Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Landbúnaðurinn o g GATT Viðskiptaráðherra svarar Landsbankanum vegna síldarlán Bankastjórn taki ákvö um lán til Rússa á eigin Síldarsaltendur leggja áherslu á að viðskipti geti hafist VIÐSKIPTARÁÐHERRA svaraði í gær erindi Landsbankans til ríkis- stjórnarinar vegna fyrirhugaðrar lánveitingar bankans vegna kaupa Rússa á saltsíld. I svarinu er ekki tekin bein afstaða til lánveitingarinn- ar en sagt að bankastjórn Landsbankans hljóti að taka um hana ákvörð- un á eigin ábyrgð. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra kynnti svar sitt á ríkissljórnarfundi í gærmorgun og segir að um það hafi verið sam- staða. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki annað svar getað gefið. Ekki lá fyrir I gær hver viðbrögð Landsbankans yrðu. Síldarsaltendur leggja áherslu á að viðskipti geti hafist, þó ekki verði þau fyrir allri þeirri upphæð sem samningurinn heimilar. Llandbúnaður á íslandi get- ur verið stoltur af bú- vöruframleiðslu sinni. í mörg- um tilfellum bera gæði ís- lenzkra búvara af í saman- burði við erlenda framleiðslu og þeir eru fáir Islendingarnir, sem kysu fremur erlent lambakjöt eða grænmeti en það íslenzka. Vöruþróun hefur skilað miklum árangri undanf- arin ár og má þar sérstaklega benda á framleiðsluvörur mjólkuriðnaðarins. íslenzkar búvörur eru yfírleitt hollar og lausar við þá mengun, sem víða hrjáir erlendan landbúnað vegna notkunar á hormónum og hvers konar eitur- og gervi- efnum. Staða íslenzks landbúnaðar er því sterk á heimamarkaði og þess vegna komu stóryrði forustumanna bænda um drög að nýjum GATT-samhingi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þeir töluðu um hrun og eyð- ingg heilla byggðarlaga, ef heimilaður yrði tiltölulega lítill innflutningur á búvörum, sem keppt gætu um markaðinn við þær íslenzku. Þetta er fráleit- ur málatilbúnaður, því í drög- unum er einungis opnað fyrir innflutning á 3% af innan- landsneyzlu hverrar vöruteg- undar árið 1993 og aukningu upp í 5% á árinu 1999. Reikn- að hefur verið út, að möguleg- ur innflutningur nemi aðeins 1% af íslenzkri búvörufram- leiðslu og varla veldur það auðn í sveitum landsins. Til viðbótar kemur, að heimilt er að leggja jöfnunargjald til vemdar innlendri framleiðslu, svonefnt tollaígildi, sem gerir það að verkum, að verðsam- keppni við íslenzkan landbún- að verður tiltölulega lítil og kemur til smám saman á sex ára tímabili. Tími gefst því til aðlögunar til að mæta verð- samkeppninni. íslendingar hafa verið aðil- ar að GATT frá 1964 og notið af því ómælds ávinnings fyrir útflutningsvörur sínar. Drög- in, sem nú liggja fyrir, taka til meginhluta heimsverzlun- arinnar og tryggja okkur toll- frelsi og markaðsaðgang fyrir allar okkar útflutningsvörur og hvers konar þjónustu, einn- ig landbúnaðarvörur. Fáar þjóðir eru jafn háðar út- og innflutningi og íslendingar og það væri glapræði að stofna GATT-samkomulaginu í hættu. Það á ekki einungis að líta á ókosti alþjóðlegs viðskipta- samstarfs fyrir innlenda fram- leiðslu heldur þau miklu tæki- færi sem slík alþjóðasamvinna gefur íslendingum. Enginn vafi leikur á, að fáist drögin að nýju GATT-samkomulagi staðfest af aðildarþjóðunum 108, þá munu íslenzkum land- búnaði opnast möguleikar á útflutningi, sem ekki eru fyrir hendi nú, möguleikum, sem kunna að gera meira en að vega upp þá markaðshlutdeild sem tapast á heimamarkaði. Hann hefur upp á hágæðavör- ur að bjóða og forystumenn bændasáfntakanna eiga að einbeita