Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 21
/ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 21 Jón Birgir ráðinn að- stoðarveg’amálastj óri JÓN Birgir Jónsson, forstjóri tæknisviðs Vegagerðar ríkisins, hefur verið skipaður aðstoðar- vegamálastjóri í stað Helga Hallgrímssonar sem tekið hefur við embætti vegamálastjóra. Tveir aðrir sóttu um stöðuna og óskuðu þeir nafnleyndar. Jón Birgir er 55 ára gamall verk- fræðingur. Hann hóf störf hjá Vegagerðinni 1962. Hann starfaði um tíma sem umdæmisverkfræð- ingur Vegagerðarinnar á Norður- landi vestra og síðar á Suðurlandi og sem deildarverkfræðingur vegadeildar. Haiin var ráðinn yfir- verkfræðingur framkvæmdadeild- ar 1974 og hefur verið forstjóri tæknisviðs frá 1. janúar 1990. Jón Birgir hefur átt sæti í Um- ferðarráði og stjórn Verkfræðinga- félags íslands. Þá var hann um tíma formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur. Kona Jóns Birgis er Steinunn Kristín Norberg og eiga þau þijú börn. Jón Birgir Jónsson > . Háskóli Islands: t Fiskiðnaðartækni felld nið- ur í vélaverkfræðideild ÁKVEÐIÐ hefur verið að fella niður námskeið í Fiskiðnaðartækni 2, hjá nemendum við vélaverkfræðiskor Verkfræðideildar Háskóla ís- lands. Er það gert vegna tilmæla háskólayfirvalda um sparnað en flat- ur niðurskurður á fjárveitingu til vélaverkfræðiskorar gæti orðið um 10% eða um 3 milljónir króna. Nemendur á fjórða ári eru afa ósáttir við þessa ákvörðun. Að sögn Páls Jenssonar prófessors og formanns vélaverkfræðiskors hafa nýlegar kannanir leitt í ljós að kostnaður á hvern nemanda við Háskóla íslands er mun lægri en í nágrannalöndun- um og hefur farið lækkandi síðustu sex ár og enn eigi að draga úr framlögum. „Ég skil vel viðbrögð nemend- anna,“ sagði Páll. „Fiskiðnaðartækni er mjög hagnýtt fag og mikilvægt en okkur var stillt upp við vegg. Við gátum ekki annað gert ef að átti að útskrifa nemendur í vor og um leið að mæta þessum fyrirséða niður- skurði.“ Benti hann á að nemendur yrðu að velja og byggja sig upp til að gera valið ákveðin námskeið á áttunda og jafnframt síðasta misseri í deildinni. Nám í Fiskiðnaðartækni, er dýrt miðað við önnur námskeið innan vélaverkfræðinnar. Leita þarf til sérfræðinga hjá Rannsóknarstofn- un fiskiðnaðarins um kennslu, þar sem engin föst staða er innan skors- ins í þessari grein. Þá er hér um hagnýtt nám að ræða og nemendum gert að leysa mikil og kostnaðarsöm verkefni. „Námskeið eni ódýrust á fyrsta ár þegar hundrað manns hlusta á fyrirlestra, en þá er kostnað- ur á hvem nemanda lítill," sagði Páll. „Þetta er eina greinin innan vélaverkfræðiskorsins, sem er í bein- um tengslun við sjávarútveginn, undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar. Það má benda á að iíffræðiskor er að fikra sig meira yfir í fiskifræði. Hagfræði er komin út í fiskihag- fræði og þar er komin staða í grein- inni við deildina. í vélaverkfræði er ekki komin staða á þessu sviði en á sínum tíma samþykkti Alþingi að beina því til Háskólans að hefja nám í sjávarútvegsfræðum en veitti þó enga fjárveitingu til þess. Þrátt fyrir það hefur fögunum verið fjölgað." Skráningu nemenda er ekki að fullu lokið en gert er ráð fyrir að allt að sex nemendur hefðu sótt námskeiðið í Fiskiðnaðartækni 2. Til þessa hefur verið boðið upp á átta námsekið á síðasta misseri en nú stendur valið um fimm og af þeim verða nemendur að taka þrjú. Tvö námskeiðanna sem verða felld niður eru um Brennslul- vélar og Nýsköpun og vöruþróunn. „Þegar maður sér að fög eins og Nýsköpun og vöruþróunn og Fiskiðn- aðartækni eru felld niður þá kemur í hugann að þarna sé verið að borða útsæðið," sagði Páll. „Með þessu áframhaldi náum við ekki þeim markmiðum sem verið er að setja, að nálgast meira þessa atvinnu- grein.