Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 Skólastjór- ar mótmæla niðurskurði FUNDUR í Skólastjórafélagi Rcykjavíkur átelur harðlega niðurskurð á kennslustunduni nemenda grunnskólans, sem boðaður hefur verið í nýsam- þykktum fjárlögum Alþingis. Fundurinn bendir á að þessi aðgerð kemur fyrst og fremst niður á nemendum auk þess sem skólunum eru skapaðir ómældir erfiðleikar. í frétt af fundinum, sem hald- inn var í Hagaskóla fimmtudag- inn, 9. janúar segir ennfremur: „Það er krafa fundarins og hlýt- ur að vera krafa foreldra að lág- marksstundaljöldi sé bundinn lögum en verði ekki reglugerð- arákvæði sem hægt sé að breyta með litlum fyrirvara. Þetta er nauðsynlegt fyrir grunnskólann, sem ætlað er það stóra hlutverk að sjá urn grunnmenntun þjóðar- innar. Á síðasta ári náðist eftir mikla baráttu að festa þetta lág- mark í lögum. Nú er fyrirhugað að nema það burt um tíma. Með því er skapað fordæmi fyrir hvaða ríkisstjórn sem er að ógilda þetta grundvallarákvæði um lögbundinn lágmarksstunda- ijölda." Þá segir í ályktun skólastjór- anna: „fjölgun nemenda í bekkj- ardeildum upp í 30 er ömurleg tilhugsun. Fjölgunin hefur tvö- falt vægi til tjóns þar sem hún á að koma á sama tíma og kennslustundum er fækkað. Flutningur nemenda milli hverfa, sem látið er í veðri vaka, er fráleitur. Með þessum aðgerðum, sem boðaðar hafa verið er horfið ára- tugi aftur á bak í skólastarfi á Islandi. Slíkt hlýtur að veikja stöðu okkar í samkeppni þjóð- anna.“ - Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Norska loðnuskipið Eros að selja nótina í land til viðgerðar. Neskaupstaður: Norsku loðnuskip- in skapa vinnu Neskaupstað. FYRSTA norska loðnuskipið sem hér leitar hafnar á þessari vertíð kom hér miðvikudaginn 8. janúar til þess að fá gert við nót og Iand- aði um leið um 800 tonnum af loðnu. Töluvert hefur verið um á þeim loðnuvertíðum sem Norðmenn hafa stundað veiðar hér við land að þeir leiti inn á Austfirðina þar sem þeir hafa legið og unnið við frystingu ioðnunnar um borð í skipunum og eins til að sækja sér ýmiss konar þjónustu. Ekki eru því veiðar þeirra hér eingöngu af því illa því að þessi litlu pláss munar um þá verslun og vinnu sem skapast við komu þeirra. — Agúst Skora á ríki og borg að bjarga Iðnó EINS og fram kom í Morgunblaðinu í gær hafa 68 listamenn undirritað áskorun til ríkis og borgar, þar sem varað er við að „vagga íslenzkrar leikhússmenningar, Iðnó“ sé að drabbast niður og skorað er á ríki og borg að koma í veg fyrir það. Ákorunin ásamt undirskriftum er svohljóðandi: „Við undirrituð leyfum okkur að vekja athygli ráðamanna ríkis og Reykjavíkurborgar á að hin fagra vagga íslenskrar leikhúsmenning- ar, gamla Iðnó við Reykjavíkurt- jörn, er að drabbast niður öllum góðum mönnum til sárrar raunar og menningu þjóðarinnar til mesta álitshnekkis. Á undanförnum mánuðum hafa Alþingi og Reykja- víkurborg varið stórfé til ýmiss konar framkvæmda á svæðinu milli Tjarnarinnar og Kirkjustrætis, meðal annars hefur allur norður- bakki Tjarnarinnar verið endur- gerður frá grunni og göngubrú lögð frá Ráðhúsinu að Iðnó. Á sama tíma hefur húsinu sem er höfuð- prýði Tjarnarbakkans verið sýnd slíkt umhirðuleysi að óskiljanlegt er. Það er misþynning á metnaði þjóðarinnar og getur ekki verið ætlun valdhafa að þegar menn stíga á land við austursporð Ráð- húsbrúar mæti þeim eitt elsta og helgasta menningarsetur landsins í örmustu niðurníðslu eins og háðs- merki aftan við öll herlegheitin. Þess vegna skorum við á borg og ríki að bregða skjótt við, bjarga Iðnó frá frekari niðurlægingu og gera það þannig úr garði að það verði í framtíðinni bæjarprýði og bústaður lifandi menningar í mið- bænum eins og það hefur verið í nærfellt heila öld.