyrir slíka starfsemi — og auðvitað annað sem mælir því á móti. Markaðurinn er samt þarna úti — og það þaf að skoða sem flest- ar hugmyndir, jafnvel þó þær við fyrstu sýn hljómi í djarfari kantinum. Ef þær reynast álitlegar þarf að leggja markvissa vinnu í að plægja jarðveginn. Ég er t.d. sannfærður um að ef Steingrímur Hermannsson, Jón Baldvin, Ólafur Ragnar eða Davíð tðddsson væru fastafulltrúar íslands hjá SÞ og ásettu sér að krækja í anga af starfsemi SÞ hingað til lands — þá mundi þeim takast það. Ég mundi meira að segja treysta sjálfum mér til þess! Island sem alþjóðleg fiskkauphöll Ég hefi nokkrum sinnum á öðrum vettvangi minnst á ísland sem rnið- stöð fiskviðskipta í hejminum. í fis- kverslun erum við íslendingar á heimaslóðum. Enn hefur samt hvergi verið sett á stofn alþjóðleg miðstöð fyrir fiskviðskipti. Þó eru til sérhæfð- ar kauphallir og skráningarstofnanir í flestum öðrum magnvöruflokkum sem verslað er með landa á milli. Þetta á t.d. við um alla málma, kjöt, korn, gjaldmiðla o.fl. o.fl. í Chicago er t.d. starfræktur framtíðarmark- aður (future exchange) í komi, og jafnvel beikoni. Þar geta framleið- endur og kaupendur hvaðanæva úr heiminum keypt og selt þessar vörur á föstu verði, til afgreiðslu síðar meir. Þetta er mikil hagræðing fyrir báða aðila. Ef til væri fiskkauphöll eða miðstöð sem annaðist alla skrán- ingu og viðskipti með fisk á milli hagsmunaaðila, þá gætu t.d. fram- leiðendur á tilbúnum fiskréttum keypt fiskinn í dag á skráðu og föstu framtíðarverði, fisk sem þeir fá síðan afhentan t.d. í janúar 1993. Þetta skapar mikið öryggi í öllum viðskipt- um. Það að slíkur framtíðarmarkað- ur er ekki til (a.m.k. ekki í þessari útvíkkuðu-mynd) þýðir ekki að hann geti ekki orðið til! Það hefur bara enginn farið alvarlega í saumana á málinu ennþá. Hversvegna gætum við ekki skoðað þennan möguleika og fetað okkur áfram sem forystu- þjóð á þessum vettvangi? íslendingar og útlendingar Við dettum allt of oft inní sjálf okkur og höldum að unnt sé að lifa á einangrunarstefnunni einni saman. Og enn er í okkur beygur og tor- tryggni gagnart útlöndum og útlend- ingum, því ekki er ýkja langt síðan við_ öðluðumst sjálfstæði. . í nýjasta hefti breska tímaritsins The Economist er því t.d. haldið fram að ásamt Norðmönnum og Finnum, eigi íslendingar erfiðast með að hugsa sér náið samstarf við Evrópu- bandalagið — énda er það þessum þrem þjóðum sameiginlegt að vera tiltölulega nýsloppnar undan ný- lenduveldum, þ.e. Danmörku, Sví- þjóð og Rússlandi. Þennan sama beyg er hinsvegar ekki að finna hjá þeim þjóðum sem hafa lengi verið frjálsar, eins og hjá Dönum og Svíum. Togstreita hlýst af því að burðast með minnimáttarkennd í farteskinu — sérstaklega þegar það er degínum ljósara að fáar þjóðir eru jafn háðar milliríkjaverslun og ís- lendingar! íslendingar gætu orðið utanveltu í Evrópu og einangrast meir en jafn- vel hörðustu andstæðingar EB og EES kæra sig um. Einangrun okkar kann að aukast vegna þess að aðild okkar að NATO er ekki lengur sá styrkur sem hún var t.d. í landhelgis- málinu — eða upphaflegu samning- unum við EB. Þá missir norrænt samstarf fyrra vægi um leið og Finnar og Svíar segja skilið við hlut- leysis- og einangrunarstefnu sína og gerast ásamt Noregi — en e.t.v. án Islands — aðilar að EB. Sömu sögu er að segja um EFTA, ef EES samn- ingarnir fara út um þúfur. Ef ísland verður viðskila við EFTA-þjóðirnar og kýs að standa utan við EB, eða nær ekki viðunandi samningum við EB, þá getur þjóðin einangrast hættulega mikið. Ef okkur síðan mistekst líka að mynda önnur sam- bönd eða koma okkur upp nýjum tekjustofnun (t.d. í ætt við þá sem nefndij- eru fyrr í þessari grein), gæti ísland aftur orðið fátækasta þjóð Evrópu