Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.01.1992, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1992 Gunnlaugw Gíslason Minning Fæddur 27. mars 1898 Dáinn 4. janúar 1992 Tengdafaðir minn, Gunnlaugur Gíslason, fyrrum bóndi á Sökku á Svarfaðardal, er látinn. Hann kvaddi þetta líf í Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík, laugardaginn 4. janúar sl. í huga mínum átti þessi greindi, glöggi og dugmikli bóndi, andlega séð, alltaf mikið sammerkt með öðrum og þekktari fulltrúa bænda- stéttar, Klettafjallaskáldinu, Steph- ani G. Stephanssyni. Fleygar ljóð- línur Stephans munu á fáum hafa sannast betur en Gunnlaugi á Sökku: Þitt er menntað afl og ðnd, eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Engum, sem kynntist Gunnlaugi, mun hafa blandast hugur um, að hann hafði þau í ríkum mæli til að bera þessi þrjú skilyrði Stephans G. fyrir menntun, sem síðari tvær ljóðlínumar greina. Ég hef í raun engum manni kynnst, sem betur hefur sameinað í lífi sínu vandaða verkmenningu og fleygan hug, sem sífellt leitaði meiri visku, styrks og fegurðar á hinum andlegu leiðum. Bak við þetta stóð svo hans kær- leiksríka hjarta, sem gaf mér svo mikið þá nærri fjóra áratugi, sem leíðir okkar lágu saman, að ég hlýt að minnast hans hér. Gunnlaugur var dæddur að Syðra-Hvarfi í Skíðadal 27. mars árið 1989, sonur Gísla Jónssonr bónda þar og konu hans Ingibjarg- ^tíir Þórðardóttur. Stóðu að þeim hjónum báðum sterkir stofnar svarfdælskra bændaætta. Þau Gísli og Ingibjörg keyptu Hof í Svarfað- ardal og fluttu þangað vorið 1904. Þar ólst Gunnlaugur upp næstelstur fimm systkina, sem komust til full- orðinsára. Ekki mun það ofsagt, að heimili þeirra Gísla og Ingibjargar hafi borið stekan svip jafnt verklegrar sem andlegrar menningar. Þau voru bæði með afbrigðum verkhög, hún iistamaður í öllu er að tóvinnu laut, hann þjóðhagasmiður. Svo var í heimili hjá þeim ömmubróðir Gunn- laugs, Þorsteinn Þorkelsson, sálma- skáld, fræðimaður og kennari. >. .Hann var þjóðságnasafnari, mikill bókamaður og frumkvöðull að stofnun Lestrarfélags Svarfdæla. Gunnlaugur minntist hans gjarnan sem fóstra síns, enda mun Þorsteinn hafa haldið í hönd með honum hans fyrstu ár. Menntunaráhugi var mik- ill í Svarfaðardal á þessum árum og Gunnlaugi nægði ekki skyldu- fræðslan. Hann sótti sér framhalds- nám, fyrst til sr. Stefáns Kristíns- sonar á Völlum, en síðan einnig í unglingaskóla, sem þeir Þórarinn Eldjám og Snorri Sigfússon voru með á Völlum og Dalvík. Gunnlaug- ur reyndist ágætur námsmaður og fékk sterka hvatningu frá kennur- um sínum til gagnfræðanáms. Af ^iví gat þó ekki orðið. En haustið 1919 fór hann til búfræðináms heim að Hólum. Þar kenndu þá ýmsir afburðamenn og hafði Gunnlaugur mikið gagn af þeirri skólavist, sem lauk með búfræðiprófi vorið 1921. Með skarpri greind og þeirri and- legu leiðsögn, sem víðsýnir hæfi- leikamenn veittu Gunnlaugi, .var honum gefin sterk undirstaða og sívakandi löngun til aukinnar þekk- ingar, sem ekki varð fengin með öðru en sjálfsnámi. En það var líka stundað þannig, að Gunnlaugur varð gagnmenntaður maður, sem ■^hvergi þurfti að bera kinnroða fyrir þekkingu sína, þótt rætt væri við langskólagengna menn. 29. apríl árið 1924 gengu þau í hjónaband Gunnlaugur og Rósa Þorgilsdóttir. Hún var frá Sökku, öðru merkisheimili í dalnum fagra, hafði hlotið svipað atlæti í