Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 29 blaðsins mun almennt mun vera talið meðal embættismanna í GATT-viðræðunum, að þrátt fyrir nýtt samkomulag, þá standi áfram sú grein í gamla GATT-sáttmálan- um, sem heimilar að beita megi magntakmörkunum af ýmsum ástæðum, og því ríkir lagaleg óvissa um hvort sé rétthærra nýr samningur eða sú grein. Það mun þó vera túlkun utan- ríkisráðuneytisins að gamla sam- komulagið muni tapa gildi sínu gagnvart þeim þjóðum, sem ekki skrifa upp á hið nýja. Reynist hins vegar gamla sam- komulagið halda gildi, þá er mögu- legt fyrir íslendinga að ákveða það strax fyrsta gildisdag nýja samn- ingsins að heimila ekki innflutning á einhveijum tilteknum búvörum, og það innflutningsbann stæði á meðan engin kæra yrði lögð fram. Éf hins vegar ríkisstjórn einhvers útflutnjngslandanna kærði Islend- inga vegna þessa, þá færi málið fyrir sérstaka úrskurðarnefnd á vegum GATT. Innanlandsstuðningur skorinn niður Ætlast er til þess að aðildarlönd skuldbindi sig til að skera niður innanlandsstuðning við landbúnað. Þó er gert ráð fyrir að undan- þiggja megi niðurskurð átilteknum stuðningi, sem kallað hefur verið grænn flokkur, og ekki er talinn hafa markaðstruflandi áhrif. Lækka á framleiðslutengdan innanlandsstuðning um 20% í jöfn- um áföngum á tímabilinu 1993-99, og er miðað við meðaltalsstuðning eins og hann var árin 1986-88. Þarna er um að ræða niðurgreiðsl- ur, endurgreiðslur á virðisauka- skatti og beinar greiðslur til bænda, sem tengdar eru fram- leiðslumagni. í græna flokknum er þáttur er snýr að tekjustuðningi til búvöruframleiðenda, sem ekki má vera tengdur eða byggður á framleiðslutegund eða framleiðslu- magni á neinu ári eftir viðmiðunar- ár, og ekki má skilyrða greiðsluna framleiðslu. Samkvæmt útreikningum bændasamtakanna er meðaltal niðurgreiðslna á árunum 1986-88 nálægt 1.600 milljónum króna að nafnverði. I samningsdrögunum er ekki reiknað með því að framreikna þessar upphæðir miðað við verð- bólgu, og ef þær ættu að lækka um 20%, þá yrðu þær í lok samningstímabilsins um 1.300 milljónir í stað 4,3 milljarða eins og niðurgreiðslurnar eru nú. Útflutningsbætur lækka í samningsdrögunum er gert ráð fyrir því að dregið verði úr stuðn- ingi við útflutning í formi fjár- framlaga og einnig með magntak- mörkunum á samningstímanum. Fjárframlög á að lækka um 36% og það afurðamagn sem greitt er með á_ að dragast saman um 24%. Hvað ísland varðar, þá hafa stjórn- völd ákveðið að hætta greiðslu útflutningsbóta frá haustinu 1992. Takmörkun á innflutningi vegna dýra- og plöntusjúkdóma Varðandi dýra- og plöntuheil- brigðisreglur er í samningsdrög- unum gert ráð fyrir að aðildarlönd samningsins verði að sanna á vís- indalegum gi-unni hverra takmark- anna sé þörf á þessu sviði. Þetta mun þýða að margvíslegar land- búnaðarafurðir, sem ekki hefur verið leyft að flytja til íslands fram að þessu með tilvísun í heilbrigðis- reglur, standast ekki það próf, og innflutningsbann til Islands með tilvísun í heilbrigðisvarnir mun því að öllum líkindum takmarkast mjög af þessum sökum. Samningstilboð fyrri ríkisstjórnar Grundvallarmunurinn á þeim samningsdrögum er nú liggja fyrir og tilboði síðustu ríkisstjórnar frá haustinu 1990 felst í því, að samn- ingsdrögin gera ráð fyrir að öllum magntakmörkunum á innflutningi verði rutt úr vegi, en tilboðið frá 1990 felur í sér aukið fijálsræði á innflutningi á unnum mjólkur- og kjötvörum, og að dregið yrði úr magntakmörkunum í því sam- bandi. I tilboði ríkisstjórnarinnar var tekið fram að jafnframt væri nauðsynlegt að viðhalda magntak- mörkunum við innflutning á þess- um afurðum sökum landfræðilegr- ar legu íslands og öryggis í fæðu- öflun. Innflutningshömlur hvað varðandi lifandi dýr, nýmjólk og hrátt kjöt, ferskt eða frosið, yrðu að vera áfram í gildi af heilbrigð- isástæðum, og var þar vitnað í langtímaeinangrun landsins. .