Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 LITLI TÓNLISTARSKÓLINN Einkakennsla Síðustu innritunardagar á vorönn standa yfir til 1 8. janúar í síma 4361 1. Boðið er upp á kennslu á skemmturum. Einnig gítar, bassa og tölvu (atari). Kennsla hefst 20. janúar. __ Skolast|ori. AÐALFUNDUR ÍSFIRÐINGA- FÉLAGSINS verður haldinn þriðjudagskvöldið 14. janúar nk., kl. 20.30 að Háteigi, á Hótel Holiday Inn. Venjuleg aðalfundastörf. Kaffiveitingar. STJORNIN Svissneskur hótel- og ferðamálaskóli 33 ára reynsla - 1 eða 2ja ára námskeið á ensku Hótelrekstrarnámskeið sem lýkur meö prófskírteini - Almennur rekstur og stjórnun , - Þjálfun í framkvæmdastjórn HCIMA réttindi. Námið fæst viðurkennt i bandariskum og ! evrópskumháskólum. Ferðamálafræði lýkur með prófskírteini - Ferðaskrifstofunámskeið viðurkennt af IATA/UFTAA - Þjálfun í framkvæmdastjórn Skrifið til: HOSTA HOTEL AND TOURISM SCHOOL, 1854 D Leysin, Switzerland. Sími: 9041-25-342611 - Fax: 9041-25-341821. HDSTB SÓLARKAFFI ÍSFIRÐINGA- FÉLAGSINS ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir sínu árlega SÓLARKAFFI föstudagskvöldið 17. JANÚAR nk., að HÓTEL ÍSLANDI. Húsið opnar kl. 20.00, en kl. 20.30 hefst hefðbundin og vönduð dagskrá með kaffi og rjómapönnukökum. Hljómsveit hússins leik- ur fyrir dansi þar til kl. 3 eftir miðnætti. AÐGANGSEYRIR kr. 1.800.- Forsala aðgöngumiða fer fram í anddyri Hótel íslands laugard. 11. janúar kl. 13—16. Borð verða tekin frá á sama stað og tíma. Miðapantanir auk þess í síma 91-687111 dag- ana 11.—17. janúar milli kl. 13—18. Greiðslukortaþjónusta. STJÓRNIN m Metsölublaó á hverjum degi! fclk f fréttum SÚRMATUR Þorrinn nálgast Kokkamir Viðar Jónsson og Halldór Ásgeirsson á Múla- kaffí hampa stoltir súrmetinu, sem bíður svangra landsmanna þegar þorrinn gengur í garð. „Við byrjum að leggja niður í septemb- er og október. Þetta er alvöru þorramatur, sem lagður er í mysu,“ segir Jóhannes Stefánsson veitingamaður. Nú mun það vera þrítugasta áríð í röð sem Múla- kaffi býður upp á þorramat, og kveðst Jóhannes merkja breyferlígu til batnaðar í neysluvenjum land- ans. „Unga kynslóðin í dag er hrifnari af þessu en áður var, en þess ber að geta að af um tuttugu tegundum þorramatar er minni- hlutinn súmieti, og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í bökk- unum.“ Jóhannes kveðst halda hefðina í heiðri, og sitja á sér til bóndadags 24. janúar, er þorri byijar samkæmt fornu tímatali. „Það eru allt of margir sem eru farnir að byija þetta viku eða jafn- vel tveim vikum fyrr, en við viljum hafa þetta rétt, og okkar við- skiptavinir kunna að meta það.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg COSPER Pabbi þinn er líftryggður, þess vegna má hann fara í sjóinn. ÚTNEFNING Hvergerð- ingur árs- ins valinn Nú um áramótin var í fyrsta sinn kjörinn „Hvergerðingur árs- ins“. Til þessa heiðurs voru fjórir aðilar tilnefndir; en það eru Bragi Einarsson forstjóri Eden, Hafsteinn Kristinsson forstjóri Kjörís, Ingi- björg Sigmundsdóttir garðyrkju- bóndi og Pálína Snorradóttir yfir- kennari við Grunnskóla Hveragerð- is. Dómnefnd var skipuð 8 mönnum, sem voru fulltrúar frá jafnmörgum stofnunum í bænum. Formaður dómnefndar var Eiríkur Ragnars- son forstjóri Heilsuhælis NLFÍ. Dómnefnd útnefndi Braga Ein- arsson í Eden „Hvergerðing ársins" og. sagði í dómsorði nefndarinnar að Bragi hefði unnið til þessarar vegsemdar með mörgum hætti. Hann hefur um árabil unnið að at- vinnuuppbyggingu í bæjarfélaginu og á sl. sumri veitti hann 55 manns atvinnu. Hann hefur unnið að menningarmálum, m.a. lánað sýn- ingaraðstöðu í Eden endurgjalds- laust fyrir listsýningar áratugum saman. Á sl. sumari kom Bragi sveitungum sínum og öðrum skemmtilega á óvart er hann tók þátt í samsýningu listamanna í Hveragerði og sýndi andlitsmyndir af mörgum þekktum íslendingum sem hann gerði með blýanti og krít. Á síðu^tu árum hefur Bragi kom- ið fram á ritvöllinn og skrifað flölda gi’eina í blað sjálfstæðimanna í Hveragerði. Var Braga afhentur fallegur far- andbikar sem hann skal varðveita þetta herrans ár 1992. - Sigrún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.