uppvext- -^inum, numið í unglingaskólanum bæði á Völlum og Akureyri og var loks einn vetur í Kvennaskólanum hér í Reykjavík. Þau Gunnlaugur og hún hófu strax búskap á Sökku Og bjuggu þar miklu myndarbúi í hálfa öld. Þá voru sonur og tengda- dóttir þegar komin við þeirra hlið. Þau hafa haldið uppi fomri reisn inni sem úti, og nú njóta þau einn- ig sonar og tengdadóttur sér við hlið. Þeim Gunnlaugi og Rósu varð ijögurra barna auðið. Elst er Jóna, gift sr. Stefáni Snævarr, fyrrum prófasti Eyfirðinga og sóknarpresti Svarfdælinga í 43 ár, þá Dagbjört, eiginkona mín, Halldóra, vinnur á skrifstofu KEA, og Þorgils, bóndi á Sökku, kvæntur Olgu Steingríms- dóttur. Svo ólu þau hjón upp systur- son Gunnlaugs og bróðurson Rósu, Halldór Arason bifvélavirkja á Ak- ureyri. Eiginkona hans er Hulda Þórarinsdóttir. Auk þess var mikið um, að annarra börn væru hjá þeim hjónum lengri eða skemmri tíma. Gunnlaugur var óvenju glöggur maður og gætinn. Hann var jafn- framt mikill framkvæmdamaður og stórbætti jörð sína. Hann var og kallaður til forystu á flestum svið- um félagsmála fyrir sveit sína. Hann var þar m.a. oddviti langa hríð og leiddi sveitarfélagið farsæl- lega í gegnum erfiða breytingatíma. Ég gleymi aldrei fyrstu komu minni heim á Sökkuhlað. Gunnlaug- ur kom þar á móti mér vinnuklædd- ur, en þó mjög snyrtilegur. Það, sem vakti þó meiri athygli, var bjart og drengilegt svipmót. Glögg og greindarleg augu skoðuðu komu- mann og með fallegu og hlýju brosi var boðin innganga í bæinn. Þar var þá myndarlegt framhús úr timbri, járnklætt, en að baki því tvö langhús úr torfi. í því, sem nær var bæjarhlaði, voru eldhús og búr, sem sameinuðu forna hefð og ný- tískuþægindi eins og best verður á kosið. Búrið var allt í hinum gamla stíl, en í panelklæddu eldhúsinu, sem naut birtu frá stórum þak- glugga, var búið að koma hagan- lega fyrir öllum rafmagnstækjum, sem þá tilheyrðu nýtískueldhúsi. Fjærst hlaði var svo þrískipt bað- stofa, klædd lökkuðum krossviði. 011 geymdu þessi húsakynni mikla og fallega búslóð skemmtilega sam- an setta af fornum gripum og nýj- um. Þarna var tréskurður, bóka- safn, silfursmíðar og hannyrðir margra kynslóða. A vetrum voru stundum tveir vefstólar í gangi. Allt var þetta þannig um gengið, að sérstakur blær hreinleika og smekkvísi gladdi augað. Þetta var eins og lifandi byggðasafn, enda var oft komið þangað með útlend- inga til að sýna þeim rammíslenskt menningarheimili. En fegursta prýðin, sem komumönnum mætti, var þó einlægur hlýhugur húsráð- enda beggja, rausn þeirra og ör- læti. Þess utan nutu menn ekki síst menningarlegrar umræðu um mál- efni líðandi stundar. Ég hef hvergi kynnst meiri hug- arhlýju, fórnfýsi og göfgi í hugsun, en hjá Rósu tengdamóður minni. Hún var svo einstök í algjörri sjálfs- gjöf sinni og hreinleik hjartans. Því tileinkaði ég henni, í minningar- grein að henni látinni, hin fögru orð Guðmundar skóiaskálds: Hún geymdi þennan undrayl, sem omar þeim, er finna til. Gunnlaugur stóð sterkur við hlið henni og studdi hana dyggilega í öllum hennar hugðarefnum. Lífs- mynstur hans bar eðlilega meira svipmót af framkvæmdum hans út á við, bæði á heimajörð og fyrir málefni sveitar og héraðs. En verk þeirra og hugsjónir sköruðust vel og mynduðu þá fallegu og sterku heild, sem við, fjölskylda þeirra og vinir, höfðum notið svo mjög í ár- anna rás. Ég endurtek því