sér að því að auka hagkvæmni í búvörufram- leiðslunni og ná niður fram- leiðslukostnaði í stað þess að hrópa úlfur, úlfur í hvert sinn sem einhverjar breytingar eru fyrir dyrum. Hitt er annað mál, að svo þarf að búa um hnútana, að íslenzkur land- búnaður, sem aðrar atvinnu- greinar, búi við sömu starfs- skilyrði og erlendir samkeppn- isaðilar. Það er hlutverk ís- lenzkra stjórnvalda að tryggja það. Það er rétt sem Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra, sagði í umræðum. á Alþingi á dögunum, að ís- lenzkur landbúnaður hafi búið við of mikla vernd síðustu ára- tugina og lotið opinberri forsjá í alltof ríkum mæli. Tímar ein- angrunar í heimsviðskiptum eru að líða undir lok og það er íslenzkum landbúnaði mikil- vægt, sem öllum öðrum at- vinnugreinum, að búa sig und- ir að nýta þau tækifæri sem í þyí felast. íslenzkir búvöruframleið- endur þurfa ekki að vera haldnir vanmetakennd vegna samanburðar á framleiðslu þeirra og erlendri framleiðslu. Viðbrögð búvöruframleiðenda einkennast því af of miklum ótta, sem veldur því jafn- framt, að þeir komast í varnar- stöðu í umræðum hér heima fyrir. Landbúnaðurinn verður að aðlaga sig breyttum að- stæðum eins og aðrar atvinnu- greinar. Það hafa bændur gert í ríkum mæli en þurfa að gera í enn ríkari mæli. í þeim efnum er hugarfarsbreyting gagn- vart einhveijum innflutningi eitt mikilvægasta framfara- sporið. Bankastjórn Landsbankans sendi forsætisráðherra bréf um eða rétt fyrir miðjan desember og óskaði eft- ir að ríkisstjórnin tæki afstöðu til fyrirhugaðrar lánveitingar Lands- bankans vegna kaupa Rússa á salt- síld. Vísaði bankinn m.a. til við- skiptasamnings á milli landanna frá 5. desember. Síldarútvegsnefnd ósk- aði eftir því við bankann að hann hefði milligöngu um að rússneski ríkisbankinn fengi 800 milljón króna lán til að fjármagna síldarkaupin. Ríkisstjórnin óskaði eftir umsögn Hann átti að taka við stjórn stofn- unarinnar frá áramótum. Ingólfur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði afþakkað stöðuna vegna ágreinings um launakjör. Upplýs- ingar sem honum hefðu verið veittar um kjör þau sem starfinu fylgdu hefðu ekki reynst réttar, auk þess sem ekki þefði komið fram í viðræð- Seðlabankans og fékk álit hans á mánudag. „I svarinu sem ég hef nú gefið kemur fram að bankastjórn Lands- bankans hljóti að taka ákvörðun á eigin ábyrgð um lánveitinguna í ljósi allra þeirra upplýsinga sem fyrir liggja og á grundvelli laga og reglna um starfsemi bankans. Það er líka bent á það í svarbréfinu að það sé ekki kveðið á um lánafyrirgreiðslu af þessu tagi í viðskiptasamningi Islands og Rússlands og tilvísun til hans hljóti því að vera á misskilningi um hans við stjórn stofnunarinnar að fyrir dyrum stæði að skipa nefnd til að kanna möguleika á sameiningu Iðntæknistofnunar, Rannsóknar- stofnunar byggingariðnaðarins og Orkustofnunar. Ingólfur hefur að nýju tekið við starfi sínu hjá Ríkisspítölum. byggð. En ég tel það afar mikilvægt vegna mikilvægra og gagnkvæmra viðskiptahagsmuna að það komist sem fyrst á traust samband milli rússneskra og íslenskra banka og viðskiptaráðuneytið mun því beita sér fyrir því að það hefjist sem allra fyrst samningaviðræður um greiðs- lusamning milli íslands og Rússlands og um almenn bankasamskipti á milli landanna," sagði Jón Sigurðs- son viðskiptaráðherra í gær. Nánar aðspurður um síðast nefnda átriðið sagði viðskiptaráðherra að hann muni beita sér fyrir því að slíkar viðræður hefjist sem fyrst og hefði hann falið