Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 Minning: Margrét Stefánsdótt ir, Stóru-Hildisey Fædd 17. janúar 1918 Dáin 1. janúar 1992 Með fáeinum orðum langar mig að kveðja góðan kunningja, Mar- gréti Stefánsdóttur, fyrrum hús- freyju í Stóru-Hildisey í Austur- Landeyjum. Margrét var af þeirri kynslóð sem mestar breytingar hefur lifað á þessu landi. Kynslóð sem var alin upp við að gjörnýta allt sem þurfti til að komast af, kynslóð sem kunni að neita sér um óþarfa, en upplifir á ævikvöldi allsnægtaþjóðfélagið og sífellt hraðari dans þess í kringum „gullkálfinn". Vegarnesti hennar út í lífið var því nægjusemi og dugnaður. Hún vann öll sín verk, hvort sem það var við bústörf eða innan veggja heimilisins af miklum myndarskap, hljótt og örugglega. Aldrei sáust óunnin verkefni sem biðu, né heldur að kastað hefði verið til höndum við vinnu sína. Þá kunni hún ekki heldur að eyða í óþarfa, jafnvel þó að efnin væru ekki síður fyrir hendi en annars staðar. Hvergi var of, en ekki heldur van. Það sem mér finnst hafa ein- kennt Margréti að öðru leyti var æðruleysi hennar og jafnaðargeð. Tilfinningar sínar bar hún ekki á torg né ræddi persónuleg málefni. Þetta getur víst kallast að vera lok- aður, en hún virtist búa yfir nægum innri styrk til að hreinsa sig af erfið- um málum hjálparlaust. Fjasaði ekki um liðna tíð, heldur leit skjótt fram á veg og leitaði leiða út úr erfiðleikum. Þetta sást vel þegar hún missti eiginmann sinn, Guð- mund Pétursson, árið 1982, 67 ára að aldri og einnig síðastliðið sumar er eldri sonur hennar, Stefán, lést af slysförum. Ekki minnist ég þess að hafa séð hana skipta skapi, en þó gat hún verið mjög ákveðin og föst fyrir. Hinsvegar var stutt í gamansemi hjá henni og þarf ekki að grafa djúpt í minningamar til að heyra hlátur hennar í eldhúsinu í Stóru- Hildisey. Það var alltaf gott að koma í eldhúsið til hennar, hún var gestris- in og hafði mjög gaman af að fá gesti. Tók hún öllum jafn vel, var skrafhreyfin og var óðara búin að bera fram kaffi og með því. Þá hafði hún gaman af að sitja í hópi kunningja, ekki síður þeirra yngri en hinna eldri, taka þátt í spjalli og fylgjast með umræðum. Gat hún þá á góðri stund þegið staup, sem hún notaði af hófsemi, eins og henn- ar var von og vísa. Hin síðustu ár átti hún við erfið- an sjúkdóm að stríða, en ekki held ég að henni hafi nokkurn tíma dott- ið í hug að gefa sig gagnvart honum og aldrei heyrði ég hana vorkenna sér eða kvarta. Bar hún sig hins vegar ætíð vel og fylgdist af áhuga með búskapnum og því fólki sem hún þekkti. Hún dvaldist í Stóru-Hildisey til dauðadags, hjá Pétri syni sínum og fjölskyldu hans, í góðu yfirlæti og umönnun. Með þessu þakka ég og fjölskylda mín Margréti fyrir samfylgdina. Fari hún í Guðs friði. Pétri, Gunnu og ömmubömunum hennar sendum við okkar bestu samúðarkveðjur. Elvar Eyvindsson í dag, laugardaginn 11. janúar, verður jarðsungin frá Voðmúla- staðakapellu Margrét Stefánsdóttir húsfreyja í Stóru-Hildisey í A-Land- eyjum. Hún lést á nýársdag í Landspítalanum í Reykjavík. Þess- arar frænku minnar og góða vinar ætla ég nú að minnast með nokkrum orðum. Margrét Stefánsdóttir var fædd 17. janúar 1918, í Yzta-Koti í V-Landeyjum. Hún var skírð í höf- uðið á Margréti móðurömmu sinni. • Margrétarnafnið er mjög gamalt í ættinni. Auðvelt er að rekja það til Margrétar Guðmundsdóttur (1768-1843) húsfreyju á Efri-Hól undir EyjaQöIIum árið 1816 eða til Margrétar Jónsdóttur (1778-1857) húsfreyju í Krosshjáleigu í A-Land- eyjum árið 1816 en síðar á Lamba- felli undir Eyjafjöllum. Foreldrar Margrétar vom hjónin Stefán Jónsson (1875-1923) frá Butru í A-Landeyjum, bóndi í Yzta- Koti frá 1917 til dauðadags, og Sigurbjörg Gísladóttir (1887-1973) húsfreyja í Yzta-Koti. Systkini Margrétar eru Gísli Júl- íus, (f. 1915) bóndi á Yzta-Koti og Marta, (f. 1921) ráðskona á sama stað, fyrst hjá móður sinni en síðar bróður. Marta missti heilsuna fyrir aldur fram árið 1983 og hefur verið undanfarin ár sjúklingur