Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANUAR 1992 27 Fullyrðing félags- málaráðherra er röng - segir í athugasemd framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga MORGUNBLAÐINU hefur borist athugasemd frá Þórði Skúlasyni fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, þar sem fullyrt er að ekkert samráð hafi verið haft við sambandið um 600 millj. króna íbúaskatt á sveitarfélögin. Stangast það á við umsögn félagsmálaráð- herra hér í blaðinu á fimmtudag. Athugasemd Þórðar er svohljóð- andi: „í Morgunblaðinu í dag er haft eftir félagsmálaráðherra að samráð hafí verið haft við Samband íslenskra sveitarfélaga um þá fyrirætlan ríkis- stjómarinnar að leggja á svokallaðan lögregluskatt á sveitarfélögin að upphæð 600 millj. króna. Vitnar fé- lagsmálaráðherra til funda ráðherra með forystumönnum sambandsins um málið. Rétt er að forystumenn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa mætt á íjóra fundi með ráðherrum þar sem umrætt mál var til umfjöllunar, en sérkennilegt er að kalla þá fundi samráðsfundi. Á fyrsta fundinum, 9. desember 1991, var forystumönnum sam- bandsins tilkynnt að ríkisstjórnin hefði ákveðið að færa hluta af mál- efnum fatlaðra yfir til sveitafélag- anna og taka til ríkissjóðs landsút- svar ÁTVR til Jöfnunarsjóðs en sveit- arfélögin greiddu 0,1% af útsvars- stofni til Jöfnunarsjóðsins í staðinn. Samtals námu þessar álögur á sveit- arfélögin 710 millj. króna. Strax á þessum fundi mótmæltu forystu- menn sambandsins þessum hug- myndum mjög, harðlega. Annar fundurinn er haldinn dag- inn eftir. Þar er forystumönnum sam- bandsins gerð grein fyrir útfærslu félagsmálaráðuneytisins á hugmynd- um ríkisstjórnarinnar um færslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélag- anna. Forystumenn sambandsins vöruðu rnjög við þessum hugmynd- um, fyrirvarinn væri allt of stuttur og að verkefnatilfærslu yrði að standa með öðrum hætti og enn var mótmælt hugmyndunum um einhliða inngrip ríkisins í sjálfstæða tekju- stofna sveitarfélaganna. Á þriðja fundinum, 13.desember 1991, var forystu sambandsins til- kynnt um það að ríkisstjórnin hefði hætt við verkefnatilfærslu og að krukka í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og tekjustofna þeirra, en í staðinn ákveðið að leggja á svokallaðan lög- regluskatt, sem næmi sömu upphæð eða um 700 millj. króna. Þessi ákvörðun mun hafa verið tekin í framhaldi áf hörðum mótmælum sambandsins og annarra við ótíma- bærri og lítt grundaðri breytingu á verkaskiptum ríkis og sveitarfélaga og einhliða ákvörðun ríkisins um veigamiklar breytingar á sjálfstæð- um tekjustofnum sveitarfélaganna. Enn mótmæltu forystumenn sam- bandsins þessum áformum ríkis- stjórnarinnar og lögðu til að hætt yrði við skattlagningu sveitarfélag- anna eða að álögurnar yrðu stórlega lækkaðar. Fjórði fundurinn er haldinn 27.desember 1991. Þar er tilkynnt um að lögregluskatturinn hafí lækk- að í 600 millj. króna og að 100 millj. króna aukaframlag yrði greitt til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Þær breytingar áttu sér stað eftir langar og strangar umræður á Alþingi og Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Unnið af krafti. Þeir Kristinn Bragason, Halldór Jóhannesson, Bene- dikt Valtýsson og Þór Ostensen. Vélsleðasýning um helgina: Smíðuðu sérhannaðan 200 hestafla vélsleða SJÖ MANNA lið harðsnúinna vél- sieðamanna hefur unnið hörðum höndum síðustu daga við að ljúka smíði á sérstökum spyrnu-vél- sleða, sem verður sýndur á véi- sleðasýningu i Bilahöllinni í Reyiyavík um helgina. Sleðinn er sá fyrsti sinnar tegundar hérlend- is og á að notast í væntanlegt Is- landsmót í vélsleðaakstri sem fer fram bæði á Suðurlandi og Norð- urlandi. Polaris-klúbburinn svonefndi stendur fyrir vélsleðasýningu á Pol- aris-sleðum um helgina og