Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANUAR 1992 33 inn stóð honum hjarta næst og þótt hann hætti sjálfur búrekstri hálfáttræður féll honum sjaldan verk úr hendi á meðan hann hafði heilsu til að leggja sitt af mörkum. Oft fylgdumst við með honum þeg- ar hann sló með orfí og ljá í kring- um bæinn, dyttaði að húsum og verkfærum, dró ljáinn eða sinnti rófugarðinum sínum. Hann dró þá hvergi af sér, hvessti augun á það sem hann var að gera og tuggði vindilinn. Afí sinnti mörgu á lífsleiðinni, en stóra hlutverkið hans var að vera maðurinn hennar ömmu, Rósu Þorgilsdóttur, sem kvaddi okkur fyrir rúmum þremur árum. Sam- band afa og ömmu var svo fallegt og innilegt og af því stafaði ást og kærleika í allar áttir. Þau voru svo yfír sig ástfangin að einhveijum hefði getað dottið í hug að þau væru rétt nýgift. Á hverjum morgni rakaði afí sig á axlaböndunum og kom svo fram í eldhús, þar sem amma sýslaði við morgunkaffíð, og kyssti hana rakkossinn. Amma skríkti af ánægju og lagði mjúkan vanga afa við sinn. Þótt hún hefði þráð það í mörg ár að fá að deyja, því að heilsan var orðin lítil, sagð- ist hún kvíða því mest að þurfa að fara löngu á undan karlinum sínum. Eftir að hún dó flutti afi frá Sökku og að Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. Hann talaði stundum um það að hann saknaði Rósu sinnar, en nú er lengsti aðskilnaður elsk- endanna Gunnlaugs og Rósu á enda. Amma var búin að lofa að taka á móti fólkinu sínu með heitu súkkulaði, þegar það kæmi á eftir henni, og það er viðbúið að fagnað- arfundir hafí orðið á laugardaginn í síðustu viku. Það er áreiðanlega myndarbragur á búskapnum og sitthvað til með súkkylaðinu í nýju Afalandi. Við þökkum Gunnlaugi afa okkar fyrir allt, sem hann kenndi okkur og gerði fyrir okkur. Guð blessi minningu hans. Ella, Tóta og Óli Gunnlaugur Gíslason, fyrrum bóndi að Sökku í Svarfaðardal, lést 4. janúar á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, nær 94 ára að aldri. Með Gunnlaugi á Sökku er genginn einn af héraðshöfðingjum Svarfdælinga. Eiginkona Gunn- laugs, Rósa Þorgilsdóttir, lést fyrir röskum þremur árum, hún hafði þijú ár umfram Gunnlaug og náðu þau því nær jafnháum aldri. Kynni mín og tengsl við þau Gunnlaug og Rósu voru með þeim hætti að vart verður um annað þeitra skrifað án þess að hins sé getið og það sem sagt kann að vera um annað þeirra á oftar en ekki við bæði. Svo sam- rýmd voru þau og samtaka og slíkt jafnræði var ævinlega með þeim hjónum. Kynni mín af Gunnlaugi og Rósu eru jafnlöng minni mínu en kynni fjölskyldu minnar af Sökkufólkinu eru miklum mun eldri. Það voru kynni sveitunga, frænda og vina. Um upphaf veit ég ekki og skiptir naumast máli því vel var til þeirra stofnað og þau svo grunduð að þau endast kynslóð fram af kynslóð og það eins þótt ijarlægð skilji fólk að og fundir verði stopulir á tíðum. Þannig finnst mér kynnum fjöl- skyldu minnar og Sökkufólksins vera háttað. Með föðurbræðrum mínum og fólkinu á Sökku var mik- il vinátta. Eins var með föður minn, bræður hans og fjölskyldur þeirra að vinátta hélst með þeim og Sökku- fólkinu og helst enn með okkur systkinum og bömum og barna- börnum Rósu og Gunnlaugs. Gunnlaugur Gíslason fæddist að Syðra-Hvarfi en fluttist sex ára gamall með foreldrum sínum að Hofí. Tuttugu árum