hér það, sem ég sagði, er ég minntist Rósu. Kynni við fólk eins og Rósu og Gunnlaug á Sökku hljóta að gera menn bjartsýnni á lífið og tilveruna. Ég fann fljótt, er ég kynntist Sökkuheimilinu, að það voru ekki bara góðleikur og gestrisni, sem þar löðuðu að. Gunnlaugur var í senn alvörumaður að allri gerð og gleðimaður á góðum stundum. Hannn var mikill sagnasjór gaman- mála og kunni þá list flestum betur að segja frá. Sögur hans voru marg- ar frábærar í meðferð hans, gjarnan kryddaðar meitluðum stökum. Sjálfur var Gunnlaugur prýðilegur hagyrðingur og setti oft í stuðla atburði hversdagsins eins og hans næma skopskyn sá þá. Hann hafði ekki síður gaman af að ræða ljóð, las þau mikið og lærði. Einar Bene- diktsson hreif hann mest. Gunn- laugi þótti gott að mega fylgja hon- um eftir, er hann sveigði hugsun sína djúpt í vitundarsvið mannlífs- ins, en hann naut þess ekki síður að fylgja honum í hæðir. Það var ekki síst hin frjálsa, víðsýna trúar- hugsun Einars, sem talaði til Gunn- laugs. Hann fylgdi sjálfur hinni frjálslyndu túlkun trúarsetning- anna. Blind bókstafdýrkun var hon- um fjarri, hann leitáði andans, „sem gjörir steina að brauði“ í þeim efn- um. Nú nýlega var rætt um þessar skoðanir Gunnlaugs. Þá sagði sr. Stefán Snævarr: „Hann var frjáls- lyndur. Hann var svo greindur, að hann hafði vel efni á því.“ Sem ungur maður gekk Gunn- laugur í Ungmennafélag Svarf- dæla. Hann hreifst af hugsjónum aldamótamannanna, sem • vildu vinna íslandi allt. Mér fannst ég svo oft skynja enduróm af boðskap þeirra í áhuga Gunnlaugs fyrir málvöndun og hreinsun tungunnar af erlendum áhrifum. Honum var þetta hjartans mál, sem hann ræddi oft við börn sín og brýndi enda mjög fyrir þeim að vanda málfar sitt. Sjálfur talaði hann og ritaði kjammikið og fagurt mál. Ritgerðir hans í bókinni Faðir minn, bóndinn árið 1975 og 3. bindi af Aidnir hafa orðið bera þessu trútt vitni. Gunnlaugur átti fallega jörð og kostaríka, sem honum þótti afar vænt um. Mér fannst á stundum er hann talaði um hana að hann skynjaði hana eins og lifandi veru sem hann í senn unni mjög og þekkti vel. Þess vegna naut hann þess að rækta hana og bæta á alla lund. Það var í senn lyfting og hlýja í röddinni, er hann sýndi mér ný- brotið land, eða nýja, fullræktaða túnspildu. Sama gilti um húsin. Flest þeirra byggði hann tvisvar. Eldra fjósið á Sökku, sem Gunn- laugur hannaði algjörlega eftir eig- in höfði, var svo vel gert, að það var tekið sem eitt af fjórum fyrir- myndarfjósum í leiðbeiningarbækl- ing Búnaðarfélags íslands um úti- húsabyggingar. Gamla bæinn, sem ég hef hér lýst, byggði Gunnlaugur upp eftir jarðskjálftann mikla 1934. Hann brann svo með öllum sínum dýru menningarverðmætum að- faranótt 1. febrúar 1956. Ég hef áður frá því sagt, að við hjónin vorum þá stödd hér í Reykjavík og fórum út á flugvöll til þess að taka á móti Gunnlaugi, er hann kom suður að undirbúa smíði hins glæsi- Iega húss, sem nú prýðir bæjarhól- inn á Sökku. Við áttum jafnvel von á að sjá niðurbrotinn mann eftir slíkan missi. En það var öðru nær. Guði var þakkað að mannbjörg varð, en svo sagði Gunnlaugur og bar höfuð hátt: „Hitt voru allt hjá- guðir. Var okkur ekki kennt, að við ættum að forðast að binda huga okkar við þá?