á Ljósheim- um á Selfossi. Stefán Jónsson var fæddur i A- Landeyjum, sonur hjónanna í Butru, Jóns Þorleifssonar (1845-1906) og Margrétar Hjaltadóttur (1841- 1895). Jón var ættaður úr Rangár- vallasýslu en Margrét úr V-Skafta- fellssýslu. Systir Stefáns var Jó- hanna Sigríður Jónsdóttir (1878- 1967) lausakona. Hún var í áratugi til heimilis hjá Sigurbjörgu mágkonu sinni í Yzta-Koti. Sigurbjörg Gísladóttir var fædd á Seljavöllum undir A-Eyjafjöllum, dóttir hjónanna þar, Gísla Guð- mundssonar (1852-1890) frá Selja- völlum og Margrétar Sigurðardóttur (1857-1949) frá Hvammi undir Eyjafjöllum. Gísli fórst í lendingu við Austurijallasánd vorið 1890. Margrét bjó nokkur ár eftir það áfram á Seljavöllum með seinni manni sínum, Hjörleifí Jónssyni, (1872-1931) en frá 1901 til 1919 í Stóru-Hildisey. Hjörleifur var fæddur í Eyvindar- hólasókn, sonur Jóns Jónssonar (1837-1908) bónda á Lambafelli og Salvarar Hjörleifsdóttur (1836- 1920) vinnukonu. Margrét og Hjör- leifur voru barnlaus en tóku í fóst- ur, eftir jarðskjálftann á Suðurlandi árið 1896, hálfsysturdóttur Hjör- leifs, Guðrúnu Pálsdóttur (1894- 1967) frá Bakkakoti á Rangárvöll- um. Guðrún var lengi húsmóðir í Reykjavík, gift dr. Birni Karel Þór- ólfssyni (1893-1973), skjalaverði á Þjóðskjalasafninu. Systkini Sigurbjargar voru þessi: Guðmundur Gíslason (1883-1969), lengi útvegsbóndi á Vilborgarstöð- um í Vestmannaeyjum en síðast símamaður í Reykjavík, kvæntur Oddnýju Elínu Jónasdóttur af Álfta- nesi. Dýrfinna Gísladóttir (1884- 1958), húsfreyja í Ytri-Hól í V-Landeyjum, gift Magnúsi Andrés- syni frá Hemlu. Gissur Gíslason (1888-1964) lengi bóndi í Litlu- Hildisey í A-Landeyjum, kvæntur Ámýju Sigurðardóttur (1889-1988) frá sama stað. Sigurbjörg bjó ekkja í Yzta-Koti í hálfa öld með börnum sínum, kunn að dugnaði og hjartahlýju. Heimili hennar var rómað fýrir hreinlæti og myndarskap. Umhyggja hennar fyr- ir gestum og gangandi var einstök. Það vissu allir að þaðan fór enginn svangur. Andrúmsloft heimilisins var þannig að öllum leið vel. Snúningastrákar, og aðrir krakk- ar sem dvöldu þar meira eða minna á sumrin, reyndu að komast austur á vorin strax eftir skóla og helst ekki fara suður til Reykjavíkur fyrr en daginn sem skólinn byijaði. Margrét vann á búi móður sinnar í Yzta-Koti ásamt systkinum sínum alveg til ársins 1959, þegar hún hóf búskap með Guðmundi Péturssyni (1915-1982) bónda í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum. Margrét og Guðmundur gengu í hjónaband 18. desember árið 1960. Stóra-Hildisey er vel meðalstór jörð. Guðmundur hafði tekið við búi þar að fullu árið 1957. í búskapar- tíð Guðmundar og Margrétar var unnið sleitulaust að uppbyggingu á jörðinni, hún ræktuð og stækkuð og nýjar byggingar reistar og allar helstu vélar keyptar sem nauðsyn- legar eru í nútíma búskap. Sonur Margrétar og Guðmundar er Pétur Guðmundsson (f. 1960) bóndi í Stóru-Hildisey. Sambýlis- kona Péturs er Else-Gunn Graff frá Noregi. Synir þeirra eru Guðmundur Atli og Andrés. Margrét eignaðist einn son, Stef- án, fyrir hjónaband með Kristjáni Péturssyni, (f. 1921) frá Stóru-Hild- isey. Stefán Kristjánsson (1949- 1991) var síðast bóndi á Yzta-Koti. Hann fórst í vinnuslysi í Hvolsvelli á miðju síðastliðnu sumri. Stefán lét eftir sig sex börn, þar af tvö fóstur- börn og sambýliskonu. Þeir Guðmundur og Kristján Pét- urssynir voru bræður, synir Péturs Guðmundssonar (1893-1959) og Soffíu Guðmundsdóttur (1892- 1976). Pétur og Soffía voru lengi búandi í A-Landeyjum, fyrst í Sels- hjáleigu en frá árinu 1936 í Stóru- Hildisey. Þau voru bæði ættuð úr A-Landeyjum. Minningar mínar um Margréti eru margar og kærar. Fyrst frá þeim árum þegar ég var smástrákur með foreldrum mínum í heimsókn í Yzta- Koti. Strax þá tókust sérlega góð kynni með okkur Stefáni heitnum syni hennar. Það var fastur siður foreldra minna að heimsækja flest sumur skyldfólk föður míns austur í Rangárvallasýslu. En Sigurbjörg í Yzta-Koti var afasystir mín. Það var venja í Yzta-Koti