Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 Brids Umsjón: Arnór Ragnars- son Bridsfélag Hreyfils Áttunda umferð í sveita- keppninni vai spiiuð sl. mánu- dag. Staða efstu sveita er þannig þegar þrem umferðum er ólokið: Sveit Óskars Sigurðssonar 181 Sveit Daníels Halldórssonar 180 Sveit Sigurðar Ölafssonar 142 Sveit Birgis Sigurðssonar 130 Sveit Árna Kristjánssonar 128 Næsta umferð verður spiluð mánudaginn 13. janúar. Þá spila m.a. saman sveitir Óskars og Daníels, og verður að telj- ast Iíklegt að þar vérði um úrslitaleik að ræða. Bridsdeild Húnvetningafélagsins Spilaður var eins kvölds tví- menningur í tveimur riðlum, 14 og 10 para, sl. miðvikudag og urðu úrslit eftirfarandi: A-riðiil: Birgir Sigurðsson - Guðlaugur Nielsen 203 Agnar Kristinsson - Erlendur Jónsson 191 Eysteinn Einarsson - Kári Siguijónss. 188 B-riðill: Magnús Sverrisson - Guðlaugur Sveins- son _ 119 SteinþórÁsgeirsson-ÁmiÞorvaldss. 118 (Agnar)-Benedikt 118 Næsta miðvikudag hefst aðalsveitakeppnin. Skráning er hjá Valdimar í síma 37757 en hann getur einnig aðstoðað við myndun sveita. Spilað er í Húnabúð, skeifunni 17, kl. 19,30. Bridsdeild Rangæinga Hafin er Barómeter-tví- menningur með þátttöku 22 para. Staða efstu para: Bragi Halldórsson - Hreinn Halldórsson 70 Helgi Straumfjörð - Sigurleifur Guðjóns- son 68 Þorsteinn Kristjánsson — Rafn Kristjáns- son 57 Páll Vilhjálmsson - Rúnar Guðmundsson 53 ÁmiJónasson-EiríkurHelgason 48 Bridsdeild Sjálfsbjargar Starfsemin á nýja árinu hefst mánudaginn 13. janúar og hefst þá aðalsveitákeppni vetr- arins. Spilað er í félagsheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12 og hefst spilamennskan kl. 19. Keppnisstjóri er Páll Sigurjóns- son. Bridsdeild Víkings Þriggja kvölda tvímenningur hefst nk. þriðjudag. Spilað er í Víkinni. Þátttaka tilkynnist í síma 31924. _ _ ........ Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Pao var mikill fjöldi furðuvera sem voru við brennuna. Brenna í Vognnum ekki aðeins álfar, púkar, ggýla og leppalúði og jóla- sveinar sem mæta, því fjöl- breytileikinn er mikill. Sem dæmi má nefna félagana Karíus og Baktus, gangandi kókdós, flugelda, jólatré og þannig mætti lengi telja. Við brennuna fór fram flugelda- sýning, og við lok hennar var gengið í félagsheimilið Glað- heima en þangað buðu álfa- kóngur og álfadrottning þátttakendur til að dansa jólin út og var húsfyllir. Þegar dansinn hafði staðið nokkra stund í Glaðheimum var tilkynnt hverjir hefðu unnið til verðlauna fyrir bún- inga. Meðal verðlaunahafa voru bangsi, gamall maður, Karíus og Baktus, álfur og fleiri, dæmi eru um að sömu aðilar vinni til verðlauna ár eftir ár. Mikill metnaður er lagður í að þessi skemmtun takist sem best og taka flest öll félög í hreppnum þátt til að allt takist vel. - E.G. Vogar. MIKIL þátttaka var í Þrettándagleðinni í Vog- um, sem fór vel fram í fallegu veðri, á þrettánda degi jóla. Dagskráin hófst við Stóru-Vogaskóla, þar sem safnast var saman og gengið að brennu á Stóru-Vogatúni, :en fyrir göngunni fóru álfa- kóngur og álfadrottning sem voru í hlutverkum systkin- anna Sævars Símonarsonar og Þórdísar Símonardóttur, eins og hefur verið í mörg ár. Við brennuna voru sungn- ir álfasöngvar og stiginn álfadans og þangað kom mikill fjöldi furðuvera. Það sást strax að margir höfðu lagt í mikla vinnu í gerð búninga, enda leggja margir hart að sér að ná í verðiaun sem eru veitti fyrir bestu búninga kvöldsins. Það eru ...OG DANSINN DUNAR... Hljómsveitin Smellir og Ragnar Bjarnason ásamt Evu Ásrúnu Albertsdóttur í léttri _________sveitlu fram á rauða nótt.__________ Aögangseyrirkr. 800,- Snyrtilegurklæönaöur. Opiöfrákl. 22-03. BREYTT OG BETRA DANSHÚS Songvarmn frabæri RICHARD SCOBIE Songvari og munnnorpuleikari TREGASVEITARINNAR SIGURÐUR SIGURDSSON FJOLMIÐLABLUSINN: FULLTRUAR PRESSUNNAR: DÓRA EINARS, SÖNGUR KARL TH. BIRGISSON, GÍTAR. SJAUMST I KvOLD! PULSINN Leikið af hjartans lyst Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Af fingrum fram („Imp- romptu“). Sýnd í Iláskóla- bíói. Leikstjóri: James Lapine. Handrit: Sarah Kernochan. Aðalhlutverk: Judy Davis, Hugh Grant, Mandy Patinkin, Bernad- ette Peters, Julian Sands, Ralph Brown, Emma Thompson, Anna Massey. Af fingrum fram er gam- anmynd með alvarlegum undirtón sem segir frá því hvernig rithöfundurinn George Sand fellur fyrir pólska tónskáldinu Frédéric Chopin. Inní þá sögu bland- ast nokkrir helstu listakraft- ar