“ Engin þörf á samn- ingum við ríkið um skuldabréfakaup - segir Benedikt Davíðsson formað- ur Sambands almennra lífeyrissjóða BENEDIKT Davíðsson formaður Sambands almennra lífeyrissjóða segir að lífeyrissjóðirnir sjái enga þörf á að gera sérstaka samninga við ríkið um kaup á skuldabréfum byggingasjóðanna. Ekki sé leng- ur fyrir hendi sá hvati sem var í húsnæðislánakerfinu að fólk greiddi iðgjöld í lífeyrissjóðina og það sé ekki hlutverk lífeyrissjóðanna að fjármagna húsnæðislánakerfið eða greiða niður vexti þess. Þeir geti alveg eins keypt skuldabréf á verðbréfamarkaðnum, t.d. ríkis- skuldabréf. Deila ríkisins og lífeyrissjóðanna er óleyst en lífeyrissjóðirnir hafa ekki viljað gera samninga um kaup skuldabréfa byggingasjóðanna fyrr en ljóst er hvort eða með hvaða hætti háttað verður ríkisábyrgð á iðgjaldagreiðslum þeirra við gjald- þrot fyrirtækja en ríkisstjórnin hef- ur lagt til að ábyrgðin verði þrengd verulega eða afnumin. Fram hefur komið að Jóhanna Sigurðardóttir vill reyna að fínna leiðir til að auð- velda lífeyrissjóðunum innheimt- una, til dæmis með því að athuga möguleikana á upplýsinum þeirra úr skattakerfinu. Benedikt sagði að lífeyrissjóðirnir hefðu sóst eftir því að fá aðgang að upplýsingum um iðgjaldagreiðslur hjá skattyfir- völdum eins og þeir hefðu haft fyr- ir daga staðgreiðslukerfisins. Hann sagði að þeir teldu þetta mikið nauðsynjamál sem yrði enn mikil- vægara eftir því sem innnheimtan yrði gerð erfiðari, t.d. ef ríkisábyrgð félli niður. Hins vegar gæti þetta ekki orðið verslunarvara í samskipt- um þeirra og ríkisins um ríkis- ábyrgð. Benedikt neitaði því að ákvörðun lífeyrissjóðanna um að neita samn- ingum um kaup á skuldabréfum byggingasjóðanna kæmi verst við sjóðfélaga þeirra í ljósi þess að fé- lagsmálaráðherra hefur sagt að það leiði til þess að lánveitingar Hús- næðisstofnunar til byggingar fé- lagslegra íbúða stöðvist á næstunni ásamt afgreiðslu á lánum sam- kvæmt húsnæðislánakerfínu frá 1986. Hann sagði að lífeyrissjóðirn- ir gætu alveg eins keypt skuldabréf ríkisins á verðbréfamarkaðnum, það þyrfti enga sérstaka samninga um það. Hann sagði að á árinu 1986 hefði komist á sú hefð, vegna tilmæla aðila vinnumarkaðarins, að lífeyrissjóðimir gerðu samninga við ríkið um skuldabréfakaup enda hefðu verið sett þau skilyrði inn í húsnæðislánakerfíð að fólk greiddi iðgjöld í lífeyrissjóð. Með húsbréfa- kerfínu hefði sá hvati fallið niður og því sæju lífeyrissjóðirnir enga þörf á að gera samninga um skulda- bréfakaup. Benedikt sagði að hlutverk lífeyr- issjóðanna væri að greiða lífeyri. Aðrir hefðu það hlutverk með hönd- um að sjá um húsbyggingar í land- inu. Ef ríkisstjórnin ætlaði að láta lífeyrissjóðina fjármagna húsnæðis- lánakerfíð eða greiða niður vexti væri verið að mgla saman óskyldum verkefnum. HONDA KYNNIR NÝJAN CIVIC Fimmta kynslóðin af Civic hefur litið dagsins ljós. Við fyrstu kynni vekja glæsilegar línurnar athygli, nánari kynni upplýsa um tæknilega kosti og yfirburða- hönnun. Hönnuðir Civic hafa haft það í huga að bílum er fyrst og fremst ætlað að þjóna fólki. Fallegt útlit, góðar innrétt- ingar, þæg:Hg sæti, S: stórt farang trsrými, gott rými fyrir bornin, a kraftmikil og spar- ^ neytin vél eru nokkrir af kostum Civic. Innréttingar Civic eru mun betri en gengur og gerist í bílum í þessum stærðarflokki. Áhersla hefur verið lögð á þægileg sæti og gott skipulag á mælum og stýrisbúnaði. Nútíma þægindi, afl' og veltistýri, rafdrifnar rúður og speglar eru staðalbúnaður í Civic. VT.EC er nýjung í Civic sem opnar ventlana í hlutfalli við snúnings- hraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélar- innar. Civic hefur sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli sem gefur bílnum einstakan stöðug- leika f ákstri og aukin þægindi fyrir farþegana. Civic er fallegur, rúmgóður og þægi- legur bíll fyrir fjölskylduna. Sýningarsalur Honda Vatnagörðum 24 er opinn laugardag kl. 10:00 - 16:00, sunnudag 12:00 - 16:00 og mánudaga til föstudaga 9:00 - 18:00. Upplýsingar eru einnig veittar f sfma 68 99 00 Akureyri: Þórshamar hf., s. 96 - 11036 Keflavík: B.G. Bílasalan, s. 92-14690 Verð frá: 1.155.000,- stgr. O' 'V ■l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.