Þá var í tilboðinu lagt til að sett yrði breytilegt jöfnunargjald á þær af- urðir sem auka á innflutningsfrelsi með í þeim tilgangi að vega upp muninn á innanlandsverði og heimsmarkaðsverði á landbúnað- arhráefnum. Þarna kemur fram annar grundvallarmunur á tilboð- inu og fyrirliggjandi samnings- drögum, þar sem verðjöfnunar- gjöldin yrðu breytileg þannig að á hveijum tíma myndu þau jafna mismuninn á heimaverði og heims- markaðsverði, en sá verndartollur sem nú er rætt um að leggja á yrði hins vegar fastákveðinn. Síðan er gert ráð fyrir að tollarnir lækki um 36% að meðaltali í jöfnum áföngum á árunum 1993-97, þó þannig að fyrir enga vöru verði lækkunin minni en 15%. Sammngstilboð síð- ustu ríkisstjórnar * Island skuldbindur sig til að draga úr innlendum stuðningi að raunvirði allt að 25% og stigvaxandi í jöfnum árlegum skrefum til ársins 1996, og nota meðaltalsstuðningsgrun- dvöll frá 1988 sem grundvöll fyrir samdrættinum. * Island er reiðubúið til þess að gera innflutning fijálsari á unnum mjólkur- og kjötvörum, og draga þar úr magntakmörkunum. Hins vegar er jafnframt nauðsynlegt að viðhalda magntakmörkunum við innflutning á þessum afurðum sök- um landfræðilegrtar legu Islands og öryggis í fæðuöflun. * Innflutningshömlur hvað varðar lifandi dýr, nýmjólk og hrátt kjöt, ferskt eða frosið, verða að vera áfram í gildi af heilbrigðisástæðum. * ísland leggur til að sett verði breytilegt jöfnunargjald á þær af- urðir, sem auka á innfiutningsfrelsi með, í þeim tilgangi að vega upp muninn á innanlandsverði og heims- markaðsverði á landbúnaðarhráefn- um. * Island er einnig reiðubúið til þess að koma á fót tollaígildum fyrir til- teknar landbúnaðarafurðir, sem koma í stað heimaframleiddra land- búnaðarafurða. Notast verður við leiðréttingarstuðul, sem tekur mið af gengissveiflum og breytingum á heimsmarkaðsverðum. Hvað þessar afurðir snertir er ísland reiðubúið til þess að draga úr tollaígildum allt að 30% til ársins 1996. * ísland er reiðubúið til þess að draga úr útflutningsbótum (beinum greiðslum og skattaívilnunum í ís- lenskum krónum) að raunvirði allt að 65% fram til ársins 1996, stig- vaxandi í jöfnum árlegum skr-efum. Grundvöllur þessarar samdráttar- skuldbindingar er árlegt meðaltal 1986-89. Eftir 1996 er Island reiðu- búið til þess að halda áfram með stigminnkandi stuðning við útflutn- ing með það að markmiði að leggja hann algerlega af. Morgunblaðið/Rúnar Þór Styðjum hvort annað Mikil hálka er á götum Akureyrar og ekki gott að in er ekki betri er líka gott að hafa einhvern til að komast leiðar sinnar þannig að fýsilegast er að fara styðja sig við, eins og þessir eldri borgarar sem voru varlega, spenna jafnvel á sig mannbrodda. Þegar færð- á göngu í Engimýrinni í gær. Eng-in verslun starfrækt á Kópaskeri: Bónusverslun ein þeirra hug- mynda sem við erum spennt fyrir - segir Trausti Þorláksson atvinnu- málafulltrúi Norður-Þingeyjarsýslu ENGIN verslun er nú starfandi á Kópaskeri, ef frá er talinn sölu- skáli þar sem hægt er að fá brýnustu nauðsynjavöru og er næsta verslun í Asbyrgi um 35 kílómetra leið frá þorpinu. Samningur Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík um leigu verslunar þrotabús Kaupfélags Norður-Þingeyinga rann út um áramót og var ekki endurnýjaður. Atvinnumálafulltrúi sýslunnar vinnur að þessu máli og sagði hann ýmsar þreifingar í gangi, rætt hefði verið við ýmsa aðila en verið væri að leita að hagkvæmri lausn er gengi til frambúðar og hefði m.a. komið fram hugmynd um bónusversl- un á staðnum. Kaupfélag Þingeyinga á Húsa- vík tók rekstur verslunarinnar