síðar, árið 1924, tók hann við búi á Sökku ásamt Rósu konu sinni sem þar var fædd og uppalin. Þau hjónin stóðu fyrir Sökkubúinu í hálfa öld, síðustu árin í félagi við Þorgils son sinn og Olgu Steingrímsdóttur, tengdadótt- ur sína. Þannig hefur ein kynslóð þessa bráðvelgerða og harðduglega fólks tekið við af annarri og er svo enn, því nú hafa þau Þorgils og Olga búið þar um nokkurra ára skeið ásamt syni sínum og tengda- dóttur. Það var árið 1953 að þau Rósa og Gunnlaugur tóku fyrst við mér til sumardvalar, þá sex ára gömlum. Sumarið eftir var ég aftur á Sökku og þá ásamt Gunnari bróður mín- um. Þarna vorum við sumar eftir sumar þar til ég vék fyrir yngsta bróðurnum, Finni, enda hlutu því að vera einhver takmörk sett hve unnt var að reyna á langlundargeð þessa ágæta fólks og leggja á það marga stráka af okkar tagi í einu. Finnur var á Sökku ein tíu sumur og spannaði þessi sumarvist okkar bræðra því nær tvo áratugi. Dvölin á Sökku var okkur' ómetanleg. Þarna kynntumst við vinnusemi, dugnaði og alúð við öll störf og bjuggum við makalaust sambland ljúfmennsku, aga og félagsskapar. Við lærðum að þarna gekk hver maður að starfi af því að þar var verk að vinna og að ekkert verk var svo auvirðilegt að því ætti ekki að sinna af alúð. En lífið var ekki bara vinna heldur hvíldust menn ævinlega vel og tómstundir voru furðumargar þótt um háannatím- ann væri. Við bræðurnir þrifumst svo sann- arlega á Sökku. Við vildum helst fara norður daginn eftir að skóla lauk á vorin og þvertókum fyrir að koma heim aftur fyrr en eftir göng- ur og réttir á haustin. Þarna var reynt að ala okkur upp og gera okkur að betri mönnum að því marki sem við vorum menn til að taka við. Þetta uppeldi allt sýnist hafa verið svo dæmalaust átaka- laust. Við urðum naumast varir við það að því ég held, og sennilega var það fyrst löngu seinna að við fórum að gera okkur grein fyrir hvers virði það var. Gunnlaugur og Rósa báru mikla umhyggju fyrir okkur bræðrunum. Þau umgengust okkur sem þau börn sem við vorum en þó vitiborin, með festu og þó einstakri hlýju. Aginn sem við vor- um beittir var einatt blandinn um- hyggju og eftirlátssemi, og engar voru skipanirnar heldur aðeins ósk- irnar. Gunnlaugur á Sökku var mynd- arbóndi og bjó góðu búi. Hann var lengi einn af forystumönnum Svarf- dæla og oddviti um árabil. Gunn- laugur var mikill ræktunarmaður enda stækkuðu Sökkutúnin mikið í búskapartíð hans. Minningin um Gunnlaug sem ræktunarmann er mér mjög skýr. Ræktunarstörfin voru mest unnin vor og haust og var þá reynt að nota okkur strák- ana við þau. Sumt held ég að okkur hafi þótt heldur lítið spennandi, t.a.m. að gijóthreinsa flag. En þarna fengUm við ótrúlega mikla og góða kennslu, Gunnlaugur út- skýrði allt og var mjög þolinmóður við að sýna okkur handtök og segja til. Við lærðum að hver athöfn var þáttur í heildarverki og hafði sér- stakan tilgang. Og einn verkþáttinn — lokræsagerð — man ég að ég leit á sem heilt kúnstverk og sóttist eftir að fá að taka þátt í með Gunn- laugi. Raunar held ég að við bræð- ur höfum á Sökku notið einstakrar kennslu sem nú mundi vafalaust nefnd verkmenntun. Þetta átti við um öll verksvið búskapar sem unn- in voru að sumarlagi. Ræktunin var eitt, ijósverkin annað, þá heyskap- urinn sem og kartöflurækt, girðing- arvinna og ótal