“ Þarna var greinilega engin uppgjöf á ferð. Hann ætlaði ekki að verða að saltstólpa við það að einblína á fortíðina. Hann hafði alltáf horft til umbættrar og glað- ari framtíðar. Svo skyldi enn vera. Og þegar elli sótti æ fastar og hann gat ekki lengur gengið að verki með hinum, þá fór hann samt út, meðan kraftar leyfðu, til þess að snyrta og laga umhverfíð, svo að það yrði enn fallegra að koma heim að Sökku. Sama væntumþykjan einkenndi umgengni hans við skepnurnar. Ilann var einstaklega natinn við þær, og var mikið sóttur á aðra bæi til hjálpar, ef eitthvað kom fyrir búpening þar. I raun var náttúran honum öll sem opin bók..Hann skildi svo vel ártíðabunda umbreytingu hennar og var næmur á, hvað rétt var að gera á hverri tíð. Hann þekkti líka nánast hveija jurt með nafni. Kona mín nefnir það oft, að sterk kær- leiksbönd hafi tengt þau og hann hafi gefið henni mikið með kærleika sínum, skilningi og hlýju, en einnig með svo mikilli vitsmunalegri fræðslu. Hún á þar t.d. afar dýr- mætar minningar um það, þegar hann leiddi hana með sér um tún og haga til þess að kenna henni nöfn blómanna og útskýra fyrir henni hlutverk þeirra í lífkeðju náttúrunnar. Allt var þetta gert í sama anda og Jónas Hallgrímsson orti: Smávinir fagrir, foldarskart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu faðir blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Svipaðar minningar munu þau eiga hin systkinin einnig og barna- bömin. Öll afstaða Gunnlaugs til lífs og moldar skapar í huga mínum samhljóm við ljóðlínur Bjarna Ás- geissonar: Sveit er sáðmanns kirkja, sáning bænagjörð. Það var sístætt þakkarefni þeirra Gunnlaugs og Rósu, hve sveitungar og vinir víða um land reyndust þeim vel eftir bæjarbrunann. Fjölskyldan flutti inn í nýja húsið á Sökku um göngur sama árið og brann. Þar höfðu margir lagt gott lið, en fyrir heimilisfókið þýddi þetta samt margfalt vinnuálag, sem flestir báru merki æ síðan. Þegar þau Rósa og Gunnlaugur gátu ekki lengur haldið sjálfstætt heimili, voru þau svo lánsöm, að þurfa ekki að fara frá Sökku, með- an hægt var að annast þau heima. Þorgils og Olga tóku þau „í hornið til sín“ og önnuðust þau með þeim hætti, að til fyrirmyndar var. Er Rósa lést haustið 1988, var heilsa Gunnlaugs orðin þannig, að hann kaus sjálfur að fara heldur til dval- ar í Dalbæ. En þá var hendinni ekki sleppt af honum. Hans var vitjað, ekki sjaldnar en daglega, og hann látinn fylgjast með búskapn- um, þannig að tengslin héldust óslitin við ævistarfið. Fyrir þetta og aðhlynninguna í Dalbæ erum við afar þakklát, sem ljær búum. Mér finnst að saga sú sem hér hefur verið rakin, hljóti að sanna upphafsorð mín, þar sem vitnað var til orða Stephans G.: Þitt er menntað afl og önd; eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Að lokum er hér ein persónuleg minning. Er við Dagbjört fórum frá Sökku með búslóð okkar vestur í Dali, þar sem okkar beið óráðin framtíð við prestsþjónustu og bú- skap, þá vanhagaði okkur að sjálf- sögðu um margt. Gunnlaugur vissi manna best, hve það kemur sér oft vel í einyrkjabúskap að vera vel verkfærum búinn. Hann bætti því nokkuð upp fátæklegan búnað minn á þessu sviði, og var ég honum oft þakklátur fyrir það síðar. En þann- ig var öll hans gjörð. Nú er Gunnlaugur sjálfur að leggja í för til óræðrar framtíðar á vit nýs lífs. Ég á fátt verkfæra til að leggja honum í hendur í eilífð- inni, en kannski þó það, sem hann þiggur glaðastur. Það er þakklátur bænarhugur. Ég segi við hann orð sem hann sagði stundum við mig: „Hafðu allt sem ég hugsa þér.