síðustu aldar eins og Franz Liszt og málarinn Eugene Delacroix, menn- ingarsnobb og menningar- vitar. Það er úrvalslið leik- ara sem fer með aðalhlut- verkin og hver og einn, utan Julian Sands, fer á kostum. Betri og skemmtilegri leik er varla að hafa í bíóhúsun- um um þessar mundir. Ástralska leikkonan Judy Davis leikur hina ástföngnu George Sand, kvenrithöf- undinn sem skrifaði undir karlmannsheiti og klæddist karlmannsfötum en féll kyl- liflöt fyrir píanósnillingnum og tónskáldinu Chopin. Ólíkari einstaklinga er vart hægt að hugsa sér miðað við lýsingu á þeim í mynd- inni. Eins og Davis leikur Sand er hún grófgerð öll og karlmannleg í framkomu, ekki sérstaklega alvörugefin en með öllu ástsjúk. Hugh Grant leikur Chopin og ger- ir það frábærlega eins og hann sé fínlegasta vera sem uppi er, veikluleg kveif, afar kvenlegur ef svo má segja, og má ekki vamm sitt vita. Þau hittast í samkvæmislífi Parísarborgar en leikurinn færist út í sveitina þegar menningarsnobb eitt bíður þeim og Liszt og Delacroix til tveggja vikna dvalar á herragarði sínum. Leikstjórinn James Lap- ine og handritshöfundurinn Sarah Kemochan, sem er eiginkona hans, hafa gert úr þessu mynd sem hlaðin er kaldhæðni, andríki og hnyttni, særðum tilfinning- um, látaleik, undirferli, dá- samlegu menningarsnobbi og mest af öllu, ást. Lapine er sviðsleikstjóri,, og Af fingrum fram er hans fyrsta bíómynd. Hún er vel bók- menntaleg og byggir á orðs- ins list en er hvergi úr hófi sviðsleg. Bestu atriðin, þar sem myndin verður bæði meinhæðin og kvikindisleg, eru með Emmu Thompson í hlutverki yfírmáta snob- baðrar herragarðsfrúar sem býður listamönnunum á herragarðinn til að baða sig í frægðarljóma þeirra. Thompson, sem gift er Ken- neth Branagh, er hreinasta perla í hlutverkinu þar sem hún skríður fyrir algerlega ósnortnum listamönnunum, sem síðar hæðast að þessum ákafa gestgjafa sínum þar til hið bamalega snobb vek- ur samúð. Hnotubijótsprinsinn („The Nutcracker Prince“). Sýnd í Regnbog- anum. Raddir: Kiefer Sut- herland, Megan Follows, Mike MacDonald, Peter O’Toole. Leikstjóri: Paul Schibli. Hnetubijótsprinsinn er kanadísk teiknimynd sem byggir á frægu æfíntýri E.T.A. Hoffmans um hnetubijótinn og músa- kónginn, sem gert hefur verið frægt með klassísk- um ballett og tónlist Tsjajkovskíjs. I teiknimyndinni leikur Sinfóníuhljómsveit Lund- úna tónlist meistarans. Það er talsvert lagt í myndina af góðum hæfileikum þó að gæði teikninganna nái kannski ekki alveg gæðum Disney-fyrirtækisins, sem gjarna er notað til viðmið- unar, þótt ekki sé það sann- Af fingrum fram er mynd fyrir þá sem unna góðum bíómyndum og kvarta sífellt undan einhæfu bíómynd- aúrvali. Persónurnar eru líf- legar og skemmtilegar og leikurinn er sérstaklega frísklegur enda afar vel skipað í flest hlutverkin. Mandy Patinkin er ærsla- fullur fyrrum ástmaður Da- vis og bóhem; Bernadette Peters er útsmogin keppi- nautur Davis; Julian Sands leikur mann Peters, tón- skáldið Lizst, en það er eins og hann eigi í erfíðleikum með að falla inní þessa ver- öld; Hugh Grant §r frábær- lega siðprúður og fíngerður Chopin; Emma Thompson er unaðslegt menning- arsnobb og loks er Judy Davis svo yfír sig ástfangin að hún fórnar karlmanna- fötunum og klæðir sig í kjól í pólsku fánalitunum til að vekja athygli Chopins. gjarnt að öllu leyti. Myndin gerist á síðustu öld og er n.k. þroskasaga stúlku sem heyrir ævintýr- ið um hnetubijótinn hjá leikfangasmiðnum frænda sínum og áður en hún veit af er hún lent í átökunum miðjum á milli góðs og ills, þ.e. hnetubijótsprinsins, sem er ungur drengur í álögum, og músakóngsins ógurlega, en móðir hans, músadrottningin, hneppti strák í álög. Hnetubijótsprinsinn er falleg teiknimynd og nost- ursamlega gerð fyrir yngri krakka. Bardagaatriðin á milli góðu brúðanna með hnetubijótinn í broddi fylk- ingar og músahersins eru spennandi og vel gerð og raddir leikaranna, en fræg- astir þeirra eru Kiefer Sut- herland og Peter O’Toole, falla vel að persónunum. Teikiiimyndin um hnetubrj ótinn pIiorgMtiMaiíiííi Meira en þúgeturímyndaó þér! Rúnar Þór og félagar ásamt Þorsteini Magnússyni, gítarleikara skemmta gestum Rauða ljónsins í kvöld Snyrtilegur klæðnaður Hefst kl. 13.30____________ j Aðalvinninqur að verðmæti________ ?! ;________100 þús. kr.______________ I! Heíldarverðmæti vinninqa um — TEMPLARAHOLLIN _________300 bus. kr. __Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.