Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 Framkvæmdastjórar s]'úkrahúsanna á Akranesi og í Neskaupstað: Niðursknrður bitnar á minni sjúkrahúsunum FORSVARSMENN sjúkrahúsa á landsbyggðinni eru óánægðir með ))ann niðurskurð, sem heilbrigðisráðuneytið hefur nú boðað. Sigurður Ólafsson, framkvæmdasljóri Sjúkrahúss Akraness, segir að staðan sé enn verri fyrir minni sjúkrahús, sem hafi mun færri starfsmenn og því sé slíkur niðurskurður ekki raunhæfur hjá þessum sjúkrahúsum. Sigurður segir að sér sýnist sam- kvæmt bréfi frá heilbrigðisráðuneyt- inu að niðurskurðurinn sé um 6,7% í launum og um 1,3% í öðrum kostn- aði. Sagði hann að fundur hefði ver- ið haldinn með starfsfólki. sjúkra- hússins á fimmtudag, en ef af skerð- ingunni yrði þyrfti líklega að segja upp um fimmtán manns. „Við getum ekki sparað svona mikið nema með því að segja upp starfsfólki og annað væri alveg vonlaust. Öll yfirvinna hefur nú verið bönnuð nema i sér- stökum neyðartilvikum og ef starfs- fólk veikist verður enginn ráðinn í afleysingar. Mér sýnist að okkur sé gert að spara á milli 21 og 22 milljón- ir króna í launum og tæpar tvær milljónir króna í öðrum kostnaði,“ segir Sigurður. Hann segir að heilbrigðisráðuneyt- ið þurfi að skilgreina hvers konar stofnun Sjúkrahús Akraness eigi að vera. „Það er alveg vonlaust að spara svona mikið nema að draga verulega úr þeirri þjónustu, sem hér hefur verið veitt. Því myndi ég vilja fá skilgreiningu á því hvers konar starf- semi hér eigi að vera, vegna þess að með niðurskurði sefn þessum er ekki hægt að halda áfram þeirri starfsemi, sem hér hefur farið fram,“ segir Sigurður. Kristinn ívarsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahúss Neskaup- staðar, segir að á næstu dögum verði teknar ákvarðanir um hvernig mæta eigi niðurskurðinum, en hann sé um 8,8 milljónir króna. „Það verður mjög erfitt að eiga við þetta. Þetta er í raun eina sjúkrahúsið frá Húsavík til Vestmannaeyja, sem hefur full- mannaða skurðstofu og bráðamót- töku. Við tökum að sjálfsögðu þátt í þessu, en ég tel að ekki sé hægt að spara eins og okkur er ætlað,“ segir Kristinn. Hann segir að mun verra sé að skera svona niður á minni stöðum og að líklegt sé að einhvetju starfs- fólki verði sagt upp störfum en ekki sé hægt að loka deildum, þar sem aðeins sé ein deild á sjúkrahúsinu. „Það eina sem hægt er að gera er að draga eitthvað úr þjónustunni, en þar sem mikið er um að aðeins ein manneskja sinni hvetju starfi er það afskaplega erfitt,“ segir Kristinn ívarsson. VEÐUR f / Heimild: Veöurslofa fslands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) / DAG kl. 12.00 VEÐURHORFUR í DAG, 11. JANÚAR YFIRLIT: Norðaustur af Jan Mayen er dýpkandi 955 mb iægð á leiö norðaust- ur. Smálægð norður af Húnaflóa hreyfist austnorðaustur. Önnur smálægð er skammt suður af Hornafirði og hreyfist lítið. Um 1.000 km suðvestur af landinu er heldur dýpkandi 990 mb lægð sem mjakast norður á bóginn. SPÁ: Fremur hæg breytileg átt fram eftir degi með smáéljum norðaustan- lands, en víðast annars staðar úrkomulaust. Er iíða tekur á daginn fer vind- ur að vaxa úr austri eða suðaustri og hlýnar á ný í veðri. Síðdegis verður líklega farið að rigna um allt sunnanvert landið, en þurrt veöur nyrðra. