Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRLAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 47 KORFUKNATTLEIKUR / ISLAIMDSMOTIÐ Mikil barátta - í Borgarnesi þarsem Skallagrímurvann Snæfell 82:73 í botnslagnum. Keflvíkingarsigruðu Þórsara á Akureyri ThódórKr. Þórðarson sKrifarúr Borgamesi Anton Benjamínsson skrifar hém FOLK ■ ÓVÍST er hvort Guðni Bergs- son verður með Tottenham gegn Chelsea í ensku 1. deildinni, en RUV sýnir leikinn beint. ■ STEVE Sed- FráBob glei> sem tók mið- Hennessy varðarstöðu Guðna ÍEnglandi á dögunum er hann meiddist verður altj- ent í byijunarliðinu í dag, en það er spurning hvort Guðni verður hægri bakvörður. Hann kom inn í þá stöðu sem varamaður í leiknum gegn Norwich í deildarbikarkeppn- inni á miðvikudaginn í stað Terry Fenwicks. ■ GARY Lineker tognaði á nára er hann gerði 23. mark sitt fyrir Tottenham í vetur, gegn Norwich, í vikunni — og verður að öllum lík- indum ekki með gegn Norwich í dag. Gordon Durie verður senni- lega einnig illa fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en þeir hafa verið aðal-framherjapar liðsins. Paul Walsh hefur leikið mjög vel undan- farnar vikur í fjarveru Duries, en ekki er vitað hver verður með hon- um í fremstu víglínu í dag. ■ JOHN Barnes, landsliðsmaður- inn snjalli hjá Liverpool, hefur neitað að endurnýja samning sinn við liðið. Samningurinn rennur út í vor — og hefur Barnes áhuga á að leika með einhveiju stórliði á meginlandi Evrópu, helst á Italíu. ■ GLASGOW Rangers keypti í gær framherjann Paul Rideout frá Notts County fyrir 500.000 pund. Hann er 26 ára. Rideout lék áður með Swindon, Aston Villa, Bari á Ítalíu, Southampton og Notts Co- unty, sem keypti hann sl. sumar. ■ TERRY Butcher, fyrrum framkvæmdastjóri og leikmaður Coventry, sem var látinn fara frá félaginu fyrr í vikunni, hefur geng- ið til liðs við utandeildarliðið Ha- lesowen og leikar fyrsta sinni með liðinu í dag gegn Poole! ■ JIMMY Nicholl, sem á sínum tíma lék m.a. með Man. Utd. og Rangers, og er nú stjóri Raith Rovers í Skotlandi, hefur verið ráð- inn aðstoðarþjálfari Billy Bing- hams með norður-írska landsiiðið. ■ GEOFF Thomas, miðvallar- leikmaður hjá Crystal Palace og fyrirliði liðsins, er eftirsóttur. Ron Noades, stjórnarformaður Palace, hefur nú tilkynnt að leikmaðurinn verði ekki seldur fyrir minna en fjórar milljónir punda. Hann gat þess ennfremur að forráðamenn Arsenal geti gleymt því að þeir fá að kaupa Thomas, en þeir hafa sýnt honum áhuga. ■ PAUL Bodin, annar bakvarða landsliðs Wales, sem Crystal Palace keypti fyrir 450.000 pund frá Swindon í fyrra, komst sjaldan í'liðið hjá Palace og er nú farinn til Swindon — fyrir 225.000 pund. ■ SEGJA má að Gazza-æðinu, sem varð til í kringum Paul Gasco- igne á Bretlandseyjum og náði hámarki eftir HM á Italíu 1990, sé nú formlega lokið. í bili a.m.k. Fyrst eftir HM bárust drengnum um 8.000 bréf í viku hverri frá æstum aðdáendum og móðir hans og syst- ir opnuðu skrifstofu í Newcastle til að sinna málum. Bréfin sem berast núorðið eru hins vegar sár- afá og fjöldi fólks hefur hætt í aðdá- endaklúbbi kappans. Enda sér móð- ir hans nú um reksturinn heima í stofu. HUMMEL HUMMEL HUMMEL HUMMEL HUMMEL HUMMEL HUMMEL HUMMEL _ I c 2 2 m r- s á Hlíðarenda í dag kl. 16.30 | i VALSMENN - MUNIÐ ÞORRABLÓTIÐ 25. JANÚAR! p HUMMEL hummel hummel hummel hummel hummel hummel hummel „ÚRSLITIN réðust ífyrri hálf- leik eftir að við misstum Tim Harvey út af vegna meiðsla. Þáð sló okkur út af laginu," sagði Ríkharður Hrafnkelsson liðsstjóri Snæfells eftir að lið hans hafði tapað fyrir Skalla- grími í Borgarnesi í gærkvöldi, 82:73. Borgnesingar eru þar með komnir af botni deildar- innar og upp að hlið Snæfells með 6 stig. Þór er á botninum með 4 stig, en liðið tapaði fyrir ÍBK nyrðra í gærkvöldi. Jafnræði ríkti með liðunum í Bor- garnesi framan af en lið Skalla- gríms hafði þó oftar yfírhöndina. