Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANLIAR 1992 35 Minning: Ingibjörg Jóhanns- dóttirfrá Másstöðum í dag er til moldar borin á Þing- eyrum í Austur-Húnavatnssýslu Ingibjörg Jóhannsdóttir. Um hana lét móðir mín Hulda Á. Stefánsdótt- ir eitt sinn þau orð falla, að eigin- lega finndist sér hún engri vanda- lausri manneskju eiga jafn mikið að þakka. Þær voru nánar vinkon- ur, þessar tvær konur í 66 ár, allt frá því að Ingibjörg réðist að Þing- eyrum í vinnu til foreldra minna árið 1923 og þar til móðir mín lést árið 1989. Mér finnst það heldur varla hafa verið tilviljun, að Ingibjörg kvaddi þennan heim einmitt á nýársdag, en það var afmælisdagur mömmu og hefði hún orðið 95 ára þann dag hefði hún lifað. Ingibjörg var hjá foreldrum mínum samfellt í 18 ár eða þar til hún festi ráð sitt árið 1941. Allan þann tíma sinnti hún um heimilið eins og það væri hennar eigið. Hún var oft á tiðum á þessum Kveðjuorð: árum staðgengill móður minnar heima fyrir, þegar hún sinnti skóla- stjórn á Kvennaskólanum á Blöndu- ósi, en þess á milli hennar ráðholla hægri hönd. En hver var þessi góða kona? Ingibjörg Jóhannsdóttir fæddist í Bjarnastaðagerði í Unadal í Skaga- firði, 24. febrúar 1898. Þar bjuggu þá hjónin Anna Olafsdóttir og Jó- hann Símonarson. Þeim hjónum var 11 barna auðið. Fimm dóu í bernsku og var Ingibjörg næst yngsta barn- ið. Systkini Ingibjargar, sem upp komust voru þessi: ólafur bóndi í Skagafírði, Guðbjörg húsfreyja í Hafragili í Skagafirði, Lija lengst af húsfreyja að Á í Unadal, Gunnar verkalýðsleiðtogi á Siglufirði og lengi alþingismaður. Yngstur var Bjarni verkamaður, sem búsettur var á Skagaströnd. Þegar Ingibjörg var 12 ára missti hún föður sinn. Fór hún þá að vinna fyrir sér á Helgi Ólafsson Látinn er góður Lionsfélagi og vinur, Helgi Olafsson fasteignasali. Helgi gerðist félagi í Lionshreyf- ingunni er hann gekk í Lionsklúbb- inn Þór, í janúar 1973, og hafði því starfað með okkur í rétt 19 ár er hann lést. Síðustu afskipti hans af starfi okkar voru er hann sat jólafund okkar, ásamt konu sinni, 13. des- ember sl. Á þeim fundi var honum veittur sá heiður að vera gerður að Melvin Jones Fellow, sem er sú æðsta viðurkenning og mesti heiður sem lionsfélaga er veittur. Með þessari viðurkenningu vildu félagar hans í Þór þakka honum frábært starf fyrir kiúbbinn og Lionshreyf- inguna í heild. Störf hans fyrir Lionshreyfing- una voru mörg. Hann var formaður Lionsklúbbsins Þórs 1979-1980 og gjaldkeri 1975-1976. Svæðisstjóri í umdæmi 109A, 1980-1981. Störf í umdæmisstjórn og ýmsum starfs- nefndum. Öll þessi störf vann Helgi við mjög góðan orðstír og í anda Lionshreyfingarinnar. Margt fleira mætti nefna, en hér verður numið staðar. Fyrir sitt mikla og fórnfúsa starf í klúbbi okkar og fyrir íslensku Lionshreyfinguna viljum við félag- arnir í Þór þakka. Eftirlifandi eiginkonu og ættingj- um sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning um góðan dreng. F.h. félaga Lionsklúbbsins Þórs, Ásgeir Einarsson. Skyndilegt fráfall Helga Ólafs- sonar fasteignasala þurfti ekki að koma á óvart. Um árabil hefur heilsa hans verið með þeim hætti að vinir og samstarfsmenn þökkuðu hvern dag sem honum gafst. Af mikilli karlmennsku mætti hann þessum heilsubresti, var glaðbeitt- ari en flestir aðrir og vann ósleiti- lega að félagsmálum og dreif áfram margt sem til heilla og framfara horfði. Lund hans var létt og gam- anyrði jafnan tiltæk. Hetjulund