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Nokkuð hvöss sunnan- og suðaustanátt með hlýindum um land allt. Rigning um sunnan- og vestanvert land- ið, en úrkomulítið norðaustan til. HORFUR Á MÁNUDAG: Suðvestanátt. Heldur kólnandi og slyddu- él á Vestfjörðum og vestan til á Norðurlandi, en annars áframhald- andi þíðviðri. Rigning með köflum á Suður- og.Vesturlandi, en lík- lega þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -| 0 Hftastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veöur Akureyri -i-3 skýjað Reykjavík 1 þokumóða Bergen 3 alskýjað Helsinki +10 léttskýjað Kaupmannahöfn 2 léttskýjað Narssarssuaq +8 léttskýjað Nuuk +15 snjókoma Ósló +6 skýjað Stokkhólmur +2 skýjað Þórshöfn 9 alskýjað Algarve 14 léttskýjað Amsterdam 4 léttskýjað Barcelona vantar Berlín 3 léttskýjað Chicago vantar Feneyjar 8 rigning Frankfurt 5 rigning Glasgow 0 mistur Hamborg 3 léttskýjað London 7 léttskýjað Los Angeles 9 heiðskírt Lúxemborg 5 rigning Madríd 6 léttskýjað Malaga 14 skýjað Mallorca 14 léttskýjað Montreal +8 léttskýjað NewYork 6 léttskýjað Orlando 18 alskýjað París 7 suld Madeira 18 léttskýjað Róm 15 skýjað Vín 4 þokumóða Washington 5 léttskýjað Winnipeg +8 skýjað Morgunbiaðið/Ólafur Bemódusson Fálkinn að snæðingi. Jólabráð fálkanna Kærleiksboðskapur jólanna virðist ekki hafa náð til fálkanna sem menn urðu varir í fjörunni í miðju þorpinu nú í lok jólanna. Fálki renndi sér þar á stokkand- arkollu drap hana og fór svo að rífa í sig. Frá þessu jólaborði fálk- ans eru ekki nema um 10 metrar upp á aðalgötuna svo óneitanlega vakti þetta óvenjulega borðhald töluverða athygli vegfarenda. All- margir stöðvuðu bíla sína og fylgd- ust með meðan fálkinn saddi hung- ur sitt. Fálkinn hafði auga með bílunum en hreyfði sig hvergi frá bráð sinni fyrr en einhver fór út úr bíl, þá flaug hann upp og færði sig 100 metra frá í bili. Síðan sett- ist hann aftur að snæðingi þegar enga hreyfingu var lengur að sjá meðal áhorfendanna. Þegar fálkinn hafði étið fylli sína flögraði hann burt en maki hans, sem hafði hald- ið sig í hæfilegri fjarlægð fram að því, settist að veisluborðinu og át það sem sá fyrri hafði skilið eftir af mildi sinni. Athugulir menn vissu reyndar að fálkahjón höfðu veipt í nágrenni kauptúnsins í sumar en þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til að þau geri sig svo heimakomin. - Ó.B. Sparisjóðirn- ir lækka yfir- dráttarvexti SPARISJÓÐIRNIR lækka vexti á yfirdráttarlánum í dag um 0,25%. Síðdegis í gær var ekki vitað um aðrar vaxtabreytingar hjá bönkunum en í einhverjum þeirra er verið að undirbúa breytingar á næsta vaxtadegi, 21. þessa mánaðar. Yfirdráttarvextir flestra spari- sjóðanna voru 18% og lækka því í 17,75%. Tveir sparisjóðir eru al- mennt með hærri vexti. Stórfækkun gjaldþrota eftir hækkun á tryggingafé 672 gjaldþrotaúrskurðir voru kveðnir upp hjá skiptarétti Reykjavíkur á nýliðnu ári og fækkaði þeim úr 932 á árinu á undan. Ragnar H. Hall borgar- fógeti segir að fækkunin hafi öll komið fram á síðasta fjórð- ungi ársins, en frá og með 1. september var fjárhæð trygg- ingar sem kröfuhafi verður að reiða fram þegar óskað er eftir gjaldþrotaskiptum hækkuð úr 12 þúsund krónum í 150 þúsund krónur. 