Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 Nýjung’ar í bílatryg'gingum eftir Gísla Örn Lárusson Nýjungar í bílatryggingum, sem Skandia-Island hefur síðustu vikur kynnt íslenskum neytendum, hafa vakið mikla athygli og umræðu manna á meðal. Viðbrögð neyt- enda sanna líka ótvírætt, að þeir taka nýbreytni félagsins fagnandi, því satt að segja hafa átján sí- malínur Skandia-ísland verið rauð- glóandi síðan félagið byrjaði að kynna nýjungar sínar á sviði bíla- trygginganna. Onnur tryggingafélög hafa jafn- framt vaknað upp af blundi sínum, og vilja nú allt í einu fara að hlúa miklu betur að viðskiptavinum sín- um en áður. Um það vitna til dæm- is viðbrögð VÍS,_sem í kjölfar kynn- ingar Skandia-Island á nýjungum sínum á sviði bílatrygginga hefur gripið til þess ráðs að bjóða kjör, sem virðast tekin nær orðrétt upp úr tilboðum okkar. Það staðfestir hins vegar strax í upphafi, að gömlu félögin óttast samkeppnina frá Skandia-ísland og viðurkenna þar með, að hinar nýju aðferðir félagsins eru tímabærar og áttu rétt á sér. Á tryggingamarkaðnum hefur alltof lengi ríkt stöðnun, sem hefur með margvíslegum hætti bitnað á neytendum. Sú samkeppni, sem þegar er byijuð í kjölfar þeirra nýjunga sem Skandia-ísland er að innleiða, hefur þegar breytt þessu. Og þó okkur tækist ekkert annað en auka samkeppnina er betur af stað farið en heima setið. Aukin samkeppni getur ekki leitt til ann- ars en bóta fyrir neytendur. Hvað er Skandia? Skandia-ísland er hluti af Skandia-samsteypunni, sem rekur tryggingastarfsemi um allan heim. Skandiá lítur eigi að síður á Norðurlöndin, þar með talið ísland, sem sinn heimamarkað. Hinn ís- lenski hluti þess er Skandia-ísland, sem er hins vegar alíslenskt fyrir- tæki, skráð hér á landi og lýtur í einu og öllu íslenskum lögum. Bakhjarl okkar er eigi að síður móðurfyrirtækið Skandia. Það byggir á afar traustum grunni. Skandia var stofnað um miðja síð- ustu öld, eða áður en nokkurt tryggingafélag hóf starfsemi sína á íslandi. Sem dæmi um fjárhags- Iegt bolmagn þess má nefna, að árið 1990 var velta Skandia 350 milljarðir íslenskra króna en sama ár var heildarvelta alls íslenska tryggingamarkaðarins 12-13 millj- arðir. Til að fyrirbyggja misskilning, er jafnframt rétt að undirstrika að Skandia-ísland býður ekki aðeins upp á bílatryggingar, heldur allar tryggingar. Fyrir þá sem vilja er því hægur vandi að flytja allar tryggingar sínar yfir til félagsins um leið og bílatryggingarnar. Skortur á samkeppni Það verður að segjast umbúða- laust, að ástandið sem enn ríkir á bílatryggingamarkaðnum nálgast það mjög að vera einokun. í orði kveðnu hafa félögin verið í sam- keppni, en í rauninni eru iðgjöld og skilmálar ótrúlega svipuð. Vitanlega hefur þessi skortur á samkeppni komið niður á neytend- um. Við hjá Skandia-ísland höfum Runólfur A. Þórarinsson cand. mag., löngum fulltrúi í Mennta- málaráðuneytinu, er sjötugur í dag, f. á Látrum í Mjóafirði vestra 11. janúar 1922, sonur Þórarins Helgasonar bónda þar og Kristínar Guðrúnar Runólfsdóttur kennara. Runólfur varð stúdent á Akur- eyri 1944, en lauk cand. mag. prófi í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands 1950, stundaði síðan fram- haldsnám i fornleifafræði og norskri menningarsögu við Oslóar- háskóla 1951-52. Hann kenndi síð- an við nokkra skóla fáein ár, unz hann réðst fulltrúi á Fræðslumála- „Við hjá Skandia-ísland höfum nú ákveðið að rjúfa þá einokun sem ríkir á sviði bílatrygg- inga og bjóðum því öku- mönnum 30 ára og eldri iðgjöld sem eru 9-26% lægri en hin félögin hafa gert.