margt fleira. Á seinni árum hefur komið fyrir að reynt hefur á hvort ég hafi ein- hveija kunnáttu til að bera í þessum efnum og hefur mér þá þótt með ólíkindum hversu mjög ég hef getað treyst á þá undirstöðu sem þeir Sökkufeðgar lögðu með verk- kennslu sinni. Gunnlaugur var mörgum góðum kostum búinn. Hann hafði skarpa greind og mikla verkhyggju, var ágætur búmaður og smiður góður. Gunnlaugur var búfræðingur frá Hólum en þar fyrir utan vel mennt- aður af sjálfum sér. Hann var bók- hneigður og ljóðelskur, hann fylgd- ist vel með í starfsgrein sinni og Guðný Þórarins- dóttir — Minning Fædd 4. júní 1903 Dáin 2. janúar 1992 Kynslóðir koma, kynslóðir fara. Nú er hillir undir aldamótin sjáum við á bak einum af öðrum af kyn- slóðinni, sem fædd var um aldamót- in síðustu. Gengin er mæt merkis- kona, Ingveldur Guðný Þórarins- dóttir húsfreyja í Krossdal í Keldu- hverfí í Norður-Þingeyjarsýslu. Guðný fæddist í Þórunnarseli í Kelduhverfí 4. júní 1903. Foreldrar hennar voru Þórarinn Sveinsson bóndi í Kílakoti í sömu sveit og kona hans, Ingveldur Bjömdóttir. Þórarinn var sonur Sveins bónda og hreppstjóra í Kílakoti Grímsson- ar bónda á Víkingavatni Þórarins- sonar bónda á Víkingavatni Páls- sonar bónda á Víkingavatni Arn- grímssonar sýslumanns á Stóm- Laugum í Reykjadal, Hrólfssonar sýslumanns á Grýtubakka, Sigurðs- sonar sýslumanns á Víðimýri, Hrólfssonar sterka lögréttumanns á Álfgeirsvöllum Bjarnasonar. Hólmfríður kona Gríms Þórarins- sonar var dóttir Sveins bónda og hreppstjóra á Hallbjarnarstöðum á Tjörnesi og var hún systir Guðnýjar móður Kristjáns Jónssonar Fjalla- skálds og Bjargar ömmu Jóns Sveinssonar, Nonna. Móðir Þórarins Svienssonar var Vilborg Þórarins- dóttir, Pálssonar, Þórarinssonar Pálssonar Arngrímssonar. Ingveldur móðir Guðnýjar var dóttir Björns bónda á Litla-Hálsi í Grafningi, Oddssonar bónda á Þúfu í Ölfusi, Bjömssonar bónda og hreppstjóra á Þúfu Þorsteinssonar bónda á Núpum, Jónssonar bónda á Völlum, Þúfu og Breiðabólstað í Ölfusi. Kona Odds Björnssonar á Þúfu var Jómnn ljósmóðir Magnús- dóttir ríka útvegsbónda og hrepp- stjóra í Þorlákshöfn Beinteinssonar bónda og lögréttumanns í Þorláks- höfn og Breiðabólstað, Ingimundar- sonar bónda í Holti Bergssonar, sem Bergsætt er kennd við. Þau Ingveldur og Þórarinn, for- eldrar Guðnýjar, kynntust austur á Vopnafírði, þar sem þau störfuðu um hríð hjá Benedikt Þórarinssyni móðurbróður hans, sem rak þar greiðasölu. Fékk þá Þórarinn viður- nefnið Vopni til aðgeiningar frá öllum nöfnum sínum og frændum í Hverfinu. Hann var hagyrðingur góður og orti allmikið, m.a. í sveitarblaðið Hörpu, sem var handskrifað og gekk bæja á milli. Hann var elsku- legur heimilisfaðir og sagði skemmtilega frá, svo unun var á að hlýða. Hann mun ekki hafa ver- ið gefínn fyrir búskap, „var skilsam- ur maður að eðlisfari og orðheldinn, en hins vegar sveimhugi og horfði skáldaaugum á lífið“ (Karl Krist- jánsson í Árbók Þing. 1963). Þann- ig lýsti hann sjálfum sér: Skarðan drátt frá borði bar, bam að háttum glaður, völl hann átti en hann var enginn sláttumaður. • Ingveldur kona hans var hinn mesti dugnaðarforkur, auk búsýslu stundaði hún karlmannafatasaum, sem hún hafði lært í Reykjavík. Guðný ólst upp í Kílakoti ásamt systkinum sínum, sem nú eru öll látin, þau voru: Sveinn listmálari