492 einstaklingar voru úrskurð- aðir gjaldþrota í fyrra, ýmist að eigin ósk eða að kröfu lánar- drottna, og _ 180 lögaðilar urðu gjaldþrota. Árið 1990 urðu 688 einstaklingar og 244 lögaðilar gjaldþrota. Að sögn Ragnars H. Halls hefur það heyrt til undantekninga eftir 1. september að farið væri fram á skipti í eignalausum búum. 0,3% hækkun vísitölu framfærslu VÍSITALA framfærslukostnað- ar í janúar er 160.2 stig eða 0.3% hærri en í desember. Jafngildir hækkunin 0.3% verðbólgu á heilu ári. Verðhækkun á matvöru olli ríf- lega 0.1% hækkun vísutölunnar og vegur þar hæst 1.1% hækkun kjöt- vöru og 4% hækkun á grænmeti ávöxtum og beijum. Vöru og þjón- ustuliðir hækkuðu vísitöluna um 0.3% en verðlækkun á bensíni olli 0.1% lækkun. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísi- tala framfærslukostnaðar hækkað um 7.2%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0.6% og jafngildir sú hækkun 2.3% verð- bólgu á heilu ári. Stefniríló milljóna vinn- ing í Lottó ÞREFALDUR pottur er í Lottói laugardagsins og búast má við að um fimmtán milljónir verði I fyrsta vinning, að sögn Vil- hjálms Vilhjálmssonar, fram- kvæmdastjóra Islenskrar get- spár. Stærsti þrefaldi potturinn til þessa var í september 1990, 15,6 milljónir. Stærsti fyrsti vinningur Lottós frá upphafi var um 29 milljónir þegar potturinn varð fjórfaldur árið 1989. Ný gjaldskrá heilsugæslu og læknis- þjónustu GJALDSKRÁ fyrir heilsugæslu og læknisþjónustu breytist frá og með 15. janúar, en þá geng- ur í gildi ný reglugerð um hlut sjúkratryggðra í heilbrigðis- þjónustu. Hámarksgreiðsla ein- staklings árið 1992 eru 12.000 krónur og 3.000 krónur fyrir elli- óg örorkulífeyrisþega. í frétt frá Tryggingastofnun ríkisins, segir, að öll börn undir 16 ára aldri í sömu fjölskyldu, hafi sameiginlegt hámark, sem sé 12.000 krónur. Að hámarks- greiðslum náðum fæst fríkort hjá Tryggingastofnun ríkisins gegn framvísun kvittana og undanþigg- ur það handhafa frekari greiðlum fyrir þessa þjónustu, nema lækn- isvitjun sem greiða skal lægra gjald fyrir. Tryggingastofnunin hefur látið gera veggspjöld, þar sem hinar nýju reglur eru kynntar og er ætlast til þess að þau verði hengd upp á biðstofum, en einnig hefur verið gefínn út bæklingur í sama tilgangi. Um 120 millj- ónir töpuðust á gjaldþroti SKIPTUM í þrotabúi Kaupfé- lags Önfirðinga á Flateyri, sem úrskurðað var gjaldþrota í okt- óber 1989, er nýlega lokið. Til kröfuhafa greiddust um 21 milljón króna en höfuðstóll krafna sem ekkert greiddist upp í úr búinu nemur um 105 milljónum króna. Kröfur utan skuldaraðar námu um 38,6 milljónum króna og greiddust upp í þær rúmar 15 milljónir króna, eða um 38,8%. Upp í forgangskröfur, sem námu rúmum 9,7 milljónum króna, greiddust um 5,9 milljónir, eða um 61,4%. Ekkert kom hins vegar í hlut almennra kröfuhafa, sem lýstu‘77,8 milljóna króna kröfum í þrotabúið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.