átti Helgi í ríkum mæli. En hann átti líka hana Kristínu Einarsdóttur, glæsilega og góða konu, sem studdi mann sinn með ráðum og dáð. Hallgrímskirkja í Reykjavík átti hug og hjarta Helga Ólafssonar og allt sem tengdist þeim þjóðarhelgi- dómi. Uppörvandi var atfylgi hans og þeirra hjónanna í hvert sinn sem kirkjan þeirra þurfti einhvers með. Sú liðveisla var boðin fram af ljúf- lyndi og laðaði aðra til hins sama. Þeir sem vinna að söfnun fjár- muna til kaupa á hinu stóra prgeli í Hallgrímskirkju eiga Helga Ólafs- syni'mikla þökk að gjalda. Fráfall hans er harmsefni nú þegar hillir undir stóran áfanga í því verki sem hann bar svo mjög fyrir brjósti. Ágætri eiginkonu hans og fjöl- skyldu allri er vottuð djúp samúð. Hafi hinn dugmikli baráttumaður í þágu orgels í helgidóminn á Skóla- vörðuhæð innilega þökk. Starfi hans verður fram haldið af þeim samhenta hópi sem forystu hefur um uppbyggingu Hallgríms- kirkju í Reykjavík og ijölþætt kirkjulegt starf þar. Þannig verður Helga Olafssonar best minnst. Og í slíku starfi mun minning hans verða hvatning og leiðsögn mót nýju ári og allri komandi tíð. í gær var jarðsunginn frá Hall- grímskirkju í Reykjavík Helgi ðlafsson. Hann lést þann 30. des- ember sl. á 68. aldursári og hafði átt við vanheilsu að stríða. Það verður með djúpum söknuði, sem við göngum á eftir kistunni hans er hann í síðasta sinn hverfur út um kirkjudyrnar á kirkjunni sinni á vit hins eilífa ljóss, sem „flytur líf og líknarráð". Hjörtu okkar eru full þakklætis fyrir að hafa átt það ríkidæmi að kynnast Helga og vera samferða honum um lengri eða skemmri tíma í lífí og starfi Hallgrímssafnaðar. Auk alls annars, sem helgi hefur gert fyrir söfnuðinn, hefur hann setið í 10 ár í sóknarnefnd. Allt hans starf þar hefur einkennst af áhuga, einlægni, hugulsemi og þrótti og síðast en ekki síst fram- sýni. Hann vildi veg Hallgríms- kirkju og alls safnaðarins sem allra mestan og bestan. Reyndist hann nýliðum í safnaðarstarfí ómetanleg hjálp í hvívetna og ávallt fús til að ýmsum bæjum innan síns fæðingar- héraðs og sá alfarið fyrir sér upp frá því. Það var mikið happ fyrir foreldra mína að fá slíka manneskju í sína þjónustu. Ingibjörg var fremur há vexti, grannholda, góðum gáfum gædd, bamgóð, umtalsgóð og auk þess víkingur til allra verka. Sam- leggja hönd á plóginn og stýra starfínu í þann farveg, sem heilla- vænlegastur er. Þetta er mikils metið og fæst aldrei nógsamlega þakkað. Flytjum við eftirlifandi eiginkonu Helga, Kristínu Einarsdóttur, okkar innilegustu samúðai;kveðjur og bið- um algóðan Guð að styrkja hana og blessa. Að leiðarlokum er kær vinur kvaddur. Vaktu, minn Jesú, vaktu’ í mér, vaka láttu mig eins í þér; sálin vaki, þá sofnar líf; sé hún ætíð í þinni hltf. (Hallgrímur Pétursson) Starfsfólk og sóknarnefnd Hallgrímskirkju. Feiri minningargreinar um Helga Olafssonar bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. vista Ingibjörgu á Þingeyrum, var frændi rninn Jósef Jósefsson. Hann var sonur Sigríðar Frímannsdóttur frá Helgavatni, en mióðuramma mín, Steinunn og Sigríður voru systur. Árið 1941 ákváðu þau Ingi- björg og Jósef að gifta sig og hófu búskap á Blönduósi. Frá Blönduósi fluttust þau hjón að Öxl í Þingi, til Guðmundar Berg- manns og Ingibjargar konu hans og voru þar í átta ár. Fljótlega eft- ir að þangað kom tóku þau í fóstur Önnu Bjarnadóttur, bróðurdóttur Ingibjargar þá kornunga. Næstu 5 árin var fjölskyldan