sendiherra íslands í Rúss- landi að hafa forgöngu um það. „Það þarf að koma viðskiptasamn- ingi á milli landanna til utanríkisvið- skiptabanka íslands og kanna með hvaða hætti tryggingar yrðu settar fyrir láninu og hvort þess væri kost- ur að jafna greiðslur fyrir inn- og útflutning á milli landanna," sagði viðskiptaráðherra. Viðskiptaráðherra vildi ekki svara spurningu um það hvernig hann mæti áháettu bankans af umræddri lánveitingu, sagði einungis að ríkis- stjórnin væri búin að gefa bankanum fullnaðarsvar. „Ég ítreka að það er að sjálfsögðu úrlausnarefni bankans en ekki ríkisstjórnarinnar að ákveða hvort slík lánveiting sé fær. Gjaldeyr- isviðskipti Rússlands og annarra fyrrum Sovétlýðvelda eru í uppnámi og ákaflega mikið rót á þeim málum öllum, þótt að það sé alveg vafa- laust að þegar fram líða stundir eru þama mikilvægir markaðir og traustir viðskiptavinir þegar það rót hefur sest,“ sagði Jón. Spurður um það hvort ekki yrði óbein ríkisábyrgð á hugsanlegu láni vegna þess að Landsbankinn er ríkis- banki sagði viðskiptaráðherra: „Því Skólabúðir á Ulfljótsvatni fyr- ir grunnskóla Reykjavíkur Selfossi. OLLUM 7. bekkjum Grunnskóla Reykjavíkur verður í vetur boðið upp á tveggja daga dvöl í skóla- búðum í skátaskálunum við Úlf- Ijótsvatn. Tvær bekkjardeildir verða á staðnum í einu með bekk- jarkennurum. Búið er að skipu- leggja dvöl á Ulfljótsvatni fyrir rúmlega 60 bekkjardeildir á tímabilinu janúar til maí. Reykja- víkurborg greiðir allan kostnað fyrir þátttakendur í skólabúðun- um sem er samstarfsverkefni borgarinnar, skólanna og skáta- hreyfingarinnar í tengslum við námsefnið Tilveruna. veru og að gefa nemendum og kennurum kost á að vinna saman í starfi og leik utan við hið hefð- bundna skólastarf, kynna nemend- um gildi hollrar útivistar og efla virðingu þeirra fyrir náttúrunni. Markús Örn Antonsson borgar- stjóri heimsótti fyrsta hópinn í skólabúðunum á Úlfljótsvatni í fylgd skólamálaráðs borgarinn- ar.„Ég sá það strax á hópnum að það hefur verið gaman hérna og það hlýtur að vera spennandi að vera saman á stað eins og þessum. Af hálfu Reykjavíkurborgar er það gleðiefni að samstarf hefur tekist við skólana og skátana um þetta efni,“ sagði Markús Örn borgar- stjóri meðal annars þegar hann ávarpaði nemendurna er þeir fengu lokahressingu fyrir heimferðina. Hann afhenti nemendunum viður- kenningarskjöl frá skólabúðunum fyrir dvölina. Krakkarnir þökkuðu Fyrstu nemendurnir í skólabúð- unum voru úr Foldaskóla og voru þeir allir hinir ánægðustu með dvöl- ina. „Við lærum náttúrufræði og svo kynnumst við hvert öðru betur en þegar við erum í skólanum," sagði ein stúlkan í hópnum. Dagskráin í skólabúðunum tekur yfir tvo daga. Komið er að Úlfljóts- vatni klukkan tíu fyrri daginn og þá fá allir hressingu og yfirlit yfír •’dagskrána sem í vændum er. Síðan tekur við fræðsla og leikir, bæði úti og inni. Nemendur vinna í smærri hópum eða allir saman. Að kvöldi fyrri dags er kvöldvaka sem nemendur undirbúa með kennurum. Námsenfið Tilveran er á dagskrá í eina kennslustund hvorn dag. Seinni daginn er farin skoðunarferð til Nesjavalla með tilheyrandi fræðslu. Mikið er lagt upp úr úti- Hressir krakkar úr Foldaskóla voru sammála um ágæti skólabúðanna Afþakkaði forsljóra- stöðu í Iðntæknistofnun INGÓLFUR Þórisson, véla- og iðnaðarverkfræðingur og framkvæmda- stjóri tæknisviðs Ríkisspítalanna, hefur afþakkað við iðnaðarráðherra að taka skipun í stöðu forstjóra Iðntæknistofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.