“ nú ákveðið að ijúfa þá einokun sem hefur ríkt á sviði bílatrygginga og bjóðum því ökumönnum 30 ára og eldri iðgjöld sem eru 9-26% lægri en hin félögin hafa gert. Með þessu tilboði vill félagið gefa landsmönnum tækifæri til að leggja sitt af mörkum til þess að iðgjöld á íslandi verði sambærileg við önnur lönd. Viðbrögð neytenda við nýjungum okkar ráða hins veg- ar úrslitum um hvort viðleitni okk- ar til að innleiða samkeppni og þar með lægri iðgjöld nær árangri. skrifstofunni 1956, gegndi því starfi 10 ár, en var svo síðan deild- arstjóri 2 ár. Að því búnu var hann skipaður fulltrúi í Menntamála- ráðuneytinu. Ekki verða hér talin öll þau mörgu nefndarstörf, er hann vann á vegum ráðuneytisins né heldur greint frá þátttöku hans í ýmsum félagsmálum, heldur er einungis ætlunin að þakka samstarfið við hann á liðnum árum og gömul og góð kynni allt frá skólaárunum. Þar sem Runólfur starfaði dengi í safna- og listadeild ráðuneytisins, átti ég oft erindi við hann vegna Gísli Örn Lárusson Öðru vísi þjónusta Ein af þeim aðferðum, sem móðurfyrirtæki Skandia-ísland hefur notað til að bæta þjónustuna Landsbókasafns. Leysti hann þau erindi jafnan vel og stundum mjög Afmæliskveðja: Runólfur A. Þórar- insson cand. mag. samfara því að lækka verðið, er að færa tengsl viðskiptavinarins og tryggingafélagsins sem mest yfir á símasamskipti. Með því er tryggt, að viðskiptavinurinn getur haft mjög skjót og góð sambönd við félagið, án þess að þurfa að leggja á sig sérstaka ferð á skrif- stofur þess. En um leið verður þjónustan ódýrari í framkvæmd, og þannig er hægt að koma í kring enn frekari verðlækkun. Þessi aðferð ryður sér nú ört til rúms í bílatryggmgum vítt um lönd, og Skandia-ísland hefur nú tekið upp þessa aðferð hér á landi. íslendingar eru hins vegar lítt van- ir þessu samskiptamynstri í við- skiptum sínum við tryggingafélög, og því óvíst hvernig þeim líkar það. En gefi þetta góða raun, þá munum við freista þess að lækka verðið enn frekar í framtíðinni. Að lokum er vert að minna á, að um 40% trygginga á einkabílum endurnýjast 1. mars. Ætli menn að skipta um félag geta þeir það ekki nema segja upp tryggingunni fyrir 1. febrúar. Ánnars eru þeir bundnir hjá gamla félaginu í eitt ár enn. Þetta ættu þeir að hafa í huga, sem hyggjast af eigin raun notfæra sér þau lágu iðgjöid sem Skandia-ísland býður nú upp á. Höfundur er forstjóri Skandia-ísland. snarlega, þegar því var að skipta. Hefði Runólfur ekki hleypt heimdraganum, heldur gerzt bóndi og útróðrarmaður við Djúp, hefði hann getað tekið undir með Sig- hvati skáldi, er hann orti: Kátr vask opt, þás úti örðigt veðr á fjörðum vísa segl í vási vindblásit skóf Strinda. Runólfur situr nú á afmæli sínu suðrá Spáni. Trúi ég ekki öðru en konur þar syðra muni líta út, þeg- ar svo riddaralegur maður sem Runólfur gengur þar um götur. Eða líkt og segir í einni ferðavísu Sighvats skálds: Ut munu ekkjur líta allsnúðula prúðar, fljóð séa reyk, hvar ríðum Rögnvalds í bæ gögnum. Ég árna Runólfi Þórarinssyni allra heilla á sjötugsafmæli hans og vona, að hann megi lengi iifa glaður og ern. Finnbogi Guðmundsson. \ UTSALA - UTSALA Alllað 70% afsláttur HAGKAUP s4C£tí eimtl £ená

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.