því drifu þeir Halldór Jóhannesson og Bene- dikt Valtýsson í því að smíða sér- hannaðan vélsleða sem þeir höfðu ætlað að gera lengi og fengu í lið með sér nokkra reynda vélsleðagarpa og unnu verkið hjá H.K. þjón- ustunni. „Það er öruggt að sleðinn verður mjög kraftmikill, þó það eigi eftir að koma í ljós hver útkoman verður. Ég hef þó trú á því, að t.d. í sandspyrnu fari hann brautina á fjórum sekúndum. Við rifum allan hefðbundinn búnað af venjulegum Polaris-sleða og breyttum afstöðu fram og afturfjöðrunar verulega. En aðall tækisins er vélin, sem erþriggja strokka, útboruð 650 cc vél í 750 cc sem skila á rúmlega 200 hestöflum með nitró-búnaði. Því er betra að hanga fast á stýrinu í keppni. Óljóst er hver muni aka tækinu en hann verður að vera mjög handsterkur, því get ég lofað,“ sagði Halldór Jó- hannesson. Þetta furðutæki Halldórs og Bene- dikts er ekki eina útfærslan á vél- sleða til keppni, einn áhugamaður er að setja japanska bílvél í vélsleða og annar er að huga að smíði á vél- sleða með mótorhjólavél. Vélsleða- menn eru því greinilega komnir í startholumar með keppni í huga, en hundruð vésleðamanna eru þegar farin að ferðast vítt og breitt um landið. - G.R. SPENNAþlW! -efþú áttmiða! að kröfu alþingismanna en ekki í framhaldi af fundum með forsvars- mönnum sambandsins. Á þessum fundi var leitað eftir því hvort Sam- band íslenskra sveitarfélaga hefði aðrar tillögur um innheimtu 600 millj. króna upphæðarinnar af sveit- arfélögunum og var það áréttað í bréfi til sambandsins sama dag. Á ofangreindum fundum var for- svarsmönnum sambandsins einungis tilkynnt um ákvarðanir sem ríkis- stjórnin hafði tekíð, um þungar álög- ur á sveitarfélögin og breytingar á útfærslu álaganna og var þar engu um þokað. Eftir stendur að álögurn- ar nema 600 millj. króna. Það er broslegt að kalla þessa fundi sam- ráðsfundi og enn fáránlegra að ætl- ast til þess að sambandið leggi á ráðin um hvemig þessum peningum verði náð af sveitarféiögunum. Um er að ræða íbúaskatt er leggst á alla íbúa landsins og sveitarfélögunum er gert að reiða af hendi til ríkis- sjóðs. Engu máli skiptir hvort hann er kallaður lögregluskattur, alveg eins hefði verið hægt að kalla hann prestaskatt. Sveitarfélögin munu síð- ar, ef til þess kemur að þetta um- deilda íbúagjald verður lagt á, taka ákvörðun um það hvort það verður fært undir framfærslukostnað, fjár- hagsaðstoð eða aðra útgjaldaliði í bókhaldi þeirra." Raðganga Ferðafélagsins KJALARNESGANGA nefnist raðganga, sem ætlunin er að ganga í sex áföngum frá Reykja- vík upp á Kjalarnes. Gangan hefst sunnudaginn 12. janúar verður síðan gengið hálfs- mánaðarlega fram til 22. mars. Aðalraðganga ársins verður síðan áframhald Kjalarnesgöngunnar, í 10 áföngum um Hvalfjörð upp í Borgarnes. Sú ganga hefst i apríl og stendur fram í september. Lagt verður upp í gönguna á sunnudag frá nýju félagsheimili Ferðafélagsins í Mörkinni 6. Mæt- ing er klukkan 11. Árshátíð Húnvetninga- félagsins í Reykjavík NU EINS og undanfarin 53 ár heldur Húnvetningafélágið í Reykjavík árshátíð. Að þessu sinni laugardaginn 18. janúar í Veit- ingahúsinu Glæsibæ, Álfheimum 74, Reykjavík, segir í frétt frá félaginu. Á þessari árshátíð kemur að norð- an hljómsveitin Lexía. Einnig söng- hópamir Hvers vegna? og Átaks- kvartettinn. Stjómandi sönghópsins er Elínborg Sigurgeirsdóttir. Hjónin á Geitaskarði í Langadal, Ágúst Sig- urðsson og Ásgerður Pálsdóttir, verða heiðursgestir. Veislustjóri verður Hólmfríður Bjamadóttir. Upplýsingar og forsala að- göngumiða verður þriðjudaginn 14. og fimmtudaginn 16. janúar kl. 17-21 í Húnabúð, Skeifunni 17. (Fréttatilkynning) MOTTU OG TEPPA -sasriSíst 20-50% Gram Teppi afslóttur FRJÞRIKBERTELSEN TEPPAVERSLUN FRIÐItlKS BERTELSEN FÁKAFEN 9 - S(MI 686266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.