að þar væri í það minnsta einn snúninga- strákur. Mörg sumur voru þeir tveir og a.m.k eitt sumar voru þrír strák- ar. Ég var svo heppinn að fá að vera þar mörg sumur sem snúninga- strákur. Þá voru Margrét og Stefán flutt til Guðmundar í Stóru-Hildisey. En mikill samgangur var á milli heimilanna og auðvitað þurftum við Stefán oft að hittast. Umhyggja hennar og hlýtt viðrhót við snúningastrákana í Stóru-Hildis- ey var ætíð hið sama þar og í Yzta- Koti enda sóttust þéir eftir því að vera sumar eftir sumar. Margrét var frá unga aldri áhuga- söm um menningar- og félagslíf, og sjálfri sér samkvæm, góður félagi í kvenfélaginu Bergþóru í V-Landeyj- um. Þegar kvenfélagið hélt upp á fimmtíu ára afmælið árið 1985 var Margrét gerð að heiðursfélaga þess. Ég fann fljótt að Margrét var lík í ytra útliti Jóhönnu Sigríði, föður- systur sinni, en hafði þetta stóra hlýja hjarta Sigurbjargar móður sinnar, samt heldur glaðari í daglegu fasi. Vinnusöm og ósérhlífín með afbrigðum, eins og þær báðar, hvort sem var úti eða inni. Ég held að hvorki hún né Guðmundur maður hennar hafi hreinlega skilið orðið hangs og leti eða að þetta og hitt 'mætti gera á morgun, svo kappsöm sem þau voru við búskapinn í Stóru- Hildisey. Guðmundur var harðduglegur og vel liðinn heiðursmaður. Hann veikt- ist síðla hausts 1982 og var allur um miðjan desember sama ár. Við lát Guðmundar tók Pétur sonur þeirra við búskapnum í Stóru-Hild- isey. Margrét var lengst af heilsu- hraust en var fyrir löngu orðin slitin manneskja af mikiíli vinnu. Fyrir fjórum árum veiktist hún af erfiðum sjúkdómi, sem nú hefur dregið hana til dauða. Óbilandi kjarkur og með- fædd seigla hennar hafa örugglega hjálpað henni í baráttunni við sjúk- dóminn." Hún kunni ekki annað en að duga á meðan stætt var. Hér er komið á framfæri þakk- læti til lækna og starfsfólks á deild 11E á Landspítalanum fyrir hjúkrun í veikindum hennar. Fjölskylda mín sendir öllum af- komendum og vandamönnum Margrétar, innilegar samúðarkveðj- ur, sömuleiðis öldruð móðir mín sem þakkar áratuga kynni við systkinin frá Yzta-Koti. Guð blessi minningu Margrétar í Stóru-Hildisey. Þorgils Jónasson Minningarsiöður Skjols Sími 688500 + Móðir okkar, er tátin. RAGNHEIÐUR HANNESDÓTTIR, Haga, Selfossi, Synir hinnar latnu. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LIUU TORFADÓTTUR, Laugarnesvegi 51, Reykjavík. Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk Landakotsspítala. Geirmundur Guðmundsson, Sigurrós Geirmundsdóttir, Móses Geirmundsson, Ingibjörg Geirmundsdóttir, Sædis Geirmundsdóttir, Torfi Geirmundsson, Númi Geirmundsson, Rúnar Geirmundsson, . Elinborg Geirmundsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR J. SÍMONARSON fyrrv. lögregluþjónn, Álftamýri 75, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 14. janúar kl. 15.00. Kristín Auðunsdóttir, Vilhelmína Ólafsdóttir, Björn Ævar Steinarrsson, PéturÓJafsson, Margrét Hilmarsdóttir, Símon Ólafsson, Guðrún Sch. Thorsteinsson, Magnús Ólafsson og barnabörn. t SIGRÍÐUR HANNESDÓTTIR, Selvogsgrunni 3, áður Hjallavegi 32, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 31. desember 1991. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð. Dætur, dætrabörn og aðrir aðstandendur. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR, Skeljagranda 3, sem lést 2. janúar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudag- inn 13. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Kristberg Jónsson. t Okkar innilegustu þakkir og kveðjur til ykkar allra, sem sýnduð okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ástkærs eiginmanns, föð- ur, tengdaföður og bróður, BALDVINS ÞORSTEINSSONAR skipstjóra, Kotárgerði 20, Akureyri. Megi heill og hamingja fylgja ykkur. ^ Björg Finnbogadóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, Margrét Baldvinsdóttir, Ingi Björnsson, Finnbogi Alfreð Baldvinsson, Anna Jóna Guðmundsdóttir, Vilhélm Þorsteinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.