í Reykjavík, fæddur 1899, kvæntur Karen Agnete Þórarin^pn, Vilborg húsfreyja á Húsavík, fædd 1901, gift Birni Stefánssyni frá Ólafs- gerði og Björn bóndi í Kílakoti, fæddur 1905, kvæntur Guðrúnu Ásbjörnsdóttur. Guðný átti góða æsku. Foreldr- um hennar var annt um áð mennta börnin sín. Móðir hennar kenndi þeim vers og bænir, ljóð og lög og sagði þeim ævintýri og þjóðsögur. Faðir hennar fræddi þau um forn- sögurnar, sem hann var vel heima í. Þau fengu heimiliskennara, og síðar höfðu þau tækifæri til að mennta sig, svo sem hugur þeirra stóð til. Guðný fór í Kvennaskólann á Blönduósi og nam auk þess orgel- leik, tónlist og dönsku hjá læknis- hjónunum á Húsavík. Tónlistin var henni æ til yndis, ekki síst eftir að hún var orðin ein. Guðný giftist á höfuðdag 1927 Þórami bóna í Krossdal, fæddur 1905, dáinn 1970, Jóhannessyni bónda í Krossdal (Gottskáiksætt) Sæmundssonar bónda í Narfastaða- seli Jónssonar. Móðir Þórarins í Krossdal var Sigríður Þórarinsdótt- ir bónda á Víkingavatni Björnsson- ar af ætt Hrólfunga, og voru þau hjón Guðný og Þórarinn því nokkuð skyld. Böm þeirra: Jóhannes bóndi í Árdal í Kelduhverfí, fæddur 1928, nú verkstjóri á Húsavík, kvæntur Evu Mariu Lange Þórarinsson. Börn: Friðrik Lange, fæddur 1951, Guðný Ragna, fædd 1952, María Margrét, fædd 1953, Þórarinn, fæddur 1956, Hólmfríður, fædd 1961, Arnljótur, fæddur 1963, Sveinn, fæddur 1964 og Jóhannes Elmar, fæddur 1974. Sigríður ljós- móðir á Húsavík, fædd 1929, gift Gunnari Valdimarssyni. Börn: Gunnþórunn Guðný Sigurðardóttir, fædd 1951, Kolbrún Pétursdóttir, fædd 1954, Aðalsteinn Rúnar, fæddur 1960, Þórhildur, fædd 1961 og Guðrún, fædd 1968, Gunnars- börn. Ingveldur Vilborg matráðs- kona í Reykjavík, fædd 1930, gift Sigurþóri Jósefssyni. Börn: Katrín, fædd 1959 og Guðný Sígríður, fædd 1964. Þórarinn prestur í Staðarfelli í Kinn, síðar skólastjóri í Skúla- garði í Kelduhverfi, fæddur 1932, dáinn 1988. Fyrri kona háns var Guðrún Þórðardóttir, börn þeirra: Guðný, fædd 1956, Halldóra, fædd 1961 og Þórður, fæddur 1967. Seinni kona hans var Rósa Jóns- dóttir, börn þeirra: Þórarinn, fædd- ur 1970 og Ragnhildur, fædd 1971. Sveinn bóndi í Krossdal, fæddur 1938, kvæntur Helgu ólafsdóttur. Börn: Ólöf, fædd 1962, Ingveldur Guðný, fædd 1965 og Þórarinn, fæddur 1969. Þórdís bankamaður í Grindavík, fædd 1956 (kjördóttir þeirra, dóttir Ingveldar Vilborgar), gift Erni Rafnssyni. Börn: Örn Eyj- ólfsson, fæddur 1974, Rafn, fæddur 1978 og Þórarinn, fæddur 1987 Arnarsynir. Guðný og Þórarinn bjuggu alla sína tíð í Krossdal myndarbúi. Auk búsins stjórnaði Þórarinn upp- græðslu á Norðurlandi á vegum Sandgræðslu ríkisins, síðar Land- græðslu ríkisins. Við því starfí tók Sveinn sonur hans eftir hans dag. Þórarinn var búhöldur góður og hinn mesti atorkumaður. Voru þeir feðgar allir miklir veiðimenn og skorti aldrei matföng. Nógur sprik- landi silungur í ánni, endur, gæsir, rjúpur og selur og mórinn blár af berjum. Þau Krossdalshjón voru með af- brigðum gestrisin. Enginn fékk að koma í Krossdal nema þiggja mikl- ar og góðar veitingar. Dugðu engin allri þjóðmálaumræðu. Hann var ræðinn maður og skemmtilegur, hafðl ríkulegt skopskyn, var fund- vís á margar skoplegar hliðar tilver- unnar og hafði gaman af að segja sögur. Hann benti mér oft á og lánaði góðar bækur, kenndi