“ Bænir mínar fylgja honum með þökk fyrir mig og mína. Huggun okkar vil ég sækja, eins og fleira hér, í orð Klettafjallaskáldsins: Ei verður vegalaus sú vera, er hér var gjörð úr óm í æðri heim, úr ósk um sælli jörð. Þórir Stephensen. „Hvenær komum við í Afaland?“ var spurt í aftursætinu, hvað eftir annað, þangað til fjölskyldubíllinn var kominn á kunnuglegar slóðir í Svarfaðardalnum. Þegar brunað var yfir landamerkin og Sökkubær- inn brosti ofan af bæjarhólnum hrópaði öll Ijölskyldan í kór: „Nú erum við komin í Áfaland!" og sælu- tilfinning gagntók mannskapinn. Okkur systkinin langar til að minn- ast í fáeinum línum afa okkar Gunn- laugs Gíslasonar á Sökku í Svarfað- ardal, sem jarðsunginn verður í dag, og þakka fyrir allar góðu stundirnar í Afalandi. Gunnlaugur afi var heimakær og kunni bezt við sig á jörðinni sinni, en hann var líka heimsmaður, fylgd- ist vel með straumum og stefnum og var víðlesinn. Hann var glæsileg- ur á velli og ennþá stendur það okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um þegar Gunnlaugur á Sökku kemur gangandi neðan af þjóðvegi að koma úr kaupstaðarferð; hár og grannur, í virðulegum dökkum föt- um, með skjalatösku og göngustaf. Loðinbrýndur og hvasseygur, en stutt í brosið og hlýjuna. Hann var maður, sem tekið var mark á þegar hann sagði sitt álit á hlutunum og við virtum hann og dáðum alla tíð, um leið og okkur þótti svo undur vænt um hann. Afi var allt í senn, félagi okkar, kennari og fyrirmynd. Stundum tók hann kíkinn í aðra höndina og lítinn lófa í hina, gekk svo með okkur suður á bæjarhólinn, settist með okkur í grasið og kenndi okkur að þekkja blóm og fugla, ijöllin og bæina í kring. Hann kenndi okkur vísur og kvæði, sem hann kunni ógrynni af. Afí var líka sjálfur ágætur hagyrðingur og stundum komu vísur í jólabréfinu, sem sögðu frá ævintýrum okkar sumarið áður. Frásagnargáfan var nú sjálfsagt það, sem við kunnum einna bezt að meta af mörgum kostum afa okkar. Hann hélt okkur hugföngn- um tímunum saman með sögum af skemmtilegum atvikum sem hann hafði upplifað. Það munaði sjötíu árum á yngsta barnabarninu og Gunnlaugi afa og frásagnirnar veittu innsýn í framandi og spenn- andi tíma. Þær voru ófáar stundirn- ar, sem við komum okkur fyrir, eitt eða fleiri, í holunni hennar ömmu á dívaninum og afi sagði sögur með gleraugun á enninu og sveiflaði gleraugnahulstrinu til að leggja áherzlu á orð sín. Rósa amma sat í stólnum sínum og pijónaði og kímdi þegar henni fannst afi skreyta sögurnár helzt tíí mikið. Við báðum aftur og aftur um uppá- haldssögurnar okkar þótt við kynn- um þær utan bókar. Með sögunum síaðist inn kjarnyrt málfar afa, sem við reyndum að temja okkur. Allar útlenzkuslettur voru eitur í hans beinum, og hann var óþreytandi að benda okkur á réttu íslenzku orðin og setningarnar. Afi var stundum strangur við okkur, en allþaf réttlátur. Þegar við eltumst og vitkuðumst, lærðum við að meta það, sem hann innrætti okkur; vinnusemi, áreiðanleika og alúð við það, sem við tókum okkur fyrir hendur. Allt fram til þess síð- asta sýndi hann námi okkar og starfi áhuga og hvatti okkur til að standa okkur vel. Afi skildi vel gildi vinnunnar; sjálfur byggði hann upp myndarbú á hálfrar aldar búskapar- tíð með elju og harðfylgi. Búskapur-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.