“ Þeir sem rita nöfn sín undir áskorunina eru eftirtaldir: Anna Sigríður Einarsdóttir leikari, Art- húr Björgvin Bollason rithöfundur, Atli Heimir Sveinsson tónskáld, Auður Bjarnadóttir listdansari, Ásta Ólafsdóttir myndlistarmaður, Bríet Héðinsdóttir leikstjóri, Brynja Benediktsdóttir leikstjóri, Edda Heiðrún Backman, Einar Bragi skáld, Einar Jóhannesson klarinett- uleikari, Eyvindur Erlendsson leik- stjóri, Elísabet Jökulsdóttir skáld, Erlingur Gíslason leikari, Flosi Ól- afsson Ieikari, Gísli Halldórsson leikari, Guðmundur Jónsson söngv- ari, Guðný Guðmundsdóttir kon- sertmeistari, Guðrún Ásmunds- dóttir leikari, Guðrún Gísladóttir leikari, Gunnar Eyjólfsson leikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Gunn- ar Örn Gunnarsson myndlistarmað- ur, Gyrðir Elíasson skáld, Harald G. Haraldsson leikari, Hákon Leifs- son hljómsveitarstjóri, Helgi Hálf- danarson þýðandi, Hjálmar H. Ragnarsson tónskáld, Inga Bjarna- son leikstjóri, Kristján Árnason skáld, Kristín Jóhannesdóttir kvik- myndaleikstjóri, Kristján Davíðs- son myndlistarmaður, Kristján Karlsson skáld, Laufey Sigurð- ardóttir fiðluleikari, Leifur Þórar- insson tónskáld, Margrét Ákadóttir leikari, Margrét ólafsdóttir leikari, María Gísladóttir listdansari, Matthías Viðar Sæmundsson rit- höfundur, Nanna Ólafsdóttir dans- skáld, Nína Björk Árnadóttir skáld, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, Rut Magnússon söngvari, Rögnvaldur Siguijónsson píanóleikari, Sigfús Daðason skáld, Sigríður Hagalín leikari, Sigrún Edda Björndsóttir leikari, Sigurður A. Magnússon rit- höfundur, Sigurður Pálsson skáld, Sigurjón Jóhannsson leikmynda- hönnuður, Siguijóna Sverrisdóttir leikari, Sólveig Eggertsdóttir myndlistarmaður, Steindór Hjör- leifsson leikari, Sveinn Einarsson leikstjóri, Valgarður Egilsson leik- ritaskáld, Vilborg Dagbjarstdóttir skáld, Þorgeir Þorgeirsson rithöf- undur, Þorkell Sigurbjörnsson tón- skáld, Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari, Þorsteinn Gylfason rithöfundur, Þorsteinn frá Hamri skáld, Þorsteinn Hannesson söngv- ari, Þorsteinn Jónsson kvikmynda- gerðarmaður, Þorsteinn Þorsteins- son þýðandi, Þráinn Bertelsson kvikmyndaframleiðandi. Krossgötur austursins: Landið frjálsa - Thailand Blómaskrúð við eina af þremur sundlaugum Ambassador City-hótels- ins, sem verður aðalaðsetur í ferð Heimsklúbbsins. eftir Ingólf Guðbrandsson Fá lönd í heiminum eru annað eins ævintýri heim að sækja og sjá og Thailand. Gróska lands og litir, mýktin í hreyfingum fólksins, hátim- bruð, gullin musteri með sín svifiéttu form, listhneigð fólksins og lífsstíll er svo langt utan hversdagstilveru hins vestræna gests að hann veit varla, hvort hann má trúa augum sínum og eyrum, en skynjar reynslu sína'á mörkum draums og veruleika. Svo örlátir voru guðirnir að gæða Thailand einstökum töfrum að land- ið kemur sífellt á óvart í margbreyti- leika sínum. Thailand er komið í tölu eftirsótt- ustu ferðaslóða í heiminum og lang- mesta ferðamannaland Asíu. Gest- imir koma úr öllum áttum, en mest frá Evrópu, Japan og Ástralíu. Vel- megunarþjóðirnar vita að þær njóta aðstöðu og þjónustu, sem stenst samanburð við það besta í heiminum fyrir miklu lægra verð en þeir búa við heima fyrir eða þekkja annars staðar á ferðum sínum. Þannig verð- ur Thailandsferðin ódýr, þótt lengra sé að farið. Saga Thailands og menning er heillandi heimur, sem fáir íslending- ar þekkja til þessa. Til þess að kynn- ast henni þarf fólk að stefna annað en til Pattaya. Frá elstu höfuðborg- inni, Sukhothai (Dögun hamingjunn- ar), breiddist út hinn sérstæði stíll thailenskrar listar í myndlist, högg- myndum, húsagerð og bókmenntunj, auk hins sérstaka thai-stafrófs og þeirri grein Búddismans, sem kennd er við Theravaida. Það var á þeirri tíð sem íslendingar skráðu sögur sinar og norræna goðafræði á skinn. Um miðja 14. öld tók veldi Ayuttha- ya við og var höfuðborg í meira en 400 ár. Til markst um stærð hennar og glæsibrag má telja hinar 2.000 gylltu turnspírur musteranna, sem gnæfðu við himin í borg sem taldi