um og upp úr næstu aldamótum! ísland á þröskuldinum Við þurfum ekki aðeins að herða mittisólina og skera niður útgjöld — heldur ekki síður og um leið að blása bjartsýni í þjóðina og stefna á nýja tinda. Við þurfum, með öðrum orð- um, og samhliða hagræðingu í rekstri íslands hf., að leggja allt kappa á nýjar tekjuöflunarleiðir fýr- ir þjóðarbúið (og hugsa ekki aðeins um skatta og ríkiskassann). Islandi standa opnir ýmsir val- kostir í samfélagi þjóðanna. Og sem betur fer hefur raunsæið oftast ráð- ið ferðinni hingað tii. Hér býr ennþá dugnaðarþjóð sem lætur sér ekki allt fyrir bijósti brenna! Innst inni vitum við öll að við erum lánsöm þjóð, þjóð sem gæti auðveldlega skarað framúr og verið fyrirmynd annarra á mörgum sviðum (og er það reyndar á mörgum sviðum!). Vandamálin sem við þurfum að glíma við eru hreinn barnaleikur samanborið við vandamál annarra þjóða. Vegna þessara forréttinda hvflir líka á okkur mikil ábyrgð gagnvart þeim sem verr eru settir í heiminum. Við getum og eigum að láta gott af okkur leiða. Við íslendingar stöndum nú á þröskuldi stærstu tækifæra í sögu okkar. Framundan eru stórstígar framfarir og meiri auður og tæki- færi en við höfum áður kynnst — eða aukin einangrun og meiri fátækt en flest okkar hafa áður búið við. Hvor leiðin valin verður er aðeins undir sjálfum okkur komið! Það sem nú þarf — og það í stærri skömmtum en nokkru sinni áður í sögu lýðveldisins — er markviss leit að fijóum og nýstárlegum nýsköpun- arhugmyndum. Við þurfum djörf- ung, og umfram allt trú á okkur sjálf til að vinna úr tækifærum líð- andi stundar. Hættum því þessari endalausu sjálfsvorkunn, setjum markið hátt og förum aftur að hafa ánægju af lífinu. Það fer okkur líka mun betur! Höfundur er viðskiptafræðingur. Hnnn er stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Stöðvar 2. Athugasemd við grein um einkaskála á hálendi Islands eftir Ólaf Sigurgeirsson Þann 4. desember sl. reit ég grein í Morgunb'laðið um skálabyggingar á hálendinu. Grein þessi varð kveikjan að grein eftir Jón Viðar Sigurðsson, sem birtist þann 4. jan- úar sl. Þar er borið á mig að hafa farið með blekkingar, ósannindi og órökstuddar fullyrðingar. Einnig er ég sagður hafa gert lítið úr náttúru- verndarráði og skipulagsyfirvöld- um. Ekki gat ég ráðið af grein Jóns Viðars í hveiju blekkingar mínar felast, en ósannindin áttu að felast í fullyrðingu minni um að Ferðafé- lagi íslands hafi verið léður einn skálanna fyrir norðan Skjaldbreið. Þetta segir Jón Viðar ósatt. Sann- leikurinn er eins og ég sagði, að eigendur skálans „Slunkaríkis“ léðu FI skálann um síðustu verslunar- mannahelgi. FI auglýsti gönguferð í gegnum Þórisdal með næturgist- ingu í skálánum. Fullbókað var í ferðina, en á síðustu stundu féllu nokkrir úr og ferðin féll niður. Eft- ir stendur sannleikurinn FI hafði fengið skálann léðann. Jón Viðar segir það órökstudda fullyrðingu mína, að Skipulagi ríkis- ins og náttúruverndarráði hafi verið att út í afskipti af skálabyggingum af einhverjum sérvitringi. Þurfi að rökstyðja þessa fullyrðingu er sann- leikurinn sá, að vegna kæru Jóns Viðars Sigurðssonar hófust afskipti framangreindra aðila. Þetta hef ég fengið staðfest. Ennfremur heldur framangreind- ur Jón Viðar því fram, að ég hafi gert lítið úr þessum valdastofnun- um. Svo er ekki og slíkt mun ég aldrei gera. Fróðlegt væri að fá einhverjar skýringar á þessum full- yrðingum. Eftir stendur það, sem ég áður hélt fram, að verulegur lögfræðileg- ur vafi leikur á, hvort það er á valdsviði Skipulags ríkisins og'Nátt- úruverndarráðs, að banna skála- byggingar á hálendinu og fyrirskipa brottnám þegar byggðra skála. Höfundur er hcraðsdónislögmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.