mér að lesa Spegilinn og Rauðku og sagði mér margt um það sem þar bjó að baki. E.t.v. var þetta all sérstæð nálgun að stjórnmálasögu þjóðar- innar, en eftir á að hyggja senni- lega hreint ekki svo galin því þarna Iærðist manni a.m.k. að bera ekki meira virðingu fyrir pólitíkinni en efni standa til. Heimili Gunnlaugs og Rósu á Sökku var ákaflega myndarlegt og bar myndarskap og snyrtimennsku þeirra hjóna glöggt vitni. Heimilis- bragurinn var og um margt einstak- ur. Svo er enn um allt þetta. Sökku- fólkið var og er vinamargt og gesta- komur jafnan tíðar. Þau Rósa og Gunnlaugur voru ekki einasta ákaf- lega gestrisin, heldur voru þau ævinlega svo glaðvær, kát og hlýleg að öllum hlaut að líða vel sem sóttu þau heim. Rósa og Gunnlaugur náðu bæði háum aldri. Eins fór fyrir þeim báðum að þau áttu síðustu árin við veikindi að stríða, ævistarfi þeirra var lokið, þau kviðu ekki hvíldarinn- ar hinstu heldur biðu hennar og kvöddu södd lífdaga. Þegar svo langri og farsælli ævi lýkur, hljóta tilfínningar okkar sem kveðjum að vera blandnar söknuði og þakklæti. Sjálfum er mér efst í huga þakk- læti fyrir að hafa kynnst þessu væna fólki, fyrir þá vináttu sem þau sýndu jafnan mér og mínum og fyrir þátt þeirra í að koma mér á legg og til vits og verka. Með þessum orðum sendi ég Sökkufólkinu öllu innilegustu kveðj- ur okkar móður minnar og systkina. Blessuð sé minning Gunnlaugs Gíslasonar. Hallgrímur Snorrason. undanbrögð og óðar töfraði hús- freyja fram hina ótrúlegustu góm- sæta rétti og allt af fíngrum fram. Alltaf gáf hún sér tíma til að setj- ast niður með gestum sínum og spjalla. Tók hún þá flugið og sagði frá, oft löngu liðnum atburðum, af einstakri list. Myndrænar og skáld- legar frásagnir hennar liðu sem myndir á tjaldi og héldu áheyrend- um föngnum. Lýsingar voru ná- kvæmar, engu smáatriði sleppt, en þó aldrei neinu ofaukið. Ævinlega var grunnt á skopið og hina sér- stæðu keldhverfsku kímni og frá- sagnarlist. Gamlar þjóðsögur úr Hverfinu, vísur og gátur fengu líka að fljóta með. Sem betur fer skrif- aði hún niður nokkuð af æskuminn- ingum sínum, sem Þjóðminjasafnið varðveitir, en árum saman skrifað- ist hún á við starfsmenn þess og veitti þeim ómetanlegar upplýs- ingar um fyrri lifnaðarhætti og siði í Kelduhverfi. Guðný mun hafa líkst föður sín- um í skaplyndi og dagfari öllu. Hún var einstaklega glaðsinna og geð- góð, einlæg og hreinskilin. Hugur- inn flaug vítt og breitt, hún sá fram- tíðina í hillingum og var snillingur að byggja loftkastala. Virtist ekki skipta máli hvort draumarnir voru líklegir til að rætast, ánægjan var fólgin í hugarfluginu. Hún naut þess að hitta fólk og ferðast, var öðrum þræði heimskona, en undi sér þó aldrei stundinni lengur að heiman. Minnisstæðar eru stundirnar í stofunni í Krossdal, sem var sannar- lega ekki lokuð stássstofa. Þar var löngum setið og spjallað, lesið, teflt eða tekið í spil. Frýjunarorðum og ögrunum var skotið miskunnarlaust á báða bóga í spilamennskunni, allt í góðu að sjálfsögðu, og menn voru ei tapsárir. Ég sé Guðnýju fyrir mér í blóma- garðinum sínum, vöfðum skraut- jurtum og tijágróðri, önnum kafna við að fegra í kringum sig. Útför Guðnýjar fer fram frá Garðskirkju í dag. Blessuð sé minn- ing hennar. Guðrún Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.