á staðnum á leigu í september árið 1989 og eftir gjaldþrot KNÞ var verslunin leigð af þrotabúinu og Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar sagði að áður hefði verið miðað við fasteignamat á Ak- • • Oxarfjarðarhreppur: Hvar verður þorri blótaður? ÍBÚAR Öxarfjarðarhrepps vinna nú að undirbúningi hins árlega þorrablóts síns, en eftir að hrepp- arnir tveir, gamli Öxarfjarðar- hreppur og Presthólahreppur voru sameinaðir þurfa þeir að finna blótinu nýjan samkomustað. Áður hittust sveitungarnir í Öxar- fjarðarheppi sem var, á þorrablóti í Lundi í Öxarfirði, en Kópaskersbú- ar, sem tilheyrðu Presthólahreppi blótuðu þorra í matsal sláturhússins á staðnum. Ingunn St. Svavarsdóttir sveitar- stjóri Öxarfjarðarhrepps sagði að upp hefði komið hugmynd um að útbúa samkomusal á efri hæð kaup- félagshússins, en þar væri möguleiki á að gera huggulegan sal með fal- legu útsýni. gilti samningurinn til ársloka. árið 1991. Ragnar Jóhann Jónsson full- trúi KÞ á Húsavík sagði að ákveð- ið hefði verið að endurnýja ekki samninginn og því lagðist verslun- ureyri, en nú væri miðað við afskrif- að endurstofnsverð fært til verð- grunns fasteigna í Reykjavík líkt og gert er með fasteignamat. „Þetta hefði leitt til hækkunar ef við hefðum haldið óbreyttri pró- sentu, en við fórum þá leið að lækka prósentutöluna úr 0,18 í 0,15. Síðan liggur fyrir tillaga um að lækka aukavatnsgjöld niður í 10 krónur fyrir rúmmetrann, en það er um þriðjungs lækkun frá því sem var og í kjölfarið teljum við okkur vera með fyllilega samkeppnishæft verð á vatni til atvinnustarfsemi," sagði Sigurður. areksturinn niður um áramótin. Ragnar Jóhann sagði að verslunin hefði verið rekin með tveggja milljóna króna tapi á árin«c_ 1990 og á síðasta ári hefði tapið verið um 1,5 milljónir króna. Þó hefði verið gripið til aðgerða, m.a. var pakkhúsi lokað og dregið úr afgreiðslutíma. Reksturinn hefði ' verið auglýstur, nokkrar fyrir- spurnir borist en engin tilboð bo- rist. Ein af þeim hugmyndum sem fram hafa komið á Kópaskeri er hvort unnt væri að koma á fót bónusverslun á staðnum og hefur sá möguleiki m.a. verið ræddur við þá sem standa að Bónusbúðun- um í Reykjavík. „Það er ýmsar þreifingar í gangi, við ætlum að skoða þetta mál vel og flana ekki að neinu. Við verðum að finna. lausn sem varir til frambúðar,' * þannig að allt fari ekki í sama farið aftur,“ sagði Trausti Þorláks- son atvinnufulltrúi í Norður-Þing- eyjarsýslu. Hann sagði að heima- menn hefðu átt í viðræðum við bæði þá sem standa að bónusversl- unum í Reykjavík og einnig við aðra. „Þetta er ein þeirra leiða sem við erum spennt fyrir.“ Tveir eldri borgarar á Kópa- skeri hafa tekið að sér að afgreiða mjólk til íbúanna tvo tíma í senn tvisvar í viku, en brauð, pakka- og niðursuðuvörur er hægt að nálgast í söluskálanum, en næsta verslun er í Ásbyrgi, sem reyndar er með takmarkaðan afgreiðslu^ tíma. Þá er verslun á Húsavík og sumir fara til Akureyrar til að versla. „Við erum að leita leiða til að vinna okkur út úr þessum vanda, sem að okkur steðjar, líkt og við höfum gert áður,“ sagði Ingunn St. Svavarsdóttir sveitarstjóri Öx- arfjarðarhrepps. Tannlæknir Hef hafið störf við almennar tannlækningar á tannlæknastofu Þórarins Sigurðssonar, Glerárgötu 34, Akureyri. Tímapantanir í síma 24230. Úlfar Guðmundsson, tannlæknir. Gjaldskrá vatnsgjalda endurskoðuð: Aukavatnsgjöld verða lækkuð um þriðjung- VEITUSTJÓRN hefur endurskoðað gjaldskrá vatnsgjalda í kjölfar breytinga á lögum um vatnsveitur sem samþykkt voru í lok desember og hefur bæjarráð samþykkt tillögur að endurskoðaðri gjaldskrá, en hún kemur til afgreiðslu í bæjarstjórn á næsta fundi, sem er 21. jan- úar næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.