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan jöfn en þá dró heldur í sundur og var stað- an 40:31 fyrir Skal- lagrími í leikhlé. A fjórðu mínútu síðari hálfleiks fór Maxím Kropatsjef út af með fímm villur en Tim Harvey var þá kominn inná þó haltur væri. Gætti þá i fyrstu taugaveiklunar í liði Skallagríms en leikmenn liðsins náðu sér þó fljótlega á strik. Juku þeir síðan forskot sitt og sigruðu nokkuð örugglega .„Þetta var bar- áttuleikur og þeim fylgir alltaf mik- ið af mistökum. Ég er mjög ánægð- ur með að vinna leikinn, sérstaklega í ljósi þess að við misstum Maxím út af í upphafí síðari hálfieiks. En við verðum að leika betur í bikar- leiknum næstkomandi mánudag á móti KR,“ sagði Birgir Mikaelsson þjálfari og leikmaður Skallagíms eftir leikinn. Kvaðst Birgir ekki síst þakka þykkum áhorfendum sigur- inn í þessum leik. Bestir í liði Skallagríms voru þeir Birgir og Elvar. Hjá Snæfelli voru þeir Bárður Eyþórsson og Tim Harvey góðir. Öruggur sigur ÍBK Keflvíkingar létu Þórsara ekki stöðva sig á þeirri sigurgöngu sem þeir hafa verið og sigruðu þá örugglega á Akur- eyri í gærkvöldi. Heimamenn héldu í við gestina nokkuð fram í síðari hálfleik en þá kom styrkleiki þeirra í ljós og sigurinn var öruggur. Keflvíkingar hófu leikinn af mikl- um krafti, bæði í vörn og sókn, og höfðu náð þrettán stiga forskoti áður en Þórsarar áttuðu sig. Eftir Jón Kr. Gíslason var fremstur meðal jafningja í góðu liði ÍBK á Akureyri. það komust heimamenn inn í leikinn og minnkuðu muninn í tvö Stig, en Keflvíkingar höfðu ávallt frum- kvæðið. „Þrátt fyrir góða byijun okkar vorum við í ströggli með þá lengi vel. Það er greinilegt að [Brad] Casey [þjálfari Þórsara] er að laga vömina og á því komust þeir inn í leikinn aftur,“ sagði Guð- jón Skúlason, Keflvíkingur, við Morgunblaðið eftir leikinn. „En það var greinilegt að undir lokin var þreytan farin að segja til sín hjá þeim, en við nutum aftur á móti breiddarinnar í hópnum,“ sagði Guðjón. Um miðjan síðari hálfleik tóku Keflvíkingar sig á og sigur þeirra var aldrei í hættu. Keflvíkingar léku ágætlega í gærkvöldi en hafa þó oft leikið bet- ur. Liðið var jafnt og e.t.v. ósann- gjarnt að nefna einhvern sérstak- lega, en þó má.geta þess að Jón Kr. Gíslason tók stundum af skarið þegar á þurfti að halda. Leikur Þórsara var gloppóttur, góðir sprettir en mikið af mistökum þess á milli. Joe Harge var mjög sterkur í síðari hálfleik en hitti illa í þeim fyrri. Aðrir leikmenn eiga að geta betur. URSLIT VALUR - UMFT Bikarleikur ó Hlíðarenda sunnudag kl. 20. Skallagr. - Snæfell 82:73 íþróttamiðstöðin í Borgamesi, íslandsmótið í körfuknattleik, Japisdeild, föstudaginn lO.janúar 1992. Gangur leiksins: 2:0, 3:1, 9:5, 15:15, 20:17, 29:23, 37:28, 40:31, 46:37, 51:40, 63:53, 69:59, 76:69, 80:69, 82:73. Stig UMFS: Elvar Þórólfsson 21, Birgir Mikaelsson 21, Maxím Kropatsjef 18, Haf- steinn Þórisson 9, Guðmundur Kr. Guð- mundsson 8, Þórður Helgason 4, Þórður Jónsson 1. Stig Snæfells: Bárður Éyþórsson 32, Tim Harvey 13, Jón B Jónatansson 7, Karl Guðlaugsson 7, Hjörleifur Sigurþórsson 6, Sæþór Þorbergsson 6, Hreinn Þorkelsson 2. Dómarar: Kristinn Oskarsson og Jón Otti Ólafsson stóðu sig vel. Áhorfendur: 450 og héldu mjög góðri stemmningu. Þór-ÍBK 81:99 íþróttahöllin á Akureyri, fslandsmótið i körfuknattleik, Japisdeild, föstudaginn 10. janúar 1992. Gangur leiksins: 0:6, 9:22, 19:24, 26:28, 36:39, 38:47, 46:48, 54:56, 61:75, 68:84, 79:89, 79:95, 81:99. Stig Þórs: Joe Hargé 32, Guðmundur Björnsson 16, Konráð Oskarsson 14, Jóhann Sigurðsson 8, Högni Friðriksson 7, Örvar Erlendsson 2, Björn Sveinsson 2. Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 18, Nökkvi M. Jónsson 15, Jonathan Bow 15, Hjörtur Harðarson 14, Guðjón Skúlason 13, Kristinn Friðriksson 8, Sigurður Ingimundarson 8, Albert Óskarsson 4, Július Friðriksson 2, Brynjar Harðarson 2. Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Al- bertsson. Áhorfendur: 150. Handknattleikur fslandsmótið, 2. deild í gærkvöldi: Völsungur - HKN..............12:28 Körfuknattleikur Bikarkeppni KKÍ: Akranes - Njarðvík...........73:155 Íshokkí íslandsmótið, Bauer-deildin: Skautafélag Reykjavíkur sigraði Skautafé- lag Akureyrar, 7:5, í þriðja leik mótsins á svellinu í Laugardal i gærkvöldi. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 6:0 og 6:1 eftir annan hluta. Knattspyrna Holland - úrvalsdeild í gærkvöldi: MW Maastricht - Ajax Amsterdam..1:4 Visser 10. - Winter 24., Bergkamp 26. og 53., Davids 90. Áhorfendur: 10.000. Spænska bikarkeppnin á fimmtudag. Þriðja umferð, fyrri leikur: Valencia - Barcelona.•..........2:0 Borðtennis Heimsmeistarinn Jörgen Persson frá Sví- þjóð tapaði í gærdag í þriðju umferð á opna enska meistaramótinu í Birmingharn, fyrir Englendingnum Carl Prean, 24:22, 21:10 18:21, 21:17. Prean var svo sleginn út í gærkvöldi, í átta manna úrslitum, er hann tapaði ffyrir Þjóðverjanum Jörg Rosskopf, 21:13, 21:12, 23:21. Um helgina HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla: Digranes: UBK - Stjarnan ....16.30 Strandg.: Haukar-Grótta ....16.30 Valsheimilið: Valur-ÍBV..16.30 1. deild kvenna: Garðabær: Stjarnan - Grótta 13.30 Valsheimilið: Valur - Ármann .........................14.40 2. deild karla: Akureyri: Þór-HKN.........13.30 Sunnudagur: 1. deild karla: Höllin: Fram-HK..........20.15 Kaplakriki: FH - KA......20.00 Víkin: Víkingur - Selfoss.kl.20 1. deild kvenna: Höllin: Fram-KR........:..18.30 Kaplakriki: FH-Haukar....18.30 Vikin: Víkingur-fBK......18:20 2. deild karla: Höllin: Ármann-ÍR.........16.00 Seljaskóli: Fjölnir-Ögri..20.00 Strandgata: ÍH - UMFA.....20.00 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild karla: Seljaskóli: ÍR-UBK.......14.00 1. deild kvenna: Seljaskóli: ÍR-KR........15.30 Sunnudagur: Bikarkeppni karla, 16-liða úrslit: Strandgata: Haukar - Snæfell ........................14.00 Egilsstaðir: Höttur-Þór..14.00 Njarðvík: UMFN-b - ÍBK....16.00 Valsheimili: Valur - Tindastóll ........................20.00 Mánudagun Borgarnes :UhfFS - KR....20.00 1. deild karla: Sandgerði: Reynir-ÍA.....17.00 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG-fBK......18.00 Kennaraskóli: ÍS - Haukar....20.00 BLAK Laugardagur: 1. deild karla: KA-húsið: KA - Þróttur Nes..14 Hagaskóli: ÞrótturR. - HK ...14.00 1. deild kvenna: Höfn: Sindri-ÍS...........14.00 Húsavík: Völsungur-ÞrótturN.16 SKAUTAR ísknattleiksfélagið Björninn og Skautafélag Akureyrar leika í Bau- er deildinni í íshokkí í Laugardal í dag, laugardag, 15. KNATTSPYRNA fslandsmótið i innanhússknatt- spyrnu, 3. og 4. deild, fer fram í íþróttahúsi Fjölbrautarskólans í Breiðholti um helgina. Keppnin í 4. deild klárst í dag og verður úr- slitaleikurinn 19.20. f 3. deild hefst keppni á morgun 10 og stendur til 19. BADMINTON Unglingameistaramót TBR f bad- minton fer fram í TBR-húsundum við Gnoðarvog um helgina. Keppni hefst 14 í dag og verður síðan fram- haldið 10 á morgun. Keppt verður í öllum greinum og flokkum ungl- inga. GOLF Púttmót verður í Golfheimi í Skeifunni á morgun, sunnudag, og stendur yfir frá 08.00 til 20.00. Sportbúð Kópavogs gefur verðlaun. KEILA Hin árlega tvímenningskeppni keilufélagsins Þrastar fer fram í Öskjuhlíð um helgina. Keppni hefst í dag 12 og verður framhaldið á sama tíma á morgun. Laugardagsmót lærlinga fer fram í Öskjuhlíð í kvöld 20. Keppt verður í þremur flokkum. GLIMA Námskeið í glímu hefst mánudaginn 13. janúar kl. 18.30 í íþróttasal Breiðagerðisskóla. Skráning og upplýsingar í síma 670858 sunnudaginn 12. janúarkl. 13.00-18.00. Víkverji, glímudeild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.