til heimilis á Hnjúki í Vatnsdal. Síðan eitt ár á Hjallalandi hjá Einari bónda, en þaðan fluttust þau að Másstöðum. Þá jörð höfðu þau hjón á leigu að hluta þar til Jósef lést árið 1967. Eftir lát manns síns fluttist Ingi- björg til Reykjavíkur. Anna fóstur- dóttir hennar var þá gift kona í höfuðborginni og Ingibjörg vildi vera hjá henni og aðstoða hana eftir mætti við barnagæslu og önn- ur störf. Anna var Ingibjörgu ávallt mjög góð. Sama máli gegndi um efnileg börn hennar, Ingibjörgu og Tómas. Fyrri maður Önnu, Gísli Magnússon og síðari maður hennar, Óskar Bjarnason, sýndu Ingibjörgu einnig margvíslegan sóma, Það gladdi Ingibjörgu einnig að fýlgjast með velgengni Önnu í starfí svo og ár- angri barnanna. Á sumrum hvarf hún samt norður yfír heiðar, meðan kraftar leyfðu, til að heimsækja Lilju systur sfna á Á, og aðra ætt- ingja og vini. Ingibjörg og Jósef voru ailan sinn búskap leiguliðar, sem urðu á vissan hátt að sætta sig við þann aðbún- að, sem bauðst á hverjum stað. Þau voru nýtin og nægjusöm. Ingibjörg bjó yfír þeim andlega auði, sem felst í því að lifa í sátt við sjálfan sig. Seinast þegar við Þórir fóstur- bróðir minn sáum hana, rétt fyrir jólin, lá hún í rúminu sínu á Elli- heimilinu Grund. Friður hvíldi yfir fölu andlitinu, röddin var veik, bro- sið hlýtt. Hún spurði eftir öllu mínu fólki eins og venjulega. Og eins og alltaf áður var hún með allt á hreinu og minnið gott. En svo kom nýárs- dagur og þá var kominn tími til að kveðja og hverfa í annan heim. Minningin um Ingibjörgu Jó- hannsdóttur mun ávallt vera mér og mínu fólki hugleikin. Við kveðj- um hana með þakklæti fyrir góð kynni. Guðrún Jónsdóttir. t Sendum öllum innilegar kveðjur og þakkir fyrir auðsýnda samúð vegna andláts móður okkar, GUÐBJARGAR PÉTURSDÓTTUR frá Höfn í Grindavík. VSystkinin frá Höfn og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar, MARGRÉTAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Lundum, Laugarnesvegi 114, Reykjavík. Guðlaug Karlsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför systur okkar og fóstursystur, SÆUNNAR ÁRNADÓTTUR, Laugarbakka, Miðfirði. Arinbjörn Árnason, Jóhann Benedíktsson, Jónína Arnadóttir, Álfheiður Björnsdóttir. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför hjartans sonar okkar og föður, JÓHANNESAR STEFÁNSSONAR kennara, Otrateigi 18. Katrin Jóhannesdóttir, Stefán Hermannsson, Stefán Jóhannesson. t Þökkum innilega öllum þeim, sem veittu okkur aðstoð og sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, SALBJARGAR JÓHANNSDÓTTUR frá Lyngholti, Snæfjallahreppi. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Ingvarsdóttir, Engilbert Ingvarsson, Árný Kolbeinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sveínn Friðbjörnsson, Kristín R. Daníelsdóttir, t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÁGÚSTAR ÁSGRÍMSSONAR, Aðalstræti 70, Akureyri. Iðunn Ágústsdóttir, Ásgrímur Ágústsson, Heiðar Ingi Agústsson, Elisabet Magnúsdóttir, Guðmundur Ágúst Magnússon, Sigurður Magnússon, Eiríkur Arnar Magnússon, Ágúst Ásgrímsson, Bergþór Asgrímsson, Elisabet Inga Ásgrímsdóttir, Sandra Brynjarsdóttir, íris Kara Heiðarsdóttir Brynjar Agústsson, Anna Mary Björnsdóttir, Signe Viðarsdóttir, Ásgeir Harðarson, Magnús Ingi Magnússon, María Stella Jónsdóttir, Hulda Sigurðardóttir, Hafdís Dögg Sveinbjarnardóttir, Þór Jóhannsson, Arnar Brynjarsson, og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.