yfir milljón manns og bar af London og París þess tíma, í lok 17. aldar, en stríðandi herir Burma lögðu hana í rúst árið 1767. Árið 1782 komst Chakri konungsættin til valda og gerði lítið árþorp við Chao Praya- fljótið, sem Bangkok nefndist, að höfuðborg sinni, og er enn, með meira en sex milljón íbúa. Öldum saman gekk þetta land á krossgötum þjóðanna í Suðaustur- Asíu undir nafninu Síam, en er nú kennt við aðalstofn þjóðarinnar, hina svonefndu Thai, sem þýðir hinir fijálsu, og munu hafa komið suður frá Kína undir austurhlíðum Himala- ya á fyrstu öld tímatals okkar. Þeir hafa staðið vörð dyggilega um þjóð- erni nágrannaþjóða. En þúsundum ára fyrr blómstraði menning í Thai- landi, eins og ljóst er af hinum merka fornleifafundi í Ban Chiang árið 1966, þar sem 5.600 ára gamlir skartgripir, hljóðfæri og áhöld úr bronsi voru dregin fram í dagsljósið fyrir einskæra tilviljun, til staðfest- ingar á elstu bronsmenningu heims- ins. Thailand er eina ríkið í Suðaustur- Asíu, sem aldrei varð evrópsk ný- lenda. Það er fimm sinnum stærra en ísland að flatarmáli og íbúarnir nærri sextíu milljónir, brosmilt og fallegt fólk með sterka þjóðernistil- finningu og stolt bakvið auðmjúkt viðmót sitt og umburðarlynt fas. Thailendingar eru orðlagðir fyrir gestrisni sína og glaðværð. Þrátt fyrir misskipt kjör, sýnist þetta bros- milda fólk alltaf vera í sólsskins- skapi, enda býr það við marga gleði- gjafa lífsins í undurfögru landi við sífellt sumar, þótt árstíðir séu þijár, þurrt og tiltölulega svalt frá október til mars, þegar hiti er að jafnaði um 25 gráður. Þá taka við sumarhitar fram í júní og síðan regntími monsúnvindanna fram í september. Thailendingar nota hvert tækifæri til að gera sér glaðan dag, og hvers konar litríkar hátíðir setja sterkan svip á þjóðlífið. Matargerðarlist er á háu plani, en verðlag á matvælum, fatnaði og listmunum, batik og silki ótrúlega lágt. Fjölbreytni gróðursins í Thailandi er með ólíkindum, skógar af kjör- viði, flestir ávextir heimsins, þ. á m. um 30 bananategundir, blóm- skrúð, sem vart á sinn líka, t.d. um 1.000 tegundir orkidea. Einnig er dýralífið fjölbreytt, og fíllinn er enn húsdýr, til reiðar, dráttar og skemmtunar, því hægt er að temja hann til að leika hvers konar ótrúleg- ar listir. Fátt er ævintýralegra en að halda inn í frumskóginn á vit hins óþekkta á fílsbaki. Hinir rólynd- ari gestir flatmaga í sólinni við sund- laugar eða á pálmaskrýddum bað- ströndum eða taka þátt í annarri veislu augans og margháttaðri skemmtun, hver eftir geðþótta sín- um. Markmið Heimsklúbbins er að kynna fólki það besta, sem heimur- inn hefur að bjóða á ferðalögum. Thailand er næst á dagskrá í menn- ingar- og hvíldarferð á fegursta tíma ársins í febrúar, þegar blómahátíð er í Chiang Mai í Norður-Thailandi, sem þykir einn fegursti staður lands- ins. Mest af tímanum verður dvalist í nýja lúxusbaðstaðnum Ambassador City í Jomtien, sem er á strönd Síamsflóans sunnan við Pattaya og um tveggja stunda akstur frá Bang- kok. í Thailandi eru 50 þjóðgarðar, einn hinn fegursti er Nong Nooch, skammt frá gististaðnum. Einnig verður höfuðborgin Bangkok heim- sótt, boðið upp á ferð til Chiang Mai, siglingu um Síamsflóann, og fleira. Ingólfur Guðbrandsson „Frá elstu höfuðborg-- inni, Sukhothai (Dögun hamingjunnar), breidd- ist út hinn sérstæði stíll thailenskrar listar í myndlist, höggmyndum, húsagerð og bókmennt- um, auk hins sérstaka thai-stafrófs og þeirri grein Búddismans, sem kennd er við Thera- valda.“ Heimsklúbbur Ingólfs mun kynna Thailand með erindi og myndasýn- ingu í Ársal Hótel Sögu á sunnudag- inn, 12. janúr kl. 16.00. Aðgangur er ókeypis en kaffiveitingar seldar. Litprentuð áætlun um ferð Heims- klúbbins liggur frami og pantanir í nokkur óseld sæti skráðar að kynn- ingu lokinni. Höfundur er ferðamáUifrömuöur. ! » I í * » > i \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.